Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Page 11

Fálkinn - 16.05.1958, Page 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. ItUZICKA- DÉrfulld (ukjan Sunnudagsmorgunn. Hinn ungi eigin- maður Hrólfur notaði tímann fyrir morgunverð til þess að ná í hand- koffort og hella innihaidinu úr því á gólfið. iÞað hafði staðið uppi á liáa- lofti siðan áður en hann giftist, og nú ætlaði hann að taka til. Það sem einskisvert var fór beint í biréfa- körfuna, en minjagripi og það sem einhvers var nýtt lagði hann á skrif- horðið. Gömul axlabönd voru teygð og rannsökuð áður en þau lentu i ruslinu. Línsmokkahnappar úr leðri, tveir ónýtir vindlingakveikjarar, skít- ug spil, leifarnar af úri, sem liann hafði einhvern tima tekið sundur og ekki getað komið saman aftur, fjórir franskir koparhlunkar og gleraugun hcnnar ömmu sinnar — allt þetta lagði hann í öskju, og var að setja lokið á hana þegar konan hans kom inn í stofuna. — Hvaða askja er þetta? spurði hún tortryggin. — Æ, það er bara gömul askja. Ég 'hugsa að hún sé utan af vekjara- klukku, sagði Hrólfur og yppti öxlum. — Svo-o! Og hvað er i henni núna? — Ekki annað en gamalt skran. Ég var að reyna að raða þvi. — Já, ég þykist sjá að þú hafir verið að taka til, sagði Elsa titrandi af háði. — Hvað áttu við með skran? — Skran er skran. Algerlega verð- laust smádót, sagði húsbóndinn á heimilinu og batt spotta um öskjuna. — Þú leynir sjálfsagt einhverju fyrir mér? — Hvaða bull, sagði hann stutt. — Heyrðu, ertu forvitin? — Ég? Forvitin? Svei! Ilún hvarf ‘fram í eldhúsið, hálf stygg. Hrólfur horfði á eftir henni og brosti. Svo leysti hann bandið utan af öskj- unni aftur, tók lokið af, og skrifaði á blaðsnepil, sem hann lagði i öskj una: „Ef þú getur ráðið við forvitn- ina i þér i átta daga, skal ég gefa þér dálitla gjöf.“ Svo hatt hann um öskj- una aftur. Svo tók hann lokk úr hár- inu á sér og límdi hann á lokið og öskjuna, svo að ekki væri hægt að taka lokið af án þess að það sæist. Yfir árbítnum sagði Elsa, eins og af tilviljun: Hvað Iiefir þú gert við öskjuræfilinn? — Hún er i handkoffortinu minu, laug hann og þóttist vera viðutan. Hann hafði sett öskjuna j neðstiu skrifborðsskúffuna. Þriðjudag fór liann að hugsa um öskjuna. Hann læddist inn og athug- aði hana. Hárin voru enn föst í báða enda. Það lá við að liann færi að skammast sín. En maður veit aldrei hvar maður hefir kvenfúlkið, og hann hafði hugsað sér að kynnast skapferli konunnar sinnar. Föstudag athugaði hann öskjuna aftur með sama árangri. Það var skömm að hann skyldi hafa þekkt konuna sina svona illa. Hún var allt öðru visi en annað kvenfólk. Laugardag hafði hann svo slæmt samviskubit að hann keypti gullarm- band, sem var miklu dýrara en hann hafði efni á. — Líttu á hvað ég kem með handa þér, sagði hann um kvöldið. Það eru VOR í LONDON. — Ó, það er talað svo mikið um hina nýju trapeses línu frá París, en svo kcmur það í ljós að enska vortískan hefir einnig tekið hana til mcðferðar. Sjáið sjálfar! Frakkinn til vinstri er með beina ská- sauma útávið frá herðum og niður úr. Hann er dökkblár með skemmtilegum röndóttum kraga. Einnig má sjá trapesulínuna á köflóttu dragtinni til hægri. Jakkinn er stuttur og beinn. Fína dragtin í miðið er með ballon pilsi. Undir stutta jakkanum er ermalaus blússa. Já, Englendingarnir kunna margt. STJÖRNULESTUR. Frh. af bls. 7. og utanlandssiglingum. Sprenging gæti komið í kaupskipi. 10. hús. — Plútó i húsi þessu. — Leyndar misgerðir gætu komið til greina í sambandi við stjórnarfarið. Gamlar syndir gerðar kunnar. 11. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Miklar umræður og barátta og á- greiningur um þingmálin og meðferð þeirra. 12. hús. — Engin pláneta i húsi þessu og mun þvi frekar lítið bera á áhrifum þess. Ritað 21. apríl 1958. laun fyrir þá fögru dyggð að vera ekki forvitinn. Komdu, nú skal ég sýna þér livað er í öskjunni. — Þess þarf ekki með, sagði Elsa og roðnaði. Úr því að ég hefi ekki fengið að vita það hingað til, gildir einu þó að ég fái ekki að vita það núna. En Hrólfur tók i höndina á henni og dró hana með sér inn, dró öskj- una upp úr skúffunni og leysti band- ið af henni. Hann sá að hárið var límt fast enn. Svo tók liann lokið af. — Hérna geturðu séð ... sagði liann, en komst ekki lengra, þvi að orðin sátu bókstaflega föst í kokinu á honum. Á seðlinum stóð nefnilega, fyrir neðan það sem hann hafði skrifað.: — Ég er ekkert forvitin, en það er vantraust á mér að lima hárið á öskj- una. Hvaða. gjöf er það, sem þú ætlar að gefa mér?“ * Vitið þér...? að rauðu blóðkornin lifa aðeins fjóra mánuði? í hverjum rúm-millimetra blóðs eru um 5 milljón blóðkorn, eða niu mill- jón milljónir í líkamanum alls. Til þess að halda þeim við þurfa 9 mill- jón blóðkorn að myndast á hverri sekúndu. að ógrynni af fiski er í djúpu höfunum? Mest af þeim fiski, sem veiddur er nú á dögum, er tekinn á grunni — minna en 30 metra dýpi, en rann- sóknir hafa sýnt, að urmull af fiski lifir á miklu dýpi. Bent er á það, i þessu sambandi, að við Pribilofeyjar i Beringsliafi kæpir um hálf fjórða milljón af sel, sem heldur sig að jafn- aði á mjög miklu dýpi. Reiknast svo, að þessi selahjörð þurfi kringum 1.800.000 lcstir af fiski á ári, að éta, en það er meira en nemur allri fisk- veiði við strendur Kyrrahafsins. Þessi fiskur sem selurinn étur er allur á djúpmiðum, sem fiskimenn nota ekki.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.