Fálkinn - 20.06.1958, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Mesta iðjuver landsins
sements verksmið j an
tók til starfa siðastliðinn laugardag
Yfirlitsmynd. Frá vinstri: Sementsgeymsluturn, efnisgeymsla, færiband, leðjuturnar og skorsteinninn lengst til hægri.
Ásgeir Ásgeirsson forseti afhendir Ágústu Þorsteinsdóttur
„Pálsbikarinn".
»PdbMkarinii« - gjöf forata ísM
Sundméistaramót Islands, seni fram
fór á Akureyri um fyrri helgi, var
með hinum mesta glæsibrag og fram-
kvæmdin öll Akureyringum til mikils
sóma. Forsetalijónin voru heiðurs-
gestir mótsins. Ávarj)aði forsetinn
mótsgesti þar sem liann ræddi um
nytsemi sundiþróttarinnar, gat um af-
rek forfeðranna og minntist þess
manns, sem átti mestan og drýgstan
þátt í þvi að hefja sundið aftur til
þeirrar virðingar, sem því ber með
eyþjóð eins og íslendingum — Páls
Erlingssonar. Frumherjar þurfa ætíð
að yfirstíga marga erfiðleika. en Páli
tókst með ódrepandi áliuga og eld-
móði að koma meginþorra manna í
skilning um, að það væri ekki vansa-
laust unguin mönnum og konum að
kunm ekkert til sundmenntar. geta
„bjargað sér“ hvernig sem á stæði.
Forsetinn aflienti Sundsambandi
íslands að gjöf fagran bikar, er bera
skyldi nafnið „Pálsbikarinn" til
minningar um Pál Erlingsson. Skyltii
um liann keppt á hverju Islandsmóti
í sundi og sá eða sú hljóta. er ynni
besta afrek mótsins samkvæmt stiga-
töflu Sundsambandsins. Erlingur
Pálsson, formaður S.S.Í., sonur Páls
Erlingssonar, veitti bikarnum mót-
töku fyrir hönd sambandsins og
þakkaði gjöfina.
Fyrst til að vinna „Pálsbikarinn"
var kornung stúlka, Ágústa Þorsteins-
dóttir úr Reykjavík. Hlaut hún hann
fyrir afrek sitt í 100 metra skriðsundi,
1.08,1 mín., sem gefur 808 stig. Einar
Kristinsson vann annað besta afrekið,
náði 0.00,9 mín. í 400 m bringusundi,
sem gefur 858,5 stig. Þriðja besta af-
rekið var 100 metra skriðsund Péturs
Kristjánssonar, 59,7 sck., sem gefur
858 stig. Öll eru þau félagar í Ármanni
í lleykjavik. Forseti íslands afhenti
Framhald á bls. 14.
Síðastliðinn laugardag lagði forseti
íslends, Ásgeir Ásgeirsson, hornstein-
inn að Sementsverksmiðjunni á Akra-
nesi, sem verður mesta iðjuver lands-
ins, en siðan kveikti iðnaðarmálaráð-
herra, Gylfi Þ. Gíslason, i aðalofni
verksmiðjunnar í fyrsta sinn og tók
hún þar með til starfa.
Rúmlega tvö ár eru síðan hafist var
handa um að reisa sementsverksmiðj-
una og hefir verkinu miðað vel áfram
þar sem hér er um að ræða hið mesta
mannvirki. Athafnasvæði verksmiðj-
unnar er um 4 hektarar, en stærsta
byggingin þar, vöruskemman, er 110
þús. rúmmetrar, og skorsteinn verk-
smiðjunnar er liæsta mannvirki á
Islandi, 70 metrar.
Fyrst í stað verður eingöngu fram-
leitt sementsgjall, en það myndast,
þegar hráefnið hefir verið hitað i
hinum geysimikla ofni verksmiðjunn-
ar allt upp í 1450 stig. Vænta má svo
að fullunnið sement komi frá verk-
smiðjunni eftir nokkrar vikur. Lág-
marksafköst eiga að vera 75 þús.
lestir á ári, Portlands- og Puzzoiau-
sement. Til þess ag gernýta hráefnið
verða þar einnig framleiddar 20 þús.
smálestir af 95 prósent áburðarkalki.
Gert er ráð fyrir að við verksnhðjuna
vinni 70—80 manns, þegar vinnsla er
hafin af fullum krafti. Af þeim munu
um 50 vinna beint að sementsfram-
leiðslunni, en auk þess þarf skrif-
stofufólk og sérfræðinga til stöðugs
eftirlits. Sérstök rannsóknarstofa
verður við stofnunina.
Vélakostur sementsverksmiðjunnar
er allur smíðaður í Danmörku hjá
F. L. Smidth & Co. i Kaupmannahöfn
og hafa verkfræðingar og aðrir sér-
menntaðir menn frá þvi fyrirtæki
unnið við uppsetningu véla og smíði
frá byrjun. Einnig munu þeir starfa
við hana fyrst í stað eftir að hún lief-
ir hafið vinnslu.
Hráefni það, sem verksmiðjan not-
ar, er nær eingöngu islenskt. Skelja-
sandi er dælt af botni Faxaflóa úr
óþrjótandi námu, er þar virðist vera,
og líparít er tekið inni í Hvalfirði.
Einnig þarf lítilsháttar gips, og er
það eina hráefnið, sem flytja verður
inn.
Til starfrækslu sementsverksmiðj-
unnar þarf um 2000 kílówött raf-
Framhald á bls. 14.
mmm
Til vinstri er efnisgeymsla, en t. h. færiband. Neðst og l'remst á mynd-
inni sér í sandtrektina.