Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1957, Qupperneq 12

Fálkinn - 06.09.1957, Qupperneq 12
12 FÁLKINN 3Vr. 8______________________________ Fangi fortíðar sinnar ____________________Ástarsaga írá Ástralíu stöðu þinni, Caroline. Mig hefir oft langað til að segja þér það, en ... Hún leit á hann. — Verð ég að hætta starf- inu, David? Hann strauk höndina á hennir — Ég er hræddur um að þú hafir engan tíma til að gegna þvi, eftir að þú ert gift mér. Gleði- og þakklætiskennd fór um hana er hún gekk við hlið hans inn í svala, rökkvaða kirkjuna, og settist á einn bekkinn upp við altarið. Guðsþjónustan byrjaði og það kom friður og ró yfir Caroline, þarna sem hún sat við hlið Davids. Þegar sálmasöngurinn hófst fann hún að hann tók um hönd hennar. — Caroline, hvíslaði hann lágt. — Héðan í frá verðum við tvö eitt. Mér hverfur aldrei hug- ur, hverju sem fram vindur. Hugsast getur að við verðum að fresta giftingunni enn um stund, en héðan i frá bíðum við saman, er það ekki? — Já, David, við gerum það. Þessa stund- ina óskaði hún þess að þau þyrftu ekki að snúa heim til Lomax aftur, og þegar þau fóru út úr kirkjunni aftur, sárlangaði hana til að biðja David að finna einhverja afsökun tii að binda enda á heimsóknina. En hún hætti við það þegar David sagði: — Góða mín, mér þykir svo vænt um að þú færð að hvíla þig þessa daga! — Já, sagði hún. — Það var fallega hugsað af Barböru að bjóða mér. — Barbara er óhemja, svaraði hann 'hugs- andi. — Það hefir verið dekrað um of við hana, en það eru góðar taugar í henni, og hún dáist mikið að þér. — Gerir hún það? — Já, hún álítur að þú vinnir of mikið. Hún sagðist ætla að sjá um, að þú hvíldist vel þessa daga, og gerðir ekki nema það, sem þig langaði til. Eins og til dæmis að spila canasta í staðinn fyrir að dansa við David, hugsaði Caroline með beiskju. Eða vera send út á vélbát með Bill, meðan Barbara var að sigla með David ... En hún sagði ekkert og David hélt áfram: — Já, það er satt, ég gleymdi að segja þér í gær, að Arthur lét verða úr því að fara til blaðanna með þessa frétt. Það var það, sem hann vildi tala við þig um. Hún kinkaði kolli. — Já, ég veit það. Ég vona að við getum farið héðan fyrir miðdegis- verðinn í kvöld. Eg vil helst vera komin tím- anlega heim. — Vitanlega. Ég skal aka þér heim. En þú skalt ekki hugsa of mikið um þennan hrapp, Caroline. Við skulum láta iögregluna annast um hann — eða Arthur og mig. Skil- urðu það? Ef Scott reynir aftur, skaltu vísa honum til annars hvors okkar. Hún kinkaði kolli aftur. — Ég hugsa ekki meira um hann. — Ágætt. Ég hugsa nefnilega að það sé ástæðulaust að taka mark á honum. Ef Geoffrey væri lifandi mundi hann hafa látið heyra frá sér í þessi tvö ár. Hann hefði kom- ið til þín aftur. Jú, hugsaði Caroiine með sér. Hann hefði komið til að ná í peninga, eða í öðrum er- indum. Eina ástæðan til að hann kom ekki, hlaut að vera sú, að hann var dauður. — Þarna stendur blaðasali, sagði David og benti yfir götuna. — Bíddu snöggvast með- an ég næ í blöð. Það er gaman að sjá hvernig þeir hafa farið með söguna. Caroline beið og David kom aftur með mörg blöð í handarkrikanum. Þau héldu áfram en gægðust í blöðin um leið. ARTHUR LAWSON hafði haldið loforð sitt. Hann hafði farið varlega í sakirnar. Á öft- ustu síðu í ,,Sun“ og „Herald“ voru stuttar greinar um að flugvélin hefði fundist, og drepið á afrek Geoffreys i flughernum og heiðursmerki hans. „Gazette“, sem var gífur- fréttablað hafði hins vegar sett fregnina á fremstu síðu undir fyrirsögninni: .„Týnd flugvél fundin. Truboði í Papua segir frá hörmulegum atburði.“ 1 greininni var Geof- frey lýst sem frábæmm herflugmanni, og þess getið að hann hefði verið kvæntur. David las greinina nákvæmlega. — Ég hugsa að Scott feli á sér klærnar þegar hann les þetta, sagði hann. — Ég býst ekki við að hann geri þér ónæði oftar, Caro- line. En ef hann kynni að hrella þig aftur, geturðu sagt að trúboðinn, sem fann flugvél- ina, pater Duggan, sé á leið heim. En ég vona að hann skilji, að honum þýði ekki að halda þessu áfram. — Það vona ég líka, sagði hún. Hún þráði af alhug, að David yrði sannspár. Hann tók í höndina á henni. — Lofaðu mér því að kvíða engu lengur. Við giftumst undir eins og tök eru á, elskan mín. Ég vil eiga kröfu til að annast þig. Hann þrýsti henni að sér, þegar þau beygðu inn í 'hliðið og gengu upp breiða stíginn upp að húsinu. — Ég skal fá leyfisbréf, þannig að við get- um gifst hvar sem er í landinu, og ég ætla að ganga með það í vasanum. Og undir eins og þér verður frjálst að giftast mér, ökum við beina leið til prestsins. Ertu samþykk? — Ó, David! Hún var með tár í augunum. David brosti eins og unglingur. — Mér er alvara. Við höfum biðið of lengi. Besta skeið- ið úr ævi ökkar, Caroline. Ég hefi hugsað mér að bíða ekki sekúndu lengur en þörf er á. Þau gengu upp breiðu þrepin, hönd í hönd, að dyrunum. Binns opnaði fyrir þeim og sagði að morgunverðurinn væri tilbúinn. — Það verður gott að fá mat núna, sagði David. Hann ýtti Caroline á undan sér. — En við verðum að biðja afsökunar á, að nú komum við of seint — í annað skipti. Hann hélt hurðinni opinni fyrir henni, og hún fór inn í borðstofuna. Hún rétti úr sér og bjó sig undir öll forvitnu augun, sem mundu glápa á hana, ef fólkið hefði lesið blöðin. Russel Lomax sat við borðsendann. Hann leit upp og brosti. Brosið var vingjarnlegt, en augun í honum brostu ekki. Hann stóð upp og ýtti fram stól handa Caroline. Þau voru þarna ein fyrir, Caroline og hann, og á milli þeirra lágu öll sunnudagsblöðin á borð- inu. Feðginin litu snöggt hvort til annars, og Caroline þóttist sjá, að þau hefðu lesið blöðin og greinina um flugvélina, og að þeim hafði ekki fallið það vel. — Góðan daginn, frú Beresford, sagði Russell Lomax rólega. — Fáið ykkur sæti, bæði tvö. Þið eruð svei mér snemma á fót- um. Binns sagði mér að þér hefðuð farið í kirkju. Það liggur við að við megum skamm- ast okkar. Barbara, viltu gefa henni frú Beresford kaffi? Hann leit á Barböru, og þau horfðust á með undirhyggjusvip. En ekkert var sagt. Blaðagreinarnar voru ekki nefndar. Feðginin töluðu alúðlega sam- an, og David var alltaf að reyna að draga Caroline inn í samræðurnar. En Caroline fann að eitthvað var í uppsigl- ingu. Russel Lomax virtist uppvægur og hræddur, og það var auðséð að Barböru leið ekki vel. Það var helst að sjá, að þau hefðu verið að rífast, en vildu ekki láta á því bera, við David og Caroline. Þegar þau höfðu lokið við að borða sagði Russel Lomax við David: — Við skulurn setjast út á svalirnar og melta matinn. Hinir gestirnir fara að tínast niður bráðum, og Barböru finnst að hún megi til með að gera eitthvað til að hafa fyrir þeim. Þeir fóru út úr stofunni, og Barbara og Caroline sátu einar eftir við borðið. — Frú Beresford ... Barbara beið þangað til dyrunum hafði verið lökað. Tónninn var kæruleysislegur, en augun hörð og gljáandi. — Við pabbi vorum að lesa greinina í blöð- unum — þessa grein um manninn yðar. Caroline vissi ekki hverju hún átti að svara, þó að hún hefði lengi verið að hugsa um svarið, sem hún ætti að gefa, ef þetta bæri á góma. Hún kinkaði kolli þegjandi og beið eftir að Barbara héldi áfram. —Á maður að tjá yður hluttekningu sína? spurði Barbara. — Eða er það ekki viðeig- andi? Þér hafið vafalaust vitað um þessa grein, áður en hún var prentuð? — Já, sagði Caroline. Hún fann roðann koma fram í kinnunum á sér. — Mér þykir leitt að þetta skyldi koma, einmitt meðan við vorum gestir hérna á heimilinu. — O jæja ... Barbara baðaði út höndun- um. — Það er ekki venjan, að gestanna okk- ar sé getið á fremstu síðu í „Gazette", þó að það komi fyrir að þeir séu nefndir í heldra- fólks-dálkunum. ÞÆR stóðu báðar upp frá borðinu. Barbara horfði fjandsamlega á Caroline. — Frú Beresford, mig langar til að segja yður alveg eins og mér finnst.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.