Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1957, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.04.1957, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Peter Freuchen og kona hans við komuna til Reykjavíkur. Peter Freuchen heimsækir ísland ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: „Voklor 3inock“ Rúrik Haraldsson se'm dr. Knock og Bessi Bjarnason sem bumbuslagarinn. Frumsýning á 'hinum fræga gam- anleik Jules Romains, „Doklor Knock“, var haldin miðvikudaginn 3. april, og var leiknum mjög vel tekið. Leikrit þetta er ádeila á sjúklegt ofstæki og þeningagræðgi einstakra manna i læknasétt, sem eiga auðvelt nieð að færa sér í nyt þekkingarleysi almennings á sjúkdómum og sjúk- dómseinkennum. Efnisþráðurinn er mjög ýktur, eins og tíðkast í gaman- leikjum í ádeiluformi. Dr. Knock er fulltrúi ofstækisins og auragræðginn- ar meðal lækna, en dr. Parpalaid er gamall og heiðvirður sveitalæknir, sem hefir lítið haft að gera í læknis- héraði sinu, því að þar er almenn heil- brigði og hreysti. Dr. Knock tekst liins vegar að „leggja héraðið undir læknislistina", þegar hann kemur í sveitina, og áður en langt um líður logar ljós i gluggum að næturlagi um gjörvallt héraðið. Þar búa sjúklingar dr. Knocks. Aðalhlutverkið, dr. Knock, leikur Rúrik Haraldsson, en Lárus Pálsson fer með lilutverk dr. Paraplaids. Er leikur þeirra beggja afbragðsgóður og ómögulegt annað en skemmta sér vel í návist þeirra. Önnur helstu hlutverk eru leikin af Bessa Bjarnasyni (bumbuslagarinn), og mun hann vart hafa gert öðru hlutverki betri skil á leiksviði áður, Klemensi Jónssyni (barnakennarinn), Baldvin Halldórssyni (lyfsalinn), Arndísi Björnsdóttur (frú Paraplaid), Önnu Guðmundsdóttur (sveitakona), Þóru Borg (frú Remy) og Regínu Þórðardóttur (bláklædda konan). Leikstjóri er Indriði Waage og fer hann jafnframt með smáhlutverk í fyrsta þætti. Rúrik Haraldsson sem dr. Knock og Anna Guðmundsdóttir sem svcita- konan. Enginn konungur liefir átt fleiri börn en James II. Hann eignaðist átta með fyrstu konunni, Önnu Hyde, sjö með annarri konunni, Maríu af Mod- ena, og auk þess fjögur börn í lausa- leik — alls 19. — Anna Englands- drottning, sem réð ríkjum 1702—1714 eignaðist 17 börn, sem öll dóu í bernsku nema eitt. Carlotte drottn- ing Henriks III. eignaðist 15 börn. — Charles II. Englakonungur eignaðist fjórtán lausaleiksbörn. Hinn kunni danski landkönnuður, Peter Freucþen, og kona hans bafa dvalist hér á landi að undanförnu i boði Stúdenfafélags Reykjavíkur. Hef- ir hann meðal annars haldið nokkra fyrirlestra og sýnt kvikmyndir. Er hinn aldni víkingur mikill aufúsu- gestur hér á landi. Peter Freuchen er fæddur i Dan- mörku árið 1886, og j'áuk þar stúd- entsprófi 1904. Hann hvarf frá námi í læknisfræði til þess að gerast þátt- takandi í könnunarleiðangri Mylius- Ericksen til norðausturhluta Græn- lands. Síðan átti það fyrir honuin að liggja að taka þátt í mörgum leið- öngrum norður á hjara veraldar og vcra samstarfsmaður Knud Rasmus- sens og Roald Amundsens. Peter Freuchen er víðkunnur ril- höfundur og fyrirlesari og hafa bæk- urnar „Æskuár mín á Grænlandi“ og „Ævintýrin heilla“ verið gefnar út á íslensku. Blaðamennsku hefir hann stundað um langa hríð og margt fleira, sem of langt yrði að greina hér. Nýlega gat liann sér það til frægðar í Bandaríkjunum að vinna 64 þúsund doljara í spurningaþætti. * SMETANA KVARTETTINN í Reykjavík 1 síðustu viku hélt Smetana kvart- eltinn svonefndi tónleika i Austur- bæjarbíói á vegum Tónlistarfélagsins. Kvartett þessi hefir nú um áratugs skeið lialdið hljómleika í flestum löndum Evrópu og kemur hingað úr hljómleikaför frá Bandaríkjunum. I Smetana kvartettinum eru Jiri Novák (1. fiðla), Antonín Ivohout (2. fiðla), dr. Milan Skampa (viola) og Lubomír Kostecký (cello). Er kvart- ettinn skýrður þessu nafni til lieið- urs tónskáldinu Bedrich Smetana, sem á tvímælalaust sæti á bekk með meisturum tónlistarinuar. Tékkum er liann jafn mikils virði og Chopin Pólverjum. Smctana var uppi frá 1820—1884. Kvartettinn lék hér kvartett i C- dúr, K. 465, efitr Mozart — kvartett nr. 2, „Ástarbréf", eftir Leos Janacek, sem er eitt höfuðtónskáld Tékka, og kvartett í e-moll (Úr ævi minni), eftir Bedrioh Smetana. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.