Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1955, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.09.1955, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN U NU lieitir forsætisráðherra Burma. Hann var nýlega í opinberri iieimsókn hjá Tító marskálki, en ferðast nú um Evrópu til þess að kynnast betur liáttum vestrænna þjóða. LANDSTJÓRINN Á KÝPRUS. Sir Robcrt Perceval Armitage hef- ir ekki átt sjö dagan sæla að undan- förnu, því að ólga mikil er meðal eyjarskeggja, og félagar úr grisku neð- anjarðarhreyfingunni hafa meðal annars sýnt honum banatilræði. GILBERT GRANDVAL, fyrrum franskur stjórnarfulltrúi í Saar, hefir getið sér mikinn orðstir sem landstjóri i Marokkó. Faure for- sætisráðherra hefir þó orðið að fórna honurn til þess að koma á allsherjar- samkomulagi um nýlenduna. 6 Lukkan varpar akkerum Framhaldssaga eftir ALEX STUART, .im- .ém .mm- ...m jm meðan ég segi frúnni að við höfum fundið hann? Hún beið ekki eftir að Anne svar- aði en flýtti sér inn í klefa frúar- innar. Hún kom aftur eftir nokkrai mínútur, rauð í framan og rauna- mædd. — Frúin vill tala við yður, systir. Ég ... Hún liikaði enn og augun voni flóttaleg. — Ég sagði að drengurinn hefði farið að leita að yður og lent i vandræðum, eins og alltaf þegar enginn er til að hafa gát á honum. Ég verð að biðja yður um að gera mér þann greiða að segja ekki frúnni, að þetta hafi verið mér að kenna. Ég mundi missa stöðuna ef hún kæmisl að þvi, að ég hefði ekki haft gát á drengnum. — Æ, en ... Anne átti úr vöndu að ráða. Nicholas hafði gefið lienni skóna af því að þetta kom fyrir, og hún hafði ekki fengið tækifæri til að segja frá því, h.vernig í öllu lá. Hún ætlaði að láta Olgu skilja þetta, en barnfóstran ríghélt í höndina á henni og örvæntingasvipurinn skein út úr henni. — Systir, ég grátbæni yður ... Frúin vcrður svo reið við mig. Það skiptir engu máli fyrir yður, en það varðar mig stöðuna .. . það varðar mig alla tilveruna ... Anne andvarpaði. Vitanlega skipti það miklu máli fyrir hana líka .... Nicholas Frazer hafði gert sitt ýtr- asta til þess að útvega henni þessa stöðu um borð í „Sinbad“, og hana langaði ti lað sýna að hún væri dug- leg og samviskusöm, svo að hann þyrfti ekki að iðrast eftir hjálpina. Og það var ekki um að villast, að hún hafði vakið vanþóknun hans í dag. En Olga var í öngum sjnum. Anne var ekkert sérlega hlýtt til hennai en kenndi í brjókti um hana — ekki gat hún að því gert þótt hún væri svona lítið aðlaðandi, og líklega hafði hún átt örðuga ævi, eins og flest flótta- fólk. Það væri því of mikil eigingirni að gera henni of erfitt fyrir, og vafa- laust mundi einlivern tíma gefast tækifæri til að útskýra fyrir Nicholas samhengið í þessu og sannfæra hann um, að hún væri dugleg hjúkrunar- kona. — Ég skal ckki segja meira en ég þarf, sagði hún. — Þér þurfið ekki að kvíða neinu, Olga. — Hjartans þakkir! sagði Olga með ákefð. — Ó, hjartans þakkir. Hún rétti Dale höndina og liélt áfram með sama hitann i röddinni: — Komdu Dale, nú skaltu fá heitt bað. Komdu nú! Dale virtist vera orðinn miklu ró- iegri núna, og. tók í höndina á henni. Anne horfði á eftir þeim. Svo sneri lnin við og barði á dyrnar lijá frú Lilly Sheridan. Hún lá enn með marga kodda undii höfði og herðum, en nú var kominn dálitill roði í kinnarnar á henni, og hún reis upp á olnbogann þegar Anne fór að tala við hana. — Þér vilduð tala við mig, frú Sheridan? — Já, ég vildi það, systir. Olga hefir sagt mér slitur af því, sem sonur minn hefir afrekað í dag, og mig langar til að heyra skýringar yðar á þvi. Röddin var formleg og liálf kulda- leg, og hún var þóttaleg á svipinn er Anne brosti framan í hana. LILLY ER TÖFRANDI. Lilly Sheridan hlustaði þegjandi á frásögn Anne af þvi, sem hefði gerst á bátaþilfarinu. Margar lirukkur komu í slétt ennið og áhyggjur skinu úr grá- grænum augunum. í gær hafði Anne fundist hún óþolinmóð og alls ekki óstrík við drenginn, en nú skipti hún um skoðun, þvi að það leyndi sér ekki að henni var órótt út af þvi að dreng- urinn hafði verið í lífshættu. En þegar Lilly fór að spyrja hann frekar skildist Anne að það var eigin- lega N’icholas en ekki drengurinn, sem Lilly hafði áhyggjur af. Það var aukaatriði að Olga hafði vanrækt skyldu sína, og þess vegna gekk Anne vel að efna loforð sitt við hana og varast að nefna þátt hennar í málinu. Það eina sem máli skipti fyrir Lilly Slieridan eins og á stóð, var hvort Nicliolas hefði orðið gramur út af ti!- tæki Dales eða ekki. Þegar Anne sagði henni að Nicholas hefði aðeins látið gremju sína bitna á henni sjálfri, virt- ist Lilly létta stórum. Hún var aftur orðin 'hin ahiðlega, töfrandi koria, sem heimurinn kannaðist við. — Góða mín, mér þykir leitt að strákprakkarinn minn skyldi baka yður óþægindi. Hún rétti fram mjóa, livíta hönd. — Ég skal útskýra fyrir herra Frazer hvernig í öllu þessu liggur. Þér skuluð ekki hugsa meira um það. Og nú lield ég að ég verði að fara að ráðum yðar og reyna að komast út á þilfar. Hún brosti til Anne. — Pillurnar yðar hafa komið að gagni. Mér líður miklu betur núna, og ég er viss um að útiloftið hressir mig. — Já, það er áreiðanlegt, svaraði Anne rólega. — Ég er yður svo þakklát, hélt Lilly áfram. — Ég hefi lofað að skemmta ofurlítið hérna seinna í dag, skiljið þér — leika á liljóðfærið fyrir fáeina kunningja mína, og mér hefði þótt leitt að baka þeim von- brigði með því að hætta við það .... Hún lauk ekki setningunni og Anne fór fram að dyrunum. — Systir Anne, gerið þér það fyrir mig að fara ekki frá mér. Ég hafði gert mér von um Adcla Jcrgcns þykir mjög fallega vaxin og því óspör á að sitja fyrir hjá ljósmyndurum. Hérna sést hún óvenjulega fáklædd. að þér vilduð hjálpa mér svolítið — ég er ekki vel hraust ennþá, og ekki viss um að ég sé sjálfbjarga. En ef þér eigið mjög annríkt, skal ég vitan- lega ekki ... Áður en Anne hafði svarað, að því miður ætti hún mjög annrikt, var Lilly komin fram á rúmstokkinn og rétti fram höndina eftir morgun- kjólnum. — Gætuð þér . .. ó, þakka yður kær- lega fyrir, systir. Og ef þér vilduð gera svo vel að — ég held að hún Olga hafi lagt fram fötin mín. Liggja þau ekki á stólnum þarna? Og kannske ég ætti að fá eina af undrapillunum yðar í viðbót — þá er ég viss um að ég hefi það af. Anne opnaði öskjuna með pillunum. Lilly greip eina og fór að klæða sig. — Þér hafið sjálfsagt þekkt herra Frazer lengi, er ekki svo? spurði hún, cins og af tilviljun, þegar þær voru á leiðinni út á þilfarið tíu mínútum seinna. Hún hallaði sér upp að Anne. sem studdi hana, og hafði auðvitað látið hana bera allt það, sem hún hafði með sér af teppum og klútum. Anne roðnaði. Hún sá Ben Farrell bregða fyrir á efra þilfarinu. Hann var að fara af verðinum og brosti vorkunnsamlega til hennar. Lilly tók eftir honum og sagði glað- lega: — Ó, systir, er hann vinur yðar? Þessi ungi, laglegi yfirmaður þarna uppi. — Nei, frú Sheridan. Anne roðn- aði enn meira, en Ben benti henni að koma til sín undir eins og hún hefði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.