Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1958, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.08.1958, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 örk og nokkrar línur skrifaðar á. — Frá herra Gonzales, sagði hún. — Hann sagði ég að ætti að lesa sonnettur Camoes, en ekki datt mér í hug að hann mundi senda mér þær. Þetta er ljómandi falleg bók, en ég held varla að ég sé svo fær í málinu, að ég geti lesið hana mér til gagns. Það er erfitt að skilja kvæði, er það ekki? — Jú, lofðu mér að líta á bókina, sagði Brett. — Ég hefi ekki litið í Camoes í mörg ár. Hann tók bókina og blaðaði í henni, og Melanie stóð við hliðina á honum. — Hugsum okkur, ég held að ég skilji sumt af þessu! sagði hún. — Hvað þýðir þetta, Brett? Amor e fogo que arde sen se ver. Biddu við! Ástin ... Hún hnyklaði brúnirnar. — Hvað er þetta? — Ástin er logi, sem brennur ósýnilega. Brett lokaði bókinni og rétti Melanie hana og hristi höfuðið. — Ég er ekki viss um að mér liki að ungir menn sendi þér ástarkvæði. — Eru þetta eintóm ástarkvæði? Hann horfði í brosandi augu hennar, og tók allt í einu eftir hve opinská hún var. Drottinn minn! hugsaði hann með sér. Selby hafði rétt fyrir sér. Ég verð að hafa gát á væntanleg- um biðlum. Og af einhverri annarlegri ástæðu sárlangaði hann allt í einu til að taka Gonzales og rassskella hann, þótt hann hefði ekkert út á hann að setja. Brett var enn að hugsa um gjöf Pedros til Melanie er hann lokaði sig inni í bóka- stofunni eftir morgunverðinn. Ef Gonzales hefði eitthvað alvarlegt í huga, væri réttast að lækka í honum drambið strax. Brett vildi ekki að Melanie færi að hugsa um giftingu fyrst um sinn. Hún var of ung til þess. Yndislegt barn. Hreinskilin og ótortrygg- in. Skelfing hlaut hún að hafa átt leiðinlega ævi í uppvextinum. Það var mál til komið að hún fengi betri ævi. Hann fór að skrifa, en hafði engan frið fyrir orðunum, sm sí og æ hljómuðu í heil- anum á honum. Hann hnyklaði brúnirnar. Það var langt síðan hann hafði lesið Camoes. Eftir dálitla stund stóð hann upp, gekk að einum bókaskápnum og tók fram bók og opnaði hana. „Ástin er Iogi, sem brennur ósýnilega ...“ Logi sem getur hlýjað og fyllt hjartað, en sem getur brennt það og kvalið. Brett settist og las fyrsta ástarkvæðið, sem hann hafði lesið í mörg ár. SAFlRA-FESTIN. Þér verðið drottning dansleiksins í kvöld, ungfrú Melanie. Teresa stóð upp af gólfinu, hún hafði legið á hnjánum og verið að festa faldinn á kjól Melanie. — Já, þetta er ljómandi fallegur kjóll? sagði hún og hringsneri sér frammi fyrir speglinum. Það var engum vafa bundið að kjóllinn fór henni vel. Hvítt organdipilsið þandist út frá grönnu mittinu og mittið var alstráð silfr- uðum laufblöðum. Silfraðir skór og langir hanskar fylgdu. — Það er ótrúlegt hvernig fötin geta breytt fólkinu, sagði hún hlæjandi. — Það eru ekki fötin ein, sagði Teresa, sem hafði verið auðmjúk ambátt Melanie síðan fyrsta daginn, sem hún kom. — Nú verðið þér að fara niður til Featherstone. Hann býst áreiðanlega við yður. Hún lagði herðaskjól úr flaueli á axllrnar á Melanie og rétti henni smátöskuna, sem svaraði til kjólsins. Brett var á leið um ársalinn þegar hún kom niður í stigann. Hann var fljótur að nema staðar þegar hann sá hana fara. Fögur eins og prinsessa í ævintýri — og jafn fjarlæg, hugsaði hann með sér er hann gekk á móti henni. — Halló! Varstu farinn að bíða eftir mér, sagði hún og brosti. — Nei. Hann leit á armbandsúrið. Við höf- um nægan tíma. Komdu snöggvast með mér inn í bókastofuna. Hann horfði niður til hennar þar sem hún gekk við hliðina á hon- um. — Þegar þú komst niður stigann datt mér í hug prinsessa í ævintýri. Það er fal- legur kjóll, sem þú hefir fengið þér. Hún hló og roðnaði undir skjallinu. — Líst þér vel á hann? Mig hefir langað til að eiga silfraðan hvítan samkvæmiskjól, síðan ég var barn. — En þú fékkst hann aldrei? — Nei, hún gekk framhjá honum inn í bókastofuna. — Ég var aldrei boðin í sam- kvæmi. Hann hnyklaði brúnirnar og lokaði dyr- unum að baki þeim. Gekk að litlu skattholi sem stóð úti í horni og tók upp lyklakippu. Það var hörmulegt að hugsa til þess að hún skyldi hafa lent í klónum á þessari ótæku sérvitru kerlingu. Melanie stóð við skrifborðið hans. Þegar hann sneri sér að henni var líkast og hún ljómaði upp alla stofuna. Hann kipptist við, er hann gerði sér Ijóst hve fjarri því fór að hún væri barn — þvert á móti. Hún var fullþroska, fögur ung stúlka. Hún var dýrmæt manneskja, sem þurfti varnar við. Fyrir stuttu hafði honum í raun- inni fallið illa að hún ætti að verða á heimili hans, og hafði verið staðráðinn í að fela Sylviu Dorrington alla umsjá með henni. En nú var honum hugað um að gera sitt ítrasta til þess að hún yndi sér vel á heimilinu og liði vel. Sylvia hafði ekki sýnt henni umhyggju — af hverju sem það kom. Hann tók flata öskju upp úr einni skúff- unni og lagði hana á borðið. — Komdu og líttu á hvað ég hefi handa þér, sagði hann og þrýsti á fjöður, svo lokið spratt af. Askjan var fóðruð með hvítu flau- eli, og í henni var hálsfesti úr safírum og armband, eyrnalokkar og tilheyrandi brjóst- nál. Steinarnir voru úrvals fallegir, skærir og djúpbláir. Hún rak upp fagnaðaróp. — En hvað þetta er yndislega fallegt! Hver á það? — Þú, sagði hann rólega. — Ég? En ... — Eiginlega eru þeir ekki orðnir þín eign ennþá, en ég skal ljá þér þá í kvöld, senorita. Hún frænka þín hefir átt þá. Melanie starði forviða á skartgripina. — Ég vissi ekki að Millicent frænka ætti neina skartgripi, sagði hún. — Að minnsta kosti ekki svona gripi ... — Þeir eru enn fleiri, sagði hann. — En mér er sagt, af manni sem vit hefir á slíku, að þessir hæfi best ungri stúlku, sem kemur fram í samkvæmislífinu í fyrsta skipti. Um- gerðin er nokkuð þunglamaleg, eftir mínum smekk, en dona Inez hefir talið mér trú um, að þessir gömlu gripir séú komnir í tísku FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Beykjavík. Opin kl. 10—12 og IV2—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Grímuklæddur Adamson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.