Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1958, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.05.1958, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ^ y K % * K * K * VL K ERFIÐIR KOSTIR FRAMHALDSSAGA * y % * y K y 7\ — Ó! Ungfrú Smith leit út eins og henni fyndist hinn breiði vegur syndarinnar stráð- ur merkilegum gjöfum, sem hægt væri að öf- undast yfir. — Honum hefir þá fundist að bíllinn væri ekki nægjandi. Að minnsta kosh kom hann í skrifstofuna með þessa öskju. Hann mun hafa keypt hana og ætlað að koma með hana heim sjálfur. — Og svo mundi hann eftir henni — eftir að lögreglan var komin og allt í uppnámi. Antoníu lá aftur við að tárast, svo hrærð var hún. — Það er nú varla hægt að gleyma svona stórri öskju, sagði ungfrú Smith stutt, til að leyna því að hún var hrærð líka. Antonía fylgdi henni upp í herbergið. — Þér skuluð bara hringja ef yður vanhagar um eitthvað, sagði hún, og ungfrú Smith virt- ist kunna vel við sig þarna og brosti ánægð. — Já, þér skuluð vera viss um það. Ég skal hringja ef mig vantar eitthvað. Það er gam- an að vera við rétta endann á hringingar- tækinu, aldrei þessu vant. Antonía hló er hún fór út. En áður en hún kom inn í herbergi Max var hláturinn þagn- aður og andlit hennar var fölt og eymdar- legt. Nú var ungfrú Smith ekki nærstödd til að dreifa hug hennar, og nú var henni ó- mögulegt að verjast angistinni, sem hafði ásótt hana og reynt að yfirbuga hana síðan hún heyrði orðin „tekinn fastur“. Antonía fleygði dótinu sínu á rúmið og settist á rúmstokkinn. Henni hefði ef til vill liðið betur ef hún hefði getað grátið. Meðan hún var að tala við ungfrú Smith hafði hún hvað eftir annað átt bágt með að halda tár- unum til baka. En nú var hún í einrúmi dg þá vildu tárin ekki koma. Reyndar var kannske betra að vera stilltur og rólegur. Hann hafði alltaf verið það. Nógu rólegur til að kalla á ungfrú Smith og segja henni fyrir um að sinna Antoníu — sem auð- vitað þurfti engan til að sinna sér, þó að gott væri að vita að hann hefði hugsað til hennar. Og hann hafði verið svo rólegur að hann hafði munað eftir gjöfinni til hennar. Antonía stóð þreytulega upp og tók öskj- una. Hún lagði hana varlega á rúmið og leysti í hægðum sínum seglgarnið, sem var um hana, tók lokið af og bretti upp silkipappírn- um. Og hún rak upp hrifningaróp er hún lyfti mjúkri, gljáandi skinnkápunni upp. Hún 'lagðist að henni í silkimjúkum fellingum, og hún gróf andlitið í feldinum. Þegar hún leit upp aftur sá hún að hvítt bréf hafði dottið á gólfið. Hún tók það upp, settist á rúmstokkinn og fór að lesa eina bréfið, sem hún hafði nokkurn tíma fengið frá honum: Kcera Antonía: — Þessi er til þín — til að nota í bílnum. Gráttu ekki yfir henni — gleðstu héldur. Og mundu að þú átt að vera í henni þegar við förum og gerum olckur dagamun eftir að ég er sloppinn út. Ég sendi ungfrú Smith með hana til þin. Þú sagðir einhvern tíma að hún hefði verið vingjarnleg við þig, og á síðustu stundu datt mér í hug að kannske gæti hún orðið þér að liði. Það er svo að sjá að henni þyki vænt um þig, og mér þykir gott að vita að þú sért ekki ein. 1 miðskúffunni í skrif- borðinu eru kringum JjO sterlingspund. Þegar þú þarft meira skáltu fara til Santocks lögmanns. Ég skal gera lion- um aðvart um að láta þig fá það sem þú biður um. Hafðu engar áhyggjur af mér. ' Bestu kveðjur. M ax. Antonía las bréfið aftúr. Hún brosti gegn- um tárin þegar hún kom að setningunni um að hún mætti ekki gráta. Það var svo líkt honum að finna á sér að hana mundi langa að gráta, er hún sæi hve gjafmildur hann væri. En hún ætlaði ekki að gráta. Og hún ætlaði að ganga í loðkápunni og gleðjast yfir henni, vegna þess að hann óskaði að hún gerði það. Hún heyrði ungfrú Smith ganga fram að stiganum og kallaði á hana. — Ungfrú Smith, komið þér hérna og lítið á loðkápuna mína! Og þegar ungfrú Smith kom inn fór hún í kápuna aftur og vafði hana að sér og brosti — án þess að hún vissi af því sjálf — eins og þetta væri í rauninni elskhugi hennar, sem hefði gefið gjöfina. — Hm! Ungfrú Smith kinkaði kolli. — Minkur! Þér verði að fara gætilega með hann svo að hann mölétist ekki. — Er hann ekki fallegur? — Jú. Fyrsta flokks vara. Ekki neins kon- ar gerviskinn þetta. Hvað skyldi hann ann- ars hafa kostað? — Ég hefi enga hugmynd um það. Eg hugsaði ekkert um þá hlið málsins. — Ekki það? Það var auðheyrt að ungfrú Smith fannst þetta nærri því of barnalegt. — Ja, ég get nokkurn veginn giskað á það. Og þér ættuð að fá vitneskju um það vegna vátryggingarinnar. Antonía hló. — Ég hafði nú ekki hugsað út í það heldur. — Það hefðuð þér átt að gera. Vátrygging og mölkúlur eru óaðskiljanlegir förunautar minkakápunnar. Antonía svaraði grafalvarleg að ungfrú Smith hefði vafalaust rétt fyrir sér í því, og að hún mundi „sjá um það“. Og þegar ung- frú Smith var orðið rórra fór Antonía úr kápunni, hengdi hana varlega inn í skáp og fór niður ásamt gestinum sínum. „HANN KEMUR BRÁÐUM“. Það var undarlegt að sjá ungfrú Smith sitja á móti sér við borðið, sperrta og hátíð- lega, í staðinn fyrir Max. En henni var mikil huggun að ungfrú Smith, og það var hún sem taldi Antoníu á að segja heimafólkinu hvað komið hefði fyrir. — Það er þýðingarlaust að láta eins og allt sé í lagi, sagði hún við Antoníu. — Fólk- ið les það í blöðunum í fyrramálið. Og svo hringdi Antonía á Greenshjónin og Enid, en þau höfðu fyrir löngu verið farin að tala um, að „þau fyndu á sér að eitthvað væri bogið við þetta“. — Ég veit að ykkur fellur þungt að heyra að herra Shardon kemur ekki heim í kvöld, sagði Antonía. Röddin var lág og alveg nýr virðuleikablær yfir henni. — Lögreglan hef- ir talið rétt að .— að taka hann fastan. Mér datt í hug að þið vilduð heyra það af mínum vörum en að lesa það í blaðinu. Nú varð augnabliks þögn, en svo sagði Green: — Þér megið ekki taka yður þetta nærri, frú. Hann kemur áreiðanlega heim bráðum. Það var helst á honum að heyra að hann væri að tala um bifreiðarslys. Og frú Green bætti við: — Hann hefir aldrei kunnað að hafa gát á sér — hann var svona líka, þegar hann var krakki. En þér skuluð ekki vera hrædd, frú, hann kem- ur áreiðanlega bráðum. — Ungfrú Munsill, byrjaði ungfrú Smith, sem ekki hafði hugmynd um að Antonía hafði breytt um nafn. — Marlow, hvíslaði Antonía lágt. — Marlow, leiðrétti ungfrú Smith án þess að breyta um svip — en hrærð yfir samúð- inni, sem þið sýnið henni. Þökk fyrir! Og svo hneigði hún sig náðarsamlegast til þeirra, til merkis um að þau mættu fara. Greenshjónin fóru, en Enid, sem þótti orð- ið innilega vænt um ungu „frúna“ sína, varð eftir um stund. — Viljið þér að ég verði hérna á nóttinni, frú? Ég get vel gert það. — Ó, Enid, það þætti mér mjög vænt um! — Jæja, þá skal ég koma því þannig fyrir, ef ég má skreppa heim í hálftíma eftir mið- degisverðinn, til að láta hana mömmu vita. — Það er ekki nema sjálfsagt. Þetta er mjög fallega hugsað af yður. — Þau eru svo alúðleg við mig, öil sam- an, sagði hún við ungfrú Smith er Enid var farin út. — Vafalaust. En þér megið ekki koma þeim upp á of mikið, svaraði hún stutt. — Það getur eyðilagt janvel bestu vinnukonu, ef hún er látin halda að hún leysi verk sitt vel af hendi. Það er alveg eins og með byrj- endur á skrifstofu. — Æ, en ... andmælti Antonía hlæjandi. En ungfrú Smith tók fram í fyrir henni og hélt langan fyrirlestur um hvernig óbæt- anlegir þjónar eða tilvonandi iðjuhöldar hefðu verið skemmdir í upphafi vega sinna, vegna þess að þeim hafði skilist að þeir leystu verk sitt sómasamlega af hendi. Antonía hlustaði með hálfu eyra og brosti og kinkaði kolli með ákveðnu millibili. Hún hafði gaman af að hiusta á sögur ungfrú Smith. Þær voru eins og einhvers konar deyfi- lyf, sem verkaði þannig að maður gleymdi sínum eigin áhyggjum. En ungfrú Smith var hyggnari en svo að hún léti sér detta í hug að Antonía veitti því athygli, sem hún var að tala um. Hún skildi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.