Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1955, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.03.1955, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN 4* 4* 4* 4 4» 4* 4* 4* 4» 4 4* 414» 4 4* 4» 4» 4 4> 4* 4 4 4» 4 4 4» 4» 4 BETHEA CREESE: 4 Hverju lejjndi brniit? Framhaldssaga. 4*4*4*4*4*4*4*4*4*4*4*4*4*44*4*4*4*4*4*4*4*4*44444 — Þér megið ekki halda neiit illt um René, sagði hún. — En liann er yfirborðsmaður og hugsunarlaus, kát- ur og heillandi. Hann veit ekkert skemmtilegra en að dufla við stúlkur — hann getur ekki stillt sig um það. Jafnvel núna reynir hann að dufla við mig, upp í opið geðið á Toinette. Ég geri það sem í mínu valdi stendur til að venja hann af því. Hún leit hikandi á Tancred. Hann varð að trúa henni. Ef hann trúði henni ekki gat liún ekki lialdið áffam sögunni. Hún vildi ekki láta hann halda að henni þætti vænt um René. Það var metnaður hennar, sem var særður, ekki hjartasorg. — Óþægileg aðstaða, sagði Tancred. — Yæri ekki betra að þér flyttuð burt af heimilinu og byggjuð út af fyrir yður? — Það er einmitt það sem ég held að ég verði að gera, svaraði Celine. — Það gerðist dálítið eitt kvöldið fyr- ir rúmri viku. Ég var að koma niður stigann, og René var að fara upp. Hann greip i höndina á mér og kyssti hana — ekki á þann hátt sem Frakkar kyssa konur á liöndina. Ég hljóp frá honum og vonaði að enginn liefði séð þetta. — Ernestine systir hans var niðri i forsalnum ásamt vinstúlku sinni, sem er mesta sögusmetta. Þær sögðu við mig eftir á að ég gæfi René undir fótinn — að ég væri að draga mig eftir honum, og að ég væri afbrýði- söm og geðvond út af þvi, að áform mín hefðu mistekist. Ég varð fokvond. Eg veit ekki hvernig á þvi stóð, en svo mikið er víst að ég sauð saman hjánalega sögu. Ég sagði þeim að því færi fjarri að ég væri að inigsa um René, því að ég væri trúlofuð sjálf og ætlaði að giftast enskum manni, en við hefðum haldið því leyndu því að horfur væru á að trúlofunartíminn yrði langur. SÖNNUNARGÖGNIN. Celine andvarpaði. — Þessi smá- ly'gi neyddi mig til að halda áfram að ljúga. ,.Trúlofunin“ var rædd yfir kvöldmatnum. Saisinfjölskyldan var sispyrjandi. Ég sagði að unnustinn minn væri í flughernum og fengi ekki leyfi þaðan, og þess vegna kæmi hann aldrei að heimsækja mig, en sendi jafnan bréfin mín til Pegasusferða- skrifstofunnar — þéss vegna yrðu þau aldrei vör við að ég fengi bréf frá honum. Þegar René heyrði þetta spurði liann: — Hvað lieitir hann? Það var eins og hann vildi ekki trúa því, sem ég hafði sagt. Svo að ég sagði fyrsta nafnið sem mér datt í hug. Celine dró andann djúpt. — Ég sagði: — Ilann heitir Tancred ... Tancred reyndi að fá hana til að horfast í augu við sig. — Það var skrítið að þér skylduð nefna það nafn, -sagði hann hissa. — Það er alls ekki algengt nafn. — Ég hafði séð mynd af húsi — fallegu, gömlu húsi. Það var eitt af þessum liúsum sem mann dreymir um. en getur aldrei gert sér von um að eiga heima í. Ég var svo hrifin af myndinni að ég gat ekki gleymt hús- inu. Og nafnið á því er það sama og yðar. Hún stakk liendinni ofan í vasann og tók upp auglýsinguna. — Hérna — ég geng með hana á mér. Ég þorði ekki að láta hana liggja heima, því að þá hefði fólkið kannske fundið hana og uppgötvað samhengið í þessu ... Tancred las nákvæmlegg það sem í auglýsingunni stóð. — Jæja, „Tan- cred House“ er til sölu. Ég frétti að gamla konan sem átti það væri dáin, en ég hélt að ættingjar hennar ætluðu að eiga húsið áfram. Þetta er Ijómandi fallegt, gamalt hús. — Þekkið þér það? — Það er skammt þaðan sem ég á heima. Allir þekkja staðinn. Hvað skyldi húsið eiga að kosta, það er ekki nefnt í auglýsingunni. — Sá sem hefði efni á mundi borga hvað sem vera skyldi fyrir svona hús, sagði Celine. — Kannske ein tíu þúsund pund. Húsið er nokkuð afskekkt. Celine varð forvitin og leit á hann. — Eru nokkur tengsl milli yðar og þessa húss, herra Howlat? Eða yðar fólks? — Nei,- engin, nema ef vera skyldi það að ég var látinn lieita eftir hús- inu. Móður minni þótti svo vænt um það, og hana dreymdi um að eignast það. Ef hún liefði fengið að lifa getur verið að draumur hennar liefði rætst. Gömlu konunni þótti líka mjög vænt um lnisið, svo að þér skiljið, Celine, að þér eruð ekki sú eina. Ég held að þetta hús gangi sérstaklega i augun á kvenfólkinu. Hann rétti lienni úrklippuna til baka. — Viljið þér geyma þetta eða á ég að eyðileggja sönnunargagnið? — Æ, nei. Celina strauk brotin úr blaðinu og stakk því í vasann aftur. — Celine, sagði Tancred allt í einu. — Þér verðið að komast burt frá þessum unga Frakka. Jafnvel þó að hann væri laus og liðugur og gæti gifst yður, þá munduð þér aldrei hafa neina gleði af þvi. Svoleiðis maður gæti aldrei gert yður hamingjusama. Skilj- ið þér . ekki ... Tancred roðnaði er hann varð þess var, að liann fór að stama. — Skiljið þér ekki að þér hafið komist í óheppi- lega aðstöðu vegna skreytninnar um Englendinginn, sem þér sögðust vera trúlofuð? Ef René trúir því að þér hafið verið trúlofuð þegar þér létuð liann fara með yður um allar trissur, telur hann vafalaust að þér séuð eitt- hvað sviþuð honum sjálfuin. Munn- urinn á Tancred grettist um leið og hann sagði þetta. — Hann mun telja yður leyfilega villibráð og halda að þér leggið ekki dýpri merkingu í atlot hans en hann gerir sjálfur. Hann stóð upp og hallaði sér fram á handriðið og horfði á Celine. Roð- aður kvöldhiminninn var á bak við, svo að andlit hans virtist fölt, og aug- un voru stór og skörp. — Þér gátuð sennilega ekki sagt Saisinfjölskyldunni það rétta — að þér hittuð mig í fyrsta skipti í fyrra- kvöld, sagði liann hugsandi. — Fannst fjöiskyldunni ekki skrítið að ég skyldi ekki koma í býtið morguninn eftir til að heimsækja yður? — Ég var rög, sagði Celine aum. — Ég var að heiman i allan gærdag og kom ekki heim fyrr en seint i gær- kvöldi. Ég lét fólkið haida að ég hefði verið — verið með yður. Ég gat ekki afráðið hvað ég ætti að gera. Hún var skjálfrödduð. — Ég veit að ég hefði átt að segja aRan sannleikann undir eins og Toinette spurði hvað þér hétuð, í fyrrakvöld. En ég hafði ekki mannrænu i mér til þess. Þér urðuð fyrri til. Tancred roðnaði. — Ég bið afsök- unar ef ég hefi farið rangt að. — Ég vissi ekkert hvernig i þessu lá, en mig grunaði að þér væruð í klípu, og ég ... mig langaði til að hjálpa yður. — Ég ætla að segja þeim það í kvöld, sagði Celine einbeitt. •— Ég hafði eiginlega hugsað mér að einfald- ast væri að við hefðum orðið ósátt og allt væri búið milli okkar. En eftir þetta sem þér hafið sagt, um aðstöðu Renés gagnvart mér, skil ég að ég verð að segja sannleikann. Ég kvíði fyrir því. En ég verð að gera þáð — og ég verð að flytja af heimilinu, eins og þér segið. Hann leit undan. — Vandinn er sá að Saisinhjónunum mun finnast ég vanþakklát, ef ég geri það, sagði hún hægt. — Þau liafa verið mér svo góð, og auk þess býst ég við að frúin megi illa án peninganna vera, sem ég borga fyrir mig. Það er að vísu ekki mikið, en þau eru fátæk, lijónin. En svo er það þetta með René — mér fellur ekki að heimska mig. GAGNKVÆMT LOFORÐ. Tancred horfði á hana meðan hún var að flytja innsiglisliringinn á liina höndina. — Þér gátuð látið hringinn vera þar sem hann var, sagði hann með semingi. — Ég á við, að við gætum látið sem við værum trúlofuð nokkr- ar vikur ennþá, og ég gæti haldið áfram að vera með yður, — ég gæti heimsótt yður og þess háttar, þangað til þér eruð fluttar af heimilinu. Og undir eins og þér eruð komin á annan stað, gætuð þér skrifað frú Saisin og sagt lienni frá að við hefðum orðið ósátt og allt væri búið milli okkar, eins og þér töluðuð um. Hann brosti til hennar. — Þetta er aðeins uppástunga af minni hálfu, Celine, en ef yður finnst þér þurfa á mér að halda, þykir mér mikill heið- ur af því. Hún brosti á móti en hristi höfuðið. — Ég gæti ekki beðið yður um að gera það fyrir mig — það væri of mikil greiðasemi. En röddin var ekki sannfærandi. Það væri mikill fengur, ef liún gæti þegið tilboð Tancreds — og liún kæm- ist lijá öllum játningmn heima — og bjargað ærunni með því að kynna Tan- cred Saisinfjölskyldunni og kunningj- um hennar — sem unnusta sinn. Unn- usta sinn! Það fór ylur um hana alla og hún varð að stilta sig, til að sann- færa bæði sjálfa sig og liann um, að hún gæti ómögulega þegið hans góða boð, til að bjarga sjálfri sér úr klíp- unni. Chiang Kai Shek heldur blaðamannafund Leiðtogi kínverskra þjóðernissinna, Chiang Kai Shek hélt nýlega blaðamanna- fund í Taipeh, höfuðborg Formósu. Hann lýsti yfir því, að þjóðernissinnar mundu aldrei láta eyjarnar Quemey og Matsu af hendi. Þeir, sem viðstaddir voru, skitdu orð hans þannig, að hann gengi út frá því, að Bandaríkjamenn mundu taka þátt í vörnum eyjanna, ef nauðsyn krefði. — Myndin er tekin af Chiang Kai Shek á blaðamannafundinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.