Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1955, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.03.1955, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN HAWAJI — eldfjallaeyjan I Kyrrahafi. f fjörunni fyrir neðan Moana Hotel í Waikiki. ÍÐFÖRLUM mönnum ber saman um, að ef nokkur staður á jörðu eigi skilið að heita Paradís, ])á sé það Hawaji, eldfjalla-eyjaklasinn í miðju Kyrrahafi. 'Þar sé betra loftslag og fegurrri gróður, gjöfulli náttúra og ánægðara fólk en á nokkrum öðrum stað á jarðríki. Og náttúrufegurðin að sama skapi mikil. Hawaji er á 20. stigi norðurbreidd- ar, álíka norðarlega og miðbik Ind- lands eða Cuba. En vegna útliafsins allt i kring er sáralítill munur á veðr- áttunni vetur og sumar. Meðalhitinn í Honolulu, helstu borginni á eyjun- um, er 25 stig í ágúst en 21 stig í jan- úar. Hitinn verður aldrei meiri en 31 stig i skugganum og aldrei minni en 17—18 stig. Þarna blása staðvindar í sifellu og bera mcð sér nægilega vætu að staðaldri. Veðráttan er þann- ig svo hagstæð jurtagróðrinum, sem frekast verður á kosið. En mjög er úrkoman misjöfn þarna á eyjunum, og mest þar sem hæst er. Á fjalli einu á eyjunni Ivauai er úrkoman 1570 cm. á ári, en á lægra fjalli, skammt frá, aðeins 40 cm. — Og þó eru aðeins 20 kílómetrar milli staðanna. Fjöllin eru dásamlega fögur, eins og mörg eldfjöll eru, liturinn fjólu- blár, þar sem sér í grjótið fyrir gróðri, stöllótt og með fossum og lækjum. Víða eru þau skógi vaxin. Flest liggja fjöllin að sjó og fremur auðveld upp- göngu. Óvíða er hægt að hitta glaðværara og gestrisnara fólk en á Hawaji. En þarna kennir þó margra grasa. Af hinum upprunalegu íbúum eyjanna, sem eru polynesar, eru ekki nema 13.000, en 77.000 eru polynesar í aðra ætt. Ennfremur 190.000 Jap- anar, 70.000 hvítir menn, 63.000 frá Filippseyjum, 32.000 Kínverjar, 10.000 frá Puerto ltico, 7.000 frá Kóreu og 5.000 af ýmsu öðru þjóðerni. En þessi mislita hjörð lifir saman i sátt og samlyndi, og gæti verið öðrum til fyrirmyndar hvar sem er í veröldinni. Cuba er fræg fyrir sykur og það er Hawaji lika. Flest af fólki þvi, sem flutst hefir til Hawaji kom þangað í fyrstu til að vinna á sykurekrunum. Kínverjarnir spöruðu og lögðu fé sitt i kaupmennsku eða þeir menntuðust og urðu læknar, en í stað þeirra fluttu sykurkóngarnir inn verkafólk frá Portúgal, Japan, Puerto Rico, Kóreu og Filippseyjum. Þrátt fyrir allt samlyndið er mikill stéttarmunur á Hawaji. 1 fínu hverf- unum í Honolulu leyfist ekki öðrum en hvitum mönnum að halda sig. En gagnvart lögunum eru þó allir jafnir. Japanar standa mjög framarlega í þjóðfélaginu, t. d. eru japanskar kon- ur stjórnendur margra skóla. Forseti þingsins er Japani og lögreglustjórinn í Honolulu Kínverji. 1 opinberu lifi er ekkert manngreinarálit. Frumbyggjar eyjanna hafa sérstöðu. Þeir eru taldir göfugasta þjóðin, liöfð- ingjarnir, og innflytjendunum þykir sómi að því að blanda við þá blóði. Hálfblóðs liawajimaður vakti aðdáun í samkvæmi er hann sagði frá.ætt sinni: „Ég er bæði Hawajibúi og Kín- verji og rcyndar er svolítið enskt blóð i mér lika,“ sagði hann. Álieyr- endurnir efuðust um það síðastnefnda, en þá svaraði hann: „Jú, það er á- reiðanlegt. Einn af forfeðrum mínum át svolítinn bita af James Cook.“ — Cook var myrtur á Hawaji, og það var hann sem fyrstur bvítra manna fann eyjarnar, árið 1778. Mál Hawajibúa er erfitt, en sum orð heyrast svo oft að gesturinn lærir þau fljótt. Haole þýðir hvítur maður, Kammaaina maður sem lengi hefir átt beima á Hawaji, og Malihini sá sem nýlega er kominn þangað. Pilikia þýðir ónæði eða fyrirhöfn, pau í vandræðum. Og það sem engin orð ná yfir táknar maður með því að rang- hvolfa augunum og hrópa: „Auwe! auwe! sem getur þýtt allt sem mið- ur fer. Það er ekki á hverjum degi sem skip kemur til Honolulu, en frá San Francisco kemur skipið Lurline 12. hvern dag allan ársins hring. Það leggst á höfnma að morgni og liggur til kvölds og þá er hátíð i bænum. Hver einasti maður, sem þekkir nokk- urn um borð, mætir eldsnemma að morgni á bryggjunni og kaupir lei, krans úr blómum, handa þeim sem þeir eiga von á. Og svo fyllist skipið af alls konar fólki, m. a. útsendurum sem reyna að ná í fólk á gistihúsið, sem þeir vinna fyrir. Falleg Háwaji- slúlka finnur loks gestinn serh hún er að leita að; Hún leggur lei um háls- inn á honum og rekur honum remb- ingskoss og hrópar: „Aloha — a Hotel Royal Hawajinn", eða hún nefnir einhvern annan stað. En ungir piltar leita uppi konuna hans og kyssa hana og faðma. . Á hafnarbakkanum stcndur stór iúðraflokkur og hópur af Hula-liula- meyjum og stígur dans. Svona eru viðtökurnar alltaf, og á flugvellinum er líkt um viðtökurnar þcgar komið er fljúgandi. En það er fleira að sjá en Honolulu. Þessi höfuðborg eyjanna er ekki á stærstu eyjunni, Hawaji, lieldur á anarri eyju dálitið norðar, sem lieitir Oahu. Þar er fjöllótt i kring, djúpar gjár og einstigi líkust þvi sem þau væru gerð af mannahöndmn utan í klettunum. í klettunum við sjóinn er krökt af bjargfugli og villigeitum. Niðri á láglendinu er gróðurrikið eitt hið blómlegasta, sem gefur að líta á hnettinum; einkum eru það burkn- arnir, risavaxnir eins og tré, og hibiskusrunninn, með blóntum er hafa allt að tuttugu mismunandi liti, sent gefa landinu svip. Orlddeur vaxa uni allt, hinar venjulegri tegundir vaxa villtar og þekja stór svæði, þær eru ódýrar og seldar eftir vigt. En dýrari

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.