Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1958, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.08.1958, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Manhattan í New York — þéttbýlasti bletturinn á hnettinum, sem var seldur fyrir 60 hollenskar florínur árið 1625. kóngarnir ákveða hveitiverðið í heim- inum. Kýr á Wall Street — jœja, þegar Dickens var hérna krotaði hann hjá sér að grísirnar rótuSu upp sverSinum á Manhattan ... Og samt: hugarflug- iS nægir ekki til, þegar maSur kynnist því, sem gerst hefir hér á þrjú hundr- uS árum. Þegar maSur gengur nm göturnar og heyrir hraSlestirnar skrölta undir fótum sér, þá ætti maS- ur aS muna, aS einu sinni höfSust hirnir og vísundar hérna viS ... Þeg- ar ég legg þetta bréf í póst, veit ég aS þaS byrjar ferSina meS því aS sogast gegnum þrýstiloftsrör undir malbikinu, þeytist áfram meS 50 km. hraSa. Og hér léku sér einu sinni urriSar í fossandi skógarlækjum! Lögreglubíll meS vælandi horn kemur brunandi — ég man aS ég las að fyrsta lögregla borgarinnar hefSi veriS átta manna „hundavagt“. Ég lít á hina glæsilegu höll UNO úr glcri og stáli, og er minntur á aS einu sinni var hegningarstaSur þarna. Þar ihengdu t. d. Bretar barnakennara, sem njósnaSi fyrir George Washing- ton .. . Já, þú ræSur hvort þú trúir þvi ... NEW YORK OG SVEFN- HERBERGIN. Ég bý á 23. liæð í gistihúsi á miSju Manhattan. Samt sé ég lítiS af borg- inni. Til þess aS sjá borgina verSur maSur aS komast sem lengst frá henni — helst upp i loftiS. Manhattan, miSbik New York er aflangur hólmi, tuttugu kílómetra langur og fimm kilómetra breiður. Ef til vill ætti ég aS líkja honum við stórt skip ,sem leggst fyrir akkerum miðja vegu milli Hudson og East River. Fremst —- næst stafninum -— er stjórnpallurinn, og liann er Wall Street. Aftast í skipinu eru klefar á- hafnarinnar, eða Harlem — Svert- ingjahverfið. MiSskipa er siglan á ffeytunni, Empire State Building, 400 metra há. OrSiS Manliattan er skúta meS mörgum siglum og mörgum topp- Er NEW YORK - himnaríki eða helvíti. Sænski blaðsnillingurinn Ivar Öhman hefir skrifað fjölda greina um New York. I þessari er sýnishorn af því, sem fyrir aug- un ber í þessari Babylon vorra daga. ÉG stóS hérna einn daginn og góndi á hóp ítalskra verkamanna með gljá- andi stálhjálma. Þeir voru að setja upp vinnupalla fyrir skýjakljúf við Fimtu Avenue. Hann var ekki sér- fega hár, eitthvað 30 hæðir, en þó ómaksins vert að lita á hann. Hérna leigir maSur skrifstofuhúsnæSið um leið og fyrsta skóflustungan er gerð í grunninum. ÞaS er eitthvað annað cn áður var. Einhverntíma höfðu verkamenn rekið Rockefeller gamla út af byggingarstaðnum, þegar hann var að skoða hús, sem verið var að byggja handa honum hérna. En í dag eru hvorki milljónamæringar né götu- strákar reknir út. Nú hafa þeir þvert á móti göt á skíSgörðunum, svo að allir sem vilja geti kíkt á mannvirkið. ' Skrifstofuleigan hérna er fast að þvi hundrað dollarar fyrir fermetr- ann. Efnilegir unglingar, sem lita út eins og „ungir áhugasamir kaupsýslu- menn“ stóðu skammt frá mér og voru að tala saman, tyggjandi feita 4 centa vindla. Annar sagði: — HeyrSu Bill! Finnst þér ekki bölvað, að skrif- stofuleigan skuli vera svona liá núna. Einu sinni keypti Minuit allt þetta land fyrir 24 kringlótta. MeSal allra þeirra dugnaSarmanna, sem skapað hafa sögu Bandarikjanna, stendur varla nokkur í jafn öfunds- verðu ljósi og Peter Minuit. Hann vekur hjá hverjum hugsandi manni þá tilfinningu, að eiginlega hafi hann fæðst 300 árum of seint. ÁriS 1625 keypti nfl. Minuit allt Manhattan- nesið af algonkin-indíánum fyrir sögulega upphæð: 00 hollenskar flor- ínur. Ekki hefi ég nokkra hugmynd um hvernig menn hafa siðar um- reiknaS þessa upphæð í 24 dollara, en hvað sem því líður eru þetta bestu kaupin, sem nokkurn tíma hafa verið gerð í veröldinni. Hvílíkur lóðafjöldi — átta þúsund hektarar ... í saman- burði við Peter Minuit eru þessir svokölluðu fjármálasnillingar, eins og Vanderbilt, Morgan og Rockefeller eiginlega hálfgerðir sauðir, og ldaufar í kaupsýslu. Ameríka er yngst og um leið kannske voldugast af stórveldunum. Hún er land — eða öllu lieldur álfa — sem á sér mjög stutta sögu. Og eins er New York unglingur í hópi stór- borganna, yngst af þeim öllum, en þó höfuðborg iieimsins, með sínar átta milljón íbúa. Saga hennar er stutt, nærri þvi eins og dæmisaga. En dæmi- saga með púðri i. INDÍÁNAR OG BROADWAY — IÍÝR f WALL STREET. Gangi maður gamla indíánastíginn á Broadway, þar sem bara sjást rauð- skinnar í kvikmyndahúsunum, kem- ur maður auga á húsvegg með ofur litlu skilti syðst á Manhattan. ÞaS segir, að hér hafi fyrsta liúsið á Man- liattan verið byggt árið 1611, nr. 43 á Broadway — fyrsta húsið i New York. Smiðurinn liét Block og var Hollendingur. Gera má ráð fyrir að hann hafi rekið búskap hérna, og aS kýrnar hans hafi verið á beit þar sem nú er Wall Street, þar sem kaupsýslu- seglum. En hæst þeirra allra er Em- pire State Building. Manhattan er aðeins partur af New York, nú orðið — meira að segja sá minnsti. Þar búa aðeins tæpar tvær milljónir manna. Hugsi maSur sér enn þetta nes sem stórt skip, þá tengja margir landgangar það við bryggjuna, brýr og jarðgöng — yfir og undir sjónum. Að austanverðu eru hin stóru skip, þá tengja margir iandgangar þar við bryggjuna, brýr og jarðgöng — yfir og undir sjónum. Að austanverðu eru hin stóru svefn- herbergi borgarinnar, Brooklyn, Queens og Bronx. Þar búa nær sex milljónir rnanna. Auk þess er dálitill svefnskáli að sunnan, Staten Island, með rúmum fyrir nokkur jnisund manns. (Geta má þess, að maSur sem liét Vanderbilt græddi fyrstu dollar- ana sina á þvi að byrja ferjuferðir þangað). í vesturátt liggur — vestriS! New York er stærsta borg USA og tekur ár- lega á móti 20 milljónum ferðafólks, en er samt geigvænleg í augum margra Amerikumanna. Bóndi i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.