Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 halda þræla MANSALS- AÐPERÐIRNAIÍ. Fróðir menn full- yrða, að ef fyrir- spurnum UNO væri samviskulega svar- að mundi það koma á daginn að tutt- ugasti hver Arabi væri ánauðugur, og að þctta er sam- kvæmt lands lög- um. Því að enn eru í gildi lög sem Ibn Saud konungur setti 2. okt. 1936, og þau leyfa þræla- hald, samkv. reglu- gerð sem stjórnin sclur. í lögum ])css- um er svo fyrir mælt, að þræla- kaupmenn skuli hafa „verslunar- leyfi“, og skipaður hefir verið eftirlits- maður með þræla- haldinu. Svo að verslunin er með miklum blóma, og þrælar eru seldir ýmist í hópum eða einn og einn. Verslunarað- ferðir þrælakaup- manna eru mismun- andi. Sumir þeirra sjálfir og selja afkvæmi þeirra. Aðr- ir kaupa börn sem afstans verða, eins og Kawahkib litlu, og enn aðrir kaupa þræla, sem eru á boðstólum i Afríku, og flytja þá austur yfir Rauða- haf og selja þá svo. Ein aðferðin til að veiða Afríku- ])ræla byggist á því, hve múhameðs- sinnar eru sólgnir í að komast til Mekka i Saudi-Arabíu. Þrælakaup- maðurinn gerir sér ferð í eitthvert Afrikuþorp, sem byggt er að mestu leyti múhameðssinnum. Hann segist vera trúboði og sé að efna til pila- grimsferðar til Mekka. Hann þeklci hættur þær, sem þeirri ferð sé sam- fara. Þeir sem vilji nota hann sem fararstjóra þurfi ekkert að óttast, og hann geti selt ferðina ódýrar en aðrir. Og vitanlega gleypa margir agnið. Og svo leggja vonglaðir pilagrím- arnir og hjálpsami fararstjórinn þeirra af stað austur á bóginn. Þegar kemur að Rauðahafi stíga þeir um borð í báta, sem flytja þá til Lith, sem er höfn i Saudi-Arabíu. Þar stíga þeir í land og nú er eftir síðasti á- fanginn til Mekka. En undir eins og þeir eru komnir á þurrt eru þeir handteknir, sakaðir um að hafa komið inn í landið í leyfisleysi. Eftir stutta tukthúsvist eru þeir látnir lausir, þ. e. a. s. þræla- kaupmaðurinn kemur og hirðir þá og borgar yfirvöldunum greiðann. Lög- reglan og „fararstjórinn" eða „trú- boðinn“ fá Hka riflega borgun. Og komi svertingjarnir nokkurn tíma til Mekka á annað borð, er það í þann liluta borgarinnar sem nefnist Dakkat al Abeed eða „þrælapallurinn". Þar er þeim raðað eins og sýningagripum og svo koma kaupendurnir, sem vant- ar vinnufólk á heimilið, verkamenn, bílstjóra, barnfóstrur eða fallega stúlku í kvennabúrið. Franski sendiherrann í Saudi- Arabíu hefir lýst þessari verslun i skýrslu, sem hann sendi franska ut- anrikisráðuneytinu í nóvember 1953. Hann lét verðlistann fylgja: Kerling- Svona er umhorfs á þrælamarkaði í Saudi-Arabíu, en þangað koma ríkir menn til að kaupa sér girnilega, unga stúlku í kvennabúrið sitt. ar 5000 krónur, maður innan fcrtugs 20.000, stúlka innan fimmtán ára 20— 50 þúsund krónur. HVÍT KONA 100.000 KR. í bók sem franskur kvenlæknir, dr. Claude Fayein gaf út fyrir nokkrum árum, er nefnt miklu hærra verð. Dr. Fayein starfaði sem læknir í Jemen. Hún var sótt til ungrar stúlku og komst við er lnin frétti, að selja ætti stúlkuna háttsettum arabiskum em- bættismanni. Hann vildi vita vissu sína um að stúlkan væri lieilbrigð. Læknirinn fékk meira að segja að sjá kaupsamninginn. Þar var verðið nefnt: 100.000 krónur. „Ástæðan til þess að verðið var svona liátt var sú, að stúlkan var hvít,“ segir dr. Fayein. Einn hinna fáu Afríkuþræla, sem tókst að strjúka frá Saudi-Arabíu og komast heim til sín og segja sögu sina, er Awad el Joud, sem fór pila- grímsferð til Mekka 1949. Hann átti sér einskis ills von er hann fór til Mekka sem þjónn Mohameds Ali af Attaher, sem er liöfðingi kynþáttar eins í Afríku. En þegar lil Saudi- Arabíu kom fór að sléttast budda Mohameds Alis, svo að hann seldi Awad þjón sinn. Awad varð einn af kringum 40 þrælum Abdallah Fayeals prins, son- ar landstjórans í Jeddah. Fyrst var liann notaður til súninga og síðan settur i lífvörð prinsins. Á hverjum föstudegi voru lífvarðarþrælarnir sendir í vörubil i musterið og látnir skipa heiðursvörð er prinsinn kom til guðsþjónustunnar. Awad sagðist svo frá, að það hefði alls ekki verið svo bölvað að vera í þjónustu prinsins. Þrælarnir fengu föt og mat og húsnæði, og á helgi- dögum var slett í þá nokkrum aurum. En vei þeim, sem brutu reglurnar. Einn þrællinn var grunaður um þjófn- að og reyndi að strjúka. Hann var leiddur fyrir prinsinn, sem hýddi hann sjálfur þangað til hann gaf upp öndina. Að því er Awad segir eru þræla- markaðir i Jeddah, Mekka, Taif Riyadh og svo að segja hverri borg í Saudi-Arabíu. Aðrar heimildir staðfesta þetta, og segja að þrælarn- ir komi sumir Iiverjir alla leið vest- en frá Nigeriu og Gullströnd. HÆTTULEG SKEMMTUN. Þrælakaupmenn stela ekki aðeins þrælum til að selja heldur gera þeir út ránsferðir til að handsama þá. Þeir leigja sér ýmiss konar skemmti- krafta, sem efna til mannfagnaðar fyrir utan þorpin, en þegar söngurinn og dansinn stendur sem hæst kemur hópur ríðandi bófa og hrifsar lagleg- ustu stúlkurnar og þeysir á burt með þær. Þetta er altítt kringum Persa- flóa en keifltir líka fyrir vestar. Franski hofundurinn Christian Bretagne lýsir svona árás i einni af bókum sínum, sem kom út fyrir nokkrum árum. Sá atburður gerðist aðcins 200 enskar milur frá Atlants- hafi. Hann lýsir einnig hrottaskap fangavarðanna gegn þrælunum. Þeir eru í hlekkjum og reknir eins og sauð- fé austur yfir þvera Afríku. Spotta úr leiðinni eru þeir undir umsjá fyrr- verandi SS-foringja, sem nú eru milli- liðir þrælakaupmannanna. Því miður gerir Bretagne ekki grein fyrir heim- ildum sinum, en aðrir sem rannsakað hafa málið, segja að þetta sé rétt. Breska sambandið gegn þrælasölu cr stofnun, sem safnar öllum upplýs- ingum um þessi mál, og lienni má treysta. Samband þetta tók við af nefnd, sem kosin var 1789 til að kynn- ast þrælahaldinu. Greenidge framkvæmdastjóri sam- bandsins segir: — Erfiðast í starfi okkar er það, að sannfæra fólk um að þrælahald sé í heiminum enn þann dag i dag. Flestir halda að þvi liafi lokið fyrir hundrað árum. En i Arabiu er svo að sjá sem hin aukna ta'kni hafi orðið til að efla þræla- lialdið í stað þess að draga úr því. Það er steinolian sem á sökina. Þvi fleiri milljónir sem konungarnir fá i tekjur, og slieikarnir og prinsarnir, því fleiri þræla geta þeir keypt. í Frakklandi hverfa um 10.01)0 siúlkur og konur á hverju ári. Flest- ar þeirra gerast vafalaust pútur í ýmsum stórborgum Evrópu, en sumar komast vafalaust til Norður-Afríku, og áreiðanlega lenda einhverjar þeirra á ambáttamarkaðnum í Riyadh. Alla síðustu öld liafa margar ráð- stefnur verið haldnar til þess að freista að draga úr þrælalialdinu. í ágúst í fyrra hélt UNO fjölmennt þing í Genéve, og voru þar fulltrúar 33 landa. Og þar var undirritaður al- þjóðasamningur, sem bannaði alla þrælaverslun. Saudi-Arabia undirrit- aði ekki samninginn. En að öðru leyti er hvert land sjálfrátt um ráðstafanir ])ær er það gerir til að vinna á móti þrælalialdinn. Frumvarp kom fram um að skip fengi rétt til að rann- soka annarra þjóða skip í hafi, ef grunur léki á að þrælar væru innan- borðs, en það var fellt. Rússar, Araba- þjóðirnar og nokkur smærri lönd töldu, að slikt leyfi bryti í bága við fidlveldi þjóðanna. IíLÍSABET DROTTNING í BANDARÍKJUNUM. — Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins fengu glæsi- legar móttökur í höfuðborg Bandaríkjanna á dögunum. Hér sjást þau aka um göt'ur borgarinnar með gestgjaf- anum, Eisenhower forseta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.