Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1958, Blaðsíða 13

Fálkinn - 03.10.1958, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 ætla að fara og vekja Brett, sagði 'hún. — Ég verð að segja honum hvernig komið er. — Ertu orðin band-sjóðandi vitlaus, sagði Olivia og spratt upp og hljóp og sneri bakinu að hurðinni. — Ætlarðu að spilla öllu enn meira fyrir þér? — Það getur ekki orðið verra en það er. Ef Tony hefir stolið festinni minni þá skal hann fá að kenna á því, sagði Melanie reið. Ég læt ekki bíða til morguns að láta Brett vita af því. Eg segi þér dagsatt, Olivia að ég gaf honum ekki festina. Þér er óhætt að trúa því. — Það er ekki það, sem er aðalatriðið núna, sagði Olivia óþolin. — Eg kom að hon- um þar sem hann stóð með festina í hendinni, og hann mun halda fast við þá skýringu sem hann gaf mér. Svo að þar standa hans orð gegn þínum — og hvaða sannanir hefir þú þá? Ef þú segir Brett að Tony hafi festina, og ætli sér ekki að skila henni, þá veistu ekki hvað þú ert að gera. Þú hefir aldrei séð Brett reiðan — ekki verulega, f júkandi reiðan — og ég fullvissa þig um, að það er ekkert gaman! Það yrði dómadags réttarhald yfir ykkur báðum. Hann mundi ekki svífast þess að láta taka Tony fastan, þótt hann mundi kannske iðra þess efirá. Og hugsaðu þér af- leiðingarnar! Eitt meginhneyksli — og dona Inez ein aðalpersónan, því að þetta gerðist í hennar húsum. Og Tony mundi grípa til ör- þrifaráða. Hvernig ætlar þú að sanna, að þú hafir ekki gefið honum festina? — Þú heldur enn, að ég hafi gert það, sagði Melanie nötrandi. — Það skiptir engu máli hvað ég held. Eg er aðeins að reyna að hjálpa þér. Þú verður að reyna að ná í festina áður en dagur renn- ur á morgun, — hvað sem það kostar. — Hvernig ætti ég að fara að því? spurði Melanie. — Vertu ekki svona ráðalaus! sagði Olivia höstug. — Hann er líklega ekki farinn að sofa ennþá, og sé hann sofnaður verður þú að vekja hann. En þú verður að ná í festina áð- ur en Brett kemst að því að hún er horfin. Það var þetta, sem ég kom til að segja þér — og þetta verður þú að gera. — Já, þú hefir rétt fyrir þér. Eg verð að gera það. Melanie fór úr samkvæmiskjólnum og í dökkan kjól. En svo datt henni nokkuð í hug og hún sneri sér vandræðaleg að Oliviu. — Hvernig á ég að ná í bílinn? — Þú getur ekki náð í hann. Þú verður að fara gangandi, sagði Olivia. — Smithers mundi heyra til þín ef þú færir inn í skúrinn og ræstir bílinn. Og ég hugsa að hann mundi ekki vilja leyfa þér að aka burt ein þíns liðs um miðja nótt. Þetta eru ekki nema fáeinir kilómetrar, svo að þér er hægðarleikur að ganga það. Það er enginn úti núna, sem sér Þraut 1 fljótu bragði virðast öll húsin eins. Svo er þó ekki. Aðeins tvö þeirra eru nákvæmlega eins. Getið þið séö, hvaða hús það eru? þig. Og ef þú kynnir að mæta einhverjum á heimleiðinni, segir þú bara að þú hafir verið að hreyfa þig. MELANIE GENGUR 1 GILDRUNA. Melanie hraus hugur við þessu, en hún var staðráðin í að ná í safírakeðjuna. Það var hið eina sem skipti máli þessa stundina. Eftir fimm mínútur læddust þær báðar nið- ur stigann í hinu sofandi húsi. Olivia lokaði hana úti og horfði á eftir henni er hún gekk upp hlaðið. Hún hafði ráð- lagt Melanie að fara út um lítið hlið í ofan- verðum garðinum, á þann hátt komst hún sjá að ganga framhjá dyravarðarbústaðnum. Það var ánægjusvipur á Oliviu er hún lokaði húsdyrunum. Hún leit á armbandsúrið í bjarmanum frá litla vasaljósinu, sem þær höfðu notað er þær gengu niður stigann. Klukkan var rúmlega þrjú. Hún læddist hljóð- lega upp í herbergið sitt og settist og beið átekta. Melanie greikkaði sporið er hún kom upp á veginn. Hún var svo reið að hún gaf sér engan tíma til að vera myrkfælin. Tunglslaust var, en farið að birta af degi á austurloftinu. Hvernig dirfðist Tony að gera þetta? Og hvernig dirfðist hann að segja Oliviu að hún hefði gefið honum safírana? Olivia hafði rétt að mæla — það skipti engu máli hvort hún trúði honum eða ekki. Aðalatriðði var að Brett kæmist ekki að því sem gerst hafði. Ekki vegna Tonys heldur vegna Melanie — því að ef lögreglan skærist í leikinn mundi staðhæfing hennar standa gegn staðhæfingu Tonys. En ef hún neyddist til að tilkynna tap- ið, var óhjákvæmilegt að lögreglan hæfi rannsókn í málinu. Fræið sem Olivia hafði sáð fór strax að festa rætur. Ef málið yrði kært mundi orð standa gegn orði. Hún sá fyrir sér í hugan- um fyrirlitninguna og gremjuna í augum Bretts. Ef Brett héldi að hún hefði verið fús til að hjálpa Tony — og það með þessi ó- heiðarlega móti — mundi hann fyrirlíta hana djúpt. Hún greikkaði sporið við þessa til- hugsun. Stjörnurnar voru farnar að fölna er hún kom að húsi Tonys. Hún gekk upp að húsinu og hringdi dyrabjöllunni, jafn óhikað og þetta hefði verið um miðjan dag. En hjartað ham- aðist i brjóstinu á henni. Mundi Tony Ijúka upp sjálfur? Eða þjónn koma til dyra? Það var Tony ,og hann opnaði svo skjót- lega að hún hrökk við. — Melanie! hrópaði hann. — Þetta var ó- vænt. Komdu inn. Hann fylgdi henni inn í forstofuna, og hún tók ekki eftir að hann skildi hurðina eftir í hálfa gátt. — Komdu og segðu mér hvað að er. Hann fór með hana inn í herbergi til hægri við forstofuna og sneri sér við og horfði á hana. — Hefir eitt- hvað þvarg verið heima hjá þér? Þessi ná- ungi — Featherstone ... — Vertu hægur, sagði hún hátt og skýrt. — Það hefir ekki verið neitt þvarg — ekki ennþá. Tony, viltu gera svo vel að skila mér safírafestinni minni? Tony leið vel. Þarna var upplagt leikatriði i kvikmynd. — Safírafestinni þinni? hváði hann eins og álfur úr hól. — Hvaða festi? — Gerðu svo vel að tefja ekki tímann að óþörfu, sagði hún kuldalega. — Þú veist ofur vel að þú fannst festina — og stakkst henni á þig. Og á eftir sagðir þú Oliviu að ég hefði gefið þér hana. Augu hennar leiftruðu allt í einu af reiði. — Ó, mig grunaði ekki að þú værir svona mikill þorpari. — Ég botna ekkert í hvað þú ert að tala um, Melanie, sagði hann. — Jú, víst gerir þú það, sagði hún. — Eg veit hvernig þetta atvikaðist. Þú fannst fest- ina, og datt í hug að þú gætir notað hana — í staðinn fyrir peningana, sem ég gat ekki lánað þér. Reyndu ekki að ljúga! Hún stapp- aði í gólfið. — Afhentu mér festina, annars fer ég til Bretts og segi honum hver hafi stolið henni, og hann kærir auðvitað fyrir lögregl- unni. Viltu láta handtaka þig fyrir þjófnað? FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — AL greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—lk og 1 %—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Flugpóstur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.