Fálkinn - 20.06.1958, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
þessum læk. Ég tók um daginn gúmmí-
slöngu og skjólu og fór að mæla það,
og taldist til að vatnsmagnið væri
sjötíu og fimm þúsund lítrar á sólar-
hring.
Það var gott að koma inn í hlýjuna
í stofunni og volgra sér að innan á
sjóðlieitu kaffi.
— Því miður hefi ég ekki kökur,
sagði hann. — Ég nota þær lítið.
Það var auðséð að þarna bjó náttúru-
kær maður. Á einu borðinu stóðu mörg
blóm í pottum, og blóm héngu niður
frá pottum, sem stóðu á syllum uppi
undir lofti. Fyrir utan liéngu tólgar-
molar i bandi, handa snjótittlingun-
um að kroppa í, og við hliðið pallur
með fuglamat og þar var hópur að
„Tradewind“ frá Kristanssandi, minnsti opni báturinn, sem siglt hefir vestur yfir Atlantshaf. Hann er nú á
safni í Decorah, Iowa.
Yiir Atlantshaí - í 25 feta bát.
Frækileg sjóferð fyrir 25 árum.
Það var 15 stiga frost janúardag-
inn sem ég lagði upp frá Stórurúst
inn i Víðadal. Hin stórfenglega nátt-
úrufegurð lá í dvala, hvergi heyrðist
fugl tísta, jafnvel niðurinn í ánni
heyrðist ekki undir ísnum. Eina liljóð-
ið sem lieyrðist var marrið undan
skónum mínum og eina lífsmarkið
var refaslóð, sem lá í bugðum upp
fönnina milli snjóþungra grenitrjáa.
Sumsstaðar var snjórinn svo laus, að
tófan hafði sokkið í og dregist áfram
á kviðnum. Þá var slóðin eins og
renna.
Ég var á leið inneftir til að hitta
Hans Hamran — einbúann og spek-
inginn ,sem bafði á ynsri árum verið
talsverður ævintýramaður. Hann hafði
veitt sel norður i Hvítahafi, siglt um
sjö heimshöf á amerískum skipnm og
lioggið timbur í Ontario. En það sem
ég ætlaði mér að fá hann til að segja
mér frá var ferðalág hans og Haralds
bróður hans er þeir fóru frá Kristi-
anssandi til Chicago í opnum bát.
Hamran var spurður spjörunum úr
í norska útvarpinu í fyrrasumar og
um það leyti áttu blöðin tal við hann.
Þar var talað um einbúalíf hans uppi
i óbyggðum, um litla rauða liúsið sem
hann byggði sér á nokkrum vikum,
um garðinn hans og öll blómin þar,
um vefstólinn sem hann smíðaði sér
og notar mikið, um mynstrin sem
liann tciknar og litina sem hann
blandar, og þar var sagt frá að hann
ætti Bibliuna á fjórum tungumálum
og að hann hefði liænt að sér tófu,
sem át úr lófanum á honum.
En um Atlantshafsferðina hans var
ekki sagt eitt einasta orð.
Hvers vegna ekki?
Vegna þess að enginn spurði um
hana.
Hans Hamran er lítið fyrir að gorta
af afrekum s'num. Helst vill hann
ekki minnast á þau.
Ég var hálftíma að komast heim að
húsinu hans. Það stendur í skógar-
rjóðri og var á kafi í snjó. Hinumegin
við stiginn var grottafúið sel-eldhús
en í baksýn gnæfði Hádegishnúkur
1285 metra yfir sjó og byrgði fyrir
sólina. Það var hálfrökkvað þarna,
þó þetta væri um miðjan dag.
„Einbúi“ stóð grafið á fjöl yfir
dyrunum. Ég barði en enginn svar-
nði. En reykinn lagði upp úr stromp-
inum og þynntist og varð að engu áð-
ur en hann komst upp að grenitrjáa-
toppinum, svo að húsbóndinn gat
ekki verið langt undan.
Ég var i þann veginn að kalla þeg-
ar maður kom öslandi fram úr skóg-
inum spölkorn fyrir ofan; langur,
kraftalegur maður, toginleitur en þó
glettinn á svip. Hún hélt á öxi og
skóflu. Ég gekk á móti honum og við
kynntum okkur. Þetta var Hans
Hamran.
Ég var í vafa um hvernig hann
mundi taka því ef ég færi strax að
spyrja um Ameríkuferðina, þess vegna
minntist ég á refaslóðina, sem ég
hefði séð.
— Ojú, það er mikið af ref i skóg-
inum. Og hreysiketti. Og mér þykir
vænt nm það, ])ví að án þeirra mundi
vera krökkl af rotlu og mús.
— Þeir segja að björn sé hérna
lisa? .
— Jú, það er líklega svo, sérstak-
Joga í berjí timanum. Þá sé ég oft ný-
legan bjarnarskít. Það er mikið í hon-
um af tieilum bláberjum og tituberj-
um, svo að björninn meltir auðsjáan-
lega ekki allt sem hann hámar í sig.
Ég benti á öxina og skófluna. Til
hvers var hann með það þarna?
— Lækurinn þarna uppi i brekk-
unni er að frjósa, svo að ég verð að
halda lionum opnum. Annars mundi
hann stíflast og flæða niður á stiginn
og hingað heim að kofanum. Það er
ekki smáræði, sem kemur fram úr
tína í sig. í einu stofuhorninu stóð
bókaskápur, fullur af ritum um heim-
speki og trúmál, aðallega á ensku og
norsku. Og þarna lá líka mandólín.
Nú fannst mér kominn tími til að
minnast á Atlantshafsferðina.
— Það er svo langt síðan að ég er
búinn að gleyma öllu því smávægi-
legra úr þeirri ferð, svaraði hann eins
og hann vildi færast undan.
— Reyndu það samt. Bráðum eru
tuttugu og fimm ár síðan, og ekki
vert að gleyma afmælinu.
— Jæja þá. Við Haraldur bróðir
minn vorum tiltölulega ungir og æv-
intýrahnéigðir þá. Hann var fertug-
ur, ég 31. Okkur hafði lengi langað
til að sigla yfir Atlantsliafið í opnum
bát. Við vorum ekkert hræddir um
að það mundi fara illa, við vorum
fæddir í Bálsfirði í Troms, og þar
fara krakkarnir að fást við báta um
leið og þeir læra að ganga. Auk þess
höfðum við báðir verið til sjós. Við
pöntuðum okkur bát suður í Flekku-
firði, og unnum sjálfir að smíðinni
til þess að fá liann ódýrari. Ilann var
25 feta langur, smíðaður úr furu og
með toppsegli, fokku og klýfi. Til þess
að sjórinn skyldi ekki skola okkur fyr-
ir borð þegar við sváfum, gerðum við
hlif lir plægðum borðum yfir stafn-
rúmið og lögðum segldúk yfir.
Við kærðum okkur ekkert um hreyf-
ih Áformað var að fara svo sunnar-
lega yfir Atlantshafið að við gætum
íengið vind og straum mcð okkur.
Norðaustan-staðvindurinn er nokkuð
áreiðnnlegur. Það kemur að vísu fyrir
að lognkaflar koma, eða vindurinn
snýst á áttinni, en það er aldrei lengi
í cinu. Við skírðum bátinn „Trade-
wind“.
Við höfðum með okkur eins miklar
vistir og efni stóðu til. Og enda meira.
Fólk var svo hjálpsamt við okkur. Sér-
staklega man ég eftir Stumpt slátrara
i Kristianssandi, hann gaf okkur svo
mikið af kjöti og bjúgum, að við höfð-
um nóg af því alla leið.
Þann 26. mars vorum við fcrðbúnir.
Það var hundkalt þann daginn og
þunnur is á allri höfninni. Okkur tókst
samt að tosa „Tradewind“ út á opinn
sjó og svo settum við upp segl og tók-
um stefnu suður á Norðursjó.
Það var stinnings kaldi og við átt-
um erfitt með að halda lágum og
breiðum bátnum upp í vindinn. Og
okur rak sífellt austur á bóginn svo
Hans Hamran er nú einsefumaðuruppi í skógi í Víðidal. Hér stendur
hann við skýlið, sem hann hefir gert handa snjótitlingunum.