Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1958, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.06.1958, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Sumarsólhvörf 1958. Alþjóðayfirlit. Eldsmerkin og föstu merkin eru yfirgnæfandi í áhrifum. Bendir ó mik- ið framkvæmdaþrek og mikla festu, sem birtist i framkvæmd heimsmál- anna. Gætir þar mjög ákveðið sól- áhrifanna í öllum greinum, gjörhygli og ákveðin afstaða til verkefnanna. Göfug áhrif ættu að auðkenna fram- takið. — Tölur dagsins eru: 2 + 1+6 +5 + 8 = 22 = 4. Útkomutalan er mjög ihagkvæm í áhrifum. 6 og 5 eru góðar tölur, en 8 talan slæm. Bendir í örð- ugleika, tafir og veikindi. Menn ættu að verja sig gegn kælingu. — Sólin í hádegisstað hins islenska lýðveldis. Hún hefir tvær góðar afstöður, sam- stæðu við Merkúr og bestu afstöðu til Neptún. Dulspekileg áhrif munu aukast að mun og verða frekara um- ræðuefni en áður. Sálarrannsóknar- starfsemin gæti og aukist og vakið umræður blaðanna. Lundúnir. — Sól í 5. húsi. Leikhús og leikarar og störf þeirra verða ákveðið viðfangsefni og skemmtana- starfsemi yfir höfuð og valda uinræð- um blaðanna. — Mars i 2. húsi. Fjár- hagsmálin mjög á dagskrá og valda deilum. Tilefnið er aðstaðan til verka- lýðsins og áhrifa hans. — Venus í 8. húsi. Samgöngur og flutningar, frétt- ir, útvarp, bækur og blöð undir sæmi- lcgri aðstöðu, þó gæti urgur og bar- átta nokkur komið i ljós vegna fjár- liagsins. — Merkúr í 6. húsi Afstaða verkamanna kemur til greina og her- manna. Inflúensa gæti gert vart við sig. — Tungl og Úran í 7. húsi. Þetta er að ýmsu athugaverð afstaða. Lik- legt að utanríkismálin enn um hrið örðug viðfangs og breytingar og liindranir koma þar til greina. Spreng- ing í opinberri byggingu. — Júpíter í 8. húsi. Kunnur klerkur gæti látist eða lögfræðingur. Satúrn i 11. húsi. Hindranir gætu tafið gang máia í þinginu eða framkvæmd þeirra. Breyting gæti orðið á stjórninni. Berlín. — Sól í 5. húsi, ásamt Merk- úr. Leikhús og leikarar undir ná- kvæmu athygli almennings og um- ræður nokkrar um rekstur leikhúsa og skemmtistaða. Mars í 2. húsi. Bar- átta nokkur um rekstur banka og peningamála yfir liöfuð. Eldur gæti komið upp i bankabyggingu. — Venus í 3. húsi. Flutningar, fréttir, útvarp, blöð og bækur undir góðum áhrifum. — Tungl í 7. húsi. Athygii almennings mun mjög bundin við utanrikismálin og mun álitamál um gang og meðferð þeirra. — Júpiter í 8. húsi. Klerkur, hátt settur mun dcyja eða lögfræð- ingur. Ríkið gæti eignast arf. — Sat- úrn í 10. Iiúsi. Athugaverð afstaða stjórnarinnar og hætt við að hún fari frá. Moskva. — Sól og Merkúr í 4. húsi. Afstaða bænda athugaverð og mun hagur þeirra verða ráðendum örðugt viðfangsefni. — Venus í 2. húsi. Fjár- hagsmálin ættu að vera undir frekar góðum áhrifum. Þó mun almenningur ekki tryggur gagnvart þessum málum. — Tungl i 6. húsi. Afstaða verka- n.anna breytileg og herinn ef til vill óábyggilegur. — Júpíter i 7. húsi. Ut- anríkismálin ættu að vera í sæmileg- um gengi. — ^atúrn í 9. húsi. Utan- rikissiglingar óg verslun í sæmiiegu lagi og ætli að gefa góðan arð. Að- staða vísindamanna ætti að vera góð. Tokyo. — Sól og Merkúr i 12. húsi. Betrunarhús, vinnuhæli, sjúkrahús og góðgerðarstarfsemi undir mikilli at- hygli og umræðum og 1 agfæringar gerðar. — Úran í 1. húsi. Óánægja meðal almennings gegn stjórninni og verkföll gæti koniið til greina. — Tungl í 2. húsi. Fjárhagsmálin undir breytilegum áhrifum og barátta og ágreiningur kemur til greina í með- ferð og rekstri banka og eldur gæti komið upp í slíkri stofnun. — Júpíter í 4. húsi. Afstaða bænda og landeig- enda frekar góð. Norðanátt gæti átt sér stað. — Satúrn í 6. húsi. Hindran- ir í framkvæmdum verkamanna og veikindi koma til greina. — Mars í 9. húsi. Barátta og verkföll i siglinga- flotanum. — Venus í 11. húsi. Laga- framkvæmdir og lagagerð undir góð- um áhrifum. Washington. — Sól og Merkúr í 8. húsi. Hátt settur emhættismaður mun deyja og kunnur rithöfundur. — Sat- úrn í 2. húsi. Hindranir og tafir í rekstri banka og fjármála og spreng- ing gæti átt sér stað í bankabyggingu. Mars í 5. húsi. Urgur og óánægja með- al leikara út af kaupi og rekstri leik- luisa os eldur gæti komið upp í slíkri stofnun. — Venus í 7. húsi. Ætti að vera frekar góð afstaða til utanrikis- málar.na og rekstur þeirra ætti að vera góður. — Úran i 9. húsi. Utan- landssiglingar undir athugaverðum áhrifum og sprenging gæti átt sér stað í fhitningaskipi. Verkfall gæti komið til greina og upp]iot gegn yfirboður- um. — Júpíter í 12. húsi. Betrunar- hús, sjúkrahús og vinnuhæli undir góðum áhrifum. f S L A N D . 7. hús. — Sól og Merkúr i húsi þessu. — Utanríkismál undir frekar góðum áhrifum, en þó verða mikil blaðaum- mæli og jafnvel deilur um þau. 1. hús. — Satúrn í húsi þessu. — Farg nokkurt virðist yfir almenningi, jafnvel þó að áhrif tungls muni frekar dreyfa því. Betra að verja sig gegn kælingu. 2. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Fjárhagsmálin munu mjög undir fargi og peningaverslun dræm og við- skipti hægfara og niunu draga mjög úr framkvæmdum. 3. hús. — Mars í húsi þessu. — Urg- ur meðal flutningamanna og verkföll jafnvel líkleg að brjótist út, einnig meðal prentara, járnsmiða og bygg- ingamanna, fréttaþjóna, blaða og bóka og útvarps. Eldur kæmi upp í flutingaskipi. 4. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Aðstaða bænda ætti að vera góð, en líklegt að óánægju briddi á vegna sölutregðu. 5. hús. — Venus í húsi þessu. — Leikhús og leikarar undir góðum á- hrifum, en þó gæti aðsókn almenn- ings dofnað nokkuð og það gæti dreg- ið úr skemmtanalífi. 6. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Iívefkvillar gætu átt sér stað og vissara að fara gæti'ega og verja sig kælingu. 8. hús. — Úran í húsi þessu. — Gam- all embættismaður gæti látist og sér- kennilegur maður meðal almennings. Rikið mun ekki eignast gjöf eða arf. 9. hús. — Júpíter i húsi þessu. — Utanlandssiglingar ættu að vera urid- ir sæmilegum álirifum og ganga frek- ar vel. 10. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Stjórnin á i örðugleikum og bar- áttan hörð. Fjárhagsmálin örðug, al- LITLA SAGAN. Ji landamœronDRi. Það var óvenjulega heitt; loftið í brautarklefanum var kæfandi og þó var glugginn galopinn. Monsieur Alois Bal'tel reyndi árangurslaust að halda andlitinu svitalausu, með gríð- arstórum vasaklút. Andspænis 'honum sat holdugur herra snöggklæddur og hitinn virtist ekkert á hann fá. Á snagnnum hjá honum hékk dökkblár jakki, scm maðurinn hafði farið úr áður en Bartel kom inn í klefann. Bartel iangaði til að tala við sam- ferðamanninn, það var ýmislegt sem hann langaði til að spyrja um. „Það er heitt i dag,“ sagði hann og strauk klútnum um ennið. Sá lioldugi brosti. Finnst yður það?“ sagði hann vingjarnlega, „ég finn ekkert til hita ,en ég fer lika þessa leið þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Bartel sperrti eyrun. Þarna var rnaður sem liann þurfti á að halda! Hann gat eflaust gefið lionum upp- lýsingar sem hann þurfti — upplýs- ingar sem kæmu að haldi til þess að koma litla bögglinum heilu og höldnu yfir landamærin, án þéss að tollþjón- arnir færu að skipta sér af þvi. Hann langaði ekki lil að borga stóra fúlgu í toll fyrir þetta, og auk þess voru ekki nema tveir dagar síðan auglýst hafði verið í blöðunum, að gimstein- unum hefði verið stolið. „Já, einmittl" sagði hann og veif- aði klútnum til að kæla sig. „Þér farið oft þessa leið?“ „Jú, það held ég — ég þekki hvern einasta metra vegarins milli Morteau í Frakklandi og Neuchatel i Sviss, hvern einasta járnbrautarstarfsmann — og enda hvern einasta tollþjón líka.“ ,Nú þóttist Bartel hafa himin hönd- um tekið. ,ýÉg get,“ hélt sá feiti áfram, „til dæmis sagt yður, að það er monsieur Grioux frá St. Etienne sem hefir toll- eftirlitið liérna á hendi í dag, og hann er ekki náðugur, þegar nýir ferða- menn eru annars vegar. Iíann rann- sakar aldrei hjá mér, þvi að við erum kunningjar frá bernsku. En ég skal ábyrgjast að hann saumfer yður frá hvirfli til ilja þegar þar að kemur.“ Nú fór hrollur um Bartel í öllum hitanum. Hvernig átti liann að koma þýfinu óséð yfir landamærin? Samfcrðamaðurinn stóð upp. „Ég ætla fram í ganginn og labba um,“ sagði hann og opnaði. Og undir eins og Bartel var orðinn einn laust hugmyndinni niður í hon- um eins og eldingu i-heysátu. Þetta gat okki vorið einfaldara. Hann stakk hendinni ofan i buxnavasann, dró upp litla aflanga öskju og lét hana hverfa ofan i vasann á jakaknum, sem hékk a snaganum. Samferðamaðurinn skyldi menningur frásnúinn, fræðimenn og blöðin óvær og viðskipta og lista- menn andvígir. 11. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Frainkvæmd þingmála og laga örð- ug og undir miklum andbyr. 12. hús. — Engin pláneta í húsi þessu og því mun lýtt bera á áhrifum þess. Ritað 29. apríl 1958. hafa veg og vanda af að koma þessu yfir landamærin, cn þegar þcir væru komnir til Sviss væri hægurinn hjá að ná gimsteinunum aftur. Hann var sestur aftur og brosti ánægjulega er samferðamaðurinn kom inn í klefann. Þremur minútum siðar kom toll- maðurinn, og sá svaf nú ekki á verð- inum. Bartel varð að umsúna öllum vösum, og töskunni hans var umsnúið. Bartel tók skoðuninni með mestu ró, hann vissi að gimsteinabögglinum var óhætt. Tollarinn talaði eitthvað um liitann, við samferðamann hans áður en liann hélt áfram, og Bartel átti erfitt með að leyna ánægju sini er lestin rann yfir landamærin fimm mínútum siðar. „Eftir tíu minútur komum við til Neuchatel,“ sagði sá feiti. „Já, einmitt," sagði Bartel annars hugar, því að hann var að hugsa um hvernig hægt væri að ná i böggulinn aftur. Hann mátti ekki missa sjónar af samferðamanninum er hann færi úr lestinni. Um leið og lestin var að stansa opnuðust klefadyrnar, og tolimaður- inn, Grioux, kom inn. Hann teygði handlegginn eftir jakkanum á snag- anum. „Þakka þér kærlega fyrir að þú hafðir gát á honum fyrir mig,“ sagði liann. „Það er gott að geta hengt af sér jakkann í svona hita.“ Augun ætluðu að springa út úr tótt- unum á Bartél meðan hann horfði á manninn fara í jakkann. Nú fyrst tók liann eftir, að hnapparnir á lionum voru gylltir. Sú sem hefði ráð á að fá sér svona flík gæti talist mjög vel klædd. Dragt- in er mjög slétt! og einföld með „skorsteinskraga" sem kallaður ér. Ermarnar eru 3/4 langar. Fóður og horn úr los. Já, sú sem hefði efni á því!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.