Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1958, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.08.1958, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Minnesota eða kúreka í Montana íinnst ])að vera utanlandsferð að fara til New York. New York er í senn amerískasti og óamerískasti bærinn í nýja heiminum. ÚTLENDINGABORGIN. S/S Manhattan er stórt útflytjenda- skip. Það er sjaldgæft að maður rekist á ekta newyorkara þar um borð. Fyrsti bilstjórinn, sem ók mig um borgina var írlendingur — það eru tólf ár síðan. Annar var Rússi, sá þriðji negri frá Jamaica. Þegar ég fékk síðast bíl frá skipi upp í borg- ina, var bilstjórinn norskur! — Yes, I was born herc, but my parents came from Norway! Flestir eru „einhvers staðar að“ — úr einhverjum öðrum stað í heiminum en Ameriku. í New York koma út 200 biöð á öðrum málum en ensku ■— á kínversku, jiddisj, sænsku, ítöisku, rússnesku, frönsku — öllum liugsan- legum málum. Maður á eiginlega bágt með að skilja bve lítið fer fyrir hin- um eiginlegu „Yankees“. Hér eru tvær milljónir Gyðinga úr ýmsum álfum. Fast að þvi milljón Rússa, hálf milljón Þjóðverja, álika margir írlendingar og Pólverjar, 700.000 af ítölskum uppruna, o. s. frv. Hvar sem þeir ekta Ameríkumenn lialda sig — hvort það er í Indíána byggðum í Arizona — er það liuggun að vita að ekki eru nema nokkrir tugir þúsunda af Hollendingum í borginni. Ég var að tala um sögu borgarinn- ar. Teiknarinn Adolf Hallman, sem hefir átt heima hérna alla sína ævi, sýndi mér einn daginn tré við Was- hington Square. Það stóð fyrir utan liúsið, sem Eleanor Roosevelt á heima í t’etta tré er það síðasta af skóg- inum, sem einu sinni var um alla Manhattan. Þetta tré er eina virkilega gamla tréð, sem lil er í Ncw York. I nær hverjum einasta bæ á Norðurlöndum eru fleiri gömul — og eldri — hús en hér. Það eina sem eftir er af þvi gamla í New York eru nokkur hús i'rá 17. öld. Maður kemur ekki hingað til að sjá sögulegar minjar. Hér eru engir pýramídar eða Akropolis eða Coless- eum. Það eru minnismerki nýja tím- ans, sem maður kemur til New York til að sjá. Og þá detta manni skýja- kljúfarnir ■— fyrst og fremst Empire State Building í hug. í þessari borg befir fólk nærri þvi eins gaman af þjóðsögum eins og hneyksiissögum, og þjóðsögurnar um Empire State eru margar. Maður heyr- ir tíu mismunandi sögur um Empire a einum degi. Fyrir nokkrum árum var t. d. lyftu- þjónaverkfall, með öllu því sem því er samfara i húsi sem er 102 liæðir. Einhverjir sjónvarpstæknimenn lifðu eins og skipsbrotsmenn uppi á 85. hæð. Þeir mundu hafa svelt í hel ef þeir hefðu ekki haft fullan skáp af niðursuðu. Kaupsýslumaður sat þrjá daga og beið eftir símtali uppi á 65. liæð. Þegar símasambandið kom var hann að hungurbana kominn, órak- aður og vitlaus. Hann hafði gleymt að veitingaskálar voru á neðri hæð- unum. Að minnsta kosti hljóp þjónn upp á 31. bæð með 150 brauðsneiðar til miðlara nokkurs, ásamt nokkrum lítrum af kaffi. Hann fékk 150 dollara í þjórfé. Aðra hverja viku þarf að þvo 6000 glugga í Empire State. í þessu landi hagsýninnar hefir mönnum ekki enn hugkvæmst að snúa gluggunum, svo hægt sé að þvo þá innanfrá. Það verð- ur að klifra utan á húsveggnum. Sjö menn hafa fast starf við þetta. Eng- inn liefir hrapað öll þessi ár. En einn þeirra viðbeinsbrotnaði af að detta út um gluggann heima i húsinu sinu. Enn er stundum spurt um það í sima frá Alaska, bvort Empire State svigni 5 metra til og frá, eins og risafura i stormi. Rétta svarið er: 1 % þumlungur, ])cgar hvassast er. Einu sinni var það komið í tísku að fremja sjálfsmorð i turninum á Empire State. Varðmönnunum var skipað að hafa sérstaklega gát á fólki, sem kom eilt síns liðs og virtist æst og veiklað. En samt tókst tólf manns að slöngva sér út úr turninum. Ni'i befir verið sett svo hátt grindverk i kring ,að síðan 1947 liefir enginn getað drepið sig þarna. Og enginn Framhald á bls. 14. ;tiAIH.' 181 , SEltl gróf Súcs-skurðinn. 33. 1) Tveir menn voru ríðandi á ferð um eyðimörkina fyrir utan Kairo sumardag einn árið 1854. Þetta voru Said Pasja, khedívi Egyptalands og franski konsúllinn í Kairo, Ferdinand de Lesseps. Á leiðinni var Lesseps að gera khedívanum grein fyrir hugmynd sinni um skipaskurð milli Miðjarðarhafs og Rauðahafs, og tókst að lýsa þessu svo vel, að Said khedívi fékk áhuga fyrir málinu. Er þeir komu til Kairo tókust þeir í hendur upp á að koma hugmynd- inni í framkvæmd og 5. jan. 1855 fékk Lesseps sérleyfi til að grafa Súesskurðinn. Síðan stofnaði hann hlutafélag um fyrirtækið. Hvert hlutabréf var 500 gullfrankar að upphæð, og Said Pasha skrifaði Egyptaland fyrir 177.642 hlutabréfum. 3) Súesskurðurinn, sem Englendingar höfðu spáð að mundi verða þýðingarlaust mannvirki og fara á hausinn von bráðar, varð eitt af nytsömustu fyrirtækjum í heimi. Árið 1875 keypti Disraeli, hinn enski gyðingur, sem kunnari er undir nafninu Beaconsfield lávarð- ur og varð einn kunnasti forsætisráðherra í tíð Victoríu drottningar, hlutabréf Said Pasja í Súesskurðinum fyrir hönd ríkisins. Er Said Pasja var dauður reyndi eftirmaður hans að ná yfirráðum skurðs- ins í hendur þjóðar sinnar. Englendingar svöruðu með því að her- setja landsvæðið meðfram skurðinum og grafa nýjan skurð gegn- um eiðið og keppa við gamla skurðinn. En Lesseps tókst 23. okt. 1887 að koma á samningum um að skurðurinn skyldi um ókomin ár verða alþjóðaleið og öllum heimil umferð um hann. 2) Lesseps hóf sjálfur byggingaframkvæmdirnar 25. maí 1859. Þegar verkið var komið vel á veg hótaði forsætisráðherra Breta, Palmerston lávarður, að stöðva það með valdi. Lesseps leitaði þá á náðir Napoleons III. Frakkakeisara og gat hann miðlað málum svo, að hægt var að halda áfram verkinu. Skurðurinn var vigður 17. nóv. 1869 með miklum hátíðahöldum og mannfagnaði. 1 óperu- leikhúsinu í Kairo var frumsýnd óperan „Aida“, sem ítalska tón- skáldið Verdi hafði samið fyrir hátíðarnefndina, og myndastytta af Lesseps var afhjúpuð i Port Said. Næstu 15 árin var Lesseps tal- inn einn af forustumönnum Frakklands og einn af ágætustu mönn- um veraldar. Og í Englandi var hann gerður heiðursborgari. 4) Árið 1881 ætlaði Lesseps að byrja á að grafa skurð gegnum Panamaleið. Hann sagði: „Þegar hershöfðingi hefir unnið stórsigur, og hann er beðinn um að vinna annan í viðbót, getur hann ekki færst undan“. Þegar íarið var að selja hlutabréf í Panamaskurðin- um var rifist um þau. En það voru flugurnar, sem sigruðu fyrirtæki Lesseps. Þær sýktu verkamennina svo að þeir hrundu niður þús- undum saman, hlutabréfin féllu í verði, ýms hneykslanleg fjár- svikamál urðu i sambandi við Panamafélagið og allt strandaði. Síð- ustu ár sín lifði Lesseps í hugarvíli. „Hershöfðinginn" hafði beðið ósigur í síðari stórorrustunni. Hann dó árið 1894, nær níræður, og var öreigi. Franska ríkið samþykkti að veita afkomendum hans ellistyrk, og meðal verkfræðinga er nafn hans í lieiðri haft.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.