Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1957, Side 6

Fálkinn - 06.09.1957, Side 6
6 FÁLKINN Eg er LÆKNIR I SOHO Ég simaSi til föðtir hennar, sagði honum hver ég væri og lét hann vita hvernig á stóð. Eftir nokkra bið sagði iord ...: — Ég skal skrifa yður bréf og skipa yður meðráðantann Nettu. Og meðan hún er undir yðar umsjá skal ég sjá um að allt verði borgað. — Það besta sem þú gætir gert, Netta, sagði ég — væri að fara til Nicky, sem á kiúbbinn hérna í næsta húsi. Hann þekkir svo marga að liann getur vafalaust útvegað þér herbergi til leigu. Daginn eftir tók ég Nettu sem hjálparstúlku á lækningastofuna mína. Einn af fyrstu dögunum sem hún var hjá mér stalst hún niður í spilavitið í kjallaranum og hellti í sig átta glös- ’um af gini á stuttum tima, og ég leitaði fram og aftur um Soho þangað til ég fann hana og bað lögregluna fyrir hana yfir nóttina, svo hún færi sér ekki að voða. Morguninn eftir kom hún til mín, brosandi útundir eyru, og minntist aldrei framar á þetta kvöld. Ég er montinn af að ég skyldi geta komið henni á réttan kjöl. GIFTINGABRASKARI. Ég lofaði að segja ofurlítið meira frá Gerald. Ég hitti hann fyrst í spila- vítinu i kjallaranum. Mér leist þannig á hann fyrsl að þetta væri ófram- færinn og alúðlegur piltur í fallegum fötum og hvitri skyrtu. En það leið ekki á löngu þangað til ég varð þess visari að hann var viðsjálgripur. — Mig langar til að gera yður greiða, læknir, sagði hann. — Ég veit um ágætan bil í besta standi. Eig- andinn vill selja liann fyrir 300 pund. Yður veitir ekki af bil jiegar þér er- uð að vitja um alla sjúklingana yðar. — Ég hefi ekki svo marga sjúkl- inga að ég komist ekki yfir að ganga til þeirra, sagði ég. Gerald horfði vorkennandi á mig. — Þér hafið engan áhuga á þessu? sagði hann. — N'ei, sagði ég. — Eins og stendur þarf ég hvorki þennan bil né nokk- urn annan. Hann tók upp úttroðið veski. — Ég fæst svona við sitt af hverju, skiljið þér, læknir. Það vitlausasta sem mað- ur gerir er að einskorða sig við eitt- livað einstakt. Ég komst um það þeg- ar ég liafði starfað á hjúskaparmark- aðnum um stund. Eg er svarti sauð- urinn í fjölskyldunni, skiljið þér. Foreldrar mínir eru efnuð og ég gekk í dýra skóla, en ég var ekki sérlega bóklineigður og þess vegna fór ég að starfa í fyrirtæki föður mins. Ég var með allan hugann við þetta, en faðir minn gerði það sem liægt var til að draga úr áhuga minum á því. Og fyrirtækið stóð svo á göml- um merg, að ])að gat svo sem komist af án mín. Svo fór ég að spila. Því miður var heppnin ekki með mér. Ég tapaði sí og æ, og loks voru spila- skuldirnar orðnar yfir 2.000 pund. Hvað átti ég að gera? Peningana varð ég að fá. Og einn daginn tók ég þá úr járnskápnum og hvarf. Ég fór til Brigliton, en þar var allt i kalda koli á þeim tíma árs. Þar kynntist ég stelpu og við urðum vin- ir og innan liálfs mánaðar hafði mér verið boðið heim til fjölskyldu henn- ar. Við afréðum að giftast eins fljótt og liægt væri. Ég þóttist eiga von á stórri ávísun frá föður minum og bað hana um að leggja peningana úr spari- sjóðsbókinni sinni inn á hlaupareikn- inginn minn. Ekki veitir af pening- unum þegar maður er að giftast. En hún átti ekki nema kringuin hundrað pund. Daginn fyrir brúðkaupið tók ég þessa peninga út og fór til Bourne- moutli, og áður en mánuður var lið- inn liafði ég leikið sama leikinn þar. I þetta skipti var eftirtekjan dálítið minni, en auk þess sem stúlkan átli tókst mér að fá lánuð fimmtíu pund hjá föður hennar. Næst fór ég til Torquai og svona liélt ég áfram með ströndinni þangað til ég var kominn til Weston-super-Mare. Þetta liafði allt gengið svo greiðlega að ég var hættur að fara varlega og nú varð mér sú regin-skyssa á, að trúlofast tveimur stúlkum samtimis. Þetta gekk vel um stund, en svo kom það á daginn, að stúlkurnar voru ná- frænkur. Tveir reiðir feður konm til mín á gistilnisið og gáfu mér klukkutíma frest til að liypja mig úr bænum. Þetta fékk svo mikið á mig, læknir, að ég fór með járnbrautarlestinni beint til London, og síðan hefi ég verið hérna í Soho. MILLI TVEGGJA ELDA. Einn daginn kom sjúklingur til mín, hann var tékkneskur og mér er ómögulegt að bera fram nafnið á honum. —■ Ég er tónlistarmaður, sagði hann. — Píanisti. Eg er með hræðilega verki í öllum liðamótum og allt hugsanlegt hefir verið reynt við mig, en e-kkert stoðað. Mig langar til að þér skoðið mig. Hann var fölur og magur og ákaf- lega blóðlítill. — Eruð þér giftur? spurði ég. Hann brosti: — Ég er listamaður, herra læknir, og okkur hentar ekki að lifa í hjónabandi. En ég á tvær góðar vinstúlkur, og þær eru báðar listakonur. Þessa stundina bý ég með Andreu, hún er söngkona. Hin er Irma. Hún er ballettdansmær. Irma er flóttamaður, alveg eins og ég, og við fluttum saman vegna þess að við vorum bæði einstæðingar í London. Það eru mörg ár síðan. En Irma vesl- ingurinn varð afbrýðisöm eftir að ég kynntist Andreu. Það er cnginn hægð- arleikur að gera tvær stúlkur ham- ingjusamar, læknir, og þess vegná cr Irma farin frá mér. En hún heim- sækir mig á liverjum degi, og litur eftir að Andrea láti fara vel um mig. Ég lofaði að sækja hann síðar um daginn og fara með hann í sjúkra- húsið til rannsóknar. Hann opnaði sjálfur fyrir mér þeg- ar ég kom og fór með mig inn í einka- herbergis-íbúðina sina. Á þilinu hékk málverk af ballett-dansmey í fullri stærð. Hún var há, ljómandi vel vax- in með langa, granna fætur. Hún hafði verið máluð þannig, að andlitið sneri undan, en línan frá hársrótunum og niður á öxlina naut sín vel. — Eftir augnablik skuluð þér fá að sjá fyrirmyndina, sagði píanistinn hreykinn. Hann setti fram þrjú glös og 'hellti þau full af vodka. Og svo settist hann við píanóið. Ég varð að játa að hann hafði sagt satt. Hann var virkilegur listamaður — mikill listamaður. Allt í einu opnuðust dyrnar og Ijót- asti kvenmaðurinn, sem ég hefi nokk- urn tíma séð, kom inn. Þegar ég hafði jafnað mig eftir áfallið tók ég eftir löngu mjóu fótunum, granna mittinu og hve hreyfingar hennar voru fal- legar. — Þetta er Irma, sagði píanistinn, — hér læknirinn sem ég var að tala við þig um. Hann er heillaður af myndinn af þér og segir að þú sért enn fallegri en Anna Pavlova. Ég beið í sjúkrahúsinu þangað til rannsókninni var lokið, og talaði við lækninn á eftir. — Þér hafið rétt fyrir yður, sagði hann. — Þetta er mjög alvarlegt til- felli. Hver er þessi maður? — Hann er ef til vill einn af bestu píanistum í heimi, en hann hefir ekki verið heppinn um ævina. Hve langt á hann ólifað? — Tvo mánuði — i mesta lagi. Sjúklingurinn var lagður inn í sjúkrahúsið og ný rannsókn staðfesti að hann var ólæknandi. Ég kom til hans að staðaldri allt fram á siðasta daginn sem liann lifði, og í hvert ein- asta skipti sat Irma öðru megin við rúmið hans og Andrea hinu megin. Hann hjarði í þrjá mánuði. Svo var það búið. MINNISLAUSI RAKARINN. !Síðla eitt kvöldið hringdi síminn. Það var kona rakarans míns. Þessi rakari var mesti snillingur, og marg- ir hárprúðu og sköfnu tildurspiltarnir i Soho voru viðskiptavinir hans. Ég hafði einu sinni dálcitt hann til þess að róa í honum taugarnar eftir upp- nám sem hann hafði komist í út af óánægðum viðskiptavini. — Það er út af manninum mínum, sagði frúin. — Hann fór til slátrar- ans til að sækja kjöt fyrir tveimur vikum, og kom ekki aftur. Nú var lögreglan að síma til mín og sagðist hafa i vörslu mann, sem svaraði til lýsingarinnar á manninum minum. Hann hafði verið á rölti á þjóðveg- inum skammt fyrir utan borgina. Það er helst að heyra að þetta sé Tom, en maðurinn stendur fastar en fótunum að hann heiti Robinson. Hvað á ég að gera? — Þér skuluð biðja lögregluna um að aka honum heim, sagði ég. — Og ég skal koma eftir fáeinar mínútur. Þér skuluð engu kvíða. Ef þetta er maðurinn yðar tekst okkur áreiðan- Icga að koma honum á réttan kjöl aftur. Kona rakarans opnaði fyrir mér þegar ég-kom og hvísiáði: — Það er hann! En hann vill ekki viðurkenna ])að. Hann lætur sem hann þekki mig ekki. Hún fylgdi mér inn í stofu — og þar stóð rakarinn, óhreinn og úfinn milli tveggja glottandi lögreghiþjóna. Hann andæfði í sífellu og heimtaði aftur og aftur að fá skýringu á, hvers vegna hann hefði verið fluttur á þennan stað. — Og hver eruð ])ér? spurði 'hann tortrygginn þegar ég kom inn í stof- una. — Yður hefi ég aldrei séð áður. Ég sneri mér að konunni. — Hefir liann séð börnin? spurði ég. Hún saup hveljur og hristi höfuðið. — Viljið þér þá láta þau koma inn, sagði ég. — Og segið þeim að haga sér alveg eins og þau eru vön að gera. Ég heyrði liana livisla og leggja þeim lífsreglurnar fyrir utan dyrnar og skönnnu síðar kom smástrákur og litil stúlka inn í stofuna. Börnin virt- ust hrædd, en svo spurði drengurinn, eftir bendingu frá móður sinni: — Hefirðu verið veikur, pabbi? Maðurinn virtist alls ekki þekkja börnin. — Hvers vegna þurfið þið endilcga að vera að kvelja mig? spurði liann lögregluþjónana. — Ég hefi sagt ykkur að ég lieiti Robinson og að ég þekki ekkert af þessu fóíki. Við skulum komast burt liéðan. Lögregluþjónarnir urðu að taka fast í hann, því að hann ætlaði að strunsa út. Veslings konan hóf lang- an reiðilestur og börnin fóru að kjökra. Þegar hún hafði sagt það sem henni þótti mest aðkallandi að segja, leit rakarinn á hana og sagði: — Nu er ég alveg sannfærður um að þetta er ekki konan mín. Aldrei liefði ég getað gifst þessari kerlingu þarna — hún hefði gert mig brjálaðan. —- Hlustið þér nú á, sagði, ég við hann. — Ég er læknir, og hver veit nema ég geti hjálpað yður. Viljið l)ér gera það sem ég segi yður að gera? ■— Hvers vegna ætti ég að gera það? Ég er frá Birmingham! Hann hnykl- aði brúnirnar og það var svo að sjá, sem liann þyrfti að hugsa sig um bet- ur. — Eða — kannske ég sé frá Nott- ingham ... — Hvað viljið þér að ég geri? — Leggist þér á sófann þarna og reynið að hvila yður vel í nokkrar mínútur. Hann yppti öxlum en lagðist svo auðsveipur á sófann og einblíndi á mig. Konan og börnin störðu á okk- ur gapandi þegar ég fór að dáleiða sjúklinginn. Þegar hann loksins „svaf“ eins og mér líkaði, sagði ég: — Þegar þér vaknið aftur munið þér livar þér eruð. Þegar ég hefi talið upp að tíu, eruð þér glaðvaknaður, og orðinn með sjálfum yður. Undir eins og ég sagði „tíu“ glennti maðurinn upp augun og leit kringum sig. Hann brosti vingjarnlega til kon- unnar sinnar og sagði: — Heyrðu, Anna, það var leitt að ég náði ekki i kjötið, en slátrarinn hafði lokað búðinni þegar ég kom. Heyrið þér, læknir, livað eruð þér að gera hérna? Og hver hefir sent eftir lögreglunni. Hvað er eiginlega um að vera hérna? Tveimur dögum síðar ' var hann farinn að vinna í rakarastofunni. En aldrei tókst mér að grafa upp hvar liann hefði verið þessar tvær vikur, sem hann var horfinn. SKUGGALEGT FYRIRTÆKI. Síðdegis einn daginn varð ég hissa á að fá heimsókn herra „Z“ — 'hins margbrotna fjárplógsmanns, sem hafði ginnt mig til að leigja lækningastof- una hérna i Soho. Hann langaði til að biðja mig um að reyna að jafna ósamkomulag milli hans og Vicky, vinkonu hans sem hafði vinstofu á sömu hæð og lækningastofan mín er. Hún hafði orðið reið út af því að „Z“ hafði, að henni fannst sýnt Lili fuilmikla athygli. En Lili var ein af fastagestunum i knæpunni. Mér leist ekki á erindið, en mig langaði til að sjá vínstofuna og það

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.