Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1955, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.09.1955, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Shíðashálim i Hverfldölim 20 ára Skíðaskálinn í Hveradölum. Tuttugu ár eru ná liðin, síðan Skíða- skálinn í Hveradölum var vígður og tekinn i notkun. Hann er, sem kunn- ugt er, eign Skiðafélags Reykjavíkur, og aðalhvatamaður að þvi, að ráðist var í byggingu hans, var L. H. Miiller, kaupmaður. Það baldanast engum hugur um það, að bygging Skíðaskálans í Hveradöl- um var mikil lyftistöng fyrir skiða- iþróttina, og ennþá er hann miðstöð skíðalifsins í nágrenni Reykjavíkur. Jafnframt þvi sem Skiðaskálinn hef- ir verið eitt helsta athvarf skiðafólks úr Reykjavik og nágrenni, hefir þar verið starfrækt veitingahús með mikl- um glæsibrag allan ársins liring nú um langt skeið. Eru það systkinin Steingríinur Karlsson og Ingibjörg Karlsdóttir, sem hafa veitingastarf- semina. í ráði er að skapa þeim bætt starfsskilyrði með því að byggja íbúð- arhús fyrir 'þau, áfast við skálann. Ýms þægindi eru í Skíðaskáianum, m. a. hverahitun og vatnsveitulögn, sem kostaði mikið fé. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur skipa nú: Stefán G. Björnss. form., Lárus Jónsson, Leifur Múller, Sveinn Ólafsson og Jóhannes Kolbeinsson. HfHU trygcvauUttur Nína Tryggvadóttir hefir um þessar mundir opna sýningu í Listamanna- skálanum á málverkum, glermósaik o. fl. Yekur sýningin óskipta athygli allra gesta, og hafa mörg listaverk þegar verið seld. Sýningin verður opin fram yfir næstu helgi. K.R. ÍSLANDSMEISTARI í KIVATTSPYRIVE Knattspyrnufélag Reykjavíkur varð íslandsmeistari í knattspyrnu í ár í 15. sinn og hefir ekkert félag pnnið íslandsbikarinn jafnoft. Hlutu þeir 9 stig af 10 mögulegum. og unnu öll félögin nema Val, sem þeir gerðu jafntefli við. Næstir að stigatölu komu Akurnesingar með 8 stig og Valur lilaut 6. Þróttur fellur niður úr 1. deild, en Akurnesingar flytjast upp i þeirra stað. * Leikir K.R. i mótinu fóru sem hér segir: K.R. — Vikingur .......... 7:0 K.R. — Akurnesingar ...... 4:1 K.R. — Valur ............. 1:1 K.R. — Fram .............. 3:0 K.R. — Þróttur ........... 6:1 Samtals mörk 21:3 Röð félaganna var sem liér segir: L. U. J. T. Mörk St. K.R....... 5 4 1 0 21:3 9 Í.A........ 5 4 0 1 23:7 8 Valur ... 5 2 2 1 13:6 6 Vík....... 5 2 0 3 9:20 4 Fram .... 5 1 1 3 6:11 3 Þróttur ..5 0 0 5 2:27 0 K.R. varð ennfremur Reykjavíkur- meistari 1955. Unnu þeir Val á úr- slitaleiknum um síðustu helgi. Myndin til vinstri. — Þetta eru Is- landsmeistararnir í ár. Fremri röð frá v.: Hreiðar Ársælsson, Gunnar Guðmannsson, Guðmundur Georgsson, Guðbjörn Jónsson, Atli Helgason. — Aftari röð frá v.: Óli B. Jónsson þjálf- ari, Hörður Óskarsson, Helgi H. Helgason, Sigurður Bergsson, Hörður Felixsson, Þorbjörn Friðriksson, Reynir Þórðarson og Haraldur Guð- mundsson, formaður kn.deildar K. R.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.