Fálkinn - 20.06.1958, Blaðsíða 6
6
F A L KIN r
Olíuskipakóngarnir — III.
Með milljónir að bakhjarli.
HJÁ SAUD KONUNGI.
Árið 1954 fór Tina Onassis með
manni sínum i siglingu til austurlanda
á skemmtisnekkjunni „Christina“.
Skip jjetta er 1800 lestir og með 40
manna áhöfn. Þar eru 14 svefnklefar
og er bað með hverjum klefa.
Ari og Tina Onassis fóru til Saudi-
Arabiu, Sýrlands og Sudan. Þau höfðu
flugvél um borð og fóru langar ferðir
inn i land á henni.
Það var mikið talað um þessa ferð.
Meðal annars var sagt að Tina hefði
búið í konunghöllinni hjá Saud, með-
an maðurinn hennar var að gera við-
skiptasamninga viðvíkjandi oliuskip-
um. Það er ekkert ieyndarmál að sam-
band Onassis við austurlanda póten-
táta opnaði honum dyrnar að hinum
dularfullu arabisku „bæjum“, sem
livitir menn liafa aldrei fengið að
koma í áður. Tina kom á marga staði,
sem engin hvít kona — eða konur
yfirleitt — hafa séð.
En mest þótti henni gaman að fá
að sofa eina nóttina i tjaldi úti í eyði-
mörkinni. Það var svoddan nýnæmi
fyrir dóttur milljónamæringsins Stav-
ros I.ivanos að hafa ekki þak yfir
höfði sér.
VIÐ EIRUM HVERGI.
— Fyrsta heimili mitt var í húsi
mannsins míns við Oyster Bay á Long
Island, segir Eugenia Niarchos. —
Það er eiginlega sumarbústaður, en
við erum svo sjaidan í New York á
sumrin.
Og nú fóru Niarchoslijónin að svip-
ast eftir bústað í New York. Þau sáu
þriggja herbergja íbúð, á efstu hæð
í sextán hæða leiguhúsi, og fengu
hana. Eugenia fór þegar að kaupa
sér innbú.
— Maðurinn minn hefir ekki meira
gaman af neinu en að kaupa húsgögn,
segir hún. — Ilvenær sem hann sér
eitthvað verulega fallegt kaupir liann
það undir eins. Og oft förum við út
saman til að leita uppi einhverja
gamla muni. Og þegar við loksins höf-
um komið skipun á heimilið, er sjald-
gæft að við breytum því nokkuð sið-
ar. Hvort við verðum leið á húsgögn-
unum okkar? Hvernig ættum við að
verða það? Við erum sjaldan svo lengi
á sama stað að við getum orðið leið
á umhverfinu.
í árslok 1949 fluttust fjölskyldurn-
ar til Englands og settust að á Clar-
idge Hotel í London, sem er eitt af
bestu gistihúsunum í Evrópu. Ari og
Tina bjuggu líka á Claridge, en —
vitanlega — ekki samtímis Niarchos
og Eugeniu. Þessir svilar og keppi-
nautar forðast sem mest að hitta hvor
annan.
Árið 1950 fóru Eugenia og maður
hennar til St. Moritz til að iðka vetr-
aríþróttir. Þau settust að á Palace
Hotel, einu dýrasta gistihúsi Evrópu.
Þar fóru þau snemma að hátta en fóru
á fætur í óttu, eins og iþróttafólk á
að gera. Þeim þótti mjög gaman að
ganga á skíðum.
Að ósjálfráðum ástæðum urðu þau
þarna lengur en gert hafði verið ráð
fyrir. Stavros Niarchos fótbrotnaði
og lá rúmfastur í tvo mánuði. En hann
var sístarfandi eins og áður og ráð-
stafaði kaupsýslumálum sínum úr
rúminu.
Eugenia fór til New York til að ala
barn, það var Philip. Hann var ekki
nema sjö vikna þegar hún fór með
hann til baka til Sviss.
HVE MÖRG HÚS?
Onassis fór til Coté d’Azur 1950,
og leigði þar Chateau de la Croé, sem
er ein fegursta höllin við Rivieruna.
Stavros og Eugenia leigðu Chateau de
la Garoupe við Cap d’Antibes. Þrem-
ur árum síðar keypti Niarchos
Chateau de la Croé.
— Stavros keypti það ekki til þess
að ná því frá Ari, segir Eugenia og
hlær. — Ég kann allar sögurnar, sem
liafa verið búnar til um það, en það
er ekki vert að leggja trúnað á þær.
Annars búa þau hjónin aðallega í
útbyggingu hallarinnar. — Það er
umsvifaminna að lialda öllu hreinu
þar, og miklu skemmtilegra og þægi-
legra, segir hún.
Þetta gerðist um sama leyti sem
Onassis var að kaupa upp Monte
Carlo. Þau hjónin útveguðu sér lúx-
usibúð í bænum, en ofast nær voru
þau um borð i skemmtiskipinu
„Christina". — Þar á ég heima, segir
Tina.
Niarchos hefir líka keypt sér hús
i Paris. Ljómandi fallegt ’gamalt hús,
sem hefir verið dubbað upp og er
ljómandi skemmtilegt, segir Eugenia.
— Og svo eigum við hús á Bermunda.
Við sáum það þegar við komum þang-
að 1949 og maðurinn minn keypti það,
en við höfum aldrei búið þar.
Þegar hún var spurð hvernig hún
færi að þvi að halda svona mörgum
heimilum í standi, kom það á daginn
að hún hefir færra þjónustufólk en
maður skykli lialda. — Þegar við kom-
um til New York ráðum við aðeins
fólk til skamms tima — þá fær mað-
ur duglegt fólk. Ferðir okkar fara
eftir árstíðum. Okkur fellur vel að
vera í New York á haustin, í Sviss
á vetrum, London og París á sumrin
og við Riveruna á sumrin.
Niarchos er miklu meir með kon-
unni sinni en Onassis er með Tinu.
Onassis ferðast miklu meir en svili
lians.
En hvenær sem Ari og Tina eru
ekki saman símar hann til hennar
stundvíslega klukkan hjálfsjö á kvöld-
in. Þau tala saman daglega — yfir
þvert Atlantshaf, frá Arabiu til Sviss,
frá Afríku til „Christina“. — Einu
sinn liittust þær Eugenia og Tina að
óvörum á Idlewild-flugvellinum i
New York. — Við vorum báðar á leið
til Evrópu, segir Eugenia — og ekki
með sömu flugvélinni. Tina fékk skipt
um farscðil og fór með sömu vélinni
og ég, og jietta er eitt af þeim fáu
skiptum sem við höfum ferðast saman
eftir að við giftumst.
Af tilviljun fór bróðir þeirra um
sama leyti með annarri flugvél svo að
þau hittust öll í París.
TINA OG IIVALSKUTLARARNIR.
Systurnar jireytast aldrei á að scgja
frá ferðalögum sinum. Ein skrítnasta
ferð Tinu var sú, er hún heimsótti
hvalaskip Onassis suður i ísliafi. —
Við vorum á hvalveiðum i hálfan mán-
uð. Ég reyndi að skutla lival, en
heppnin var ekki með mér. Ég hitti
aldrei. Það var helst að sjá að hvala-
skyttan hefði gaman af þessu, svo að
ég sagði við hann, að ég hefði ekki
séð hann liitta heldur. Þá varð hann
reiður. Svo leið og heið og einn dag-
inn þegar við Ari og gestir okkar
vorum uppi á þilfarinu hleypti skytt-
an af. Það þótti mér merkilegt að
sjá.
— Hann skaut tvo hvali i sama
skotinu. Skutullinn fór gegnum lival-
inn og drap þann næsta, segir Tina.
Svo flugu þau til Perú frá móður-
skipinu. Þegar þau komu á flugvöllinn
i Lima leit Tina bænaraugum lil
mannsins síns.
— Hvað viltu núna? sagði hann.
— Mig langar svo mikið til Cuba,
cinmitt núna.
— Hann tók í höndina á mér, segir
Tina, og leiddi mig að fyrstu flug-
vélinni, sem átti að fara til Cuba. Ég
vissi að hann var önnum kafinn, —
en svona er hann. Við komum til
Cuba farangurslaus. En þegar farang-
urinn kom hálfum mánuði síðar, var
enn hvalslýsislykt af honum.
Ari Onassis minntist ekki einu orði
á það við konuna sína, að liann átti
í alvarlegum brösum við Perú-stjórn-
ina einmitt þá.
Stavros Niarclios talar hins vegar
oft um kaupsýslumál við konuna sína.
— Hann úlmálar fyrir mér áform sín
og hugmyndir, segir Eugenia. — Ekki
af því að ég geti gefið honum nokkur
heilræði — óg botna ekkert í þessum
flóknu hugmyndum hans — heldur til
þess að láta mig fylgjast með.
Margar konur segja það sama, þó
að það séu smærri uppliæðir, sem
niennirnir þeirar tala um.
Eugeniu Niarchos er illa við að
skíra skip. Hún segist vera svoddan
klaufi að halda ræður.
SKARTGRIPIR OG FÖT.
Báðar systurnar hafa gaman af
skartgripum. Uppáhalds djásn Tinu
er armband i nöðruliki, alsett smar-
ögðum og demöntum. Það er rússneskt
og Onassis komst yfir það hjá forn-
gripasala.
En uppáhald Eugeninu er hringur
með stórum turkis Ilann er ekki sér-
lega dýr og ekki í neinu hlutfalli við
auðæfi Niarchos, en henni þykir vænt
um hann samt. — Ég keypli hann
sjálf, segir hún. — Iiann rekur „vonda
augað“ á flótta. Ég er alltaf með hann,
og oftast nær kross með turkísum líka.
Eugenia hefir j)á trú, eins og margir
Grikkir, að turkísar bægi illum önd-
um frá manni.
Sama tiskuhúsið saumar kjólana á
Tinu og Eugeniu, og báðir mennirnir
þeirra 'láta sér mjög annt um lclæða-
burð þeirra, sérstaklega Niarclios.
Saud Arabíukonungur um borð í skemmtiskipinu „Christina", sem gestur
Onassis. Þeir sjást báðir á miðri myndinni. Onassis hefir gert mikla
verslun við Saud.
Onassis og frú Tina og börnin þeirra. Lengst til hægri er barnfóstran, sem
er frönsk.