Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1957, Side 8

Fálkinn - 16.08.1957, Side 8
8 F Á L KIN N Bærinn var kríli, verri en 'þorp, og þar bjó nær eingöngn gamalt fólk, sem dó svo strjált, að þaS var blátt áfram ergilegt. Þær vorn ekki marg- ar kisturnar, sem sjúkrahúsið og fangelsiS þurftu á að halda. MeS öðr- lii’ orðum — atvinnan var léleg. Hefði Jakov Ivanov verið líkkistusmiður í einhver’ri stórfurstahorginni íinindi hann vafalaust hafa átt hús sjálfur, og fólk mundi hafa ávarpað hann Jakov Matveitsj. En í þessari holu var hann bara kallaður Jakov, og upp- nefndur hinu merkitega nafni Bronza. Heimilið var fátæklegt eins og hjá bóndaræfli, þetta var ekki nema ein sfofa og i henni voru hann sjálfur, Marfa, ofninn, 'hjónarúm, kisturnar, liefilbekkurinn og öll búslóðin. Jakov smíðaði góðar, sterkar kist- ur. Handa bændum og kaupmönnum smiðaði hann kisturnar eftir sínu eig- in máli og það brást aldrei, þvi að hærri og þreknari menn en hann voru ekki til, jafnvel ekki í fangels- inu — og þó var hann kominn yfir sjötugt. Handa hefðarfólki og kven- fólki gerði hann kisturnar eftir réttu máli, sem hann tók sjálfur, með járn- kvarða. Hann var tregur til að smíða utan um börn, slumpaði þá á málið og var vanur að segja, um leið og hann tók við borguninni: „Sannast að segja er mér illa við að eyða tíma í svona hégóma!“ Auk handverksins hafði hann nokkrar aukatekjur af að leika á fiðlu. Þegar brúðkaup voru haldin í bænum, lék að jafnaði hijómsveit, sem gyðing- urinn Moisi Ilitsj Sjadikez stjórnaði. Og af þvi að Jakov lék vel á fiðlu og kunni sérlega mikið af rússnesk- um lögum, bað Sjadikez hann stundum að leika með liljómsveitinni og borg- aði honum hálfa rúblu á dag fyrir, auk gjafanna frá gestunum. Þegar Bronza sat i hljómsveitinni varð hann oft rauður eins og 'humar í framan og svitnaði eins og i baðstofu. Því að oft var skrambi heitt og mikil hvitlauksstækja. Fiðlan rísti, við hægra eyrað rumdi í kontrabassanum og vinstra megin kjökraði flautan. Fiautan var það rauðhærður, grind- horaður gamall gyðingur ,sem ann- aðist. í andlitinu á honum var þétt- riðiö net af örsmáum rauðum og blá- um æðum, og hann 'hét hljómfögru peninganafni: Rotsohild. Og þessum júða tókst að gera jafnvel fjörugustu lög raunaleg og með gráthljóði. Jakov gegnsýrðist smátt og smátt af óstjórn- legu hatri til gyðinga, þó að hann hefði enga ástæðu til þess, og sér- staklega bitnaði hatrið á Rotschild. Hann fór að reita hann til reiði, ausa yfir hann ókvæðisorðum, og einu sinni munaði minnstu að hann flygi á hann. En þá móðgaðist Rotschild og sagði: „Ef ég bæri ekki virðingu fyrir list- gáfu yðar mundi ég fyrir Iöngu hafa hent yður út um gluggann!“ Og svo fór hann að gráta. Þetta var ástæðan til þess, að Jakov var ekki oft boðið að leika með hljóm- sveitinni, og það kom ekki fyrir nema ef einhver af gyðingunum í henni var forfallaður. Jakov var aldrei i góðu skapi vegna þess að hann var alltaf að tapa. Til dæmis var syndsamlegt að vinna á sunnudögum og öðrum helgidögum, og mánudagurinn var yfirleitt erfið- ur. Þannig urðu það kringum tvö luindruð dagar ársins, sem Jakov varð að sitja auðum höndum. Og það var ekki smáræðis tap! Og ef einhver giftist án þess að biðja um hljóm- sveit, eða Sjachkez gerði ekki boð eftir .Takov var það líka tap. Lög- reglufulltrúinn hafði orðið alvarlega veikur tvivegis, og rétt kominn í dauð- ann, og Jakov beið tvístígandi eftir að liann gæfi upp öndina. En svo fór fulltrúinn sér til lækninga í höfuð- staðinn og dó þar. Og það var mikið tap, því að hann hefði þurft dýra kistu með rósafóðri fyrir að minnsta kosti tíu rúblur. Það var sérstaklega á nóttinni sem tilhugsunin um öll töp- in kvöldu hann. Hann lagði alltaf fiðluna við rúmstokkinn, og þegar þessar hugarkvalir djöfluðust sem mest i hausnum á honum, snerti hann við strengjunum svo að lágur ómur heyrðist í þeim. Og þá leið honum undir eins skár. Marfa varð skyndilega veik 6. maí í fyrra. Gamla konan blés upp og nið- ur eins og smiðjubelgur, þambaði kynstur af vatni og skalf eins og hrísla, en fór samt á fætur, lagði í ofninn og sótti meira að segja vatn. En undir kvöld varð hún að skreiðast í bólið. Jakov iék á fiðluna altan dag- inn, og þegar dimmt var orðið um kvöldið tók hann fram reiknings- haldsbókina sina og fór í leiðindum sínum að leggja saman öll töpin, sem hann hafði orðið fyrir á árinu. Þetta urðu yfir þúsund rúblur! Þetta gekk svo fram af honum að hann fleygði kútugrindinni á gólfið í bræði og stappaði. Svo tók hann grindina upp aftur, hélt áfram að færa til kúlurn- ar og stundi þungan. Andlitið var sót- rautt og baðað i svita. Hann var að hugsa um að ef hann hefði getað lagt þennan tapaða þúsund rúbla seðil í banka, mundi hann hafa fengið að minnsta kosti fjörutíu rúblur í vexti af honum. Það er að segja: Þessar fjörutíu rúblur voru líka tap! Með öðrum orðum — ekkert nema tap, hvert sem litið var. „Jakov,“ sagði Marfa allt í einu, „ég er að deyjái" Hann sneri sér að konunni. Andlitið var rjótt af hitasótt, óvenjulega heið- skírt og gleðivottur í augunum. Bronza, sem var því vanastur að sjá hana föla, kúgaða og vansæla, komst í vandræði. Það varð ekki betur séð cn að hún væri í rauninni að deyja og hlakkaði til að komast á burt úr hreysinu, frá líkkistunum og Jakov ... Hún mændi upp í þakið, muldraði eittihvað milli varanna, og var svo sæl á svipinn — eins og það væri dauðinn sjálfur, sem hún sæi uppi í loftinu cg væri að hjala við. Dagur var að rísa, gegnum hálfop- inn gluggann mátti sjá sólina kveikja á kyndli sínum. Jakov sat og horfði á kerlinguna sina. Honum varð hugs- að til þess að líklega hafði hann aldrei á ævinni gælt við hana, aldrei vor- kennt henni, keypt klút handa henni eða haft sætindi heim með sér úr brúðkaupunum, heldur öskrað til hennar, skammað ’hana fyrir öll töpin og meira að segja ráðist á hana með krepptum hnefunum. Hann liafði að vísu ekki barið hana, en hún hafði alltaf orðið jafn hrædd, — lömuð af hræðslu. Já, hann hafði meira að segja bannað henni að drekka te vegna þess að það væri svo kostn- aðarsamt, og þess vegna hafði hún alltaf drukkið heitt vatn. Nú skildist honum allt i einu hvers vegna hún var svona svipglöð, og hann varð 'liræddur. Þegar dagbjart vár orðið fékk liann éðan hest og vagn nágrannans og ók Mörfu í sjúkrahúsiö. Sem betur fór komu ekki mjög margir sjúklingar þann daginn, svo að hann þurfti ekki að bíða lengi — aðeins þrjá tíma. Og honum létti þegar hann sá að það var ekki læknirinn sem tók á móti sjúkl- ingunum — hann var veikur sjáfur — heldur Maxím Nikoiaitsj lierplástr- ari, gamali héri, sem allir í bænum vissu að var bæði fylliraftur og áflogahundur, en samt hafði hann betra vit á sjúklingum en læknirinn. „Góðan daginn,“ sagði Jakov og leiddi gömlu konuna inn i móttöku- stofuna. „Afsakið þér, Maxim Niko- laitsj, að við erum alltaf að ónáða yð- ur út af smámunum. Hérna sjáið þér gripinn minn, sem er orðinn veikur, lífsförunautinn minn svo að segja, ef þér viljið afsaka orðalagið ...“ Plastrarinn hnyklaði brúnirnar, strauk hvítgrátt skeggið og fór að at- luiga gömlu konuna. Hún sat á kollu- ■stól, skinin og hokin, með visið kónganef og opinn, tannlausan munn. Hún iíktist mest þyrstum fugli á vangann. „Tja-ha, ojæja ...“ sagði plástrar- inn og andvarpaði. „Inflúensa, kannske landfarsótt. Það gengur taugaveiki í bænum. En gamla konan er búin að lifa sitt fegursta, guði sé Iof.“ „Hún er á sjötugasta árinu, Maxím Nikolaitsj." „Jú, einmitt ... ekki bölvað ... mál að berja í nestið." „Þetta er vitanlega alveg rétt sem þér segið, Maxím Nikolaitsj," sagði Jakov og brosti til að vera kurleis, „og ég þakka yður ástarsamlega fyrir þessi fallegu orð, en afsakið að ég segi það — hvert skriðdýr langar til að lifa. „Það cr nú hvernig á það er litið,“ sagði piástrarinn eins og það væri undir honum sjálfum komið hvort sú gamla fcngi að lifa eða ekki. „Jæja, góði vinur. Þú skalt leggja kaldan bakstur á kollinn á henni og gefa henni þessa skammta hérna, tvo á dag. Og farðu svo í guðs friði og vertu isæll!“ Jakov sá á andlitinu á honum að þetta var alvarlegt, og að skammt- arnir nnindu ekki duga hót. Nú var hann -hárviss um að Marfa mundi deyja, ef ekki í dag þá á morgun. Hann tók laust í olnbogann á lækn- inum, deplaði augunum og livíslaði: „Það væri kannske gott að talca lienni bióð á bringunni, Maxím Niko- laitsj ?“ „Hefi engan 'tíma til þess. Farðu með keriinguna Guði á vald. Vertu sæll!“ „Gerið það fyrir mig!“ sagði Jakov biðjandi. „Þér vitið það sjálfur, að þegar maginn er í óstandi notar mað- ur alls konar skanimta og dropa, en hún hefir orðið innkulsa! Og þegar einhver verður innkulsa þarf að soga út blóðvessana, Maxím Nikolaifsj — það vita allir.“ En plastrarinn hafði kallað á næsta sjúkling, og kona með smástrák var komin inn. „Farðu nú!“ sagði hann við Jakov og var reiður. „Stattu ekki þarna eins og glópur!“ „Setjið þér að minnsta kosti hlóð- sugur á hana, þá skal ég biðja fyrir yður til cilífðar nóns.“ „Farðu til helvítis!“ öskraði plástr- arinn öskuvondur og sótrauður. Jakov var reiður líka, og rauðu blettirnir í kinnunum á honum voru eins og glóðarkögglar, en hann sagði ekki orð, tók bara undir 'handlegg- inn á kerlu sinni og leiddi hana út. En um leið og þau voru að setjast í kerruna livessti hann augun á sjúkralnisið og sagði með innilegri fyrirlitningu: „Og svona drullusokkar eru kallaðir læknar, þjónar þjóðarinnar! Ríkur maður hefði vafalaust fengið blóð- töku, en þeir tíma ekki að -fórna einni blóðsugu handa Mörfu!“ Þegar þau kornu heim stóð Marfa nærri þvi tiu minútur i sömu sporum og studdist við ofninn. Hún fann á sér að ef hún legðist fyrir mundi Jakov fara að tala um töpin og skamma hana fyrir að hún lægi í leti og nennti ekki að vinna. Jakov horfði raunalega til liennar og nú minnt- ist hann þess að á morgun var messa sankti Jóhannesar, og hinn daginn Nikulásarmessa, og svo kom sunnu- dagur og svo mánudagur — erfiður dagur. Hann gat með öðrum orðum ekki unnið ærlegt handtak i fjóra daga, og einn þessara daga mundi Marfa vafalaust deyja. Það er að segja — hann yrði að smíöa kistuna i dag. Hann tók járnkvarðann sinn og gekk til hennar og fór aö mæla ihana. Hún lagðist fyrir, hann signdi sig og svo byrjaði liann á kistunni. Þegar kiston var fullgerð setti Bronza á sig gleraugun og skrifaði í bókina sína: „Likkista — Marfa Ivanova — 2 rúblur, 40 kópeka.“ Og svo andvarpaði hann djúpt. — Marfa gamla lá með augun aftur. En um kvöldið þegar dimmt var orðið kallaði hún á hann. „Manstu, Jakov?“ spurði hún og horfði á liann og andlitið ljómaði af gleði. „Manstu að fyir fimmtíu ár- um gaf Guð okkur lítið barn með Ijósa hrokkna lokka? Þá sátum við öll á árbakkanum og sungum .... undir viðinum ...... manstu? ........“ Svo kom beiskjubros á hana og lnin bætti við:„ Hún dó .... litla telpan oklcar « Jakov reyndi sem hann gat, en honum tókst ekki að muna — hvorki barnið né víðihrísluna. „Þetta er ekki nema ímyndun hjá þér, kona,“ sagði hann. Presturinn kom og sakramentaði hana. Svo umlaði Marfa lengi eitthyað við sjálfa sig og dó um sólarupprás- ina. Gömlu konurnar í nágrenninu Anton Tsjekou. Fiðla Rotschilds

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.