Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1958, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.10.1958, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Það var fallegt lnis, sem Marta og Bernt höfðu loksins getað eignast, og það var ekki mjög langt frá bænum. Bernt gat vel hjólað að lieiman í skrifstofuna. pn sannast að segja var alls ekki litil vinna að halda húsinu i standi; fannst Mörtu, þar sem hún stóð í ailri gufunni í éldhúsinu og var að þvo sokkaplöggin og nærfötin af kröklcunum. Hún hafði nóg að hugsa og hún var oft þreytt. Hún strauk hórið aftur með hand- arbakinu, þvi að lófinn var votur — það er lireyfing, sem oft sést hjá hon- um sem eru að þvo. Svo leit hún út í garðinn, — jú, Bassi litli sat kyrr i vagninum sínum og var að fikta við grænt laufblað. Böndin voru á honum, og Gyða sat í grasinu við hliðina á vagninum og var að leika sér að brúð- unni sinni. Marta tók nýjan fjörkipp, allur þvotturinn varð að vera hreinn og tilbúinn á morgun, því að hún ætlaði með börnin á hátíðina, sem firmað hafði boðið til, í tilefni af afmælinu. Henni lá við að óska að hún hefði afþakkað boðið, því að sumarkjóllinn hennar var ekki orðinn á marga fiska. Það hafði komið blettur í hann — en nú hafði hún svo að segja náð honum burt, og þegar búið væri að pressa kjólinn mundi vonandi ekki bera neitt á blettinum. Og Bernt hafði haldið því til streitu að hún kæmi, því að forstjór- inn hafði mælst lil þess að starfs- mennirnir kæmi með konurnar sínar. Og þeir sem áttu börn, áttu að koma með þau líka. Svo að í rauninni varð ekki lijá þessu komist. Loks var hún búin að þvo og nú fór hún út til að hengja þvottinn upp til þerris. Meðan hún gekk upp með girðingunni meðfram garði Jensens, kom frú Jensen út úr eldhúsdyrunum og læsti eftir sér. Þegar hún kom auga á Mörtu gekk hún niður að girð- ingunni. Hún var uppábúin til að fara út, í spánýrri dragt og með dýra lianska. Ergilegt að hún skyldi koma þarna einmitt núna, þegar Marta var eins og hver önnur þvottakerling. „Sælar verið þér, frú Winter. Það var gott að ég hitti yður, því að mig langaði til að vita, hvenær þér hald- ið að við eigum að fara á morgun. Maðurinn minn segir klukkan tvö, ætli það sé nógu snemmt? Þeir ætla að sýna revyu, er það ekki? Við meg- um ekki missa af henni. En skelfing eruð þér annars þreytuleg! Og hvern- ig þér stritið og bjástrið dags daglega. Sem betur fer hefir maðurinn minn leyft mér að senda þvottinn minn í þvottahús, svo maður sleppur við að eyðileggja á sér hendurnar.“ „Jú, en þegar maður hefir börn á höndunum verður þvotturinn alltaf svo mikill, og — og þess vegna verð- ur dýrt að senda allt í þvottahús. Börnin ...“ „Já, auðvitað er ekkert við þvi að segja. En mér finnst sannast að segja, að maðurinn yðar ætti að vera dálitið hugulsamari við yður. Maðurinn minn er öðruvísi, honum finnst ekkert of gott lianda mér, segir hann. Nú er ég nýbúin að fá dragt, og ég á spánýj- an kjól, sem ég ætla að vera i á morgun. í hverju ætlið þér að vera?“ Marta kipraði saman varirnar þeg- ar hún hugsaði til kjólsins síns. „Æ,“ sagði hún hljóðlega, „ég á laglegan kjól, sem hægt er að þvo.“ „Jó, einmitt. Og börnin — þau hafa náttúrlega fengið ný föt?“ „Nei, þau áttu það sem þau þurfa til að fara i. Eg saumaði sjálf kjólinn á Jenny, og Bassi á hvit prjónaföt — sem ég hefi líka prjónað sjálf. Hann er svo ljómandi myndarlegur í þeim.“ Frú Jensen leit til barnanna með umvöndunarsvip, þar sem þau sátu og voru að leika sér. Svo sagði hún vorkennandi: „Já, fólk er svo mismunandi. Mér finnst nú að maðurinn eigi heimtingu á að konan sé fallega klædd, þegar hún fer með börnin á mannamót, þar sem forstjórinn tekur eftir þesshátt- ar. Maðurinn minn segir að staða muni losna í firmanu innan skamms — mjög góð staða. Hafið þér ekki lieyrt um það?“ „Jú,“ sagði Marta áköf, „forstjóra- slaðan i nýju deildinni. Bernt segir líka, að þar mundi vera ágætt tæki- færi fyrir ... fyrir einlivern." „Já, ég hefði nú haldið það. Mað- urinn minn — nú, vitanlega er mað- urinn minn óvenjulega duglegur kaup- sýslumaður, og hann segir alltaf, að lionum sé svo mikil stoð í mér, þvi að ég sómi mér alltaf svo vel og sé svo fallega klædd. Og nú skal ég segja yður nokkuð — þér megið vitanlega ekki segja neinum frá því: Forstjór- inn kom og heimsótti okkur hérna eitt kvöldið. Hvað segið þér um það!“ „Nei, virkilega? Var hann maður- inn, sem ég sá með yður úti, þegar ég var að reita arfann. Hár maður i gráum fötum?“ „Já, það var liann. Þekkið þér ekki Helms forstjóra í sjón? Hann getur verið dálítið ruddalegur, en eins og þér vitið hefir hann unnið sig upp neðan að. Jú, hann drakk te hjá okk- ur. Ég flýtti mér að ná í flösku af víni, og að endingu buðum við honum smurt brauð með öli og snaps, því að það höfum við alltaf á heimilinu. Ég varð að hringja og panta smurt brauð — vitanlega allra bestu tegund. Hann sagði að sér væri nærri því óskiljan- legt að við skyldum geta átt svona góða daga. Eg gat auðvitað ekki sagt neitt við þessu, en af ýmsum orðum sem hann lét falla, er mér nær að halda — jæja. Það kemur nú fram síðar. En ef maðurinn minn fær stöð- una, þá liefi ég verið húsfreyja, sem lagði sitt til málanna.“ „Já, það er auðséð!“ Marta var enn róleg í máli. Hún var að liugsa til kjólsins síns — skónna hennar .Tcnny, þeir voru svolítið tábitnir — það voru skór Bassa reyndar líka. Svo varð lienni hugsað til uppþvottarins, sem stóð á borðinu síðan í morgun, því að hún hafði ætlað að Ijúka fataþvott- inum fyrst. Æ, hvernig átti hún að koma öllu þessu af! Og svo átti hún strauningu eftir. Skyrtan hans Bernts varð að vera vandlega strauuð, og svo vantaði teygjuband í litlu buxurnar hennar Jenny, því að hún átti að vera í þeim ljósrauðu. Svona óvitar gátu eins vel tekið upp á þvi að steypa sér kolthnýs og stinga bossanum upp, að maður nú ekki minnist á Bassa, sem notaði bleyjur ennþá. „Nei, nú verð ég að fara.“ Marta vaknaði við gjallandann í frú Jen- sen. „Ég þarf að fara inn í bæ og láta þvo hárið og greiða mér. Þér ættuð að verða samferða. Því — ja, afsakið að ég segi það — hárið yðar er orðið nokkuð gljáalaust upp á sið- kastið, finnst mér. Er jiað ekki rétt?“ Marta stóð kyr og horfði á eftir henni þegar hún fór. Svo fór hún að liengja upp þvottinn. Henni fannst allt orðið erfiðara en áður. Hún sá i huganum frú Jensen sitjandi i hár- greiðslustofunni og láta nostra við sig, lienni fannst meira að segja ilm- inn af henni bera að vitum sér. Hún þreifaði á hárinu á sér. Það var satt, gljáinn var horfinn af því, liann liafði líka horfið um tíma eftir að Jenny fæddist. Einu sinni hafði það verið gljáandi og lifandi. En fal- legi jarpi liturinn var á þvi ennþá, og hún huggaði sig við það. Dagurinn leið og undir kvöldið kom Bernt lieim. Hann var þreytulegur líka. Hann varð hálfönugur af því að maturinn var ekki alveg titbúinn. Mörtu sárnaði þetta mjög. Skytdi hann gera sér grein fyrir í hve mörgu hún liafði haft að snúast allan dag, en nú gat hann sest í hægindastólinn og farið að lesa, en hún varð að snú- ast við matinn og bera af borðinu aftur, koma börnunum i rúmið, þvo upp, smyrja nestisbitann hans til fyrramálsins, bursta skó, athuga hvort ekki þyrfti að stoppa sokka — það var óvíst hvort hún gæti gefið sér tíma til að borða. Ævin hafði sannarlega verið önnur áður en hún giftist, og hún hafði vel borgaða stöðu. Hvaða laun fékk hún núna? Engin! Iiananú — nú skvetti Jenny sósu á sig, að Bassi sló skeiðinni ofan i disk- inn svo að mjólkin skvettist bæði á sjálfan hann og dúkinn og háa stölinn hans. Æ, þetta ætlaði alveg að gera út af við hana. Og við þetta átti hún að lifa dag eftir dag og ár eftir ár! Nærri því aldrei nokkra tilbreytingu, nærri þvi aldrei ný föt. Og þegar hún færi að eldast — hvað tók þá við? Þá mundi Bernt liklega gilda alveg einu hve niikið hún hefði að gera. Nei, liún ætlaði ekki að láta bjóða sér þetta lengur, alls ckki. Þarna sat liann og át í mestu makindum, liann var ekki að liugsa um hana, heldur aðeins um að verða saddur. „Bernt,“ sagði hún hryssingslega, „ég þarf að fá peninga hjá þér. Eg verð að fara til hárgreiðslukonu á morgun!“ „Það er nú annað hægara, Marta. Ég er nýbúinn að borga rcntur og afborganir af húsinu. Er þetta nauð- synlegt? Hárið á þér er alltaf svo fallegt.“ „Það er hræðilegt — þó þú sjáir það ekki. Þú tekur yfirleitt ekki mik- ið eflir hvernig ég lít út, það verð ég að segja.“ Hann stóð upp og gekk til hennar. „Marta, hvernig geturðu sagt þetta? Þú veist svo innilega vel, að í mínum augum er ekkert i heiminum jafn fal- legt og þú!“ sagði liann og tók hand- leggnum um herðarnar á henni. „Já, það er fallega sagt. En ég verð ekki fallegri fyrir það. Áður en við giftumst var ég alltaf vel til fara ...“ „Góða mín, af hverju talarðu svona? Eg veit ofur vel, að við höfum ekki haft úr miklu að spila síðan börnin fæddust — og við keyptum húsið — en það rætist úr þessu bráðum — ég veit að hagur okkar smábatnar með tímanum." „Það verður ekki fyrr en ég er orð- in svo gömul að ég verð hætt að hugsa um útganginn á mér. Og þú Jíka. Hvers vegna getum við ekki átt jafn góða daga og Jensenslijónin, ekki tiefir hann hærra kaup en þú. Eg fer að þreytast á þessum eilífu þvottum og skúringum og stoppingum ...“ Bernt sagði ekki fleira, hann sneri sér frá og gekk út í garðinn. Marta var að smálita út meðan hún tók af borðinu og háttaði börnin. Þegar hún kom aftur úr svefnherberginu sá hún liann ekki. Hún dró djúpt andann og fór inn í etdhúsið til að þvo upp. Þarna stóð hann þá. Hann brosti kindarlega til hennar. „Hvað í ósköpunum ertu að gera hérna?“ „Þvo upp. Þú mátt ekki hatda að ég taki ekki eftir þér — og þú mátt ekki segja svona aftur.“ Marta fór til hans og tók um liáls- inn á honum. „Bernt!“ hvíslaði hún. „fyrirgefðu mér. En stundum verð ég svo gröm. Það er ljótt af mér. En frú Jensen var að bulla um kjólinn sinn — og um að forstjórinn tiefði heimsótt þau eitt kvötdið — og svo varð ég ergi- leg.“ „En nú skaltu ekki ergja þig leng- ur. Ég skal segja þér nokluið: ég vil heldur eiga titlu sparisjóðsbókina okkar, en lifa eins og Jensenshjónin gera. Þau geta blátt áfram ekki haldið svona áfram til lcngdar, það get ég sagt þér. En segðu mér nú, Marta, i hverju ætlar þú að vera á morgun? Því að — hann fór hjá sér — mig lrngar til að þú sómir þér sérstaklega vel.“ Marta reyndi að gera sig hressi- lega og sagði ánægjulega: „Ég verð í sumarkjólnum mínum frá í fyrra — þeim rósótta, manstu? Bernt tók um kinnarnar á henni og kyssti liana. „Nú skaltu aldrei þessu vant verða liissa. Þú skalt fá nýjan kjól, væna min. Heldurðu að þú hafir tima til að kaupa hann i fyrramálið? Ég get séð af 400 krónum — hetdurðu að það sé nóg?“ „Ó, Bernt — vitanlega er það nóg. En ... höfum við efni á því?“ „Við skulum liafa efni á því. Og þú verður eins og rós — í hverju sem ]m ert.“ ITann kyssti hana aftur. „Elsku Marta mín!“ Marta gat varla sofið um nóttina, út af tilhugsuninni um nýja kjólinn. Hún liafði séð ljómandi fallégan tjós- grænan kjól i einni versluninni — hara að hann væri nú ekki seldur. Hann kostaði 300 krónur. Og fyrir afganginn gat hún keypt nýja skó handa börnunum og hvíta sokka handa Bassa. Hún fór snemma á fætur og liafði strauað kjól Jenny og skyrtu Bernts áður en aðrir vöknuðu. Nú F y yiul ar eigfínkona

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.