Fálkinn - 20.09.1957, Blaðsíða 15
FÁLKINN
15
erre Louis, en giftist leikritahöfund-
inum Georges Mitsikides 1948. Og viS
það situr.
Danielle lieldur sér svo vel að til
þess er tekið, og ýmsar fertugar frúr
mundú spyrja hvernig hún fari að
því. En Danielle segist eltki geta gef-
ið nein önnur fegrunarheilræði en
þau að vinna 8 tima, slæpast 8 tíma
og sofa 8 tíma, og nota mikið af köidu
vatni á andlitið á sér.
—O—
Útvarpsmöstur bresku póstmála-
stjórnarinnar i Rugby i Warwicks-
hire eru 252 metra há og hæstu
mannvirki i Bretlandi. Þau voru reist
1925 og vega 170 smálestir livert.
Ilæsta flaggstöng i heimi stendur
i Kew-garðinum i London og vegur
18.5 smálestir og er 66 metra há. Þetta
er Douglas-fura frá Kanada og var
sett upp í Kew Gardens 18. október
1919.
Hæsti turninn i Brctlandi stendur
í Blackpool. Hann cr tæplega 160
metra hár og var byggður 1894. í
hann fóru 3.478 tonn af stáli og 352
af steypujárni. Turninn er málaður á
hverju ári og til þess þarf 4.5 tonn
af rauðri menju og hálft annað tonn
af blýhbítu.
í Bruxelles er verið að smiða út-
varpsturn, sem á að verða fullgerður
fyrir lieimssýninguna þar, árið 1958.
Hann á að verða 595 metra hár, eða
hæsta bygging veraidar.
J. Saunders var mesti þolhlaupari,
sem sögur fara af. Hann hljóp 200
kliómetra viðstöðulaust 21.—22. febr.
1882. Var hann 22 tíma 49 mínútur
á hlaupinu.
Jack Dempsey fyrrum heimsmeist-
ari i hnefaleik hefir selt kvikmyndun-
arréttinn af ævisögu sinni fyrir
250.000 dollara. Auk þess fær hann
ágóðahlut af því, sem myndin gefur
af sér.
í Finnlandi eru lengri vatna-,
fljóta- og skipaskurðaleiðir en i
nokkru öðru landi. Samgönguleiðirn-
ar á vatni, innanlands, eru alls kring-
um 50.000 kílómetrar.
KAPPSIGLING. — Hið glæsilega
skólaskip „Danmark“, sem sést fyrir
fullum seglum hér á myndinni, á inn-
an skamms að fara í kappsiglingu við
norska skólaskipið „Christian Iíad-
ich“ milli Skagen á Jótlandi og
Kristianssand. Veirður kappsiglingin
litkvikmynduð og notuð sem þáttur í
stóra kvikmynd.
SÓLHATTUIÍINN. — Þetta kvendi
sýndi sig á knattspyrnuleik í Ítalíu
nýlega og Vakti athygli fyrir höfuð-
búnaðinn. Hann er ekki beinlínis fal-
legur en hver veit nema hann sé
hagfelldur.
Á FLÓTTA. — Dina drottning Jór-
danskonungs, sem er egypsk að ætt
hefir dvalið í Cairo undanfarin ár til
að stunda veikan föður sinn. En ný-
lega hvarf hún skyndilega heim í ríki
sitt. Er brottförin sctt í samband við
þær væringar, sem nú eru milli Jór-
dans og Egyptalands.
Trúlofunarhringir
ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. —
Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur,
plett. — Or fyrir dömur og herra, gull og stál.
Tegundir: Marvin, Damas, Tissot, Certina, Etema.
BinbaucfÁLV
)aLLAR GEfíÐIR
\'37 i
3760.'
Laugavegi 50. — Reykjavík.
Útsvarsskrár 1957
Skrár um útsvör einstaklinga og félaga (aðalniðurjöfnun) i Reykja-
vík árið 1957 liggja frammi til sýnis í skrifstofu borgarstjórans í
Reykjavík, Austurstræti 16 (Póst. 7), frá þriðjudegi 17. þ. m. til mánu-
dags 30. þ. m. (að báðum meðtöldum) alla virka daga kl. 9 f. h. til
kl. 5 e. h.
Frestur til að kæra yfir útsvörum er að þessu sinni til mánudags-
kvölds 30. þ. m. kl. 24, og ber að senda skriflegar útsvarskærur til niður-
jöfnunarnefndar, þ. e. í bréfakassa Skattstofunnar í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu, fyrir þann tíma. Er vakin sérstök athygli á því, að gjald-
endum er nauðsynlegt að kæra á ný, þótt þeir hafi sent kærur áður, ef
þeir vilja ekki una álagningu nefndarinnar.
Þeir, sem kynnu að óska eftir upplýsingum um álagningu útsvars
síns, samkv. málslið 2. gr. laga nr. 48, 20. apríl 1954, sendi skriflega beiðni
til nefndarinnar fyrir þann tíma.
Gjaldendur hafa nú þegar fengið tilkynningar um útsvör þau, sem á
þá hafa verið lögð.
Reykjavík, 16. september 1957.
Mðurjöfnnnarnefnd Reykjavíkur