Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1957, Blaðsíða 13

Fálkinn - 27.09.1957, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 veiti þeim vinnu, sem hefir ágætt starf fyrir, svaraði hún kuldalega. Bill rétti upp höndina. — Ég hefi enga at- vinnu. Ég er atvinnulaus frá klukkan tólf í dag. — Nú eruð þér að gera að gamni yðar. — Nei, mér er bláköld alvara. Eg hefi ver- ið rekinn. Lomax þarf ekki á mér að halda lengur. Og svo var ég látinn vita, að ekki væri óskað eftir að ég léti sjá mig á Potts Point. — Góði maður! sagði Caroline forviða, — ég hélt að ... Bill gretti sig. — Sannast að segja hélt ég það líka. En enginn ræður sínum næturstað. Ég var að minnsta kosti rekinn. — Það er leiðinlegt að heyra. Mér bregður við. Ég meina ... — Það var ekki lítil ákoma fyrir mig, sagði Bill. Hann tók upp vindlingahylki og bauð herini. — Er leyfilegt að reykja hérna? Caroline kinkaði kolli annars hugar. Hún reykti sjaldan í skrifstofunni, en í dag fannst henni fróun í því. Hún tók við vindlingi og Bill kveikti í hjá henni. Svo sagði hann al- varlegur: — Lomax sagðist ætla að selja sauðabúið. Selja það — hugsið þér yður! Og honum þykir eins vænt um staðinn og mér. Bill roðnaði undir sólbrunanum. Ég trúði honum vitanlega ekki. Þóttist viss um að hann segði það til að losna við mig. Svo datt mér í hug að freista gæfunnar hérna hjá ykk- ur — ýmissa hluta vegna. — Vegna þess að ungfrú Lomax vinnur hérna? spurði Caroline mjúkt. Hann kinkaði kolli. — Já, það var nú að- alástæðan. En ég hefi fleiri ástæður. Þetta er góð staða, og ég get kannske unnið mér framtíð hérna. Haldið þér það ekki? Caroline leit á spjaldið hans. Hún andvarp- aði. — Yður fellur ekki þetta starf, Kane. Þér sögðuð mér sjálfur, að þér vilduð helst setjast að í sveit. Þér gætuð vafalaust fengið ráðsmannsstöðu á öðru sauðabúi. — Hún brosti. — Ef þér eruð jafn natinn við kind- ur og þér segið. Bill lét sem hann hefði ekki heyrt það, sem hún var að segja. — Heyrið þér mig, sagði hann alvarlegur. — Fellur yður skrif- stofuvinna? — Nei, sagði Caroline. — En ég tek starfið mitt alvarlega, og þess vegna get ég ekki mælt með yður í þessa stöðu. — Ætlið þér að neita mér um að verða mánuð til reynslu? Á þeim tíma gæti ég sýnt yður, að mér er þetta alvörumál. — Er þetta alvara? Hann horfðist í augu við hana án þess að depla. — Já, mér er full alvara. — En svo að maður minnist á Barböru Lomax. Hún vinnur hérna líka. Haldið þér Hvar er nornin, sem vill ná sér niðri á óra- belgnum, sem er alltaf að stríða henni? að það geti ekki orðið erfitt hérna, fyrir okk- ur öll þrjú? — Ekki þarf það að vera. Ég skal hafa mig hægan, ég lofa yður því. CAROLINE horfði á andlitið á honum með- an hún var að hugsa sig um. Henni þótti vænt um að hún var trufluð, er Sue drap á dyrnar. — Klukkuna vantar fimm minútur í ellefu, ungfrú Beresford. — Á ég að hringja inn til Carstairs núna? Caroline hugsaði sig um. Líklega var David á fundi ennþá, en eiginlega þurfti hún að tala við hann um Bill Kane. Hún hristi höfuðið. — Nei, ekki enn. Hringið til Rentons for- stjóra og spyrjið hvort hann geti talað við mig. — Sjálfsagt, ungfrú Beresford. Sue fór út og eftir tvær mínútur hringdi síminn. Caro- line svaraði. — Halló, sagði David. Hún skýrði honum frá að Bill Kane hefði sótt um stöðu. Hann sagði undrandi: Bill Kane? Áttu við unga manninn, sem við hittum hjá Lomax? — Já, ég var í vafa um hvað þú mundir segja um þetta. Svo las hún upp það sem skrifað var á spjaldið. David spurði nokkurra stuttra spurninga og stakk loks upp á að hún skyldi senda manninn inn til sín. — Það er best að ég geri út um þetta, finnst þér það ekki? — Jú, það er kannske best, sagði hún. — Ágætt. Ég er laus núna. Og — Caroline, ég á að borða hádegisverð með Arthur Law- son í dag. Ég skal hringja til þín síðar og segja þér hvernig allt gengur. — Það er fallega gert. Þakka þér fyrir. Hún sleit sambandinu og sneri sér að Bill. — Er það svo að skilja að ég eigi að fara inn til forstjórans og standa fyrir máli mínu, sagði hann. — Já, þér verðið að gera það. Ég vil ekki bera ábyrgð á því ein. — Nei, ég bjóst heldur ekki við því, sagði Bill. — En þér haldið líklega ekki að ég segi satt. — Jú, það var ekki af því. Hann stóð upp og rétti fram höndina. — Fæ ég að sjá yður aftur? — Já, ef þér farið að vinna hérna sjáumst við oft. — Jæja, verið þér nú sælar, frú Beresford, sagði Bill brosandi. — Getum við ekki borð- að hádegisverð saman í matstofunni? Eða er æðra starfsfólkið ekki vant að borða þar? — Jú, sei-sei jú, sagði hún hlæjandi. — Að minnsta kosti þegar mikið er að gera, og ég hefi mikið að gera í dag. Ég skal reyna að kaupa auga á yður þar. — Ég skal vera stundvís. Hann ræskti sig og roðnaði. — Þér sögðuð að Barbara væri ekki hérna í dag? — Nei, hún er fjarverandi, svaraði hún. Svo fylgdi hún honum til dyra og benti hon- um hvar skrifstofa Davids væri. Þegar hún stóð þarna og horfði á eftir honum óskaði hún þess að Barbara hefði aldrei tekið upp á að biðja um atvinnu. En hún hafði engan tíma til heilabrota. Hún tók saman blöðin sín og gekk inn í fyrir- lestrasalinn, en hópur af ungum stúlkum í svörtum vinnukjólum stóð upp og heilsuðu 'kurteislega þegar hún kom inn. Þegar hún kom inn í skrifstofuna sína klukkutíma seinna, sat Bill þar og beið eftir henni. — Jæja, sagði hann. — Ég er ráðinn, ungírú Beresford. BARBARA LOMAX sat í hnipri á svölunum þegar faðir hennar kom heim í hádegisverð. Hún var með bók á hnjánum og grammó- fónninn kliðaði ,en hún starði á seglbátana á höfninni, og það var auðséð að hugur henn- ar var víðs fjarri. Hún stóð ekki upp þegar faðir hennar kom til hennar, og virtist ekki taka eftir honum fyrr en hann beygði sig og kyssti á hárið á henni. Þá leit hún við. — Sæli, pabbi! Hún horfði á hann með raunasvip. Hann var grár í framan og líkast og varirnar væru límdar saman. — Pabbi, hvað er að. Þú ert svo ein- kennilegur! Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HEBBERTSprent. ADAMSON Uppáhalds fuglahræða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.