Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1955, Síða 7

Fálkinn - 09.09.1955, Síða 7
FÁLKINN 7 komið sjúklingnum fyrir. — Ég þekki liann ekki nema í sjón. — En ég get ekki betur séð en að hann þekki yður, sagði Lilly og hló. — Og hvað herra Frazer snertir — ællið þér að telja mér trú um, að þér þekkið hann ekki heldur nema i sjón'? — Faðir minn og herra Frazer voru vinir í mörg ár, svaraði Anne þurr- lega. — Ég liefi þekkt liann síðan ég var barn. — Já, einmitt. Lilly varð alvarlegri. Hún benti á legustól. — Kannske ég setjist þarna? Ef þér gætuð gert svo vel að vefja teppinu vel utan um mig, ég ... Hún benti á legustól. — Kannske ég setjist þarna? Ef þér gætuð gert svo vel að vefja teppinu vel utan um mig, ég ... Hún þagnaði og svo kom önnur rödd: — Þarna kemur herra Frazer, svo að nú fæ ég sem betur fer tækifæri til að afsaka brek drengs- ins míns, og leggja gott orð inn fyrir yður um leið. Hún var allt í einu komin í besta skap. Nicholas kom nær og Anne forðaðist að líta á hann og beygði sig yfir Lilly og vafði teppinu að fótunum á henni. — Kæra Lilly. Nicholas hafði numið slaðar við stólinn hennar og horfði á hana með áhyggjusvip. — Þú ert vonandi ekki veik. Ég var farinn að hlakka svo mikið til að heyra til þin í dag. Rödd hans var gerólík þvi sem áður var, fannst Anne. Hún var hlý og við- kvæm þegar liann talaði við Lillv Sheridan, og það var augljóst að hann vissi ekki af neinu nema henni. Lilly andvarpaði. — Mér líður miklu betur núna. Systir Aniie ráðlagði mér að koma út og anda að mér liréinu lofti. Það er hart, en ég held að hún hafi rétt fyrir sér. Hún er svo hjálp- söm og lipur ... Hún tók málhvíld og leit til Anne með blíðu brosi. — Ég var einmitt að frétta, að hann sonur minn hefir bakað henni óþægindi og að þú, Nicky, bjargaðir 'honum frá að detta í sjóinn. Anne ieit upp og roðnaði þegar hún sá að Nicliolas horfði á hana með undarlegu fjarrænu augnaráði. En hann sagði ekkert, og Lilly liélt áfram: — Góði, ég verð að biðja þig afsök- unar á þessu háttalagi stráksins. Ég hefði ekki átt að missa sjónar af hon- um. Það er svo erfitt vegna þess að barnfóstran þekkir ekki uppátækin hans ... Ilún yppti öxlunum mæðuleg. — En þú skilur, að ég var algerlega úr leik. Ég vona að þú hafir fyrirgefið okkur, bæði Anne og mér. Þetta var sagt svo létt og lipurt, að Anne var í vafa um, hvort það væri verið að verja sig eða ásaka sig. Nicholas horfði á hana ennþá án þess að brosa, og þegar liann tók til máls aftur var röddin köld. — Þetta hefði getað farið illa, þú sltilur jiað sjálfsagt, eftir að systir Anne liefir sagt þér frá því. En sem betur fór varð þetta ekki að slysi, og mér finnst að viS ættum ekki að tala meira um það. Ég sting upp á að þú komir drengnum fyrir hjá barnagæslukon- unni hérna um borð. Hún er natin við börn, og i leikstofunni getur Dale gert það sem hann langar til, og þarf ekki aö leita upp á bátaþilfarið. — Nicky, það er fallega gert af þér að taka þessu svona. Lilly brosti til hans, tjómandi af fögnuði. — Og ég get ekki þakkað þér nógsamlega, að þú bjargaðir drengnum. Ég þori ekki að liugsa til þess hvernig farið hefði, ef þú hefðir ekki verið nálægur. Ég fullvissa þig um að ég ... Hún beit á vörina og augun urðu tárvot. — Ég get ekki liugsað til þess. Nicholas greip um höndina á henni. — Gleymdu því, Liliy, sagði hann blítt. Við skulum sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur — er það ekki, systir Anne? Anne kinkaði kolli en mælti ekki orð. MINNINGAR. Liily hélt áfram í léttari tón: — Hvað á ég að spila fyrir þig í dag, Nicky? Áheyrendurnir verða ekki nerna fáir. Carsonshjónin og vitan- lega Charleston. Það var vel gert af þér að búa þetta í liaginn fyrir mig. og sjá um að ég gæti fengið hljóm- leikasalinn ein þegar ég æfi mig. Ég veit að það er hlægilegt, en það er nú svona samt, að ég þoli ekki að fólk sé að rápa út og inn þegar ég spila Hver veit nema ég 'hafi orðið svona dyntótt þegar ég hafði þennan yndis- lega hljómleikasal i New York. Manstu það? Skuggi færðist yfir andlitið á Nicholas. Þrettán árin, sem liðin voru síðan hurfu á burt, og hann var kom- inn inn i fallegu stofuna á blíðviðris- degi i september. Húsið stóð liátt og ágætt útsýni yfir fljótið, og í þá daga hafði þetta verið honum friðheigur staður — einangraður frá veröld heimsstyrjaldarinnar. Nicbolas mundi að liann liafði setið í þessari stofu, þreyttur og slæptur eftir margra sólarhringa vökur, og Liily hafði spiiað fyrir hann og kom- ið honum iil að gleyma ljótu endur- minningunum, sem alltaf voru að á- sækja hann. Hvilíkar endurminningar. Kafbát- arnir, sem höfðu elt skipalestina, eins og úlfahópur i næturmyrkrinu — dimmu skipin, sem sprengjurnar tættu sundur — og veinin frá særðum og deyjandi mönnum, sem ómögulegt var að bjarga. Hans eigið skip, sem hafði orðið fyrir skoti, en komist tii hafnar, löngu eftir að það var taiið af ... Hann hafði verið kornungur þá, og þessi martröð hafði verið það fyrsta sem gerðist í sjómannslífi hans. Hann iiafði setið og hlustað á píanóleikinn án þess að segja orð, og á eftir liafði hann faðmað Lilly, og varir hennar höfðu fengið hann til að gleyma, og veitt honum unun, eins og lögin, sem hún hafði leikið fyrir hann. Þreytan, kviðinn og skelfingarnar sem hann hafði upplifað, hvarf þegar hann liail- aði höfðinu að brjósti liennar og grannir fingur liennar struku hár hans. Hún liafði staðið upp og gengið að slaghörpunni og leikið lag eftir Chopin, og þá hafði brimrótið í sál hans lægt, og hann fann á þvi augna- biiki að hann eiskaði hana. — Nicky ... Rödd Lilly vakti hann af drauminum, og hann hrökk við og leit á hana. Það var líkast og hún hefði lesið hugsanir hans, þvi að hún sagði hægt: — Æfing nr. 23 í a-moll, Nicky? Hún lýsir vetrarstormunum — manstu eftir henni? Hann þrýsti vörunum saman. — Já, ég man eftir henni. Hún lagði höndina létt á höfuð hans og hvíslaði: — Það geri ég líka! Á ég að spila hana fyrir þig i dag? Hann færði sig frá henni, en áður en liann gat svarað að það væri það lagið, sem hann síst vildi heyra, sagði liún: — Æ, þessi salti vindur er verri en sólskin, og ég ... Ifún lyfti tösk- unni sinni og sneri sér að Anne. — Systir, viijið þér gera svo vel að sækja sólgleraugun mín — ég skildi þau e.ftir á borðinu í klefanum mínum. Anne hafði staðið og biðið, þvi að liún liafði ekki getað lagt frá sér dót- ið, sem hún bar upp handa Lilly. Henni þótti vænt um að fá átyllu til að sleppa burt. Þetta einkasamtai þeirra hafði verið henni ógeðfellt. Nú lagði hún bækurnar og skjölin á linén á Lilly og brosti, eins og starf hennar krafðist. — Já, sjálfsagt, frú Sheridan. Hvar lögðuð þér gleraugun? — Ég skal sækja þau, tók Nichoias fram í. — Þér þurfið ckki að biða hérna, systir Anne. Þér hafið senni- lega nóg annað að hugsa — ég skai hjálpa frú Sheridan. Rödd hans vai kaldari en hún hafði nokkurn tíma heyrt hana áður, og hún hugsaði með sér, að Nicholas mundi í eitt skipti fyrir öll iiafa myndað sér skoðun á hæfileikum hennar, sem hjúkrunar- konu. Á leiðinni í sjúkrastofuna var hún að hugsa um, að eiginlega væri skritið, að hún skyldi taka sér þetta svona nærri. Leni leit rannsalcandi á hana er luin kom inn í sjúkrastofuna, en hún sagði ekki neitt, og Anne fór undir eins að athuga listann um litlu börnin á al- menna farrýminu. Anne átti fri eftir hádegisverðinn. — Eiginlega eigið þér að hafa vörð núna, sagði Leni og strauk hendinni um svuntuna sína. — Barnes læknir á að semja skýrslu til heilbrigðisyfir- valdanna um siðústu ferðina okkar. og það er eins gott að ég hjálpi honum til þess í dag. Þess vegna slcal ég taka varðgæsiuna, og ég þarf ekki á yður að halda fyrr en í kvöld. Þér hafið sjálfsagt ekki fengið mikinn tíma hing- að til, til að taka upp dótið yðar og koma því fyrir i kiefanum. Nú fáið þér nægan tíma iil þess. Og á eftir Framhald í næsta blaði. Öldungurinn í Aix-les-Bains Eitt helsta umræðuefni í útvarpi og blöðum um gjörvallan heim siðustu vikurnar liefir verið ráðstefnan í Aix- les-Bains i frönsku Ölpunum. Þar liefir verið gert út um örlög Marokkó á næstu tímum. Ráðstefnuna sóttu lielstu ráðherrar frönsku stjórnarinnar og ýmsir valdamiklir menn frá Norður- Afríku. Maðurinn i miðið, sem sagður ei yfir 100 ára gamall, er stórvesirinn E1 Mokri, sem í raun réttri er nokluirs konar forsætisráðherra soldánsins i Marokkó. Hinn Marokkóbúinn er son- ur hans, Si Thami el Mokri, sem er eins konar fjármálaráðherra stjórnar- iunar. E1 Mokri eldri verður fram- vegis valdamikill maður i Marokko.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.