Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1957, Blaðsíða 13

Fálkinn - 31.05.1957, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 ykkur öllum upp vistinni. En ég lofa þér því, að þú skalt aldrei þurfa að gráta framar min vegna. Eigum við að verða vinir upp á það?“ „Það vil ég!“ Hún rétti fram hendurnar og tók í hendur hans. „Þökk fyrir . . . allt!“ Hann sleppti handtakinu og bauð henni góða nótt, án nokkurrar viðkvæmni. Agneta var svo þreytt að hún sofnaði undir eins og hún var háttuð, en af því að frídag- ur var að morgni hafði hún góðan tíma til að hugleiða hvað gerst hefði þetta kvöld, og íhuga hvort það væri ekki allt draumur og hugarórar. Ef hún hefði ekki séð mynd af sjálfri sér og Florian á þrepunum upp að leik- húsdyrunum, í dagblaðinu, mundi hún varla hafa trúað því sem gerst hafði kvöldið áður. Á einum stað var „hinn ævintýralegi minkafeldur, sem borinn var af Gabrielle, nýjustu og fallegustu sýnistúlku Florians“ nefndur, en ekki var minnst einu orði á hina óviðfelldnu athygli og truflun, sem feldurinn hafði vakið í leikhúsinu. Roger hringdi seinnipart dagsins og stakk upp á að þau skyldu fara í bílferð niður með Seine eða á einhvern skemmtilegan úti-veit- ingastað og borða þar. Agneta þakkaði feg- ins hugar — og minntist þess hvernig hún hafði lýst Roger í samtalinu við Florian og hve rétt lýsingin var. Við lítið grænmálað borð undir lauf- þrungnu kastaníutré borðuðu þau tómatsalat og drukku ískalt hvítvín áður en sólin hvarf af himni en skuggarnir urðu lengri og lengri. Þarna sagði Agneta frá leikhúsförinni og af- leiðingum hennar. Hún leyndi ekki því að hún hefði reiðst, en örvæntingargrát sinn nefndi hún ekki — og ekki heldur koss Flori- ans í bílnum. Það ætlaði hún að eiga ein. Henni fannst það svo óvirkilegt og hún var svo viss um að það mundi aldrei ske oftar, að hún vildi geyma það vel, sem dýrmæta endurminningu. „Og þó að hann léki þig svona grátt tindra augun í þér eins og stjörnur þegar þú nefnir nafnið hans!“ sagði Roger kankvíslega en óánægður um leið. „Já, en ...“ Hún roðnaði án þess að vita hvers vegna. „Þú ert afar auðtrúa, Agneta,“ sagði hann og brosti til hennar eins og eldri bróðir. „En ekki mundi mér detta í hug að treysta þess- um Florian. Ég er viss um að hann er jafn leikinn í lyginni eins og hann er með skærin.“ „Hann lýgur ekki að mér,“ sagði Agneta án þess að hugsa sig um. Hún vonaði að hún hafði ekki talað með of miklum sannfæring- arhreim. Hún gat ekki rökstutt orð sín, en hún treysti skilyrðislaust manninum, sem fyrst hafði bakað henni þunga sorg og síðan Hvar er prinsessan? kysst burt tárin af kinninni á henni. Mann- inum, sem enginn hafði grátið út af áður. Hún varð hissa er 'hún sá hve hugsandi Roger var er hann leit á hana. „Nei, hann lýgur ef til vill ekki að þér. Það er erfitt að Ijúga að þér.“ „Hvað áttu við? Hefir þú nokkurn tíma reynt það?“ Hún hló glaðlega. Hann svaraði ekki strax. Ekki fyrr en 'hún hafði horft fast og alvarlega á hann um hríð. ,,Já,“ sagði hann þrár. „Ég laug einu sinni að þér, Agneta. Mér fannst kringumstæðurn- ar leyfa mér það eða gefa mér rétt til þess. Og mér finnst það enn. En skrítnast er að mér líður alltaf illa þegar ég hugsa til þess.“ „Roger!“ Hún vissi ekki hvort hún átti að hlæja eða verða alvarleg. „Ég get ekki ímynd- að mér ... Ætlarðu að segja mér hvað þetta var?“ sagði hún svo upp úr þurru. „Já. Ekki svo að skilja, að þetta mundi nokkurn tíma komast upp, en vegna þess að ég vil ekki að nokkuð sé á huldu milli okkar. Ég held að ég geti ekki leynt þessari lygi lengur.“ Af alvörusvipnum sem á hann kom virtist hún geta ráðið að hann iðraðist eftir að hafa afráðið að segja henni sannleikann. En nú var orðið of seint að hörfa til baka, og eftir nokkra stund sagði hún: „Hvenær var þetta, Roger?“ „Þegar við hittumst í fyrsta sinn. Ég á við þegar við hittumst eftir tískusýninguna. Mig langaði svo til að hitta þig oftar, en mér skild- ist að vegna þess að ég var frændi Evu, mundir þú helst vilja forðast mig.“ „Hver veit. En það er svo erfitt að hugsa sér það núna, að ég ætti að forðast þig,“ sagði hún með barnslegri hreinskilni. „Þakka þér fyrir, góða mín!“ Hreimurinn í röddinn var jafn léttur og hann átti vanda til. Roger hló en honum létti við hláturinn. „Ég skildi að þér hlaut að vera þannig innan- brjósts þá. En hver hefði átt að hafa gát á þér ef ekki ég?“ „Þurfti nokkur að hafa gát á mér?“ „Já, það held ég, Agneta. Þú varst ein þíns liðs og hafðir ekkert handa á milli og þess vegna gersamlega háð duttlungum Florians. Hann hefði verið til með að reka þig undir eins, ef honum hefði mislíkað við þig.“ „Þér fannst þetta kannske skylda þín vegna þess að við vorum landar?" spurði Agneta. „Nei, ekki var það nú beinlínis,“ sagði hann og hló. „En ég varð að minnsta kosti að breyta mér í mann, sem þú vildir láta svo lítið að umgangast, þó að hann væri skyldur Evu. Og . . . þá gerði ég það.“ „Gerðir þú jhvað?“ „Ég . . . það virðist kannske ankannalegt núna . . . en ég hélt að eina manntegundin, sem ekki særði metnað þinn hlyti að vera sú, sem hefði reynt eitthvað líkt og þú. Þú mundir þá kannske fá samúð með mér og vor- kenna mér. Og ekkert er særðum metnaði hollara en að vorkenna einhverjum." „Roger! Þú átt við að . . .“ „Já.“ Hann kinkaði kolli. „Ég laug upp stúlku, sem hefði forsmáð ást mína. Ertu mér reið fyrir að ég gerði það?“ „Reið? Hvernig ætti ég að geta verið reið? Ég skil bara ekki hvers vegna þér fannst þú mega til að vera svona ábyrgur fyrir mann- eskju, sem þú þekktir alls ekkert. Hvers vegna greðir þú það, Roger?“ „Kannske var það hugrekki þitt þarna á tískusýningunni,“ sagði hann dræmt. „Það hefir verið reiðarslag fyrir þig að sjá Evu og Mikael þarna saman — en samt barstu höf- uðið hátt og brostir meira að segja, þó að þú hlytir að berjast við grátinn. Þá strengdi ég þess 'heit, að þú skyldir ekki verða ein- mana næstu vikurnar." „Þú ert hugulsamasti maðurinn sem ég hefi nokkurn tíma vitað, Roger,“ sagði Agneta hrærð. „Heyrðu, mér þykir vænt um að þú skyldir segja mér ósatt, því að annars hefð- um við kannske aldrei orðið svona góðir vin- ir. Ég þarf aldrei að gera mér læti eða koma til dyranna öðru vísi en ég er klædd, þegar ég er með þér.“ Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiösla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%-—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.' Svavar Hjaltested. — HERBERTSprent. HERBERTSprent. ADAMSON I dýragarðinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.