Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Page 4

Fálkinn - 16.05.1958, Page 4
4 FÁLKINN Keppinautar í Róm Mágarnir Antonius og Octavianus kepptu um völdin Sagan segir að Julius Cæsar hafi verið varaður við 15. mars; þá væri lionum hætta húin. Og að á leiðinni í senatið þann dag, liafi hann mætt manninum, sem aðvaraði hann og sagt: „Nú er 15. mars kominn!" Og maðurinn svaraði: „Kominn en ekki iiðinn!" Og þann dag var Gæsar myrtur í sjálfu senatinu. Þetta gerð- ist árið 44 f. Kr. Cæsar var orðinn einvaldur og hafði unnið marga sigra og aukið veldi Rómverja. Rómaveldi náði nú um öll Miðjarðarhafslönd og ekkert riki veraldar hafði orðið jafnstórt síðan Alexander mikli lagði alla Vestur-Asíu og Egyptaland undir sig. En þetta mikla riki var laust í reip- unum. Til þess að lialda þvi saman þurfti öfiuga ríkisstjórn og fjölmennt setulið í hinum undirokuðu löndum. Cæsar var ekki aðeins mikill herstjóri heldur og ágætur skipulagningarmað- ur. En hann ])ótti harðdrægur. Þeir scm unnu á honum gerðu það í nafni þjóðarinnar, þ. e. a. s. í nafni hins frjálsa hluta þjóðarinnar, því að rétt- ur almúgans var harla litill og marg- ir voru ánauðugir þrælar. Þing þjóð- arinnar var ekki þeim vanda varið að halda uppi þeirri stjórn í hinu víðlenda ríki, sem við þurfti til að halda því saman. Þess vegna hófst gliðnun þessa glæsilega ríkis þegar að gera vart við sig eftir að Cæsar var fállinn frá. Sá þinamður sem mest kvað að fyr- ir mælsku um þær mundir — en mælska var rómverskum þingmönn um miklu nauðsynlegri en íslensk- um — var málaflutningsmaðurinn Cicero. Hin frjálslyndu öfl innan þjóðarinnar, þ. e. andstæðingar Cæs- ars, höfðu gert ráð fyrir að Cicero mundi hallast á sveif með þeim og gerast foringi þeirra, en það brást, Cicero gaf ekki kost á því. Sá fyrsti sem gat safnað að sér áhangendum var konsúllinn Antonius, systurson- ur Cæsars. Hann var einbeittur mað- ui og atorkusamur, en lýðræðissinnað- ur var hann ekki, og taldi sig kjörinn tit.að taka þau völd sem Cæsar frændi hans hafði haft. Hann fékk hjá ekkju Cæsars öll þau bréf, sem hann hafði látið eftir sig, og lagði hald á mikið fé — milljónir króna — sem Cæsar liafði lagt til hliðar og ætlaði að nota i herkostnað, er hann færi að heyja stríð við Parta, austur i Asiu. Morð- iugja Cæsars dreymdi um að hefja hinu fornu Róm til vegs, en stjórn- málamenn voru þeir ekki. Þeir skildu ekki, að það var til lítils að drepa Cæsar nema Antonius og aðrir valda- sjúkir ungir menn væru drepnir um leið og Antonius, vafði hann þeim um fingur sér, þrátt fyrir aðvaranir af hálfu Ciceros. Það var í rauninni Antonius, sem mestu réði í senatinu eftir að Cæsar var fallinn frá. Honum tókst að vekja samúð með Cæsar og láta samþykkja öll lögin, sem hann hafði sett. Hann notaði það sem aðhald á embættis- mennina, að ef þeir samþykktu ekki lögin yrði veiting embættanna, sem þeir sátu i ógild, þvi að Cæsar hafði skipað þá, samkvæmt þessum lögum. Og lionum tókst meira að segja að fá senatið til að samþykkja allt, sem skrifað stóð í plöggum þeim, sem Cæsar hafði látið eftir sig! Hafði hann nú frjálsar hendur, því að sjálf- ur var liann handhafi að öllum þess- um plöggum. Vegna þess að hann var systursonur Cæsars féll það í hlut hans að halda minningarræðuna yf- ir honum í senatinu. Hann hafði greitt atkvæði gegn þvi að morðingjar Cæcars fengju refsingu, en nú hélt hann ræðu, sem var þannig, að lýð- urinn hreyfst af samúð með Cresar og sór hefnd yfir morðingjunum, sem sáu þann kost vænstan að hypja sig á burt úr Róm. Varð nú ókyrrt í Róm, og notaði Antonius það til að láta senatið sam- þykkja að honum yrði skipaður líf- vörður. Fékk liann leyfi þingsins til að stofna G000 manna lifvörð, og þótt- ist nú geta einn .öllu ráðið í Róm. En nú skaut upp nýjum manni. Oitavianus hét hann og var skyldur Cæsari, en þó ekki eins skyldur og Antonius var. En hins vegar var hann kjörsonur Cæsars. Hann var nítján ára þegar hann kom fram og krafðist crfða eftir Cæsar. Antonius taldi vandalaust að halda í hemilinn á þessum unglingi og gera hann sér háðan. En raunin varð önnur. Ungl- ingurinn fór að kalla sig Julius Cæsar Octavianus, og það jók stórum vin- sældir hans hjá almenningi. Antonius var þó ekki hræddur við Octavianus að svo stöddu. Um þess- ar mundir liafði einn af landstjór- unum í nýlendunum óhlýðnast Ant- oniusi og neitað að láta af völdum þegar skipunartími lians var á enda, og fór Antonius nú með her manns til þess að klekkja á þessum baldna landstjóra. En er hann var farinn söfnuðust hinir gömlu liermenn Cæs- ars að Octavianusi og kusu hann for- ingja sinn. Og nú tók Cicero til máls á þingi og gerði svæsna árás á Ant- onius og ráðlagði þinginu að koma á fót her og skipa Octavianus foringja hans ásamt ræðismönnunum tveim- ur. Octavianus fékk lierstjórnina og fyrsta verk hans var að ráðast á Ant- onius. Ræðismennirnir báðir féllu i orustunni, svo að nú varð Octavianus einn um stjórn liersins. Nú fór senat- ið að óttast að Octavianus yrði of voldugur og svipti hann völdum yfir hernum, en liann svaraði með því að halda völdum. En Octavinanus liélt Eftir að Cæsar hafði verið drepinn hélt Antonius minningarræðu um hann í senatinu og eggjaði menn lögreggjan, að refsa morðingjunum. Antonius varð svo ástfanginn af Kleopötru Egyptalandsdrottningu, að hann Þessu lík voru skipin, sem Antonius og Octavianus börðust á við Actium rak frá sér konu sína, sem var systir Octavianusar og lagðist í hóglífi í árið 31 f. Kr. Antonius flýði úr orrustunni og fyrirfór sér. Egyptalandi. Það varð upphafið að falli hans.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.