Fálkinn - 20.06.1958, Qupperneq 9
F ÁLKINN
9
Ég held að ég fari út að ganga dálitla
stund, sagði hún.
— Þá villist þér. Er yður ver við
að ég komi með yður?
— En þér ... þér hafið sjálfsagt
i>m annað að hugsa?
— Ekki neitt sem liggur á. Mig
'langar til að koma með yður. Ég skal
ekki tala neitt.
Hún kinkaði kolli og ég sá að henni
létti.
Við gengum lengi hlið við hlið án
þess að segja orð. Hverja götuna eftir
aðra. Ég var að reyna að finna eitt-
hvað til að segja, sem gæti hjálpað
henni, og fór að segja henni frá Clare.
Það var öðru vísi tilfelli, en mér datt
i hug að það gæti hjálpað henni til
að skilja, að maður lifir svona áföll
af. Svo sagði ég henni frá liinu stutta
en' liamingjusama hjónabandi minu
og Clare, sem fórst i bilslysi. Fyrst
h.élt ég að hún tæki ekki eftir því,
sem ég var að segja, en allt í einu
tók hún í höndina á mér og þrýsti
bana.
— Þótti yður mjög vænt um hana?
spurði hún.
— Já.
— En nú — núna eruð þér ham-
ingjusamur samt?
— Já. Ég hefi ekki gifst aftur, en
ég er hamingjusamur og ánægður. Og
það verðið þér líka.
— En þetta er ekki samskonar til-
fclli, sagði hún. — Þið elskuðuð hvort
annað og hún dó. Hún vildi ekki deyja.
Hún vildi ekki fara frá yður.
Ég sagði ekkert, og hún horfði á
mig og sagði með öndina í hálsinum:
— Æ, ég hefði ekki átt að segja þetta!
Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þvi,
sem hefir komið fyrir yður. Það var
hörmulegt. Þetta er ekkert börmulegt.
Ég hefi bara hlaupið á mig — það er
allt og sumt.
Hún tók upp vasaklútinn og þurrk-
aði sér um nefið. Ég vissi ekki hvað
ég átti að segja. Eg horfði ráðlalaus á
hana og þráði að taka utan um hana
og biðja liana að gráta upp við öxl-
ina á mér.
— Ég verð víst að fara að hugsa
um að komast heim aftur, sagði hún
eftir dálitla stund. — Það er tilgangs-
laust fyrir mig að verða liérna í Paris
eftir þetta.
— Því þá það? sagði ég. — Þér haf-
ið kostað upp á ferðina hingað. Og
þér eigið frí. Biðið þér og skoðið París
með mér.
Hún sagði á báðum áttum: — Þér
— þér hafið verið mér einstaklega
góður. En þér þekkið mig varla. Og
þér hljótið að hafa svo margt annað
að liugsa.
Ég hló. — Eg er frjáls eins og fugl-
inn. Síðasta bókin mín seldist illa og
ég hefi gott af loftslagsbreytingu. Þess
vegna fór ég hingað. Einn vinur minn
hérna liefir iánað mér íbúðina sína,
og ég hefi nógan tima.
Hún hikaði dálitla stund. Svo kink-
aði hún kolli og sagði hægt: — Þá
verð ég kyr. Og þakka yður innilega
fyrir.
EFTTR þetta vorum við saman dag-
tega. Og okkur leið vel saman. Við
hlóum og röbbuðum. Hún hafði auð-
sjáanlega einsett sér að reyna að sætta
sig við hvernig komið var og hafa
gaman af dvölinni, þó að hún væri
ekki með rétta manninum.
Ég sagði henni ekkert um tilfinn-
ingar mínar í hennar garð. Ég vildi
ekki vera sá næstbesti í tilveru henn-
ar. Þaning liugsaði ég, en það fór
öðruvísi. Ég hefði aldrei átt að láta
undan tilhneigingu minni — að fá að
vera einn með henni. Ég hafði íbúð
Andrés Lamarques, og það hefði verið
flónska af mér að bjóða henni ekki
heim.
Hún var fús tii að koma. Traust
hennar á mér var svo fullkomið, að
mér þótti nóg um. Ég hitaði kaffi en
hún skoðaði íbúðina og dáðist að mál-
verkum Andrésar.
Þegar ég hafði borið fram kaffið
og við höfðum kveikt í vindlingun-
um, sagði hún: — Nú man ég ailt i
einu að ég á ekki nema þrjá daga
eftir af fríinu. Það er liræðileg til-
hugsun.
— Jæja, þá hefir þér vonandi ekki
leiðst?
— Þetta hefir verið unaðslegt, svo
er þér fyrir að þakka. Ef einhver
hefði sagt mér fyrirfram hvað ætti
að koma fyrir — og að ég mundi verða
hér áfram og skemmta mér, mundi
ég aldrei hafa trúað því. Ég hefði
ekki getað gert það án þinnar hjálpar.
Ég get ekki lýst hve þakklát ég er
þér, Mark.
— Mér þykir vænt um að hafa orðið
að gagni, sagði ég.
Hún leit snöggt til mín og sagði
lágt: — Veistu að ég hefi misst alla
von um að sjá Tom aftur nokkurn-
tima. Ég finn núna, að þetta var allt
óraunverulegt. Ég lield að mér
niundi liða öðruvisi ef hann kæmi
aftur — en ég held varla að honum
hafi nokkurn tíma þótt verulega vænt
um mig. Þetta gerðist svo fljótt og
var hálf tryllingslegt. Hann varð
ósáttur við „Bergmálið“ og fékk starf-
íð hérna og bað mín — þetta gerðist
allt á einni viku. Siðan fékk ég nokk-
ur flaustursbréf — og stundum kom
fyrir að hann símaði til mín um miðj-
ar nætur. Ég var svo ástfangin af
honum að ég gerði mér ekki grein
fvrir hve óeðlilegt þetta var, allt
saman. Ef liann hefði ekki narrað mig
til að koma hingað, en aðeins horfið
mér sjónum, nmndi ég ekki hafa tek-
ið mér það eins nærri. Hann hefði
getað sagt mér hreinskilnislega að
hann elskaði mig ekki nægilega mikið
til að kvænast mér. Það liefði ég getað
skilið. Það er ekki liægt að þvinga
sig til að elska neinn ...
— Mér finnst það vera afar litill
vandi að verða ástfanginn af þér,
greip ég fram i.
— Hcldurðu það? sagði hún eins og
%
Kvennaverslun í Englandi.
&
5
í lok 18. aldar dvaldi þýski
sagnfræðingurinn .1. W. von Arc-
henholz lengi í Englandi við
fræðiiðkanir. Hann var að safna
efni í Englandssögu. Og þegar
'heim kom tók liann að rita „Ann-
alen der Britisclien Geschichte".
Þeim sem les þessa bók kynni að
detta i hug að höfundurinn væri
að skrifa níð og hallaði réttu
máli, en þó er þvi ekki til að
dreifa. Archenholz var talinn
góður vísindamaður og vandur
að virðingu sinni, og í öðru lagi
var ekkcrt hatur milli Englend-
inga og Þjóðverja í þá daga. Þjóð-
irnar voru meira að segja í
bandalagi.
En hér kemur örlítill kafli úr
Englandssögu Archenholz:
„Kvennasala liefir aldrei verið
jafn algeng og nú á dögum. Áður
fyrr voru þess háttar viðskipti
mjög fágæt, en nú virðast þau
vera algeng. Hawkins, verkamað-
ur nokkur, seldi konuna sína á
markaði í Oxford fyrir 5 shill-
inga. Hann teymdi hana í háls-
handi, og sleppti henni ekki fyrr
en kaupandinn liafði borgað and-
virðið. Þá rétti hann kaupandan-
um tauminn á konunni og óskaði
honum til hamingju með kaup-
in. Nokkuð svipað skeði í Essex.
Þar seldi maður konu sína og tvö
börn fyrir 2% shilling. Var leikið
á hljóðfæri meðan salan fór fram,
og teymdi maðurinn konu sína
þrjá hringa kringum markaðs-
torgið. Sama gerði trésmiðasveinn
í London. Þar var kaupandinn
annar trésmiðasveinn, og sá var
heppinn. Þvi nokkrum vikum
eftir að kaupin voru gerð fékk
konan arf alveg óvænt — 1500
sterlingspund!
í N'ottingham seldi maður kon-
una sína smið einum fyrir einn
shilling ,eftir aðeins þriggja vikna
hjónaband. Skammt frá Thame
í Oxfordshire bjó bóndi nokkur,
sem fyrir mörgum árum hafði
selt konu sina án nokkurra samn-
inga. Þess vegna liéldu nágrann-
ar hans því fram að salan væri
ógild, svo að bóndinn afréð að
gera þá samninga sem við þótti
þurfa um kaupin og viðhafa þær
reglur sem tíðkuðust við þess
háttar sölur. Hann sótti fyrrver-
andi konu sína og fór með hana
heim til sín, og teymdi hana síð-
an í bandi níu kílómetra leið til
Thame og seldi nú konuna í ann-
að sinn, fyrir 2% shilling. Betra
verð fékk essreki einn í West-
minster, Ryland að nafni. Hann
seldi öðrum essreka konuna sína
og asnann fyrir 30 shillinga og
tvær kollur af öli, en þegar kaup-
in voru gerð fóru þau öll þrjú
inn í ölkrá og drukku upp pen-
ingana, svo að það var knæpu-
eigandinn sem græddi mest á
jiessari verslun.
Fátækrafulltrúinn i Swadlinc-
ote gerði lika dálítið, sem maður
skyldi halda að ekki væri hægt
að gera í siðuðu þjóðfélagi. Mað-
ur nokkur hafði strokið frá kon-
unni sinni, og varð hún þvi að
segja sig til sveitar og fá styrk.
En fátækrafulltrúinn var hag-
sýnn maður og vildi hlifa sveita-
sjóðnum við þessum gjöldum.
Þess vegna sendi hann konuna á
markaðinn í Burton og þar gat
hann komið henni út fyrir tvo
shillinga.
Archenholz nefnir ýmis fleiri
dæmi af líku tagi og færir sönn-
ur á þau. Hann hefir sem heimild
gamlar skrár um kaup og sölur
á ýmsum þeirra markaða, sem
menn hafa selt kerlingar sinar á.
Þetta gæli litið út cins og frétt
frá þrælamörkuðunum í Arabíu,
og ef það væri ekki skrifað af
viðurkenndum sagnfræðingi ætti
maður erfitt með að trúa, að þetta
liefði gerst í Englandi fyrir rúm-
um hundrað og fimmtíu árum!
V'
%
%
&
hún skildi ekki til fullnuslu það sem
ég sagði. Svo leit hún allt í einu á
mig stórum augum: — Mark, ég . .
byrjaði hún, en ég var kominn að
stóinum hcnnar og faðmaði hana að
rnér. ,
Um stund var ég svo gagntekinn af
gleði yfir að hafa hana í faðminum
og kyssa hana án þess að hún veitti
viðnám, að ég liugsaði ekki um neitt
annað. En bráðum áttaði ég mig. Ég
sleppti henni og sagði:
— Það er orðið framorðið. Það cr
best að ég fylgi þér heim.
Mér var ómögulegt að vita hvað hún
hugsaði. Hún horfði lengi á mig, með
augnaráði sem ég gat ekki skilið, og
sagði svo lágt: — Ég ætla bara að
fara í kápuna.
Ég stóð og starði út um gluggann
meðan ég beið, og þegar hún kom inn
aftur sagði ég: — Ég bið afsökunar.
— Afsökunar? Á hverju? Þú hefir
verið mér svo einstaklega góður,
Mark ...
— Hefi ég verið það?
—- Mark, hvað er að?
Eftir það sagði lnin ekki orð. Hún
hnipraði sig í horninu og klemmdi
saman varirnar, i vagninum heim i
gistihsúið. Ég þóttist vita að hún hefði
sálarkvöl, og mér var fróun i þvi.
Hvers vegna mátti ekki fleirum liða
illa en mér? Það munaði minnstu að
ég finndi átyllu lil að sjá hana ekki
oftar, en þegar á átti að lierða gat ég
ekki fengið það af mér, og við afréð-
um að borða saman daginn eftir.
ÉG lét sem ég væri í önnum allan
daginn, og það var heimskuleg lygi —
lieimskuleg vegna þess að ég gerði
ekki annað en lita á klukkuna og
brjóta heilann um hvað hún hefðist
að, þegar hún væri ein. Ég vissi ekki
hvað ég ætti að segja þegar ég hitti
hana um kvöldið, og við töluðum um
daginn og vcginn þangað til maturinn
var kominn á borðið og þjónninn
farinn.
Þá leit hún á mig alvarleg og sagði:
— Mark, mig langar til að tala við
þig um þetta i gærkvöldi.
— Er nokkuð um það að segja?
Ég sá að henni fipaðist er hún
lieyrði hve ónotaleg röddin i mér var,
en ég gat ekki að þvi gert. Mig lang-
aði ekkert til að heyra hana útmála
hve mikils henni þætti vert um allt,
sem ég hefði gcrt fyrir hana, og hve
leitt henni þætti að lnin gæti ekki
orðið nema kunningi minn og allt
þess háttar. Þess vegna hagaði ég mér
eins og dóni og hún roðnaði, en hún
lét ekki undan siga.
— Hvað var að, Mark? Hvað var
rangt? Gerði ég eittlivað rangt?
— Ég veit ekki hvað þú átt við,
sagði ég. — Kvenfólk hefir sérstakt
lag á að tína þessháttar til og gera
veður útaf þvi. Þú veist ofur vel hvað
að mér er. Ég elska þig. Eg hefi elsk-
að þig síðan ég sá þig fyrst . ..
Ég var að enda við setninguna þeg-
ar það skcði.
Ég vissi ekki hverju hún ætlaði að
svara, því að hún fékk ckki tækifæri
til ]iess. Ný rödd greip fram i:
— Janet! En livað það var gott að
ég fann þig!
Ég lcit upp, og þarna stóð hann —
föngulegur og öruggur — og svo frek-
ur að mér lá við að dást að lionum,
þrátt fyrir alla gremjuna.
Ég leit ekki á liana. Vildi ekki sjá
hvernig hirti yfir henni við endur-
fundina. Ég ýtti stólnum minum aftur
og stóð upp. Hann liorfði spyrjandi
Framhald á bls. 14.