Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Page 8

Fálkinn - 16.05.1958, Page 8
8 FÁLKINN Jane sneri sér frá honum. Hún gat ekki varist tárunum lengur. — Hve mikið léstu hann fá? Peningarnir eru ekki allt Hríðirnar byrjuðu rétt eftir lág- nœttið. Jane vaknaði af óværum blundi og lá hreyfingarlaus, en kvala- köstin komu i hviðum. Ég má ekki vera lirædd, lnigsaði hún með sér, ég verð að vera róleg — bæði vegna barnsins og vegna sjálfrar mín. Hún sneri sér og leit á klukkuna til að reikna út hve langt yrði jiangað til næsta hríðahviðan kæmi. Hún kvaldist ekki þessa stundina og henni var léttara um andardráttinn. En hún vildi ekki vekja Peter strax. Hann lá sofandi við hliðina á henni. Andlitið var eins og á unglingi og svartur lokkur lá ofan á ennið. Hann Ijrosti í svefni. Hún starði á hann cg fann til kiprings i lijartanu, af kvíða og ást. Þessum manni er ég bundin, hugs- aði hún með sér. Þetta er maðurinn scm ég elska og get ekki hætt að elska. Ef mér liefði verið það mögu- legt hefði ég liætt að elska hann fyr- ir löngu. Nú komu næstu hríðirnar og hún leit á klukkuna, eins og henni hafði verið sagt að gera á Ráðlegginga- stöðinni. Hún þurfti ekki að æðrasl fyrst um sinn. Eitt augnablik hugsaði hún um það sem í vændum var, sjálfa fæðinguna, það ótrúlega, sem átti að gerast hráð- um. Tilhugsunin um barnið sem átti að fæðast fyllti liana mikilli eftir- væntingu. Hún var ekkert hrædd við sjálfa fæðinguna. Ef ekki hefði verið vegna Peters, hefði hún verið algerlega sæl núna. Hún liefði verið örugg og vongóð eins og allar aðrar mæður. En lnin var ekki örugg og vongóð. Hún hafði ekki sama traust á mann- inum sínum sem aðrar konur höfðu. Hún elskaði hann en treysti honum ekki. Þetta barn mundi verða honum ný byrði, hugsaði hún með sér. Það bind- ur mig enn fastar honum, eftir að ég er hætt að elska hann. Ást okkar lifir ekki af fleiri vonbrigði og þrætur. En barnið verður til ]>ess að við get- um ekki farið hvort frá öðru. En hver veit nema barnið mundi breyta honum. Kannske mundi hann kyrrast við að eignast afkvæmi og verða dálitið einbeittari og hugsa meira um eigin hag og berjast gegn þeirri veröld, sem nú naut gjafmildi hans og óráðdeildar. Hún lá kyrr og starði á liann, og óskaði þess að hann væri ekki svona óhæfur til að vera heimilisfaðir. Ilún rétti hikandi fram höndina og snerti við öxlinni á honum. Hann vaknaði samstundis, eins og liann átti vanda til, og reis ypp á annan oln- bogann. — Hvað er að? — Það kemur bráðum, sagði Jane. Hún reyndi að brosa og sýnast sem rólegust. Hún var vön að þurfa að leyna tilfinningum sínum, vantrausti sínu og kviða fyrir framtiðinni, að henni var hægðarleikur að villa hon- um sýn núna. — Ég verð líklega að komast á fæð- ingarstofnunina núna, sagði hún. Hann spratt upp. — Áttu við ... góða, hvers vegna vaktir þú mig ekki fyrr? Ég ... ég skal sima eftir bil undir eins. Hann var kominn fram úr rúminu og þreifaði eftir sloppnum og inni- skónum. Hún sá að hann var skjálf- hentar og alda samúðar með hon- um fór um liana. En þó gat hún ekki varist þess um leið, að láta sér gremj- ast hversu duglaus hann var sem: heimilisfaðir ... — Þú mátt ekki láta koma fum á þig, góði, sagði hún rólega og steig fram úr rúminu. — Ég hefi tekið allt dótið saman og látið það í töskuna, og það eina sem við þurfum að gera er að sima eftir bíl og biða þangað til hann kemur. Þú mátt ekki vera svona bræddur. Það geta orðið margir klukkutímar þangað til barnið fæð- ist. Haon livarf út úr dyrunum og hún fór að klæða sig og reyndi að vera sem rólegust. En fumið og fátið á Peter hafði verkað á hana — hún var með kökk í hálsinum og tárin þrýstu augnalokin. Hún hafði aldrei séð Peter jafn flaumósa og núna. Þeg- ar eitthvað fór aflaga lijá honum — og það bar oft við, því að hann var reikull í ráði og fór ógætilega með peninga, var það hún sem varð ang- urvær og bölsýn, cn hann sem liugg- aði hana. Nú var hann hræddur og örvæntandi og þegar hún sá það gleymdi hún allri beiskjunni, sem henni hafði verið í huga siðan fór í hart milli þeirra fyrir nokkrum mánuðum, þegar hann hafði lánað Macleod peningana. ITann elskar mig, liugsaði liún með sér meðan hún var að fara í skóna og hneppa að sér sloppnum. Ég hefi aldrei efast um það, en ég vildi ósk- að að hann elskaði mig ofurlitið skynsamlegar. Hún var að greiða sér þegar hann kom inn í svefnherbergið aftur. Hann var fölur og andlitið tekið. Bíllinn kemur strax. Leggstu upp í rúmið og hvíldu þig meðan ég hleypi mér i fötin. Hvernig líður þér núna? — Mér líður vel, sagði hún og brosti. Han gekk til hennar og kyssti hana mcð varúð. — Ég er dauðhræddur, sagði hann í hálfum hljóðum. Hún hristi höfuðið og hló. Hún vildi ekki segja honum að hún væri hrædd líka — ekki vegna þess að luin ætti að ala barnið, heldur út af framtíðinni. Hún gat ekki sagt: Ég elska þig, en barnið mitt þarf að eiga öðru vísi föður — mann sem er hyggnari og sterkari — föður, scm við getum treyst ... — Það er ekkert að óttast, sagði hún. ER hún sat í bílnum og þau Peter héldust i hendur, fór hún allt í einu að hugsa um vin Peters, Steve Mac- leod. Ilún minntist dagsins sem hann hafði komið heim til þeirra — fyrir sex mánuðum, er hún hafði átt í rimmunni miklu við Peter. Fyrir þann tíma hafði hún reynt að loka augunum fyrir öllum hans axasköftum. Hún hafði kvalið sig til að trúa því sem hann sagði: að lífið væri meira virði en peningar. Hún hafði reynt að vísa kvíða sinum á bug. Ilún hafði reynt að innprenta sjálfri sér að hún hefði traust á manninum sinum, og að bráðum mundi verða endir á öllum mistök- unum, sem honum höfðu orðið á. En kvöldið sem Macleod kom sá liún að öll mistökin voru Peter að kenna. Það var ekki hægt að skclla skuldinni á það, að veröldin væri nú svona. Öll sökin var hjá Peter, og það var þýðingarlaust að reyna að fleka sjálfa sig til að trúa öðru. Hriðirnar þéttust og sársaukinn kvaldi hana. Hún fann hönd Peters og hann beygði sig niður að henni. — Líður þér illa, væna min? spurði hann hás. Kvalirnar hurfu aftur og hún brosti huglireystandi. — Þetta er allt eðli- legt, góði. Þú mátt ekki vera hræddur. Hve mörgum sinnum hafði hann ekki sagt ])essi orð. En hún liafði verið hrædd samt. Og siðustu sex mánuðina hafði hún kennt honum um alla erfiðleikana, scm steðjuðu að þeim. Peter vann að auglýsingastarfsemi. Það var það sem hún var vön að svara þegar fólk spurði hana. Það var talsvert „áferðarfallegt“ fannst henni, um leið og hún brosti út í annað munnvikið. En í raun réttri flæktist hann úr einu í annað, og gat aldrei unað stundinni lengur á sama stað og reynt að verða fastur i sessi. Það var alls ekki svo að skilja að hann hefði ekki hæfileika. Hún hafði heyrt aðra segja, að Peter væri bráðgáfaður, hugkvæmur og djarfur. Djarfur, já — það var einmitt meinið. Hann kom með hugmyndir sem húsbændunum leist ekki á, og þá gerði hann upp- reisn. Hann var duglegur en gat ekki beygt sig undir annarra vilja. Þess vegna var hann á sifelldum flækingi, en aðrir sem ekki voru nærri eins vel gefnir og liann, fóru fram úr hon- um og hækkuðu í stöðu, vegna þess að þeir kunnu að segja „alveg rétt“ við yfirboðara sina. Peter liafði kynnst Steve Macleod í einu fyrirtækinu, sem liann vann hjá. Steve var fastur í rásinni, eldri en Peter og hafði langa reynslu í auglýsingastarfseminni. Þeir höfðu orðið góðir vinir þegar í stað og Stcve kom oft heim lil þeirra hjónanna. Jane reyndi að láta sér falla vel við liann — Peters vegna, en hún gat aldrei vanið sig við að treysta hon- um. Hann var of öruggur um sjálfan sig og 'hann ól á Peter, þegar hann var að bera hugmyndir sínar undir hann. Þegar hún lieyrði þá vera að tala saman um liitt og annað „stórt“, sem aldrei varð neitt úr, hugsaði hún oft með sér: Þetta skiptir ekki neinu máli fyrir Steve, því að hann hefir

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.