Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.05.1958, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ÞaS er talandi vottur vaxandi þró- unar og leikhúsmenningar, að bæði Reykjavíkurleikhúsin skuli ráSast í aS hefja sýningar á vönduðum leik- ritum, sem livort um sig eru ágæt listaverk, jafn seint á leikárinu og i maí. Á miðvikudag í síðustu viku sýndi Leikfélag Reykjavíkur ágætt ieikrit eftir ítalska skáldið Eduardo de Filippo, og mun það vera fyrsta leikrit hans, sem sýnt hefir verið hér á landi. Og á laugardaginn var sýndi Þjóðleikhúsið hið klqssiska, ömurlega aðsbraskari i sambandi við kunningja sinn, Errico „Settebellize“, því að sú leið er sú hægasta til að verjast svelti. En smám saman verður þetta neyðar- úrræði hennar að ástríðu; hún verður ágjörn og lifir fyrst og fremst fyrir að græða peninga. Nú ber það við að maður verður hennar er settur í fang- elsi og hverfur af heimilinu um hríð, eða þangað til bandamenn eru komnir i landið. í stað einræðisstjórnar er komið „ástandið“, sem svo liefir verið kallað hér. Og þegar Gennaro Jovine Gennaro talar við „Tjakk“. — Brynjólfur Jóhannesson og Valdimar Lár- usson. leikrit skáldjöfursins Strindbergs: Föðurinn. Leikrit Filippos: Nótt yfir Napoli er nútímaleikrit, sem gerist á styrj- aldarárunum, en þá voru ítalir ýmist undir einræðisstjórn Mussolinis og Hitlers eða hernámsstjórn Vestur- veldanna. Miðdepill atburðarásarinn- ar eru .Tovinehjónin í Napoli, Genn- aro og Amalia (Brynjólfur Jóhannes- son og Helga Valtýsdóttir), bæði mót- uð af einræði Mussolinis. Þau lifa í ófrjálsum heimi með tvö börn sín, Mariu Rosariu og Amedeo (Sigríði Hagalín og Steindór Hjörleifsson), og lífsbarátta þeirra er erfið. Amaiia Jovine er meiri tápmanneskja en mað- ur liennar ö& athafnasamari um að draga björg i bú, enda hún fjórtán árum yngri. Hún gerist skuggamark- kemur heim, finnst honum sem kom- ið sé úr öskunni í eldinn. Málalokin verða þó þau, að hjónin sættast á að hvorttveggja „ástandið" sé jafn illt. í raun og veru er leikritið allt öflug prédikun gegn ófrelsi og styrj- öldum. Af þessu stutta „efnisyfirliti" leiks- ins mætti ráða, að liann væri býsna kaldranalegur og óhugnanlegur blær yfir honum. Svo er þó alls ekki. Höf- undurinn, sem jafnframt er kunnur leikari, hefir auðsjánalega glöggt auga fyrir því, hvað vel fer á sviði, og þess vegna hefir hann teiknað nokkrar aukapersónur, til þess að skapa rík tilbrigði. Um slíka leiki varðar það miklu, að leikstjórnin takist vel, og það hefjr hún gert hjá Framhald á bls. 14. Frá vinstri: Helga Valtýsdóttir, Bry njólfur, Guðmundur Pálsson dór Halldórsson, og Theo- AUGUST STRINDBERG: „fnbirtnn' Valur Gíslason og Guðbjörg Þorbjarnardóttir scm Riddaraliðsforinginn og Laura. Þjóðleikhúsið hefir ekki þangað til nú færst í fang að sýna leikrit sænska skáldjöfursiiis August Strindbergs, en á Taugardaginn frumsýndi það eitt allra frægasta Teikrit hans, „Föður- inn“. Hjúskaparmálin voru löngum eitt af aðalviðfangsefnum skáldsins, bæði í einkalífinu og fyrir leiksviðið, og í þessu leikriti hefir hann komist einna lengst i bölsýnisáttina, hvað þau mál snertir. Þó að það þyki sann- að, að það sé fyrsta hjónaband skálds- ins sjálfs, sem hann er að lýsa, þá hlifir hann engu í þessum fræga leik sínum. Sjálfur var hann geðveill á köflum og líklega hefir engin kona orðið sæl í sambúðinni við liann, þó að hann væri bæði kvenelskari og kvenhatari. Fyrir það síðara hefir hann þó orðið frægari. Vegna þess að ætla má að efni þessa stórbrotna leikrits sé mörgum kunn- ugt, skal það ekki rakið hér, en hinu takmarkaða rúmi fremur varið til þess að fara nokkrum orðum um þá hliðina, sem veit að meðferð leiks- ins. Það þykir jafnan inerkur viðburð- ur, er „Faðirinn“ er tekinn til leiks á leikhúsum Norðurlanda, og sérstak- lega verður áhugafólki um leik- list tiðrætt um meðferðina á aðal- lilútverkinu, Riddaraliðsforingjanum. Ýmsir kunnustu leikarar norrænu þjóðanna hafa farið með þetta hlut- verk síðan Jiað var sýnt fyrst, fyrir 70 árum, og túlkað Jiað á allmismun- andi hátt. Og ágætur leikari lét hafa það eftir sér, að Jiað væri komið und- ir mótleikaranum, konunni Lauru, hvernig liann sjálfur færi með hlut- verkið. 1 Þjóðleikhúsinu er það Valur Gíslason, sem fer með hlutverk Ridd- araliðsforingjans, en Guðbjörg Þor- bjarnardóttir leikur Lauru konu hans. Það eru þau tvö, sem bera hita og þunga dagsins, og sem mest veltur á, þó að segja megi að vísu um „Föð- urinn“, að höfundurinn ætli hinum smærri persónum þar, og jafnvel þeim fyrirferðarminnstu eitthvert áríðandi erindi á leiksviðið. Um liina hávandasömu sýningu þessa mikla leiks má i stuttu máli segja, að liún tókst glæsilega. Valur Gislason lék af mikilli nákvæmni og með mátulegum þunga hlutverk Ridd- araliðsforingjans en Guðbjörg Þor- bjarnardóttir sýndi full einliliða leik sem Laura. Um liin hlutverkin verður yfirleitt allt gott sagt einkum Arn- dísar og Haraldar. Leikstjórinn, Lár- us Pálsson, hefir með stjórn þessa leiks enn einu sinni sýnt, hve ágæt- ur og fjölhæfur leikhúsmaður liann er, því að honum ber fyrst og fremst að þakka, hve ágæt þessi erfiða sýn- ing hefir orðið. * Haraldur Björnsson sem presturinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.