Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Síða 9

Fálkinn - 16.05.1958, Síða 9
FÁLKINN 9 ekki fyrir néinum að sjá. En liann hefir engan rétt til að tala svona við Peter, sem er kvæntur og á fyrir konu að sjá. Hann lvefir óholl áhrif á Pet- er ... Eftir að Peter var hættur að vinna á auglýsingastofunni leið heill mán- uður þangað til þau sáu Steve næst. Eitt kvöldið, skömmu eftir að hún hafði orðið þess vísari að hún átti barn i vonum, skaut hann upp koll- inum aftur. En hann var ekki nærri eins mikill á lofti núna og hann tiafði verið áður. ■Tane heilsaði honum kuldalega. Hún hafði einmitt verið að hugsa um hvernig sér og Peter mundi farnast eftir að barnið væri komið. Peter var nýbyrjaður i stöðu, sem var skamm- arlega illa borguð, reikningarnir söfnuðust fyrir og útlitið var dapur- legt. Peter og Steve gengu út saman, og hún fór að lesa í bók, scm hún gat ekki fest luigann við. ITvað voru þeir að tala um núna, Peter og Steve? Mundi Peter minnast á að hún hefði kvartað yfir tilverunni? Hún visaði þeirri hugsun strax á bug. Hann clsk- aði hana og liún elskaði hann. Þau mundu aldrei bera sig upp við ókunn- uga, hvort undan öðru. Hún var að þvo upp í eldhúsinu þegar hún heyrði til Peters úti i ganginum. Hann virtist mjög hugs- andi er hann kom inn. — Hvað vildi hann? spurði hún. — Var það nokuð sérstakt? Peter gekk fram og aftur um góff- ið og leit undan. — Jane, hann er i kröggum, veslingurinn. Hann missti stöðuna skömmu eftir að ég hætti að vinna hjá fyrirtækinu. Og nú er hann að bíða eftir að frétta írá frænda sinum, sem er búsettur í Ame- ríku og rekur stóra heildsöluverslun þar. Risavaxið fyrirtæki! Undir eins og hann kemst í samband við það er hann kominn á græna grein. En eins og stendur hefir hann ekki ofan i sig að éta. Hún hrökk við, gagntekin af kviða. En hún gat kreist upp úr sér í iétt- um tón: — Hver ætli sé ekki blankur núna. Við höfum ekki úr miklu að spila lieldur. Peter leit til hennar, útundan sér. — Við höfum þó eitthvað, elsk- an mín. Ég hefi fasta atvinnu, þó.tt eftirtekjan sé ekki mikil. — Peter! Hún starði á hann og óttinn skein úr augunum. — Peter ... þú hefir þó vonandi ekki lánað hon- um peninga? Hann sneri sér að hcnni og horfði á hana. Hann virtist reiður, en finna til sektar um ieið. — Þú segir þetta eins og það væri versti giæpur — að hjálpa vini i neyð! — Hve mikið lánaðir þú honum? Hann starði á hana. — Jane, hvað gengur að þér? Þú ert orðin eins og önnur manneskja upp á siðkastið! — Ég er orðin önnur manneskja! Hendur hennar skulfu. — Ég á barn i vonum, sem ég verð að taka tillit til, Peter. Barnið þitt! Það verður háð þér. Hefirðu gleymt því? Hann roðnaði. — Nei, ég liefi ekki gleymt því, sagði hann kuldalega. — Hlustaðu á mig, Jane. Barnið okkar þarfnast ekki aðeins peninga. Það þarf að iæra að lifa með réttu móli — Tifa faBega. Eigum við að hætta að vcra mannúðleg þótt við eigum barn í vonum? — Hve mikið léstu Steve fá? Hann rétti úr sér. Hann var orð- inn reiður. — Ég lét liann ekki fá neitt. Eg lánaði honum pcningana. Hann segist munu borga þá aftur, og ég veit að hann gerir það undir eins og hann getur. Hann varð að fá þús- und krónur. iÞúsund ’krónur! Orðin hittu hana eins og sivpuhögg. Hún starði á hann eins og hún tryði honum ekki. — Það cr ómögulegt að þú liafir gert það! Það er bókstaflega aleiga okkar — peningarnir sem við áttum að nota í húsaleiguna og alla reikningana og ... — Við eigum nóg eftir til að bjarga okkur til mánaðarloka, sagði liann kollhúfulegur. Hún hneig niður á stól. Og nú lét liún tárin renna óhindrað. Þegar hann kom til hennar og ætlaði að hugga hana, fékk reiði liennar fulla útrás og allt lenti í svarra ... ÞAÐ var eitthvað óvirkiiegt við kom- una þarna í fæðingardeildina. Hjúkr- unarkona tók hana að sér, en Peter stóð eftir frammi í ganginum. Hann var i hálfgerðri iciðslu meðan stóð á undirbúningnum undir fæðinguna og luin háttaði auðsveip og lagðist i mjóa, harða rúmið í 'hljóðu herberg- inu. Nú fyrst var eins og hún rankaði við sér aftur. Og síðan — er hún lá í fæðingar- stofunni og engdist sundur og sam- an af kvölunum, gat hún aðeins liugs- að um eitt: Láttu þetta verða fallegt barn! ITún þóttist viss um að það yrði drengur. Það rættist. Það varð drengur. Ljós- móðirin sýndi henni hann og lét liana taka á honum — lítill lifandi köggull með rautt andlit. Og þegar hún hafði haldið á honum og sannfærst um að hann væri vel skapaður, rétti hún Ijósmóðurinni hann og sofnaði. Kringum klukkan sex voru börnin sótt til að lofa þeim að drekka. Með- an hún lá þarna og horfði á dreng- inn sinn hugsaði hún fram í timann. TTún var að hugsa um hvernig hann mundi lita út scm krakki — og sem uppkominn maður. Hvers konar maður mundi hann verða? Henni fannst hún sjá í and- litinu drætti, sem minntu á Peter. Hún fékk þrengsli fyrir hjartað og hún þrýsti iitla höfðinu á honum að brjóstinu og hugsaði með sér: Skyldi hann verða líluir Peter? Skyldi hann verða jafn laus í rásinni — og ónær- gætinn? En þegar heimsóknartiminn hófst og Peter kom inn í stofuna skammað- ist hún sín fyrir kvíðann og angistina. Peter beygði sig niður að henni og kyssti hana á munninn. — Elskan mín! Röddin var hikandi og óstyrk. — Elskan min — hvernig líður þér? — Ágætlega. Okkur liður báðum vel. Peter brosti og hellti úr stórum l)öggli á yfirsængina hennar. Þarna voru blóm, vafin i cellofan — perur og vínber — súkkulaði og vikublöð. Hann beygði sig aftur og sagði hik- andi: — Jane, það er maður hérna með mér, scm langar til að tala við þig- Hún starði á hann. — Ertu með gest með þér? — Núna? Hún reyndi að láta okki á því bera hve miður lienni þótti þetta. Hún hafði helst viljað hafa Peter einan hjá sér fyrsta kvöldið og liún var hissa og sár yfir þvi, að Peter leit ekki sömu augum á þetta. — Heyrðu, elskan mín. Það gcrðist r.okkuð stórfenglegt í dag. —- Já, ég veit það, sagði hún og brosti. — Við höfum cignast barn. ITann brosti. — Það er merkilegt að þetta skyldi gerast samtimis. En má ég segja honum að koma inn? Það er Steve. Hún var fljót að líta við, og sá að Steve Macleod stóð í dyrunum. Hún hrökk við. Það gekk fram af henni að Peter skyldi koma i heimsókn með manninn, sem liann vissi að hún hat- aði og fyrirleit. Steve kom að rúminu.- Hann var betur til fara en siðast þegar hún hafði séð hann, og garnla sjálfsvissan var komin aftur. — Góðan daginn, .Tane. En livað þú lítur vel út. Ég óska þér til hamingju með drenginn. Hann virtist hálf vandræðalegur og hún reyndi að brosa. — Góðan daginn, S'teve. Það var fallega gert af þér að koma. — Ég sagði Peter að ég ætti ekki að koma svona fyrsta kvöldið, en hann vildi endilega láta mig koma með sér. — Ép; varð að láta Steve koma, góða, sagði Peter óðamála. — Eg varð að hafa hann viðstaddan þegar ég segði þér það. — Segðir mér hvað? Hann baðaði út höndunum. — Hann liefir útvegað mér ómetanlegt tæki- færi, .Tane! Ég gleymi aldrei þessum degi. Fyrst eignumst við drenginn og rétt á eftir hringir Steve til að segja mér fréttina. Ég hefi verið í leiðslu i lannan dag. Nú skal ég segja þér hvað um er að vera. Ég sagði þér að Steve ætti frænda í Ameriku, sem hann vonaðist eftir að komast í sam- band við, og nú hefir þessi frændi útvegað Steve ágæta stöðu í Ameriku, og vill að ég hefði auglýsingastarf- semi fyrir fyrirtækið hérna i Eng- landi. — Já, þetta er satt, sagði Steve hljóðlátur. Þeir vildu fá duglegan mann í þetta, og Peter er sá dugleg- asti sem ég þekki. Og ég hefi ekki gleymt að þið hjálpuðuð mér þegar verst stóð á fyrir mér. Ég vildi ekki taka við peningunum, en Peter ncyddi þeim upp á mig. Eg þakkaði honum þúsund sinnum, en ég ... ég fékk ekki tækifæri til að þakka þér, Jane. En ég geri það núna. — Hjúkrunarkona stakk hausnum inn í gættina og sagði glaðlega: — Feður! Langar ykkur til að lita á börnin ykkar? Þegar Peter var farinn út og kom- inn i feðra-biðröðina frammi í gang- inum, sneri Steve sér að Jane og rétti henni vasaklút: — Notaðu þennan, sagði liann. Hún snýtti sér og brosti til hans. Nú sá hún hann eins og hann var í raun og veru — hjartagóður maður, laus í rásinni og tilfinninganæmur — alveg eins og Peter. — Þeir eru margir, sem eru likir honum, Jane, sagði Steve lágt. — Það er auðvelt að finna afsakanir fyrir því að maður gerir það scm er næst- best — að haga sér eftir húsbóndan- um þó að maður viti að það sé rangt — af hræðslu við að missa stöðuna — eða að snúa bakinu við vini, scm er i neyð. Það er auðvelt að lifa þann- ig, en Peter hefir aldrei getað það. Og hann getur það aldrei, hversu gamall sem hann verður. Hann er besti maðurinn sem ég þekki, og þeg- ar drengurinn þinn stækkar skaltu ENDRE SIK heitir hinn nýi utanrík- isráðherra Ungverjalands. Hann er 67 ára gamall, sagnfræðingur og mannfræðingur. Upprunalega var hann munkur, en strauk úr klaustr- inu 1917 til þess að komast í rauða herinn. Síðar varð hann kennari i mannfræði í háskólanum í Moskvu og var þar til 1944. Hann hefir bæði rússneskan og ungverskan ríkisborg- ararétt og hefir verið sendiherra Ung- verja í Washington. Myndin er frá þeim tíma. Á HESTBAKI. — Litla stúlkan er heldur en ekki glöð yfir að hafa feng- ið þennan reiðskjóta, því að það er nærri því eins og að sitja á lifandi hesti. Hann getur hreyft sig áfram og valhoppað. Það er undan þyngd riddarans sem hesturinn hréyfir sig, og undir eins og stigið er fast í ístað- inn hoppar klárinn áfram. Þetta er nýtt leikfang, sem gerir mikla lukku núna. Errol Flynn hlýtur að hafa óvenju gott vald á augunum i sér. 1 frásögn af einu samkvæminu i Hollywood segir kvikmyndablaðið Screen þetta: „Svo kom Errol Flynn inn í salinn. Öðru auganu leit hann til sérlega fal- legrar upprennandi kvikmyndadisar frá Columbia Production, en hitt horfði á gamla og góða vinkonu i mörg ár, Judy Garland.“ —O— Drekki&ggf , COLA Spur) VKVK/c segja honum hvílikan ágætis föður hann eigi. Hún kinkaði kolli. — Ég skal segja honum það, Steve. Eg skal segja hon- um það frá mér — líka. *

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.