Fálkinn - 06.09.1957, Qupperneq 3
FÁLKINN
3
ýsUndingasagnaúlgáfan gc(ur úi
Oíonunga sögur
íslendingasagnaútgáfan kvaddi
blaðamenn á sinn fund nýlega í til-
efni þess, að þrjú fyrstu bindi af
Konunga sögum eru komin á mark-
aðinn. Alls cru bindi íslendingasagna-
útgáfunnar nú orðin 42, og er því hér
um að ræða umfangsmestu útgáfu
fornrita hér á landi. Dr. Guðni Jóns-
son hefir búið ritin undir prentun og
unnið þar merkilegt starf. Fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins er Gunnar
Steindórsson.
Konunga sögur skiptast i tvennt,
annars vegar sögur einstakra konunga
og hins vegar yfirlitsrit um þetta efni.
Fyrstu þrjú bindin, sem komin eru
á markaðinn segja frá einstökum
konungum frá Ólafi Tryggvasyni til
Magnúsar lagabætis. hessar sögur eru
yfirleitt eldri en íslendingasögurnar
og ýmsar þeirra koma nú í fyrsta
skipti út liér á landi. Meðal sagnanna
eru Sverris saga, Böglunga sögur,
Hákonar saga gamla, Ólafs saga
Tryggvasonar og Helgisaga Ólafs Har-
aldssonar.
Margt er á huldu um höfunda Kon-
unga sagna, en talið er. að þeir fróðu
menn Sæmundur og Ari hafi fyrstir
ritað yfirlitsrit um Noregskonunga.
Höfundar hinna upprunalegu sérsagna
af konungunum eru flestir gleymdir,
en síðari höfundar, sem liafa fært þær
í búning að nýju, eru margir liverjir
þekktir. Meðal sagnaritara, sem talið
er, að skrifað hafi konungasögurnar
eru þessir: Sæmundir fróði Sigfússon,
Ari fróði Þorgilsson, Eirikur Oddsson,
Styrmir prestur Kárason, Karl Jóns-
son ábóti, Oddur Snorrason munkur,
Gunnlaugur Leifsson, Snorri Sturlu-
son, Ólafur Þórðarson livítaskájd og
Sturia Þórðarson.
Það er engum vafa bundið, að lestur
íslendingasagna og fornrita yfirleitt
hefir vaxið mjög, síðan íslendinga-
sagnaútgáfan fór að gefa þessi merku
rit út i samfelldri heild. Svo að segja
Iivert heimili á landinu á nú orðið
nokkurn bókakost af þessu tagi. Það
væri þó æskilegt, að kynslóð sú, sem
nú er að vaxa úr grasi, kynntist forn-
ritunum enn betur, og þar hafa skól-
arnir merkilegt hlutverk að rækja. *
LINA PICCIONI
— sem datt i lukkupottinn
Þetta er sönn saga af lítilli stúlku,
sem átti aðeins cina ósk: að verða
hamingjusöm. Og eftir miklar raunir
drap lukkan á dyr.
Það var árið 1947, sem raunirnar
byrjuðu hjá Linu Piccioni, sem þá
var sjö ára. Faðir hennar var tekinn
fastur, sakaður um að hafa myrt fjór-
ar manneskjur til fjár. Hann varð
alræmdur um alla Ítalíu og nafn hans
notað sem grýla á börnin.
Þegar faðirinn fór í fangelsið var
Lina send á kaþólskt barnahæli og
nunnurnar urðu hrifnar af henni. En
þó að atlætið væri gott kvaldist Lina
ávallt af tilhugsuninni um föður sinn.
Hún lá grátandi á nóttinni og þegar
hún sofnaði dreymdi hana hræðilega.
Þegar hún vaknaði af martröðinni
leið henni svo illa, að lienni datt oft
i hug að fyrirfara sér. En smám sam-
an eldist þetta af henni.
Meðan Lina var að alast upp í Róm
var maður í Englandi, sem leið illa
lika. Það var alkunnur kolakóngur,
Auclier að nafni Hann átti peninga
eins og sand, fagurt heimili og marga
bíla. En hann var einstæðingur og
undi lífinu illa. Hann afréð að fara
til útlanda og létta sér upp.
Og einn góðan veðurdag kemur
þessi nær fimmtugi milljónamæringur
til Róm og sest að í dýrasta gistihús-
Framhald á bls. 14.
Frakkar unnu íslendinga
í heimsmeistarakeppninni
íslendingar taka nú þátt i heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu í
fyrsta skipti, svo sem kunnugt er.
Þeir eru i riðli með Frökkum og
Belgum og keppa tvo leiki við Iivora
þjóð. í vor lék íslenska landsliðið við
landslið beggja þjóðanna og tapaði
báðum leikjunum. í Nautes í Frakk-
landi urðu úrslitin 8:0 og i Brtissel
í Belgiu 8:3.
Siðastliðinn sunnudag léku Frakkar
svo við íslendinga á hinum nýja
Laugardalsvelli og unnu verðskuld-
aðan sigur með 5 mörkum gegn einu.
Þegar þetta er ritað er landsleikur
við belgiska liðið óleikinn, en varla
hægt að gera ráð fyrir sigri íslend-
inga. Mestar líkur eru til þess, að
franska liðið komist i lokaþátt heims-
meistarakeppninnar, en eitt iið úr
hverjum riðli fær rétt til þess. Úr-
slitaleikurinn fer fram i Svíþjóð á
næsta ári.
Þetta er sjötta hcimsmeistarakeppn-
in í knattspyrnu, og núverandi heims-
meistarar eru Þjóðverjar. Þeir unnu
Ungverjaland 1954 Áður hafa þessi
lönd unnið keppnina: Uruguay 1930
og 1950, Ítalía 1934 og 1938. *
Hýr yfirmaður urnirliisins
Guðmundur í. Guðmundsson utanríldsráðherra heilsar hinum nýja yfir-
manni varnarliðsins á Keflavíkurfluirvelli. Viðstaddur er sendiherra Banda-
ríkjanna á fslandi.
John 'White, fráfarandi yfirmaður
varnarliðsins.
Nýlega urðu yfirmannaskipti á
Keflavikurflugvelli. í stað John W.
White hersliöfðingja kemur Henry G.
Thorne yngri, hershöfðingi, scm hefir
verið foringi í loftflutningadeild
Bandaríkjahers.
Henry G. Thorne er fæddur árið
1913 í Texas og hefir um 'langt skeið
starfað í bandariska flughernum.
Hann er giftur og á tvær dætur og
einn son. *
Franska landsliðið.