Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1957, Qupperneq 3

Fálkinn - 15.11.1957, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 Skéverslnn Ldrus G. Lúðvígsson 80 ára Verslunarhús- ið við Banka- stræti. í dag er skóverslun Lárus G. Lúð- vígsson 80 ára og niun vera elsta verslun á landinu. Verslunin var slofnuð þ. 15. nóvember árið 1877 og má lesa i Þjóðólfi þann dag svohljóð- andi auglýsingu: „Hérmeð gef ég hinu heiðraða bæjarfólki til vitundar, svo og öllum öðrum út í frá, að ég hefi sest að sem skósmiður í húsi verslunarmanns Pjeturs Biering hér i bænum. Ég hefi nægilegt efni til handiðnaðarinnar og mun eins gera við skófatnað sem sauma að nýju, hvorttveggja fyrir eins sanngjarnt verð og svo fljótt, sem mér er unnt. Lárus G. Lúðvigsson." Úr Bieringshúsi flutti Lárus siðan í húsið Skólavörðustíg 5, sem hér áð- ur fyrr var ávallt kallað „Ekkjukass- inn“ og þar seldi hann fyrstu skóna sem hann flutti inn frá útlöndum og voru það til að byrja með eingöngu smábarnaskór, þar sem erfiðleikum var ætið bundið að framleiða skó- fatnað á minnstu borgarana. Þessi fyrsta tilraun Lárusar m'eð sölu á út- lendum skófatnaði hlýtur að hafa gefist vel, þvi að upp frá þessu jókst innflutningur á erlendum skófatnaði yí'irleitt og árið 1892 byggði hann steinhúsið Ingólfsstræti 3 og flutti þangað sama ár og var verslunin til liúsa i lágri viðbyggingu sunnan við sieinlnislð. Þarna var svo verslunin fram til ársins 1907, að hún flutti i nýtt og miklu stærra hús, sem Lárus heit. byggði á horninu á Bankastræti og Þingholtsstræti (þar sem versl. Álafoss er nú), en skósmíðavinnustof- an var í viðbyggingu, sem Lárus keypti og sem stendur sunnan til við Þing- holtsstræti 2. — Þarna var svo versl- unin rekin allt fram til ársins 1929, að hún flutti yfir götuna i hið ný- bvggða hús sitt no. 5 við Bankastræti, þar sem hún hefir verið fram á þenn- an dag. Bygging þessi er þriggja hæða og cr notuð eingöngu fyrir skóverslun- ina og vörubirgðir hennar og þótti hún á sínum tima stórhýsi og má svo telja enn. Húsrými er þar fyrir ca. 80.000 pör af skófatnaði þegar allar geymslur eru fullar. Lárus G. Lúðvígsson lést árið 1913 og var versluninni eftir það stjórnað af þrem sonum hans, þeim Lúðvíg, Óskari og Jóni ásamt móður þeirra, frú Málfríði Jónsdóttur, þangað til hún lést árið 1922. — Eftir það keyptu þeir bræðurnir eignarhhrta systkina sinna í fyrirtækinu og ráku það fyrir eigin reikning til dauðadags, en þeir létust með fárra ára millibili allir á besta aldri. Eftir lát þeirra bræðra hefir verslunin verið rekin af núver- andi eigendum, sem eru ekkjur Lúð- vigs og Óskars og Lárusi Jónssyni (Jóns Lárussonar). Árið 1927 á 50 ára afmæli verslunar- innar stofnuðu fyrrnefndir þrír bræð- ur sjóð til minningar um foreldra sina, sem hlaut heitið: „Minningarsjóður Lárusar G. Lúðvígssonar skósmiðs og konu hans Málfríðar Jónsdóttur“. — Stofnfjárhæð sjóðsins var kr. 20.000.00 (tuttugu þúsund kr.) og var tilgangur hans að „greiða kostnað eins sjúkrarúms í Lands- spítalanum árið um kring fyrir fátækt fólk, sem ekki er fært um að greiða sjúkravistina af eigin fé“...... „Starfsemi sjóðsins hefst þegar ríkisstjórnin telur að 'hann sé nógu stór til þess að fullnægja tilgangi sínum“. Eins og flestir kaupsýslumenn hér á landi eflaust muna, þá byrjuðu við- skiptaörðugleikar þjóðarinnar fyrir al- .vöru kringum árið 1932, og voru þá sett lög um innflutningshöft á öllunt vörum og þrengdist þá hagur margra verslunarfyrirtækja og var fyrirsjáan- legt að skortur yrði á ýmsum nauð- synjum og þar á meðal skófatnaði, ef ekki um rýmkaðist i náinni framtíð. Þess vegna var það að eigendur skó- versl. L.G.L. réðust í það að stofna skóverksmiðju, Skógerðin h.f. og lióf hún framleiðslu sina árið 1935 og seldi meginið að framleiðslu sinni til verslunarinnar, enda var takmarkað magn, sem þessi verksmiðja gat af- kastað. Iðnfyrirtæki nutu á þessum tímum sem og ætíð síðan meiri fríð- inda um innflufning á hráefni til starfsemi sinnar og varð því sá skó- fatnaður, sem Skógerðin framleiddi, drjúg lyftistöng á sínum tima fyrir af- komu L.G.L., þrátt fyrir margvislega örðugleika, sem iðnaðurinn liefir á síð- ari árum átt við að stríða, þá hefir Skógerðin h.f. samt verið starfrækt fram að þessu, en hún er nú í leigu hjá öðrum aðilum og kaupir verslun- in nú sem fyrr alla liennar fram- leiðslu. Annars hefir skóversl. L.G.L. byggst aðallega upp á innflutningi Framhald á bls. 14. Lárus G. Lúðvígsson. Lúðvíg Lárusson. Óskar Lárusson. Jón Lárusson.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.