Fálkinn - 06.09.1957, Side 5
FÁLKINN
5
CLIFTON WEBB
— maðurínn sem getur aUt
Aðalstræti í Disneyland. Húsin smækkuð af því sem ge'rðist 1890 og hestar
draga strætisvagnana.
Ævintýraland, Markaland og
Framtíðarland (Fantasyland, Ad-
ventureland, Frontierland og
Tomorrowland).
I Framtíðarlandi gnæfir stór
eldflaug við himin. Og skammt
frá eru hús í byggingarstil fram-
tíðarinnar, með sýningum fyrir-
tækja á alls konar tæknifram-
förum. Þar eru kappakstursbílar,
sem aka kringum Autopia, fram-
tíðarleiðina. Og þar eru straum-
línubátar mjög hraðskreiðir, sem
fólk getur siglt á inn á framtíðar-
höfnina og séð burtfararstöð eld-
flauganna, sem fljúga til tungls-
ins. Allt er þetta gert í fullu sam-
ræmi við hugmyndir visinda-
manna um lausn þessara fram-
tíðartækja.
Þar sem gengið er inn í TJndra-
land stendur kastali með 70 feta
háum turni, vindubrú og síki
í kring. Hér sefur Þyrnirósa í
skrautlegri stofu frá miðöldum.
Þarna getur maður ferðast til
London með sjóræningjaskipi
Peters Pan. Námukerra ekur ofan
í demantanámur Dverganna sjö
úr „Mjallhvít“ og maður sér Mjall
hvíti og vondu nornina. Þarna má
líka sjá Alice í Undralandi. Og
fjölda persóna úr teiknimyndum
Walt Disneys má sjá uppmálaðar
þarna í kastalanum.
Inngangurinn í Markáland er
gegnum eitt af hinum fornu virkj-
um, sem hvítir menn reistu víða
til að verjast árásum eða herja
á Indíána. Þar er sérstakt safn,
kennt við Davy Croekett, þar
sjást skinnklæddir varðmenn frá
fyrri tíð. Og á hestvögnum er
ekið yfir Máluðu eyðimörkina, en
þar eru Indíánar, kúrekar, naut-
gripir og hestar á víð og dreif. Og
þar siglir hjólabáturinn „Mark
Twain“ eftir amerísku fljóti,
framhjá New Orleans, Natchez
og Mobile.
Ævintýráland er með suðrænu
yfirbragði, þar er pálmagróður
og villimannakofar sunnan frá
Tahiti. Þar er einnig tveggja
hektara svæði, sem sýnir ýms
helstu fljót í hitabeltinu. Fólk
fær sér far frá einni stönd til
annarrar, með mismunandi jurta-
gróðri og dýralífi, þar sem mjög
eðlilegar myndir af fílum, ljónum
Hann er grannur, gengur alltaf
prúðbúinn, hátíðlegur á svip og finn-
ur auðsjáanlega til sín. En liann er
ráðgáta. Margar sögur eru sagðar af
því, hve háar hugmyndir hann muni
hafa um sjálfan sig. „Það mun gleðja
yður að fá að sjá mig,“ skrifaði hann
á boðsbréf í samkvæmi sem hann
liélt, og þetta hneykslaði fólkið. En
hann hafði rétt fyrir sér. Þvi að
Clifton Webb er skemmtilegur maður,
og veislur hans eru taldar þær fjör-
ugustu, sem haldnar eru i Hollywood.
Honum verður vel til vina, þó að
hann sé bersögull og segi sannleik-
ann óþveginn, en aldrei segist hann
hafa unnið meiri sigur í veisluhaldi
eins og þegar hann bauð tveimur
blaðakjaftakerlingum, sem voru svarn-
ir óvinir, en þær fóru frá honum sem
elskandi vinir.
Clifton Webb varð heimsfrægur
fyrir ofur látlausa kvikmynd, sem
hét „Belvedere sér um allt“. Þegar
hún var tekin var hallæri í kvik-
myndaheiminum, fólk sótti illa mynd-
ir og atvinnuleysi ágerðist iskyggi-
lega i kvikmyndaborginni. Kvik-
myndin um piltinn Lynn Belvedere,
sem gerðist barnfóstra og vann bug
á öllum erfiðleikum, sem að höndum
bar á barnamörgu heimili, og sem
skopast að söguburði og klækjum i
amerískum smábæ varð ein best sótta
myndin, sem nokkurn tima hefir verið
tekin i Ameriku. Og með henni lauk
kreppunni hjá Fox-félaginu. Þarna
var gamansemi, sem amerískar mynd-
ir hafði skort lengi, og nú komu fleiri
myndir af sömu gerð og „Belvedere“.
En þó jöfnuðust þær hvergi nærri við
fyrstu myndina — fyrirmyndina.
Það var tilviljun að Clifton Webb
fékk hlutverkið Lynn Belvedere. En
þegar takan byrjaði var leikstjórinn
fljótur að sjá, að Webb var í rauninni
sami greindi maðurinn, sem hann átti
að sýna. í einu atriðinu átti Belved-
ere að sýna hve ágætur dansmaður
hann væri, og leikstjórinn spurði
hann hvort hann kynni að dansa.
„Vitanlega,“ sagði Webb og þóttist
móðgast, „ég var um eitt skeið einn
af bestu dansmönnum Ameríku.“ Þá
kom það upp úr dúrnum að hann
hafði fyrir 25 árum fengið viður-
kenningu, sem atvinnudansari í New
York. í öðru atriði kom hann öllum
á óvart með því að leika lag sem
og fleiri skepnum sunnan úr hita-
belti góna á vegfarendur. 1 ánum
eru plastlíkingar af flóðhestum
og krókódílum, sem gjóta augun-
um, geispa og glefsa í bátana.
Walt Disney gekk með hug-
myndina um Disneyland í tuttugu
ár. Og 1952 var búið að Ijósprenta
uppdrættina að því. Lóðina, sem
er úr landareign frægrar stór-
jarðar, Rancho San Juan Cajon
de A Santa Ana, keypti Disney í
maí 1954, aðeins 14 mánuðum
áður en Disneyland var opnað.
Sjónvarpssendingar Walt Dis-
ney koma frá Disneyland. *
hann liafði sjálfur samið, á píanó.
Lag, sem oft hafði verið leikið á
hljómleikum. Og áður en myndatök-
unni lauk hafði það ennfremur kom-
ið upp úr dúrnum, að Webb var
óperusöngvari, rithöfundur, píanisti
og listmálari.
Flestir aðdáendur Cliftons Webbs
halda að hann sé Englendingur. Það
er vegna þess hve snyrtilegur hann
er og prúður í framgöngu. En hann
er ósvikinn Ameríkumaður. Fæddur
i Indiapolis 1896 og sem barn sýndi
hann óvenjulegan áhuga á tónlist,
dansi, leiklist og málaralist. Móður
hans var áhugamál að koma honum
til manns og láta hæfileika hans njóta
sín, og henni á hann að þakka hvað
úr honum hefir orðið. Tíu ára lék
hann „Oliver Twist“ í New York,
þrettán ára hélt hann sýningu á
vatnslitamyndum, sem fékk góða
Clifton Webb.
dóma, og áður en hann varð full-
vaxta hafði hann stundað hljómlist,
lært söng og sungið í Boston í óper-
unum „Mignon“, „Boliema" og „Mad-
ame Butterfly“.
En eiginlega voru gáfur hans of
fjölþættar. Af skiljanlegum ástæðum
gat liann ekki beitt þeim öllum sam-
timis. Þess vegna flögraði hann úr
einu í annað og var aldrei í rónni.
Og hann vantaði sjálfsgagnrýni, en
því tók móðir ’hans eftir. Einu sinni
þegar hann lék aðalhlutverk á Broad-
way, kom einn sætaleiðbeinandinn
með þessi skilaboð til hans milli
þátta: „Móðir yðar biður yður um að
muna, að þér megið ekki leika
Hamlet.“
Sumir halda að sjálfsálit hans sé
ekki annað en sjálfshæðni, en nán-
ustu vinir hans vita, að hann telur
sig hvorki meira né minna en geni.
Og hann telur rangt af sér að setja
ljós sitt undir mæliker.
Síðustu árin hefir hann reynt sig
sem skapgerðarleikari. Og í „Titan-
ic“-myndinni kom hann öllum á óvart
í alvarlegu lilutverki, gerólíku
Belvedere-hlutverkinu. Og í síðustu
mynd sinni, „Maðurinn sem ekki var
til“ sýnir Clifton Webb mikla drama-
tiska hæfileika, sem skyldurækinn og
tilfinninganæmur sjóliðsforingi.
Kastalinn í Undralandi er í miðaldastíl, og þar sefur Þyrnirósa í einni stof-
unni og þar eru myndir af ýmsum frægum persónum úr teiknimyndum
Walts Disney.