Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Side 14

Fálkinn - 16.05.1958, Side 14
14 FÁLKINN Sloan Wilson er ungur rithöfundur, 30 ára aðaldri. Hann var hermaður í síðasta stríði, en er nú kennari í enskri tungu og bókmenntum við háskólann i Buffalo. Grá- klæddi maðurinn kom fyrst út 1956 og liefir lengi verið metsölubók um öll Bandaríkin. Páll Skúlason ristjóri þýðir bókina á islensku. Maí-bók Almenna bókafélagsins eftir ameríska rithöfundinn SLOAN WILSON Gráklæddi maðurinn fjallar um ungan heimilisföður, Tom Rath, sem býr ásamt Betsy, ungri og fallegri konu sinni, og þremur börnum í lélegu húsi í Westport. Tom er vel gefinn maður með miðlungs tekjur, en húsið er orðið of lítið, og þessi ungu hjón dreymir, eins og titt er, um hærri laun, betri íbúð og háskólanám barnanna. Stríð Toms fyrir bættum kjörum verður allsögulegt og áhyggjur þungar. — Margar minnisstæðar persónur koma við sögu, m. a. hinn ógleymanlegi milljónamæringur Hop- ( Gráklœddi < maðurinn kins, sem hugsar ekki um neitt nema vinnu sína, dag og nótt, 365 sólarhringa á ári. Bókin er bæði gamansöm og spennandi, og allir, sem lesa hana, hafa áreiðanlega mikla ánægju af. Þarna er lýst ungum hjón- um eftir stríðið og lífsbaráttu þeirra betur en i nokkurri annarri bók, sem við höfum kynnst. Fæst i öllum bókabúðum. Er til afgreiðslu hjá umboðsmönnum og á afgreiðslunni Tjarnargötu 16. NÓTT YFIR NAPOLI. Frh. af bls. 3. Jón Sigurbjörnssyni, sem hefir sett „Nótt yfir Napoli" á svið. Samleik- urinn er prýðilegur og leikhraði ágæt- ur, svo að Jón hefir mikinn heiður af sinu verki. Jovinehjónin (Brynjólf- ur og Helga) fara með lang veiga- mestu hlutverkin og skila þeim með ágætum vel. Það er þrauthugsaður leikur hjá báðum og skapbrigði Ami- liu koma snilldarlega fram i meðferð Helgu Valtýsdóttur. Um önnur hlut- verk er minna að segja. Þó vcrður að geta þess sérstaklega hve Sigríði Hagalin tekst vel upp, þar sem mest liggur við. Og Steindór Hjörleifsson leikur vandasamt hlutverk af ágætri kunnáttu og vandvirkni. Þetta umhugsunarverða leikrit á vafalaust eftir að verða mörgum Iðnó-gestum til mikillar ánægju. * —O— LUX heldur góðum fatnaði sem nýjum Notið ávallt LUX SPÆNI þegar þér þvoið viðkvæman vefnað. X-LX 693-814 FRAMHALD AF BLS. 5. aði happi yfir að losna við þau. Þvi að nú voru honum allir vegir færir, hann var einn um hituna og réð öllu Rómaríki. EKKJAN LIVIA. Nú hélt Octavianus til Rómaborgar sem sigurvegari. Ekki lét hann krýna sig til konungs, en kallaði sig enn Cæsar. Og það nafn fékk smámsaman lýsinguna keisari, og helst það síðan. Nafn hinna mörgu keisara, sem síðar hafa lifað er i raun réttri nafn Cæs- ars. Octavianus hafði á yngri árum ver- ið harður í horn að taka og fylginn sér og ekki miskunnargjarn. Hafði hann látið drepa þúsundir manna, sem hann taldi sér stafa hættu eða mein að. En eftir að hann var orð- inn einvaldur breyttist liann mjög. Hann gerðist mildur, sáttfús og þolin- móður og náði fljótt vinsældum þjóð- arinnar. Svo giftist hann hygginni ekkju, sem Livia hét. Og Octavianus breytti um nafn er hann var orðinn keisari, og tók sér nafnið Águstus. Ágústmánuður er skírður eftir horium, á sama hátt og júlí ber nafn Júliasar Cæsars. í herferðum Cæsars höfðu Róm- verjar lagt undir sig allt Frakkland og komist austur yfir ána Rín, inn í Þýskaland. Ágústusi lék hugur á að auka ríki sitt og leggja undir sig Þýskaland og sendi því her manns norður fyrir Alpafjöll til að halda Germönum i skefjum og hafa eftirlit með verslunarleiðum Rómverja norð- ur í álfuna. Þær leiðir lágu um Þýska- land alla leið norður að Eystrasalti og til Norðurlanda. Og ófriðsamt var viða á landamærum hins rómverska skattlands Gallíu, eða Frakklands. Nú var rómverskur her, öflugur, gerður út til að stilla til friðar. Átti hann orrustu, undir stjórn Varus hers- höfðingja, við Germani i Tevtoborg- arskógi og beið hinn lierfilegasta ó- sigur. Germanir sendu Ágústi höfuð Varusar til Rómaborgar, til að ögra honum. Þetta fékk mjög á Ágústus, og óp hans: „Fáðu mér aftur herskar- ana mina, Varus,“ er orðið frægt i mannkynssögunni. En að þessu frátöldu varð rikis- stjórn Ágústusar farsæl. Friður var góður í ríkinu og landið rétti við og blómgaðist eftir undanfarandi lang- vinnar styrjaldir. Betra skipulag komst á æðstu stjórn rikisins og verslunin blómgaðist. Rómverjar græddu fé og bar borgin þess merki, þvi að ýmsar frægustu byggingar hennar voru reistar um þessar mund- ir —- marmarahallir, musteri, leikhús og baðstaðir, en listamenn áttu góða daga og skáld og sagnfræðingar slcrif- uðu rit sem enn halda uppi orðstir hinnar latnesku menningar. Livia drottning átti son af fyrra liiónabandi, sem Tiberius hét. Hún linnti ekki látum fyrr en Ágústus hafði gert hann arfgengan, og heppn- in var með Liviu, l)vi að um sama leyti lagðist Ágústus á banasæng. Sögur ganga um það, að hann hafi verið í afturbata eftir veikindin, en ])á liafi Livia gefið honum eitraða fíkju og það riðið honum að fullu. Á hann að liafa sagt á banasænginni: „Hefi ég ekki leikið hlutverk mitt vel?“ — „Jú,“ svöruðu þeir. „Klappið þið þá, því að nú er leikurinn úti,“ sagði Ágústus. * —O—

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.