Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1957, Síða 13

Fálkinn - 06.09.1957, Síða 13
FÁLKINN 13 — Já, það skuluð þér gera, ungfrú Lomax. — Mér er nauðugt, sagði Barbara. — En ég held að það sé best að við gerum okkur Ijóst hvar við stöndum. Hún náði í vindlinga- bréf á axinhillunni. — Viljið þér vindling? — Já, þakka yður fyrir. Barbara stóð kyrr og sneri bakinu að arn- inum, og reykti letilega. Loks sagði hún kuldalega: — Ég geri ráð fyrir, að yður kæmi vel að geta sannað, að maðurinn yðar væri dauður? Caroline varð orðfall við þessa beinu at- lögu. En þó kom hún ekki á óvænt. — Mað- urinn minn hvarf fyrir tveimur árum, sagði hún. — Hann hvarf þannig, að engin um- merki sáust eftir, og ég hefi ekkert af honum frétt síðan. Persónulega er ég sannfærð um að hann er dáinn — að hann hefir farist þeg- ar flugvélin hans rakst á. En áður en flug vélin fannst var hann skráður sem „týndur“. Möguleikarnir eru litlir á því, að hann sé lif- andi. Og ég ... — Þér eruð — lagalega — konan hans enn- þá, skaut Barbara fram í. Hún brosti, en bros- ið var fjandsamlegt, og Caroline kipptist við, eins og kuldahrollur færi um hana. — Já, sagði hún. — En ég skil ekki hvað þetta kemur yður við, ungfrú Lomax. Einka- mál mín koma mér einni við. — Ekki úr því að blöðin ei'u farin að tala um þau, frú Beresford. Nú leggja blaða- mennirnir yður í einelti, eins og soltnir varg- ar. Það var helst að heyra, að henni þætti það skemmtileg tilhugsun. — Nei, einkamál yðar koma mér ef til vill ekki við, en þér sögðuð að ég mætti segja yður eins og mér finnst, og það hefi ég ætlað mér að gera. Við erum neyddar til að vinna saman, og við erum báðar undir David gefnar. Við neyð- umst til að sjá hann, og hvor aðra, dags dag- lega, og við erum báðar ástfangnar af hon- um — er það ekki rétt? — Ég hefi sagt... byrjaði Caroline rólega, en Barbara tók þegar fram í: — Við skulum fyrir alla muni haga okkur eins og fullorðið fólk. Þetta mál er nógu flókið eins og það er, þó að við förum ekki að leika gamanleik. Þér hafið haft David í bakhendinni í mörg ár, frú Beresford. Þér hafið slegið á strengi við- kvæmu endurminninganna um gamla daga, og yður hefir tekist að hindra að hann giftist annarri stúlku — jafnvel þó að þér væruð öðrum bundin sjálf. Og nú hafið þér líklega hugsað yður að giftast honum — undir eins og þér getið sannað að þér séuð ekkja. Er ekki svo? Caroline barðist við að hafa stjórn á sér. — Það kemur yður ekkert við hvort ég hefi hugsað mér að giftast David, xmgfrú Lomax. Ég er gestur yðar þessa stundina og við vinnum á sömu skrifstofunni, en það gef- ur yður engan rétt til að tala við mig á þenn- 3~e(urn ynd Hvar er veiðimaðurinn? an hátt og koma með ásakanir, sem eru ekki sannleikanum samkvæmar. — Engan rétt, frú Beresford? Barbara yppti öxlum. — Ef yður hefði ekki verið til að di’eifa, þá hefði hann beðið mín. Hann hefði ekki haldið áfram að bíða, þangað til yður þóknaðist að aumkva yður yfir hann. Það var ekki fyrr en ég kom til sögunnar, að yður þóknaðist að stíga ofan af dyggðapall- inum og sjá aumur á honum — ekki um of, en aðeins svo, að þér hefðuð hann á öngl- inum áfram! Fram að þessu hefir yður ver- ið umhugast um að hlúa að þessu dýrmæta mannorði yðar! — Og Davids, tók Caroline fram í. En Bar- bara lét sem hún hefði ekki heyrt það. — En hugsið yður nú, ef yður væri ekki frjálst að giftast David? Hugsið yður fe maðurinn yðar hefði ekki farist þegar flugvélin rakst á! Hvað munduð þér þá gera, frú Beresford? Caroline fölnaði. Hún skildi að það var þetta, sem Barbara hafði í huga, og fór að velta fyrir sér, hvernig hún hefði aflað sér vitneskju um þetta mál. Barbara gekk fram að dyrunum. Þar nam hún staðar og sagði: — Það var sími til yðar meðan þér voruð úti í morgun, frú Beresford. Einhver karlmaður, sem vildi tala við yður. Ég varð fyrir svörum. Hann sagðist heita Scott, og að hann yrði að ná í yður, því að hann hefði mikilsverð tíðindi í sambandi við manninn yðar. — Scott! Caroline varð skjálfrödduð. — En hann er ... Hún ætlaði að segja „fjár- þvingari", en hugboð hennar aðvaraði hana og hún sagði í staðinn: — Hann er lygari! — Er hann það? sagði Barbara tungu- mjúk. — E-kki veit ég neitt um það. Mér skild- ist að hann væi’i vinur mannsins yðar. Og ég skildi hann lika þannig, að hann hefði verið í flugvélinni með manninum yðar, þegar hún hrapaði. Mér fannst skrítið að hann skyldi komast af, þegar maðurinn yðar fórst, finnst yður það ekki líka? Caroline starði á hana. Hún gat ekki kom- ið upp nokki’u orði. NÆSTU klukkutímarnir voru Caroline eins og martröð. í venjulegri martröð veit maður alltaf að maður muni vakna af skelfingunni og kvölin hverfa af sjálfu sér. En Caroline vissi, að þessi martröð mundi ekki hverfa fyrr en hún hefði náð tali af Tom Scott. Hún var ekki í vafa um, að henni var nauðsyn að tala við hann. Barbara hafði sagt að hnn mundi hringja aftur, og nú beið hún með hryllingi þeirrar stundar að Binns kæmi og kallaði hana í símann. Caroline minntist ekki á neitt við David, því að þá mundi hann heimta að verða með henni þegar hún tal- aði við Scott. Og ef David færi með henni mundi Scott vafalaust fara eins að og hann gerði þegar Arthur Lawson var með henni — hann mundi ekki gefa sig fram. En hún varð að tala við hann — varð að fá að vita sannleikann, Davids vegna ekki síður en sjálfrar sín. Ef til vill var Scott fjárþvingari. Staðhæf- ing hans um að hann væri farþegi Geoffreys, gat verið fölsk, en hins vegar gat hún líka verið sönn. Lawson hafði reynt ýmsar leiðir til að komast að hver þessi maður væri, en árangurslaust. Scott gerði sér það vafalaxxst ljóst. Þetta var kjörið tækifæri fyrir fjár- þvingara, og Geoffrey hafði átt marga mis- jafna vini — kynlega menn, sem simuðu til hans á nóttinni, og sem hann mælti sér mót við í kaffihúsum. Það gat vel hugsast að Scott væri einn þeirra, og að hann segði satt. Aðeins ein leið var fær til að komast að sannleikanum, og hún var sú að tala við hann undir fjögur augu. Hún gat ekki látið Lawson eða lögregluna taka hann að sér, fyrr en hún vissi hvernig erindi hans væri háttað. Hún sat og beið á svölunum, allan fyrri- part dagsins, með hinum gestunum, en David og Barbara spiluðu tennis. Hún átti fátt sam- eiginlegt með fólkinu, sem hún sat hjá þarna. Það var af eldri árgöngum og samtalið sner- ist aðallega um bridge og um fólk, sem hún þekkti varla nafnið á. Fólkið gerði ýmsar Framhald I næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj." Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Á veiðum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.