Fálkinn - 09.05.1958, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
ViS töluðum saman langt fram á
kvöld, og Hari sagði við Rossellini:
— Mig langar til að þér kynnist kon-
unni minni, Sonali Das Gupta. Hún
hefir menntast í einum stærsta há-
skóla Indlands og er mjög lirifin af
kvikmyndunum yðar. Hana langar
rnikið til að kynnast yður.
Þetta voru orð, sem Rossellini hafði
heyrt oft áður. Ingrid Bergman hafði
einu sinni sagt þessi söniu orð. Ein-
föld, skjallandi orð, sem höfðu einu
sinni áður orðið upphaf að ástarsögu,
sem öll veröldin hneykslaðist á ...
Rossellini bað Das Gupta að hafa
hina dökkeygu indversku konu sína
með sér er hann kæmi í gistihúsið
daginn eftir.
— Munið, sagði Hari, — að henni
þykir vænt um að vera kölluð
Sonalini.
— Hvers vegna? spurði RosseRini.
Hari horfði á hann. — Sonalini er
hreimfagurt nafn, eins og ítalskan.
Á indversku þýðir Sonali það eitt
hvað gullið er dýrt. En samt vill kon-
an mín heldur láta kalla sig italska
nafninu Sonalini.
Sonali Das Gupta var undurfögur.
Áhrif hennar urðu eftir í herberginu
löngu eftir að hún var farin. Hún
liafðir þá austurlensku fegurð til að
bera, sem jafnan hrífur vésturlanda-
búa. Djúp, dökk augun voru dáleið-
andi, og röddin mjúk og ofurlítið titr-
andi.
Sonali var klædd í sari, indversku
sveipaklæði, og gengur jafnan í jjess-
um þjóðbúningi. Hún var tuttugu og
niu ára, en virtist miklu yngri.
Hún var ekki fyrr komin inn í stof-
una okkar, þennan síðdag skömmu
fyrir jólin, en ég vissi að þessi kynni
mundu verða hættuleg fyrir Rossell-
ini.
Hún orkaði á hann eins og raf-
magn. Ég hefi aldrei séð meira lifs-
fjör i honum. Hann beitti öllum sín-
um töfrum og réð sér varla fyrir fjöri.
Hann bókstafiega hoppaði og dans-
aði.
Hann æddi fram og aftur um stof-
una og baðaði öllum öngum, og talaði
íim Tndland eins og liann hefði átt
])ar heima alla sína ævi. Orð hans
voru eins og neistar og blossar. Við
vorum eins og bcrgnumin meðan við
hlustuðum á hann.
Sonali starði á hann stórum, glitr-
andi augum, það var eins og hún
stjórnaði honum eins og leikbrúðu,
er hann var að tala.
Tíminn leið. Við borðuðum mið-
degisverð. Siðan köm kaffi um lág-
nættið, og enn var iíkast og and-
rúmsloftið væri lirannað af persónu-
leik þessara tveggja.
Á eftir fór Rossellini inn í herbergi
sitt, annars liugar að sjá, með fjar-
rænt augnaráð og stirðnað bros um
munninn.
Pramhald í næsta blaði.
—0—
Fyrst er allt frægast. Nú hafa sjón-
varpsfélögin i Bandaríkjunum þá sögu
að segja, að erfitt sé orðið að selja
stóru iðnaðar- og vcrslunarfyrirtækj-
unum auglýsingatíma í sjónvarpinu.
Þrjú stærstu sjónvarpsfélögin eiga
samtals tiu sýningartima á dag óselda
núna með haustinu. Það svarar til
80 milljón dollara.
-0—
Úr ntwálum
Veginn
Magnús á
1482: ■— Var Magnús bóndi Jónsson
sleginn tit dauðs á Krossi í Landeyj-
um, heimili sínu, sem átti Ragnheiði
Eirriksdóttur Loptssonar hins ríka.
Komu þeir þangað á nóttu Þorvarður
Eiríksson, bróðir Ragnheiðar, og
Narfi Teitsson með tygjað lið, tóku
Magnús úr sænginni og slitu hann af
konu sinni, og drápu, en hún fékk
ákomur nokkrar, Narfi Teitsson lýsti
vigi á sig, en Þorvarður hafði skipað
að veita aðgöngu og futlkomlega til
að höggva; hann skyldi með pening-
um borga. Síðan tóku þeir bréf og
tygi frá Krossi, og gekk dómur á mál
/þessi yfir þá af Erlendi Erlendssyni,
er Rangárþing þá hafði og voru þeir
dæmdir óbótamenn, Þorvarður og
Narfi, og hálft fé þeirra undir kong-
inn, en hálft undir erfingja, og svo
annarra þeirra fylgjara, sem sig gæti
ekki með lögum afsakað, að þeir
mætti halda lífí og limum. Ragnlieiði
var dæmdur tvöfaldur réttur á öllum
atvikuni, á.hverri ákomu tvöfalt, einn-
inn 10 merkur tvöfalt fullrétti, item
i sínu gildi tvöfalt á gripi bréfanna
og tygjanna, (allt hálfu meira eður
tvöfalt á heimilinu). Húsfrú Ólöf
Loptsdóttir, föðursystir Þorvarðs, var
við dóm j)ennan, og voru henni
dæmdir til aðtekta og meðferðar og
nmsjónar hálfir peningar Þorvarðs,
þar til Eiríkur Loptsson kæmi til,
faðir lians, hver þá var af landi sigld-
ur. Henriih Kepken hirðstjóri var og
við þennan dóm, og Jón bóndi Ólafs-
son, sýslumaður úr Árnessýslu. Fyrir
þetta mál gengu Skógaeignir austur
undir kónginn. (Skarðsannáll).
skyldi gera við þann mann, er slíkt
vont rykti um sig hefði upp komið.
Var Brandi lögmanni óþægð að tálm-
an kirkjugöngunnar, og hafði ekki
annað hugfast að ræða en lesa bænir
sínar, en mælti þó: Hvað viltu til
gera? Skerðu úr honum tunguna.
Þegar hann hafði þetta mælt, gekk
maðurinn í brott, en Brandur til
kirkju. Maðurinn hélt þetta heillaráð
vera, fékk sér aðstoð, fór til óvinar
síns, tók hann og skar burt hans
tungu. Þetta þótti Brandi lögmanni
fádæmi mikið, að svo hefði- tiltekist,
og var svo riðið til alþngs, og þar
málið fram haft. Vildu margir gera
Brand lögmann sýknsaka fyrir þetta,
en Brandur vildi það ekki, og sagði
af sér með öllu lögmanndæmið, þar
svo hefði tilfallið. En aliir höfðingj-
ar vildu þó að Brandur væri samt; ei
fékkst það af honum. Spurðu þá fyrir-
menn landsins, hvern Brandur vildi
í sinn stað kjósa. Þá mælti Brandur:
Finnboga bróður minn veit ég lög-
vitrastan mann í mínu umdæmi, en
þér skuluð ábyrgjast, hvað réttdæm-
ur sé. Höfðingjar kváðu það að sköp-
uðu skeika mundi, og var Finnbogi
þá til lögmanns kjörinn og kosinn.
En Brandur lögmaður hélt svari fyrir
manninn, er í málið rataði, svo hann
kom bótum fyrir sig, og styrkti hann
allvel, bæði til máls og fébóta.
Hannes Þorsteinsson leiðir rök að
því, að þeir Finnbogi liafi ekki getað
verið bræður, og upplýsir einnig, að
Finnbogi hafi ekki orðð lögmaður
næst eftir Brand, heldur 5 árum
siðar). (Skarðsárannáll).
BRANDUR LÖGMAÐUR.
1489. — Svo er mælt, að þá Brand-
ur lögmaður Jónsson bjó að Hofi á
Ilöfðaströnd, að nágranni hans nokk-
ur var ryktaður mjög um illmæli eitt,
og var þar í grennd sá maður, er
ryktið hafði af kviknað. Þessi maður,
er fyrir var|S, hafði nokkrum sinnum
fundið Brand lögmann hér um (hann
var lialdinn hcilráður maður og mjög
vitur á lögmál), en lögmaður hafði
frá sér slegið um þeirra mál að gera,
hafði og ekki sýsluumdæmi i Skaga-
firði í þann tíma. Manni þessum þótti
mikið hann fengi cngin ráð eður
tilhlutan af lögmanninum, og fór eitt
kvöld til Ilofs i húmi, og beið við
kirkju þar, því hann vissi, að Brand-
ur mundi til kirkju ganga til bæna-
halds, sem hann átti vana til, og þá
mundi hann í þeim þönkum vera að
leggja sér heil ráð. Brandur gekk til
kirkju, en maður þessi var beint á
hans leið, svo hann náði ekki greið-
lega kirkjunni, eptir því sem hann
vildi, og spurði maðurinn, hvað hann
1473: — í vesturreið varð úti pung-
kæri Einar Þorleifsson, sem áður
hafði verið hirðstjóri, á S’ölvamanna-
götum við 13. mann. Kom á stórfjúk;
riðú tveir dauðir, freðnir í söðlunum,
aftur til Staðar á Andresdag (Staðar
í Hrútafirði 30. nóv.), en flestir dóu
úr kuldanum seinna, en Einar sjálf-
an leysii sundur i liðunum og dó svo.
I.iggur liann í Þingcyrarkirkju. *
Kaþólski biskupinn i Toronto hefir
tilkynnt, að fjörutíu námsmeyjar í
Earl Haig College þar í borg hafi
verið reknar úr skólanum vegna þess
að ])ær voru óléttar. Biskupinn segist
harma það mjög, að siðferðið i Kanada
fari mjög hnignandi siðan kynfýsn-
in hafi bolað út ástinni..
—O—
Drekkiðtg^
COLA
Spur) ÐHVKK
MÓÐIR OG DÓTTIR. — Það er víst
mjög fátítt að móðir og dóttir gangi
í skóla saman. En meðal nemendanna
í enskum leiklistarskóla er móðir,
sem er að menntast í leiklist og ball-
ett, en dóttir hennar — hálfs þriðja
árs — er farin að læra ballctt í sama
skólanum.
MAGINOT-LÍNAN, varnargarðurinn,
sem Frakkar byggðu eftir fyrri styrj-
öldina, heyristl sjaldan nefnd núna.
Þótt hún reyndist gagnslaus 1940 er
hluta af henni samt haldið við. Hér
sést mynd úr virkjunum.
GLAÐUR HEIÐURSDOKTOR.
Giovanni Gronchi, forseti Ítalíu brá
sér fyrir nokkru til Ankara, til þess
að taka á móti hciðursdoktorstitli,
sem háskólinn þar hefir sæmt hann.
Hér sést forsetinn brosandi út undir
eyru við doktorskjörið.
—O—