Fálkinn - 31.05.1957, Blaðsíða 11
FÁLKINN
11
LITLA SAGAN
Jörgen og fjölshylda
Þetta kom yfir okkur eins og reið-
arslag. Jörgen okkar giftist forríkri,
ungri stúlku, alveg upp úr þurru.
Hann hafði alltaf talað niðrandi um
hjónabandið. Við 'héldum að það væri
af því að hann fyndi ekki náð í aug-
um stúlknanna, að hann sagði alltaf:
„Nei, ég gifti mig aldrei. Ég kæri mig
ekkert um konu, sem sífellt er að
hafa gát á manni, og organdi krakka-
iióp kringum mig.“
Jörgen var venjulegt smámenni áð-
ur en hann giftist, en eftir að liann
var orðinn maður Dolly Smitten
hækkaði á honum risið. Tengdapabb-
inn sá honum fyrir bíl og góðri stöðu.
Jörgen var þrælheppinn, tengda-
pabbinn keypti fallegt hús handa
Dolly og honum. Vitanlega var tenn-
isvöllur og sundlaug þar.
Þetta fréttum við Randi á skot-
spónum, því að Jörgen, sem áður hafði
komið 2—3 sinnum á viku og gætt
sér á mátnum hennar Randi, sveik
okkur nú algerlega. Við eða aðrir
gamlir vinir hans sáum hann ekki. Við
vorum ekki nógu fín, sagði Randi, —
því að nú var hann kominn í peninga-
fjölskyldu. Hann gat ekki verið þekkt-
ur fyrir að eiga gifta vini með krakka-
hóp og í súðaribúðum. Sagði Randi.
„Mér finnst þetta skítmannlegt,"
sagði hún, „þarna sérðu hvernig
mennirnir eru. Gleyma vinum sín-
um undir eins og þeir eru komnir á
græna grein. Hér hefir hann verið
heimagangur í inörg ár. Ég get ekki
talið hve oft ég hefi orðið að láta
rr.ér nægja tvo fisksnúða, til þess að
Jörgen gæti fengið fimmtán. En nú
erum við ekki nógu góð handa hon-
um. Svei!“
„Bíddu hæg, hann kemur bráðum,“
sagði ég. „Hann hefir ekki gleymt
okkur. Hann hefir sjálfsagt mikið að
gera. Þú veist að hann hefir fengið
svo ábyrgðarmikla stöðu. Hann hefir
yfir 50 manns að segja, og svo fer
svo mikill tími í samkvæmislífið hjá
svona fólki. Hann hefir ekki einu
sinni haft tíma til að síma til okkar.
En hann gerir það bráðum, rciddu
þig á það.“
„Jörgen hefir alltaf verið niskur,“
sagði Randi ergileg. „Hann hafði alls
ekki sem verstar tekjur áður en hann
lcvæntist, en aldrei bauð hann okkur
neitt. Ekki svo mikið sem hann gæfi
mér blóm. En þeir ágjörnu detta allt-
af í lukkupottinn.“
Randi var blátt áfram gröm, og ég
skildi það. Hún hafði alltaf dekrað
við Jörgen af því að hún vorkenndi
honum. Hann hlaut að eiga bágt, að
sjá vini sína gifta sig, livern eftir
annan, fallegum stúlkum. Aumingja
Jörgen, sögðum við öll, — hann kemst
víst aldrei yfir stúlku! Því að sannast
að segja var hann ekki mikill fyrir
mann að sjá.
En okkur skjátlaðist. Nú þurfti ekki
að vorkenna Jörgen lengur. Það var
sagt að konan hans væri sérlega lag-
leg, að fjórtán herbergi væru í hús-
inu og að þau hefðu tvær vinnukon-
ur. Jú, jú — fjandinn vorkenni
honum.
„Hann hringir áreiðanlega,“ sagði
ég livenær sem Randi varð reið og
græn af öfund.
Og loksins rættist spáin min. En
ekki fyrr en eftir átta ár. Við vissum
★ Tísluimgndir ★
------------------—i
Víður að ofan, þröngnr að neðan.
Það er vissara að aefa sig ofurlítið
heima áður en maður fer út á
skemmtigöngu í hinum fallega göngu-
kjól Maggy Rouffs. Það getur tekist
með allra stytstu skrefum sem hugsast
getur. Þessi kjóll er beigelitur með
brúnu rúskinnsbelti hnýttu að framan.
að hann átti orðið fjögur börn. Þetta
var á laugardegi. Þegar ég heyrði
röddina, kallaði ég til Randi:
„Vissi ég ekki! Það er hann Jörgen,
sem ég er að tala við!“
Randi tókst á loft. Nú kemur heim-
boðið, hugsaði liún með sér — nú
fáum við að sjá alla dýrðina. Lúxus-
íbúðina og allt hitt.
„Jæja, þú ert þá lifandi, Jörgen?
Og hefir ekki gleymt gönilu kunn-
ingjunum?“
„Nei-nei, ég liefi oft hugsað til
ykkar. Hvernig líður Randi?“
„Hún er við bestu heilsu. Hún
hlakkar til að sjá þig aftur.“
„Ég hlakka lika til að sjá hana —
og ykkur öll. Heyrðu, Oddur — hafið
þið nokkuð fyrir stafni á morgun?“
„Nei-nei,“ sagði ég, „á sunnudög-
um gerir maður ekki annað en fara
í skenuntigarðinn með krakkana, og
að öðru leyli lætur maður sér leiðast.
Við Randi höfum oft talað um, hve
gaman það væri að sjá konuna þína
og börnin.“
„Það var gaman að heyra,“ sagði
Jörgen. „Ég hefi sagt konunni minni
frá ykkur og lofað henni að hringja
til ykkar. Er það ekki mátulegur tími
að við komum í miðdegismatinn á
morgun klukkan þrjú?“ *
í kjólatískunni má sjá t. d. víða bát-
laga hálsmálið og pilsið sem er hið
allra þrengsta sem sést hefir. Þessi
svarti ullarkjóll frá Dior er gott
dæmi þess. Treyjan er skreytt fjórum
livítum hnöppum, pilsið þröngt eins
og stakkur. Hatturinn er úr organdi.
Hérna sýnum við nýtt frá Dior.
Kjóllinn er með stuttum ermum,
treyjan rykkt og flegin í hálsinn.
Frakkinn er kragalaus með vösum
utan á. Efnið er lausofið, grá- og hvít-
rúðótt.
Vitið þér...?
að ópíumframleiðslan hefir aldrei
verið meiri en síðasta ár?
Eitrið úr ópiumsvalmúunni er not-
að til ýmiss konar deyfilyfja, sem
læknarnir nota á leyfilegan hátt, en
sem fólk venst á sér til skaða. í Persíu
einni er til dæmis hálf önnur mill-
jón manna, sem hefir orð!ð ópiums-
nautninni að bráð, og 100.000 Persar
deyja árlega af ópiumsnauln. — Nú
hefir framleiðsla á ópíum verið bönn-
uð með lþgum í Persiu.
að „þrengsli" eru orðin á flug-
leiðunum yfir Norður-Atlants-
haf ?
í New York lenda nú orðið eða láta
í loft 84 flugvélar á sólarhring til
Evrópu og frá, eða 7 vélar annan
hvern klukkutíma. Þá er svo mikið
annríki í flughöfninni að til vand-
ræða horfir. Þegar þrýstilofts-far-
þegavélarnar koma lil sögunnar auk-
ast vandræðin enn, því að þcssar vél-
ar eyða svo miklu eldsneyti, að þær
mega ekki biða lengi eftir lendingar-
leyfi.
í skólanum: — Getur nokkur nefnt
mér fljótandi efni, sem ekki getur
frosið?
— Já, heitt vatn, herra kennari!
Gesturinn, við dóttur húsmóður-
innar þegar hún ber honum morgun-
verðinn: — Mér hefir ekki komið dúr
á auga i alla nótt, og það er yðar
sök, ungfrú Samúels!
— Æ, þetta kemur svo flatt upp
á mig, herra Vang! Viljið þér ekki
tala um það við hana mömrnu?
— Hana mömmu yðar? Er það liún
sem hefir verið að glamra á pianó-
garminn í alla nótt?
— Pabbi, ég er búinn að smiða
mér fiðlu, alveg hjálparlaust.
— Hvar fékkstu strengina?
— Ég tók þá úr pianóinu.