Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Side 5

Fálkinn - 16.05.1958, Side 5
FÁLKINN 5 norður til Galliu með herinn, og þar var Antonius. Þingið liugði gott til þessarar ferðar, hún nmndi verða til þess að annarhvor þessara hættulegu valdamanna mundi hverfa úr sögunni. En þá fréttist að þeir Antonius og Octavianus hefðu gert samninga með sér án þess að láta vopnin tala. Héldu þeir nú til Róm og fór þar fram meiriháttar tilhreinsun. Þeir létu drepa um 2000 borgara og 300 senatora — meðal þeirra Cisero. ANTONIUS OG KLEOPATRA. En vígs Cæsars hafði ekki enn ver- ið hefnt, morðingjar lians voru enn frjálsir. Nú voru þeir austur i Make- doníu og höfðu þar lnindrað þúsund manna hcr. Þeir Antonius og Octavi- anus héldu þangað austur til að kiekkja á þeim og áttu tvær orrustur við þá og höfðu betur. Brutus framdi sjálfsmorð eftir ósigurinn. Nú skiptu þeir félagar Rómaveldi á milii sín; fékk Octavianus vesturhlutann en Ant- onius þann eystri. Gerði bann sér ferð til Egyptalands, en þar ríkti Iíleopatra sú, sem Cæsar hafði orðið sem ástfangnastur af, og hafði ekki cnn misst fríðleikann. Féli Antonius nú fyrir freistingum hennar og varð afhuga herferðum en þótti betra að sitja að kjötkötlunum í Egyptalandi og njóta blíðu hinnar freistandi drottningar. Kleopatra var ofjarl Antoniusar bæði að viti og ráðdeild. Hún hafði forðum vafið Cæsari um fingur sér og á þann liátt bjargað ríki sínu, og afréð nú að bdita Antonius sömu brögðum, og það tókst. Antonius var auðunnari en Cæsar. Antoniuj. var hrifinn af öllu skraut- inu og glysinu við konungshirðina egypsku, og brátt varð hann þess vísari, að hin undurfríða drottning vildi fús tala um ástamál við hann i stað stjórnmála. Hún dckraði við liann, ól hann á krásum og vinum og lét ambáttir sínar syngja, dansa og leika á hörpu fyrir hann. Og bein Antoniusar voru ekki svo sterk að þau þyldu þá góðu daga. Hann gerðist hóglífur og gleymdi hlutverki sínu, gleymdi skyldum sínum við austur- rómverska rikið og hættunni, sem honum stafaði af óvinum sinum í Róm. Hann át og drakk og gat ekki um annað hugsa en Kleopötru hina fögru. Hún hélt enn völdum, því að lnin hafði afvopnað hinn rómverska hers- höfðingja, sem hafði komið i þeim erindum að leggja undir sig riki hennar, en hafði i staðinn gerst auð- mjúkur leiðbeinandi hennar. En Octavianus sá sér leik á borði. Antonius hafði rekið frá sér konu sina, sem var systir Octavians, til þess að geta tekið saman við Kleo- pötru. Það vildi Octavianus ekki þola og hélt nú austur í Miðjarðarhaf með flota sinn. Lenti lionum saman við flota Antoniusar við Actium, sunnan- vert við Grikkland árið 31 f. Kr. Nú var Antonius ekki sami djarfi hers- liöfðinginn og áður. Hann lagði á fiótta í hálfnaðri orrustunni og flýði vitanlega á náðir Ivleopötru. Hún gekk ekki að því gruflandi að hann átti sér ekki uppreisnar von, og gerði honum nú orð um að hún mundi stytta sér aldur. í örvæntingu sinni lét Antonius fallast á sverð sitt og lauk þar hans sögu. En Kleopatra var ekki af baki dott- in. Nú reyndi bún að töfra Octavi- anus á sama hátt og hún hafði töfrað Cæsar og Antonius. En Octavianus lét ekki blekkjast, enda liefir Kleo- pötru verið farið að fara aftur. Þegar hún sá, að liún gat cngu tauti komið við Octavianus fyrirfór hún sér með því móti að hún lét eiturnöðru bíta sig. Octavianus gerði skrautlegt graf- liýsi lianda henni og Antonius og hrós- Framhald á bls. 14. KONAN, SBM vann meiri sigrn en nokhur inin. 15. 1. í Krímstriðinu 1853, er Englendingar og Frakkar voru að berjast við Rússa dó fjöldi særðra hermanna, vegna illrar aðbúðar og lélegrar hjúkrunar. í sjúkraskýlum hersins var hvorki til þvotta- skálar, sápa, handklæði eða gólfsópar. Þá var það að í herbúðirnar kom ung stúlka, sem hafði tekið að sér að stýra flokki 38 enskra hjúkrunarkvcnna. Hún hét Florence Nightingale, var fædd 12. maí 1820 og hafði kosið sér það ævistarf að verða hjúkrunarkona. 2. Florence Nightingale olli byltingu í hjúkrunarmálum. Fyrir hennar tið hafði það verið algengt að vandræðakonur voru píndar til að taka að sér hjúkrunarstörf — látnar velja um Iivort þær vildu það heldur en fara i tugthúsið. Má nærri geta hvernig sú hjúkrun hefir verið. Stundum fundust þessar ólánsmanneskjur steinsof- andi undir rúmum sjúklinganna, sem þær áttu að hjúkra. Ilöfðu stolið brennivíni og drukkið sig fullar. 3. En þctta breyttist fljótt eftir að Flor- 4. Fyrst í stað litu bæði hershöfðingjar og 5. Kaldhæðni örlaganna réð því, að þessi cnce Nightingale kom til sögunnar. Hún lét herlæknar hornauga til þessarar stúlku. En frægasta hjúkrunarkona allra tíma varð ó- koma upp þvottahúsi í hverju sjúkraskýli og ])cgar dánartalan meðal sjúklinga lækkaði úr læknandi sjúkdómi að bráð, svo að hún var setti hcrmannakonur til að þvo allan óhrein- 42 niður í 2% viðurkenndu þeir loks starf rúmföst i nær 50 ár. Hún dó rúmlega niræð an þvott af sjúklingunum úr hcitu vatni. hennar. 13. ágúst 1910.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.