Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 14

Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN KÁTA EKIÍJAN. Framhald af bls. 9. kenndi honum á fiðlu, en vildi ekki að hann legði músik fyrir sig — 'liann langaði til að sonurinn yrði prófessor i málfræði! En ekkert varð af því. Að loknu skólanámi fékk Franz ]jví framgengt að vera sendur á tón- listarskólann i Prag til að fullkomna sig í fiðluleik. Hann hafði úr litlu að spila og svelti og var kalt á náms- árunum, en fullnaðarprófi lauk liann 18 ára gamall. Um þær mundir kynnt- ist hann tónskáldinu Dvorak og lék fyrir hann smá tónsmiðar er hann 'hafði gert. Meistarinn hrópaði hrif- inn: „Fleygðu fiðlunni og farðu að kompónera!“ Nú varð hann lierhljóm- sveitarstjóri, eins og faðir hans, og flæktist víða en samdi smálög og út- setti þjóðlög fyrir hljómsveit. Fyrsta ópera 'hans hét „Kukuscha“ og var sýnd i Eeipzig 1896 og þótti lítið til koma. Hann var ekki óperu- heldur óperettuskáld. Firnrn árum siðar varð hann hljómsveitarstjóri i Theater an der Wien, og nú var hann kominn á rétta hillu. * LÁRUS G. LÚÐVÍGSSON. Framhald af bls. 3. á útlendum skófatnaði og hefir hún alla tíð notið þar góðrar aðstöðu og verslað eingöngu við þau fyrirtæki og verksmiðjur erlendis, sem bjóða upp á það besta í þessari vörugrein. T. d. má geta þess að skóverslunin varð fyrst til þess að flytja inn skófatnað frá Tékkóslóvakíu og hófst sá inn- flulningur árið 1924, eða fyrir 33 ár- um og hefir hún ávallt síðan haft um- boð fyrir þennan skófatnað frá hinu risavaxna skóiðjuveri i Tékkóslóvak- íu, sem flestir kannast við undir nafn- inu Bata og hefir fram á þennan dag flutt inn nær sleitulaust skófatn- að þaðan, enda liefir liann náð feikna- vinsældum hér á landi bæði hvað verð og gæði snertir og er fyrirsjá- anlegt að áframh'ald verður á innflutn- ingi á skófatnaði þaðan í náinni fram- tíð. Það má segja að þrátt fyrir mikla brotsjói og boðaföll viðskiptalífsins hér á landi á undangengnum árum, þá liefir skóv. L.G.L. eins og mörg önn- ur fyrirtæki fram að þessu staðið af sér alla þá erfiðleika og þrátt fyrir að hinni frjálsu verslun sé nú sniðinn enn jjrengri stakkur en nokkurn tíma áður í sögu hennar, þá ríkir samt sú bjartsýni hjá eigendum þessa fyrir- tækis, að það megi njóta áframhald- andi vinsælda meðal landsmanna um mörg ókomin ár. Einkunnarorð verslunarinnar hafa ætíð verið: „Þetta er sú gamla skóverslun sem ávallt er ný“. ^*^*^*^*^ NÝ FRAMHALDSSAGA: ERFIÐIR KOSTIR i/ng og góö stúlka, Antonía, verð- ur þess vísari á tvítugsafmæli sínu að faðir hennar er riðinn við brask, sem varðar við lög, og að móðir hennar er samsek honum. Þessi öm- urlega „afmælisgjöf“ verður til þess að gerbreyta ævirás Antoníu, sem hingað til hefir lifað áhyggjulausu lífi. Hún vill ekki búa undir þaki for- eldra sinna en leitar sér sem einstæð- ingur að sjálfstæðri tilveru. En umfram allt vilt hún reyna að afstýra þvi, að faðir hennar komist undir manna hendur. Barátta hennar fyrir þessu verður til þess að hún ratar í hin ótrúlegustu ævintýri. Þdtta er verulega spennandi saga. Hún cr eftir Mary Burchell, hina sömu, sem samdi söguna „Undir stjörnum Parísar“, sem birtist hér í blaðinu á siðastliðnu voru. Það ger- ist ótrúlega mikið í þessari sögu og frásögnin er afbragð, laus við mála- lengingar og útúrdúra. Fálkinn von- ar að hér sé á ferðinni saga, sem öll- um Iíkar vel. t Drekklð Eflils-öl | Lárétt skýring: 1. slark, 5. blæs, 10. útrýma, 11. himintungl, 13. tónn, 14. málning, 16. muðl, 17. tónn, 19. útlim, 21. forsetn- ing, 22. bleyta, 23. ílát, 26. blunda, 27. ílát, 28. karlniannsnafn (ef.), 30. framhleypni, 31. þvalt, 32. litilsvirða, 33. fangamark, 34. liúsdýr, 36. pilt, 38. hlutaðeigandi, 41. brýnt, 43. beittur, 45. neitun, 47. skrokkur, 48. raðtala, 49. haf, 50. tóm, 53. lofttegund, 54. sanrhljóðar, 55. ílát, 57. gnótt, 60. hljóðst., 61. endurgjalda, 63. ausa, 65. safna, 66. Suðurlandabúi. Lóðrétt skýring: 1. skammst., 2. gól, 3. angrar, 4. draup, 6 kvenheiti, 7. hreinsa, 8. for- skeyti. 9. fangamark, 10. fjarstæða, 12. skjögra, 13. á liesti, 15. þyngdar- eining, 16. karlmannsnafn, 18. meiða, 20. mánuður, 21. skrimta, 23. kunn- ingja, 24. tveir eins, 25. bágindi, 28. rusta, 29. aumir, 35. jafningjar, 36. styrkur, 37. rannsaka, 38. dýrið, 39. frjóstöngull, 40. refsa, 42. rösluin, 44. samhljóðar, 46. sífelld, 51. egna. 52. fugl, 55. fát, 56. mál, 58. áköf, 59. álit, 62. tónn, 64. tveir eins. Súesskurðurinn var fullgerður 1869, en tíu ár var verið að grafa hann. Teikningarnar voru tilbúnar 1856 og kostnaðurinn var áætlaður 230 mill jón frankar, en varð 440 milljónir. Á dögum Sethos I. og Ramsesar II. Eg- yptakonunga (um 1300 f. Kr.) var skipgengur skurður úr Níl um vötn- in Timsali og Bitter til Rauðahafs, en liann tepptist hvað eftir annað og loks var hætt að nota hann kringum 770 árum e. Kr. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. glæta, 5. sekar, 10. slóði, 11. írska, 13. ÁÁ, 14. nefs, 16. grúi, 17. PII, 19. slý, 21. kró, 22. agla, 23. saums, 26. príl, 27. maí, 28. skrauts, 30. Óli, 31. súlan, 32. rakki, 33. ÆM, 34. MA, 36. lunnna, 38. karpa, 41. Ása, 43. tak- mark, 45. nót, 47. skut, 48. raufa, 49. uggi, 50. SÍF, 53. inn, 54. að, 55. slen, 57. innna, 60. AG, 61. inkar, 63. máfur, 65. þorri, 66. smali. Lóðrétt ráðning: 1. GL, 2. lón, 3. Æðey, 4. tif, 6. eir, 7. krús. 8. ASI, 9. RK, 10. sálga, 12. apríl, 13. ásamt, 15. skarn, 16. gániur, 18. hólið, 20. ýlis, 21. krói, 23. skannn- ar, 24. UA, 25. stamara, 28. slæmt, 29. skark, 35. kássa, 36. lauf, 37. akarn. 38. kafli, 39. angi, 40. sting, 42. skíði, 44. MU, 46. ógnar, 51. álar, 52. smáa, 55. sko, 56. err, 58. MMM, 59. afl, 62. NÞ, 64. UI. Lita Grey, fyrrverandi Chaplinsfrú, giftist í vetur bankastjóra í Holly- wood, sem heitir Harry Pat Longo. Fógetinn bókaði að hún væri 42 ára. en Pat 20 ára. En þcgar hún giftist Chaplin árið 1924 var hún talin 16 ára, og samkvæmt venjulegri sam- lagningu og frádrætti ætti hún þá að vera 49 ára núna. Lögreglunni kvað nú hafa verið falið að leita að þessum sjö árum, sem týnst hafa. I Teheran gerðu allir starfsmenn á skattstofunum verkfall fyrir nokkru. Þetta var vinsælt verkfall og samúð- arskeyti bárust úr öllum áttum og áskoranir: „Látið þið aldrei undan!“ (Hjei - því éent ntjjki er meö rYlivca, boLir vel rakóiur ! ig *myr ondlit mitt sórhvert kvðld með NIVEA; þvl hlS •uzerit-riko NIVEA-krem gefur húðinnl Oftur þou efnl, sem hurfu vi8 notkun votns og Iðpu e5o vegno óhrifo veSróttunnor. Vi5 nofkun NIVEA sérhvert kvðld ver5ur hú5in slétf eg mjúk og þor of Iei5andi verður ollur rokstur ouSveldori. n'. * j

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.