Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Page 13

Fálkinn - 16.05.1958, Page 13
FÁLKINN 13 — Þú mátt ekki verða reið, Antonía, en ég verð að segja þetta, þó að ég viti að þér falli það ekki. Hún leit spyi’jandi á hann. — Móðir þín er ekki alltaf sannleikanum trú, en eitt hefir hún sagt rétt. Þú veist ekki hvað Shardon gerði þessa nótt. Antonía hreyfði hvorki legg né lið og starði á börnin, sem voru á hlaupum skammt frá. — Ég veit að hann drap hana ekki. Hann sagðist ekki hafa gert það. — En það er engin sönnun, góða Antonía! — Ég veit það. En þetta er satt. Martin yppti öxlum og virtist hafa gefist upp við að koma fyrir hana vitinu. — En þú verður að játa, Martin, að fólk getur verið saklaust þó að sægur af likum mæli á móti því. Eins og til dæmis þetta með mig. — Það er allt annað. — Hvers vegna er það allt annað? — I fyrsta lagi hafði hann gilda ástæðu til að myrða hana. Ég veit vel, að það er engin sönnun, en ef þú kæmir innan um fólk og segðir: „Shardon hefir drepið konuna sína“, þá mundu níu af hverjum tíu segja „ómögu- legt“. Sem sagt, þetta er engin sönnun ,en maður getur ekki annað en tekið eftir því. Hún svaraði ekki og hann hélt áfram eftir nokkra stund: — Ég varð að segja það — þin vegna, Antonía. — En það mundi ekki gera neinn mismun, hvort sem er. — Hvað áttu við? Hvað mundi ekki gera neinn mismun? — Ég mundi elska hann jafn heitt þótt hann hefði myrt hana. — Antonía! Martin starði á hana. — Það er nokkuð til, sem heitir siðferðistilfinning, og morð er morð. Maður getur ekki fyrir- gefið það. — Jæja, við skulum ekki tala meira um það. Hann er ekki morðingi, ég veit það. Martin hætti með semingi við spurninguna sem hann hafði á vörunum, en sagði í stað- inn: — Hvað ætlarðu nú að gera? Þú varst að koma frá Santock málaflutningsmanni, eða var það ekki? — Jú, og þú ætlaðir þangað? — Það er engin þörf á því nú. Erindið var að fá að vita hvar þú værir niðurkomin. Hvar áttu annars heima? — Heima hjá þér? — Já. — Hvað segja foreldrar þínir um þetta? — Foreldrar mínir? — Já. Eiga þau ekki bágt með að melta þetta? — Æ, ég á ekki heima hjá þeim. Ég átti við að ég ætti heima i Banstead. — Hjá Shardon? Drottinn minn, Antonía! Það er ekki viðlit að þú verðir þar. Hugsaðu Getur þú hjálpað manninum að komast gegnum völundarhúsið? þér ef hann yrði dæmdur! — Hann veröur ekki dæmdur. Geturðu ekki hætt þessu? Ég var þar þegar hann fór, og ég ætla mér að vera þar þegar hann kemur. — Jæja, sagði Martin og reyndi að taka þessu karlmannalega. — Viltu borða hádegis- verð með mér? Hún þáði það, því að einhvers staðar varð hún að borða, og þá var skárra að borða með Martin en alein. En hún vissi að hún mundi ekki verða sérstaklega skemmtilegur borð- félagi, og undir eins og þau höfðu fatast sagði hún, að nú yrði hún að fara til Banstead. — Þú vilt ekki athuga þetta — að flytja í borgina? Ef þú vilt ekki fara heim tii for- eldra þinna þá ... — Nei, Martin. — Jæja, þá það. — Það — það er ekki neitt, sem ég get gert fyrir þig? Hann virtist fremur stuttur í spuna, og nú fann hún allt í einu, að þessi erki-þrái hennar hlaut að vera þreytandi til lengdar. En henni fannst ein- dregið, að spurning hans stafaði fremur af skyldurækni en einlægri löngun til að hjálpa henni. — Nei, ekki neitt — þakka þér fyrir, svar- aði hún. — Þú varst ofur vænn og nærgæt- inn við mig. Verðurðu lengi í London? — Nokkra daga. Ég síma til þín og kveð þig. Hún gaf honum simanúmerið sitt í Ban- stead, og þá rann honum í skap aftur, og svo fór hún frá honum — léttari í lund en henni hafði nokkurn tíma dottið í hug að hún væri, er hún væri að skilja við Martin. DAG SKYLDI AÐ KVELDI LOFA ... Lestin til Banstead stóð við á hverri stöð og henni fannst hún vera helmingi lengur en venjulega á leiðinni. Hún var þreytt þegar hún kom heim — svo þreytt að þegar Enid opnaði dyrnar og spurði með hluttekningu: — Er nokkuð nýtt að frétta, frú? iangaði hana mest til að fleygja sér á stól og fara að hágráta. — Nei ,það er ekkert að frétta, Enid, sagði hún stillilega og fór beint upp í herbergið sitt — eða réttara sagt Max. Hún var lengi að fara úr kápunni og taka af sér hattinn, hún strauk hendinni um mjúk- an feldinn, hengdi hann gætilega inn í skáp- inn, færði ýmislegt smádót til á snyrtiborð- inu og reyndi að ímynda sér að hún ætti margt ógert. En þarna var ekkert sem hún gat tekið sér fyrir hendur og hún gafst upp við að reyna það. Hún stóð eins og hengsli á gólf- inu og gat ekkert aðhafst. Hún hafði farið og talað við málaflutningsmanninn, hún hafði boðist til að gera það sem þyrfti að gera, og hún hafði meira að segja fengið tækifæri til að útskýra fyrir Martin hvernig í öllu lá. Og nú var ekkert ógert. Það eina sem hún gat gert var að rifja upp fyrir sér þetta vandræðamál — aftur og aft- ur. Og í hvert skipti sem hún gerði það varð henni enn ljósara en áður, að það eina sem hún hafði reynt að gera fyrir Max, sakleysis- sönnunin sem hún hafði huggað sig við í ör- væntingunni, hafði orðið gagnslaus, vegna þess að hann hélt að hún elskaði Martin ennþá. Hún stundi hátt og fleygði sér á rúmið. í bréfinu til Martins hafði Max svo að segja játað, að þetta væri fyrirfram ákveðinn leik- ur. Og nú varð ekki betur séð en að loðkáp- an og bíllinn væri aðeins mútur. Hún fór að hágráta við tilhugsunina um að fallegi, Ijós- græni bíllinn gerði sitt til að varpa skugga á Max. Hún grét lengi — hikstaði og snökti eins og barn. Loks lagði hún handlegginn undir kinnina, þurrkaði af sér tárin og sofnaði af þreytu. Hún vaknaði nokkru síðar og sá að farið var að skyggja. Nú mundi ungfrú Smith bráð- Niöurlag í nœsta blaöi. FÁLKINN — VIKUBLAf) MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1 !4—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Iljaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Hraðsending.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.