Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1958, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.08.1958, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ★------------------------* Eldnr á§tarmnar — Ástarsaga frá Portúgal. - 11. - — En í þetta skipti er það alvara, sagði Noreen. — Hún er einstaklega geðsleg stúlka. En það leggst nú í mig, að það verði enginn af ungu piltunum, sem hreppir hana. — Hvað áttu við? spurði Olivia snöggt. Noreen deplaði öðru auganu. — Mér finnst hún heppin, að hafa Brett til að líta eftir sér, en ekki einhvern gamlan vindþurrkaðan málaflutningsmann í Englandi. Olivia yppti öxlum. — Veslings Brett. Þú getur spurt hann hvernig hann líti á það máH — Ekki á þessu stigi málsins, sagði Noreen. — Og „veslings Brett“ hefir aldrei verið eins vel upplagður og hann er núna. Það er eins og hann sé skriðinn úr hýðinu. — Þú heldur varla að það sé vegna Melanie? Hlátur Oliviu var sannfærandi, en Noreen hafði séð augnaráð hennar í speglinum og tek- ið eftir að hún hrökk við. Noreen hafði ómót- stæðilega löngun til að erta hana. Þó að þess- um tveimur stúlkum kæmi vel saman, hafði Noreen aldrei orðið verulega vinveitt Oliviu. Hún hafði oft veitt henni athygli þegar hún var með Brett, og velt fyrir sér hvað mundi vaka fyrir henni. Og nú ágerðist grunur hennar og hún gat ekki staðist freistinguna að gera Oliviu bylt við. — Þú skilur sjálfsagt hvað ég meina, sagði hún hægt. — Eða hefirðu aldrei lesið neina gamaldags söguna um lagalega og góða fjár- haldsmenn og unga fallega skjólstæðinga? Mamma á fulla hillu af þess konar bókum. Þær enda allar á því að skjólstæðingurinn giftist fjárhaldsmanninum. Ég skal hlæja svo um munar, Olivia, ef Brett fellur fyrir Melanie eftir að hafa varla þverfótað fyrir fallegum stúlkum í öll þessi ár. — Vertu ekki að þessari vitleysu, sagði Olivia. — Brett er ekki þannig gerður að hann hafi gaman af barnaránum. Og hann lítur á telpuna sem hvert annað barn. — Jæja, kannske. En hún er ekkert barn, sagði Noreen alvarleg. Undir niðri var henni skemmt. — Þú getur ekki sagt að Brett sé gamall. Þótt hann sé kominn eitthvað yfir þrítugt, er ekki hægt að kalla hann gamlan þurradrumb. Bret er ungur — hann er á besta aldri. Ef ég á að segja fyrir mig sjálfa, mundi ég miklu fremur vilja eiga hann en ýmsa grænjaxla sem við þekkjum. Ef ég hefði tai- ið mér nokkra von mundi ég hafa fallið fyrir honum fyrir löngu, en ég kann ekki við að kasta tilfinningum mínum á glæ. — Þú hefðir kastað bæði tíma og tilfinning- um á glæ, ef þú hefðir farið að draga þig eftir Brett, sagði Olivia og hló. — Brett er forhert- ur ipparsveinn, og ef það dytti í hann að gift- ast, mundi hann ekki kjósa sér óþroskað stelpugægsni. — Það getur þú ekkert fullyrt um, sagði Noreen. — Melanie er alls ekki óþroskuð. Hún er vel greind. Ég heyrði hana pexa um bókmenntir við Pedro núna í dag. Pedro Gonzales er bókhneigður maður, og það var auðheyrt að hann var hrifinn af henni. — Hann er leiðinlegur, sagði Olivia. — Fólk sem talar um bókmenntir er hundleiðin- legt. Mér hefir aldrei fundist skemmtilegt að tala við Melanie. Það er gott fyrir hana að hún á — eða fær — mikla peninga. Það getur hjálpað henni. Noreen gramdist meir og meir, þvi að henni þótti vænt um Melanie. Hún gat ekki staðist freistinguna að erta Oliviu enn meir. — Heyrðu Olivia, sagði hún. — Eigum við að veðja? Ég vil veðja fimm pundum um að Brett verður ástfanginn af Melanie. Geng- ur þú að því? — Ef ég á að segja þér sannleikann, Noreen, þá væri þetta að fleygja peningunum í sjóinn. Ég held að þú sért brjáluð. — Láttu mig um það. Þorirðu ekki að veðja? Olivia yppti öxlum og hló. — Þá það. Það bitnar á þér. Hún lét sem hún hefði gaman af þessu, en þegar hún fór út úr herberginu, tók Noreen aftir að hendur hennar skulfu. Það sem í upp- hafi hafði aðeins verið glens af hálfu Noreen, var nú orðið ósk sem hún vonaði að mundi rætast. Hvers vegna mátti Brett ekki verða ástfanginn af ungri stúlku, sem honum féll auðsjáanlega mjög vel við? En Noreen vissi ekki að þetta tiltæki henn- ar átti eftir að draga hættulegan dilk á eftir sér. ÁSTARKVÆÐIÐ. Olivia stóð við svefnherbergisgluggann sinn og starði út í garðinn og hnyklaði brún- irnar. Vonskan hafði soðið í henni síðan hún talaði við Noreen. Á heimleiðinni hafði hún reynt að telja sér trú um, að það sem Noreen sagði væri ekki annað en bull, en samt var hún bæði reið og hrædd ennþá. Karlmennirnir voru óútreiknanlegir. Og ungar stúlkur heill- uðust oft af rosknum mönnum. Hún taldi sig hafa þekkt Brett til fullnustu, en gat maður eiginlega nokkurn tíma verið viss um, að mað- ur þekkti nokkurn mann til fullnustu? sagði hún beiskjufull við sjálfa sig. Það var alveg satt að líkast var og Brett hefði skriðið úr hýði síðan Melanie kom á heimilið. Og stelpu- gægsnið gaf honum undir fótinn! Olivia gerði sér allt í einu Ijóst, að áform hennar væru í hættu. Setjum svo að Noreen hefði rétt fyrir sér? Hugsum okkur að Brett yrði ástfanginn af Melanie? Brett sem piparsveinn, sem varð að hafa bústýru — og Brett sem giftur maður voru tveir gerólíkir menn. Ef Olivia giftist honum mundi hún ekki þola að hafa annað heimafólk í húsinu. Henni þótti vænt um frænku sína, og mundi sjá um að ekki væsti um hana, en það var aðeins rúm fyrir eina . húsmóður á heimilinu. Hún hafði aldrei reynt að ímynda sér að hún væri ástfangin af Brett. En henni hafði alltaf fundist hann aðalaðandi, og nú rann það upp fyrir henni að hún þráði að eiga hann sem mann — ekki eingöngu vegna alls þess, sem hann gæti gefið henni. Og hún var ekki þannig gerð að hún horfði rólega á aðra stúlku hremma hann. Daginn eftir heimsóknina hjá Selby var frú Dorrington í verulega slæmu skapi. Það var ekki henni líkt að verða andvaka á nótt- inni, en eftir samtalið, sem hún hafði átt við Oliviu kvöldið áður, gat hún ekki sofnað fyrr en undir morgun. Henni féll ekki tilhugsunin um að kannske gæti orðið breytingar á lífskjörum hennar. Lífið þarna á heimili Bretts gekk sína rólegu leið ,og það hafði ekki verið vandasamt að halda öllu í horfi. En samtalið við Oliviu hafði vakið hana til hugsunar um, að ef til vill gæti komið til gerbreytingar. Hún vildi ekki trúa því sem Olivia hélt fram, að Melanie væri slunginn hrappur. Olivia hafði endursagt henni sam- talið við Noreen, en frú Dorrington vísaði því á bug, og sagði að það væri ekki annað en „rómantískt bull“. En samt var karlmönn- unum nú aldrei treystandi, eins og Olivia hafði réttilega bent á — ef þeir lentu í klónum á slægu kvenfólki. Hugsum okkur að Olivia væri að rekja rétt spor? Olivia hafði haft gott tækifæri til að veita Melanie athygli, og það var ekki ólíklegt að þessi stelpa væri dulbúin daður- drós. Og Brett hætti talsvert mikið til að dekra við hana. Hann sýndi greinilega, að hann var sér meðvitandi ábyrgðarinnar, sem George gamli Stafford hafði lagt honum á herðar. Frú Dorrington hafði aldrei verið sérlega hrifin af George frænda. Dona Inez var vön að tala um, að hann hefði lifað gálausu lífi, en henni líkaði sjálfri vel við þess konar fólk! Og gamli maðurinn hafði hlegið dátt og svar- að: — Já, þú mátt reiða þig á að ég var karl í krapinu hér fyrir eina tíð, Inez! Það var ekki óhugsandi að frænka hans hefði erft eitthvað af þessum gömlu tilhneig- ingum hans. Það var mjög líklegt, að jómfrú Stafford hefði haft fulla ástæðu til að vera ströng við hana. Olivia hafði gefið eitthvað í skyn í þá átt, og nú afréð frú Dorrington — eftir að augu hennar höfðu opnast — að hún skyldi hafa gát á Melanie framvegis og sjá um að hún hagaði sér skikkanlega. Hún stóð við borðið í ársalnum og var að líta á póstinn, þegar Melanie kom inn. — Góðan daginn, frú Dorrington. Ég var úti og gaf hestunum sykurmola. Þú mátt trúa að það er gaman að þeim. — Þeir eru fallegir, sagði frúin þyrkings- lega en varð mýkri í máli er hún sá að Brett kom inn á eftir Melanie. Hún klappaði henni á kinnina. — Hérna er böggull til þín, barnið mitt. — Til min? Það var ekki oft sem Melanie fékk póst. Hún hafði fengið nokkur bréf frá Studholma málaflutningsmanni og eitt frá stúlkunni hjá jómfrú Stafford. Hún horfði forviða á böggulinn. — Utanáskirftin er handskrifuð. Hver get- ur þetta verið? — Er ekki best að opna böggulinn og gæta að því, sagði Brett. Melanie opnaði böggulinn og tók upp litla bók í pergamentsbandi. 1 bókinni lá pappírs-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.