Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1955, Blaðsíða 13

Fálkinn - 04.03.1955, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 við það, því að hvort tveggja var að fáðir hennar mundi aldrei láta hana fá peninga, og hún mundi heldur ekki hafa tekið við þeim. Hún elskaði ekki foreldra sina og hún vildi ekki þiggja neitt af fólki, sem hún elskaði ekki. En hvers vegna elskaði hún þau ekki? Nei, Clyde hafði bannað henni að brjóta heilann um það, hún mátti alls ekki fara að hugsa um gömlu spurninguna: hvort hún væri með öllum mjaila eða ekki. Því að hún var með öllum mjalla, hún var ekki brjáluð. Eftir nokkur ár mundi Clyde hafa sparað svo mikið að hann gæti haldið náminu áfram, hann yrði læknir og mundi græða á tá og fingri, og þá mundu þau eiga betri ævi en hún átti. Hún var svo dásamlega hamingjusöm eins og var. Hún las Platón, hún borðaði mðidegisverðinn, hún þvoði upp, las meira og fór svo að hátta og sofnaði. Tvívegis vaknaði hún um nóttina og fór fram í eldhús, horfði á auðan beddann, sem Clyde svaf á. Hann var svo tóm- legur að hana kenndi til, og hún þráði Clyde svo heitt að hún varð að stilla sig svo að hún færi ekki að gráta eins og barn. Svö birti af morgni og nú var hún einum degi nær því að sjá hann aftur, og enn lágu vindlinga- stúfarnir í öskubakkanum, alveg eins og þeir hefðu verið lagðir þar fyrir stuttri stund. Hún tók til i húsinu þó að engin þörf væri á því, og svo fór hún aftur niður að sjó. Hún lá í fjör- unni og hlustaði á vorkliðinn og lét hugann reika. Jafnvel líðandi stund var svo yndisleg, að minnsta kosti eftir laugardag eða sunnu- dag, þegar Clyde væri kominn aftur, að henni fannst óþarfi að hugsa lengra. Þó að þeim liði vel núna, af því að þau gerðu litlar kröfur, þá mundi ævin samt verða enn fegurri þegar Clyde hefði lok- ið prófi og væri farinn að græða, því að þá gætu þau eignast stórt hús. I litla húsinu í Strandgötu var alls ekki rúm fyrir börn, en hún ætlaði að eignast mörg börn. Ekki einbirni, sem gengi um og fyndi til þess að það væri eina barnið, heldur sæg af börnum, kannske ein tólf. Og ekkert þeirra tólf skyldi nokkurn tíma sent á heimavistarskóla. Á leiðinni heim var hún að velta því fyrir sér hvernig hún ætti að láta þessa eilífð líða, þangað til Clyde kæmi. Nú hafði hún þó lært að ýmislegt er hægt að hafa fyrir stafni á litlu heimili og þá líður tíminn fljótar. Hún opnaði dyrnar og í geisla- rákinni á gólfinu sá hún hvíta pilsið, sem hún hafði prjónað. Það var ekki pils lengur — heldur að- eins upprakið band, eins og komið hafði fyrir áður. Nú hafði hún gert það einu sinni enn. Óafvitandi. „Nei, nei, það er ekki satt,“ hvíslaði hún og riðaði inn í stof- una og fálmaði fyrir sér með höndunum, eins og hún væri blind. Hún hneig niður á sófann og reri fram í gráðið í sárri ör- væntingu. Clyde hafði að heita mátti sannfært hana um að ein- hver annar hefði rakið upp prjón- ið hennar, af eintómri illmennsku. En hérna — hérna var engin nema hún, enginn gat hafa gert þetta nema hún. Jafnvel Clyde gat ekki hafa gert það, þó hon- um hefði dottið það í hug, því að hann var ekki heima. Hún var ein í íbúðinni, og það var hún sem hafði rakið upp pilsið. Alveg tilgangslaust og án þess að vita að hún hafði gert það, eða hve- nær hún hafði gert það. Þau höfðu þá rétt. fyrir sér — hún var brjáluð. Hún var komin í fenið aftur, i allt þetta skugga- lega, sem teygði fram klærnar til að ná í hana og sökkva henni dýpra og dýpra. Fyrst datt henni í hug að hún skyldi fara áður en Clyde kæmi aftur, svo að hann þyrfti ekki að sjá hana. Þrátt fyrir allt brjál- æðið gat hún þó elskað Clyde svo heitt að hún vildi ekki leiða hann í þá ógæfu að eiga að búa með brjálaðri konu. En hún gat ekki fengið af sér að fara, og svo fór hún að hugsa um, að þegar Clyde væri nærri kæmi aldrei neitt svona fyrir hana. Þá var hún alltaf með heilum sönsum og gerði ekki neina vitleysu. Það hlaut að vera einhver læknandi kraftur, sem stafaði frá honum. Nei, hún gat ekki farið frá Clyde, hann var sá eini sem gat hjálpað henni. En var það rétt gagnvart honum? Ég veit ekki, hugsaði hún með sjálfri sér. Get ég orðið albata ef ég fæ að vera hjá honum — eða hnignar mér aftur? Ég veit ekki, ég get ekki hugsað lengur. Hún sat og horfði í gaupnir sér, horfði á þessar hræðilegu hendur, sem gerðu öll þessi hræðilegu spell án þess að skynjun hennar fengi við ráðið. Það eru hendurnar á mér sem eru brjálaðar, ekki ég sjálf, sagði hún og reyndi að hugga sig með því. Þú segir svo margt skrítið, Syl- vía, hélt hún áfram eftir dálitla stund. Ef þú heldur áfram svona, verður þú albrjáluð — brjáluð fyrir fullt og allt. En það stóð í bókunum, að fólk sem verður brjálað, viti aldrei að það er brjálað. Ég er kannske undan- tekning. Ég hefði átt að spyrja Penham lækni. Hvað er ég að hugsa um að gera núna? Rífa eitt- hvað eða brjóta? Clyde hefði ekki átt að fara frá mér. Clyde er far- inn til Arizona. Ég er í Kaliforníu. Þú! Ég! Þú og ég! Við! Aldrei neinar lokaðar dyr framar. Hættu, Sylvía, hættu, — heyrirðu það! Hugur hennar dansaði tryllta og ijóta trölladansa. Hún sá tröll, sem komu og fóru, flugu fram hjá og komu aftur. Þau höfðu ekkert markmið og ekkert samhengi var milli þeirra. Það moraði í heil- anum á henni eins og í maura- þúfu. Nú vissi hún að hún var kom- in að þvergirðingu við enda leiðar sem ekki lá lengra og ekki var fær til baka. Þetta voru lokin. Hún var brjáluð. Hafði hún ekki lesið í bókunum hvernig hugsanir sálklofins fólk hlaupa í gönur, al- veg eins og hennar. Því miður hafði hún lesið allt of mikið af bókum um sálsýki, en hún hafði ekki lesið neina, sem gerði grein fyrir sálarlífi heil- brigðs fólks, og þess vegria datt henni aldrei í hug að jafnvel skýr- asta heilbrigt fólk, sem verður fyrir snöggum ótta og örvænt- ingu, fer að hugsa brenglað og lætur hugann geisa í von um að dreifa honum frá því sem hrjáir það mest. Hún heyrði fótatak í stiganum — hún vissi ekki hvort það var raunverulegt eða aðeins ímynd- un. Einhver sem ætlaði að finna Clyde? Hann mátti ekki sjá hana hérna, allra síst í því ástandi sem hún var nú. Hún yrði að flýja, fela sig í baðklefanum. En hún gat það ekki. Enginn drap á dyr. Hurðinni var lokið upp og móðir hennar kom inn. Það leið löng stund meðan Syl- vía var að átta sig á hvort þetta væri i raun og veru móðir henn- ar eða hvort það væri skynvillu- mynd í sjúkum heila hennar. Loks þóttist hún viss um að það væri móðir hennar. Miðaldra, hraustleg kona í brúnni kápu stóð bak við hana. Ofuriítill vindblær kom frá sjónum og bærði við laf- inu á kápunni. Sylvía sá í hvítan slopp. Hún vissi hver þessi mið- aldra kona var. Það var hjúkr- unarkona — varðkona. „Sylvía, elsku barnið mitt, þú gerir mig hrædda — þú ert svo veikluleg,“ sagði frúin ofur blíð- lega. „Já, mamma, ég er veik,“ svar- aði Sylvía. „Þú verður að koma með okk- ur heim, góða mín. Þú ert veikari en svo að þú getur hugsað um sjálfa þig. Líttu á, þarna hefir þú rakið upp fallega pilsið þitt aftur. Víst ertu veik! Komdu nú, elsku barn, við skulum fara með þig heim. Heyrið þér, systir, takið þér undir hinn handlegginn á henni og hjálpið henni til að standa upp.“ Sylvía lét leiða sig út. Stóri, svarti Packard-bíllinn hans föður hennar stóð fyrir utan. En Sammy sat ekki við stýrið. Hjúkr- unarkonan stýrði bílnum. Þegar þær lögðu af stað sá Sylvia að annar bíll, sem hún kannaðist FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYND- UM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og l%-6. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. tSSi'SSSiOfifltitSXitSSSSSSSS.SSSS, ADAMSON í gömlu höllinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.