Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1958, Qupperneq 6

Fálkinn - 02.05.1958, Qupperneq 6
6 FÁLKINN Grace Vanderbilt - dollaradrottningin mikla SUMAR í NEWPORT. Sumarið 1901 eignuðumst viS yndis- legt sumarhús á Bellevue Avenue i Newport, ekki langt frá „Breakers“ liinu mikla stórhýsi ömmu minnar Alice Vanderbilt. Mamma kallaSi hús- iS sitt „Beaulieu“ eða Fagrahvamm. ÞaS stóð á klöpp, umkringt af blóð- beyki og rúmlega þriggja hektara grasflöt fylgdi, ásamt fallegum garði og limgirðingu i kring. í húsinu voru 16 svefnherbergi og 13 baðherbergi. Auk þess fjöldi af herbergjum handa vinnufólkinu. Hús- ið virtist nokkuð þunglamalegt að ut- an en var liið vistlegasta, enda átt- um við heima þar í 53 ár. Mömmu tókst aS skapa þann rétta blæ yfir heimilinu, og ég held aS þaS hafi veriS um liana, sem Edith Wharton .skrifaSi einhvern tíma: „HvaS veldur þvi að sumar konur geta skapað svo töfrandi andrúms- loft á heimili sínu? HvaS veldur því aS þessar konur geta vakiS þá til- finningu lijá gestunum, aS Ihonum finnist hapn vera heima hjá sér? í sömu andránni og maSur stigur yfir þröskuldinn finnur maður muninn — blómin eru svo sérstaklega fögur, lamparnir og hægindastólarnir standa einmitt á réttum staS, allt er eins og maður óskar ser.“ Þegar foreldrar mínir sátu úti á svölunum síSdegis, var forustufólkið í Newport kringum þau. Þarna var krökkt af snikjudýrum, sem reyndu að troða sér inn í úrvalið, sem móðir mín hafði kringum sig, en hún vísaði þeim á bug, hæversklega en meS fullri festu. Ef brytinn kom og tilkynnti gest, sem hún kærði sig ekki um, sagði lnin vingjarnlega: — Viljið þér gera svo vel að segja frú B. að hún sé ekki á gestalista frú Vanderbilt í dagl Venjulega hélt mamma tvo mið- degisverði á viku, og dansleik að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Þegar samkvæmi voru komu jafnan kringum 50 nýir humrar i eldhúsið. Þjónarnir roguðu kampavínskörfun- um upp úr kjallaranum, og stúlkurnar prýddu húsið lifandi rósum. Við börnin höfðum gaman af að slanda uppi á svölunum og gægjast á gestina þegar þeir komu. Vatnsbun- an stóð upp úr litla gosbrunninum í vetrargarðinum, þar sem mikið var af litskrúðugum hitabeltisfuglum, svo að við lá að þeir yfirgnæfðu zigauna- bljómsveitina í músíkstofunni. Pabbi gekk alltaf fyrstur inn í borðstofuna mcð dömunni, scm var heiðursgestur i það skiptiS. Svo komu liinir gestirnir, tveir og tveir saman og loks móðir min, og sá karlmaður- inn, sem heiðursgestur var. Ilún bleikti á sér hárið með sérstakri te- blöndu, sem Victoría Bretadrottning hafði iíka notað, og í bjarmanum frá öllum ljósunum var hárið á henni jafn gullið og lamékjóllinn frá Worth. Hún hafði gullarmband um hægri úlnlið og fimm kapsel við, en ekki vissu margir að í hverju kapsli voru lykiar að skartgripaskrínunum lienn- ar fimm. FRÚ VANDERBILT Á FERÐALAGI. Þegar mamma fór til Evrópu var för hehnnar gerð eins og drottning væri á ferð. Pabbi hafði keypt eina fallegustu skemmtisnekkju í heimi, „North Star“ skírði hann hana eftir kommanderör Vanderbilt hinum fyrsta, sem lagði grundvöllinn að Vanderbiltauðnum. Þegar pabbi keypti þetta skip, 1903, komst hann í flokk með skemmti- skipaeigendum svo sem Edward VII. Bretakonungi, (Wilhélm Þýskalands- keisara og auðkýfingnum Piermont Morgan. Þessir herrar bárust svo mik- ið á, er þeir voru á ferð á skipum sínum, að það vakti athygli. En okk- ur börnunum fannst allar serimoni- III. urnar um borð óþolandi. Allt varð aS vera svo nákvæmt og hárrétt, að það var raun. — MaSur getur átt viðskipti við hvern sem er, en aðeins siglt með gentlemönnum, sagSi J. P. Morgan! „North Star“ var mjallhvítt með einum reykháf og fallegu bugspjóti, ekki ósvipuðu og á hinum gömlu „clippers". Skipið var 71 metra langt og 9 metra breitt, svo að þarna var gott rúm um borð. Setusalurinn var 8 metra langur og borðsalurinn 9 metrar. Sjö stóru svefnklefarnir voru 4Vi metrar á hvorn veg, og klefar fyr- ir 40 manna áhöfn voru á skipinu. Faðir rninn var sífellt að berjast gegn þvi að mamma setti of kvenlegt snið á skipið. Hann vildi láta allt vera stórbrotið og karlmannlegt um borð. Samt fór það nú svo, að þegar Grace Yanderbilt. skipið var fullgert var komið ljóst silkiveggfóður á marga klcfana í skip inu og ljósrauðar pappírskörfur og silkigluggatjöld, sem saumuð voru í Frakklandi. Stólarnir voru italskir á klæðið á þeim úr þunnu frönsku silki. Handriðin meðfram stigunum voru fóðruð með flaueli, og á smáu, veik- byggðu rósviðarborðunum voru kín- verskar postulínsskálar, stór blóma- glös úr kristalli og skjaldbðkuöskjur meS tyrkneskum vindlingum, sem voru auðkenndir meS mcrki skipsins, bláu og hvítu. Faðir minn var strangur í allri um- gengni er hann var um borð. Þegar við gengum niður í bátinn við bryggj- una, fór hann alltaf fyrstur. Svo kom móðir min og systir og loks ég. Báts- maðurinn stóð örumegin meS liaka, einn hásetinn sá um vélina en tvcir stóðu og báru hönd upp að húfunni hvenær sem pabbi sást. Þegar við fórum um borð í „North Star“ gekk pabbi alltaf fyrstur um borð, og skipstjórinn og öll skips- höfnin heilsaði. Mamma var eiginlega lítið gefin fyrir að sigla, og hún var oft sjó- veik á ferSalögum okkar. En samt gerði hún sitt besta til að örva pabba til að iðka þessa íþrótt — konung- legu íþróttina! ÞaS var hollt fyrir heilsu hans, og mamma hafði fljótt séð hve mikil áhrif skipið hafði fyrir álit þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Manima trúði á, að ef pabbi gæti vingast við þjóShöfðingja ýmissa landa mundi það verða til þess að hann gæti selt uppgötvanir sinar. Þctta kann að þykja barnalegt, cn í þá daga réðu margir þjóðhöfSingjar öllu í landi sínu. Og fúlgur þær, sem faðir minn fékk fyrir uppgötvanir sín- ar í Englandi, Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum Evrópu, gcrSu betur en nægja fyrir öllum kostnaSinum, sem hann hafði af „North Star“, Eftir tvær ferSir yfir Atlantshaf skildi faðir minn „North Star“ eftir i Englandi cn. við ferðuðumst fram og aftur yfir úthafið með stóru línu- skipunum ensku og þýsku. Það spar- aði i rauninni peninga, þvi að ef skemmtiskipið hefði legið meira en fáa mánuði í bandaríkjahöfn hefði orðið að skrásetja hana þar og það hefði orðið mikill kostnaðarauki. Ekki veit ég til þess að pabbi færi nokkurntíma yfir Atlantshaf á frönsku eða ítölsku skipi. Hann uppástóð að ef til slysfarar kæmi væru skipshafn- irnar á þessum skipum alltaf fyrstar i bátana. Ilann læsti aldrei klefa sin- um um borS í skipi eða klefa sinum Gamla Alice Vanderbilt, sem tók tengdadótturina í sátt ellefu árum eftir að hún giftist.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.