Fálkinn - 20.06.1958, Page 8
8
FÁLKINN
Ekki
er
von
Ég tók fyrst eftir henni í biðsalnum
á flugvellinum, iiún sat þar ásamt
fleiri farþegum og bcið eftir að gjall-
arhornið segði hcnni hvað hún œtti
að gera.
Að einhverju leyti minnti hún mig
á Clare, en mér var ómögulegt að
segja livers vegna — þær voru alls
ekki líkar i sjón. Clare hafði verið
dökkhærð og þessi stúlka var ljós-
hærð. En bráðum sá ég í hverju svip-
mótið var fólgið — það var i æsku-
ljómanum og í hikandi voninni, sem
skein úr andlitinu.
Hún sat utarlega á stólbrúninni og
það var eitthvað öryggisleysi í drátt-
unum kringum munninn. Það var svo
að sjá, að hún væri ein síns liðs, og
ég fór að velta fyrir mér livert liún
ætlaði sér.
Ég var þrjátíu og fjögurra ára og
sæmilega ánægður og öfgalaus mað-
ur. Lífið hafði ekki leikið mig grátt,
nema i einu tilliti, og nú var orðið
+angt síðan. Samt varð ég bæði glað-
ur og angurvær. er ég sá stúlkuna,
sem sat þarna og vissi ekki einu sinni
að ég var til. Ég sagði við sjálfan
mig að ég væri ófyrirgefanlega bljúg-
ur i skapi, og að bráðum mundi þessi
stúlka standa upp og fara út, og ég
mundi aldrei sjá hana framar.
En hún fór ekki fyrr en ég, og mér
hló hugur í brjósti þegar ég sá að
hún ætlaði með sömu flugvélinni og
ég. Ég sat við hlið hennar í vélinni,
en það var nú af ráðnum hug en ekki
af tilviljun.
Ég sá strax að hún hafði aldrei
fiogið áður. Hún var hrædd og á-
hyggjufull. Hún hafði ekki lesið á-
minninguna um að spenna um sig
öryggisbeltin, og þegar flugfreyjan
kom og minnti hana á það, roðnaði
hún eins og barn, sem kennslukonan
hefir ávítað. Hún var skjálfhent þeg-
ar hún girti beltið, og ég hallaði mér
aftur í sætinu, og lét sem ég tæki ekki
eftir því. En það var hún, sem varð
fyrri til að tala, undir eins og flug-
vélin létti.
Rödd hennar var hreimfögur og
heit. Hún spurði óframfærin:
— Getið þér gert svo vel og sagt
mér hvenær við komum til Parísar?
Ég sagði henni það.
— Þakka yður innilega fyrir, sagði
hún.
Hún hallaði sér aftur og lokaði aug-
'unum, eins og hún hefði viljað gefa
í skyn, að hún væri ekki að fitja upp
á samtali við mig, en ég fann að hún
varð að tala við einhvern — að hún
varð að liafa samband við einhvern
til að róa sjálfa sig.
Flugvélin hallaðist snöggt og stúlk-
an kastaðist að mér. Ég heyrði að luin
tók öndina á lofti, og rétti fram hönd-
ina til að styðja hana.
— Þetta er hættulaust, sagði ég ró-
lega. — Við komum bráðum út úr
þessum misvindi, og erum lcomin til
Parísar áður en við vitum af.
— Já, auðvitað. Þökk fyrir. Þér er-
uð nærgætinn.
Hún rétti sig í sætinu og herti á
beltinu. Nú fór flugvélin að ganga
jafnar, en isinn milli okkar var brot-
inn. Hún sagði mér að hún liéti Janet
Merton, og að hún væri að fara til
Parísar í frí og til að hitta unnusta
sinn, sem starfaði við blað þar.
Ég hafði vcrið að segja henni að ég
hefði einu sinni verið blaðamaður, en
hefði farið að skrifa bækur i staðinn.
Hún sagði: — Þér þekkið hann
kannske. Tom Hargraves — hann
vann við blað í London.
Hún sagði þetta með barnslegri
státni, og ég fór að igrunda hvort ég
gæti munað eftir nafninu. Jú, þetta
var hnellinn náungi, mikið kvenna-
gull, mörgum árum eldri en hún,
hálf-franskur og sérfróður um frönsk
stjórnmál. Ég hafði aldrei þekkt hann
neitt að ráði og hafði heldur ekki vcr-
ið sérlega hrifinn af honum. Ég hefði
ekki háltíið, að hann væri maður sem
gengi í augun á henni, og fór að velta
fyrir mér hvernig þau hefðu kynnst.
Hún fór að hafa orð á því, að hún
væri ekki sérlega góð í frönsku. —
Ég lærði frönsku í skólanum, en þér
vitið hvernig það er. Ef — ég meina
þegar — ég á að eiga heima þar, verð
ég að læra málið til fulls.
Ég fullvissaði hana um, að henni
mundi ekki veitast það erfitt, en ég
tók eftir að hún sagði „ef“ og breytti
því svo í „þegar“. En ekki kom það
mér við. Hlutverk mitt, sem hjálpsams
förunauts — var bráðum á enda.
Hargrave mundi taka á móti henni á
flugvellinum, og þegar við vorum lcnt
hjálpaði ég henni með töskuna henn-
ar, muldraði einliver kurteisisorð og
skildi svo við hana.
Tollþjónninn tafði mig svo lengi að
ég varð síðasti maðurinn úr skoðun-
inni. Og þegar ég kom fram í biðsal-
irin var hún þar — alein. Hún virtist
í öngum sínum.
Ég fór til hennar og sagði: — Er
eitthvað, að? Get ég orðið yður að
nokkru liði?
Hún leit á mig og sagði ofur lát-
laust: — Hann kom ekki.
Röddin skalf og ég sá að augun
voru dimm af örvæntingu. Ég gat ekki
fengið af mér að skilja hana þarna
eftir hjálparlausa.
— Það getur verið að hann hafi
tafist, sagði ég vingjarnlega. — Blaða-
mcnnirnir ráða ekki alltaf yfir tím-
anum, eins og þér vitið.
— Nei, ég veit það, sagði hún.
— Ég sting upp á að þér verðið
mér samferða inn í borgina i strætis-
vagninum. Ef hann lvefir ekki haft
tima til að taka á móti yður hérna,
mun hann leita yður uppi í gistilnis-
inu. Hafið þér ckki pantað yður her-
bergi?
— Jú, það hefi ég gert.
En Hargraves var ekki i gistihús-
inu, og ég kom henni fyrir í herberg-
inu og fór að hringja öll númer, sem
hún gat vísað mér á — en árangurs-
laust. Hún stóð við hliðina á mér og
var að reyna að skilja það sem ég
sagði, en varð fölari og alvarlegri
með hverri mínútunni.
Ég gat ekki látið hana sigla sinn
sjó fyrsta kvöldið sem hún var í París,
svo að ég stakk upp á að hún skyldi
horða með mér miðdegisverð, og svo
skyldum við reyna að hafa uppi á
Hargraves á eftir.
ÉG reyndi að láta hana róast meðan
við vorum að borða, en taugar hennar
voru eins og þandar stálfjaðrir. Á
baugfingri hennar var hringur, sem
var dálítið of stór henni, og hún var
alltaf að snúa hringnum á fingrinum.
Við minntumst ekki á Hargraves.
Hún reyndi að vera alúðleg og ég
hrærðist af hinu alvarlega og hæ-
verska látbragði hennar. Jafn siðfág-
aðan og eðlilegan virðuleik er sjald
gæft að sjá lijá fólki á liennar aldri.
Það leið langur tími þangað til hún
sagði: — Haldið þér að við getum
reynt að hringja núna?
Ég hringdi aftur, en árangurslaust.
Eg fylgdi henni lieim í gistihúsið aft-
ur, gaf henni spjald með heimilis-
fangi mínu i París, og sagði að hún
— Ekki annað en það sem ég get
séð sjálfur, og það er mér nóg.
— Hefirðu týnt hjartanu?
— Nei, hvað ertu að bulla, sagði ég
ergilegur. — Hún er varla meira en
tvítug, og alein hér í París. Ilún kann
ekki orð i frönsku og Hargraves hefir
svikið hana. Ég kenni i brjósti um
hana, skilur þú það ekki? Kennir þú
aldrei i brjósti um neinn?
— Seisei-jú, sagði George. — Þcssa
stundina kenni ég í brjósti um þig,
drengur minn.
Hann fór að hlæja, en mér var alls
ekki lilátur i hug.
Sama kvöldið fór ég og heimsótti
Janet Morton.
— Ég kom til að. spyrja hvernig
yður liði, sagði ég.
Hún lyfti hökunni og reyndi að
bera sig borginmannlega.
— Þakka yður fyrir — mér líður
vel.
Ég herti upp liugann og sagði vin-
... Þegar ég kom fram í biðsalinn var hún þar — alein. Hún virtist í
öngum sínum ...
yrði að ná til min, ef hún þyrfti á þvi
að lialda.
Hún tók við spjaldinu, en brosti og
sagði: — Það kenmr ekki til þess. Þér
hafið verið einstaklega hugulsamur
við mig, og ég er yður mjög þakklát,
en nú vil ég ekki níðast á yður frek-
ar. Tom kemur áreiðanlega bráðum.
Hún brosti og reyndi að þykjast
hvergi hrædd, og ég varð að láta hana
sigla sinn sjó. En á leiðinni heim ein-
setti ég mér að reyna að finna
Hargraves.
George leit á mig frá hlið og sagði
dræmt: — Það var skrítið að þú
skyldir spyrja um það, Mark. Hann
er liorfinn.
— Horfinn? Hvað áttu við?
— Strokinn suður í lönd eða eitt-
hvað þess háttar. Hann er að eltast
við kvenmann. Hann var rekinn af
blaðinu hérna í París.
— Einmitt það, sagði ég.
Mér varð illt við tilhugsunina um
blessað barnið, sem komið var til
Parísar í fullu trausti til að liitta liann,
og sagði George þetta.
— Úr því að þú ert svona viss um
þetta, er best að ég segi henni það,
sagði ég. — Veslings stúlkan.
— Ekki mundi ég sletta mér fram
í það, sagði George. — Hvað veistu
eiginlega um þessa stúlku?
gjarnlega: — Þér skuluð eklci reyna
að blekkja mig, væna mín.
— Ó! Hún roðnaði og tárin komu
fram í augun á henni.
Og þá gerðist það. Hjartað varð
eins og krepptur hnefi í brjóstinu á
mér oe einhver rödd inni í mér sagði:
Elskan mín — ástin min! Georgc hafði
rélt að mæla, þorparinn sá!
— Ég þarf að segja yður nokkuð
... sem ég írétti lijá kunningja min-
um, sagði ég. — En við getum ekki
talað saman liérna. Komið iþér út með
mér — við skulum fá okkur kaffibolla.
Þegar við vorum sest í gildaskálan-
um, með kaffið fyrir framan okkur,
spurði hún rólega: — Eru þetta slæm-
ar fréttir?
— Hann er ekki í Paris, sagði ég.
— Hann er farinn. Og svo sagði cg
henni það, sem George liafði sagt mér,
með eins gætilegu orðalagi og mér
var unnt. Hún hvítnaði í framan en
sagði ekkert.
Ég laut fram og sagði vingjarnlega:
— Ekki er öll von úti, Janet. Þér
náið yður eftir þetta áfall, og svo
byrjar nýtt líf.
— Já, ef til vill, sagði hún lágt. —
Þakka yður fyrir að þér söguð mér
þetta — svona gætilega. Hún leit
þakklátum augum til mín — brosti
og stóð upp og bjóst til að fara. —