Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1957, Blaðsíða 6

Fálkinn - 27.09.1957, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Eva Bartok Pjórir karlmenn, einn hattur og kynþokkinn gerðu hana fræga. Falleg er hún og skapmikil er hún, svo að ef hún væri ekki svona falleg mundi hún vera kölluð skass. Hún hefir yndi af að láta skrifa og tala um sig og sér um að vekja athygli á sér. Ef blað vantar sölubeituefni á forsíðuna er Eva til með að útvega það, og er þá sjálfur kjarninn í allri fréttinni. Svona stendur nú á því, að miklu meira er skrifað um Evu, en gáfur hennar og afrek gefa tilefni fil. Evu langaði til að verða leikkona frá því hún var barn, en foreldrar liennar vildu ekki. Mamnia hennar hafði verið leikkona í æsku og vildi forða dóttur sinni frá þeirri fordæm- ingu. Én auðvitað espaðist Eva við þetta og fékk sér leikiistarkennslu á laun. Og 16 ára stóð hún á leiksvið- inu, fjölskyldunni til mikillar skelf- ingar i „Time and the Conways“ eftir Priestiey. Pabbi hennar var blaðamaður í Budapest, en maldaði enn í móinn. En Eva fór sínu fram. Karlmennirnir gáfu henni hýrt auga og hún varð skotin i Geza Iiovnes og þau giftust. En stjórnmálaástandið versnaði og listamönnum varð ólíft i landinu, nema þeir gengju í flokk- inn. Það vildi Eva ekki. Hún flýði til Englands, en bóndinn varð eftir. George Pal kvikmyndajöfur varð jafnhrifin af Evu sem konu og leik- konu. Hann réð hana til að leika ungverska flóttastúlku i kvikmynd — og varð eiginmaður liennar n. 2. En hjónabandið varð stutt og Eva vakti ekki athygli í ensku myndunum sín- um. En einkalíf liennar vakti athygli, því að nú giftist hún enn. Nr. 3 var enskur líka og hét William Woods- worth. Nú fór hún til Róm og fékk hlut- verk í revy sem hét „Balck and White“. Um þær mundir var margt amerískt leikfólk í Róm, að taka úti- myndirnar í Warner-myndina „The Crimson Pirate", en það var skop- stæling á sjóræningjamyndunum frá Hollywood. Warner vantaði leikara í kvenhlutverkið þar; leikstjórinn Ro- bert Siodmak, sem talinn var mjög vandlátur, hafði ekki fundið neina, sem liann var ánægður með. Burt Lancaster hafði séð Evu i revunni og stakk uppá að hún yrði ráðin í hlutverkið. Og Eva félck hrós fyrir leikinn; sum blöðin tldu að þarna væri sú komin, sem tæki við af Ing- rid Bergman. Nú var Eva komin i brennidepilinn. Og nú reið á að halda fólkinu við efnið og láta ekki gleyma sér! Þá kom markgreifinn af Milford Haven eins og engill af himnum send- ui. Eva fór með honum til Austur- rikis og Ítalíu, þau voru afmynduð saman í veitingasölum, á skiðum og baðfjörum. Woodsworth hinn þriðji læyrðist ekki nefndur á nafn. — David Michael Mountbatten, þriðji markgreifi af Milford Haven var um þessar mundir kvæntur amcríku- kvendi sem hét Simpson og var skírð Romaine. Victoria drottning var langalangamma markgreifans og hann var frændi Georges IV. og þess vegna fyigdust liinir konungliollu Bretar vel með aðgerðum markgreifans. Hann hafði verið sváramaður Philips her- toga þegar hann giftist Elizabeth drottningu og var mikill vinur kon- ungsfólksins. Það var jafnvel haldið, 1948, að liann ætti að verða maður Margaret drottningarsystur. En þá hitti hann hina amerísku Simpson og hún krækti í liann með amerískum hraða. Það var þvi ekki að furða að kon- ungsfjöskyldan fengi hroll og skjálfta þegar það spurðist að markgreifinn væri i þann veginn að skilja við Simp- son, 1953, út af Evu Bartok. Simpson hin vestfirska gekk berserksgang og hótaði að segja blöðunum alla hneykslissöguna daginn áður en kvýning Elizabethar drottningar fór fram. Þessu var afstýrt en biöðin náðu í söguna samt. Og nú var lítið minna talað um Evu en sjálfa drottninguna. Nii líkaði Evu iífið! Þegar mesta gauraganginum var slotað kom Eva til London um haustið — með markgreifanum. Þau bjuggu hvort í sinu lagi, en Eva tók á móti biaðamönnum heima hjá markgreif- anurn og sagði þeim að þau væru kunningjar en heldur ekki meira. Og nú komst Eva á fremstu síðu í öllum biöðum aftur. Samt fór nú svo að markgreifinn fékk skilnað við konu sina, en þá var Eva orðin ástfangin af leikaraniim Curd Jiirgens, sem hafði leikið á móti henni í „Siðasti vaisinn". Þau giftust og Eva innleiddi nýja hattatísku, Bartokhattinn, sem varð landplága í Englandi. En Eva og Curd lifa saman eins og hundur og köttur, klórast og kyssast, skilja og taka saman á víxl. * Foreldrar hertogans aí Edinburgh þrigiftust Hjónabandið var gott, en ævikjörin erfið. Þegar Elizabeth Englandsdrottning var krýnd mátti sjá konu í gráum minnuklæðum innan um alla viðhafn- arkjólana og iitskrúðuga einkennis- búningana í Westminster Abbey. Konan í nunnuklæðunum sat i drottn- ingarstúkunni og horfði skærum aug- um á son sinn, Philip hertoga, þar sem hann stóð skammt frá drottning- unni. Ýmsir halda að þessi nunna, Alice prinsessa af Hellas sé grísk að ætt, en svo er ekki. Hún er þýsk i föðurætt en ensk í móðurættina, því að móðir hennar var dótturdóttir Victoríu gömlu drottningar. Faðir hennar, Ludwig prins af Battenberg, varð enskur vára-aðmíráll 1908, og 1917 varð hann markgreifi af Mil- ford Haven. Afsalaði liann sér þýsku prinsnaínbótinni og nafninu og nefndist Mountbatten. Louise Svía- drottning og Carl Louis Mountbatten eru systkin Alice prinsessu. Þessi prinsessa fæddist i Windsor Castle 1885. Eftir að hún missti mann- inn, Andrew Grikkjaprins, gekk hún i klaustur. Hún ólst upp i Englandi að miklu leyti og þótti fallegt barn. Játvarð- ur VII. frændi hennar sagði, að henni hæfði ekkert minna en drottningar- kóróna. Og vitanlega var hún ekki orðin gömul þegar farið var að skyggnast eftir mannsefni handa henni. Sumir höfðu augastað á rúss- neskum stórfursta, aðrir vildu leita fyrir sér i Svíþjóð eða Þýskalandi. En Alice náði sér i manninn sjálf. Hún trúlofaðist „hjálparalaust" And- rew Grikkjaprins. Hann var aðeins 21 árs og hinn gjörvilegasti maður. Aiice kunni ekki orð í grísku og prinsinn var heldur bágur í ensku og þýsku, en það kom ekki að sök. Trúiofunin var opinber- uð og brúðkaupsdagurinn ákveðinn 7. október. Þetta var árið 1903. Þá var Alice 18 ára. Játvarður konungur hafði veitt frænku sinni enskan ríkisborgararétt og hún var mótmælendatrúar, en Andrew var grísk-kaþólskur. Þess vegna urðu hjónin að þrígiftast. Fyrst borgaralega, þá samkvæmt gríska ritúalinu og loks með mótmælenda- hætti. Siðasta vigslan átti að fara fram í dómkirkjunni i Darmstadt, og veislan var haldin heima hjá foreidr- um brúðarinnar. Unga brúðurin varð hálf ringiuð af öllum þessum giftingum. í dómkirkj- unni spurði biskupinn hana tveggja spurninga: hvort hún vildi af fúsum liuga giftast Andresi þeim, sem hjá henni stæði, og hvort hún hefði heit- ið öðrum eiginorði. Nú vildi svo til að Alice svaraði nei við fyrri spurningunni og já við þeirri síðari. Vakti þetta hlátur i kirkjunni, en biskup lét ekki á neinu bera og hélt áfram athöfninni. Hann sá á brúðhjónunum að brúðunni hafði orðið mismæli. Fóru þau nú í langa brúðkaups- reisu og settust svo um kyrrt i höll nálægt Aþenu. Var nú bjart yfir fram- tíð þeirra. Þau eignuðust fjórar dæt- ur, sem hétu Margareta, Theodora, Cecilie og Sopliie. En sonur fæddist enginn enn. Og nú dimmdi yfir hásæti Grikkja- konungs. Georg I. faðir Andrew prins og sonur Kristjáns IX. var myrtur, og elsti Sonur hans, Konstantín varð konungur. Urðu flokkadrættir miklir í Grikklandi, uppþot og samsæri. í einu uppþotinu var kastað grjóti inn um gluggana hjá Andrew prins og pú vildi hann senda Alice konu sína til Englands, en hún lcvaðst ekki fara frá honum. Konstantín varð að hrökklast frá og Alexander, næstelsti sonur hans var konungur. Skömmu síðar varð bylting og nú flýði Andrew með fjöl- skylduna til Sviss. En hann var kvaddur heim aftur og tók þátt í fyrri styrjöldinni. Nokkru síðar fæddist sonurinn Fliilippos, á Corfu, 10. júní 1921. — Enn á ný varð bylting í Grikklandi og nú lenti Andrew í fang- elsi. Var hann gerður útlægur og Bretar björguðu honum úr landi. í þakkarskyni fyrir þetta ákvað And- rew að sonur lians skyldi ganga í enska sjóherinn. Andrew dó útlæg- ur í Frakklandi 1936, og Cecilie dótt- ír hans fórst í flugslysi sama árið. Alice var orðin ekkja og fannst hún hafa reynt nóg af misjöfnu um æv- ina. Hún afréð að ganga í klaustur og helga starf sitt mannúðarmálum og Hknarstarfsemi. * ROBERTO ROSSELINI. — Sá hefir lent í klandri núna, maðurinn henn- ar Ingrid Bergman. Hann var að kvikmynda austur í Indlandi og fór þá í ógáti að dufla við indverska hefðarfrú, sem skrifar kvikmynda- handrit, og heitir Sonall Das-Gupta og er mikil fríðleikskona, en harð- gift. En í Indlandi er strangar tckið á slíku en í öllu lauslætinu í Evrópu og segir sagan að Nehru hafi sett Rosselino tvo kosti: annaðhvort að hætta öllu dangli við frúna eða fara úr landi þegar í stað. Rosselini segir að þetta sé eintóm lygi, og Ing- rid segist ekkert vita um það, sem heldur e'kki er von.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.