Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1958, Blaðsíða 1

Fálkinn - 03.10.1958, Blaðsíða 1
• • Morsárdalur í Oræfum Nú, þegar haustlitirnir færast yfir umhverfið og vetur er á næsta leiti, horfa margir með söknuði til óbyggðanna, þar sem þeir hafa á liðnu sumri notið nærveru óspilltrar íslenskrar náttúru. — Það er hverjum Islendingi nauðsynlegt að þekkja landið sitt sem best, en það verður ekki gert til neinnar hlýtar nema menn leggi leið sína inn á öræfin, sem eru gædd því dulmagni að laða menn til sín aftur og aftur með hrikdlegu landslagi og töfrandi fegurð. Það er því ánægjulegt að óbyggðaferðir eru nú mjög vinsælar og þátttaka í þeim eykst ár frá ári. — Myndin hér að ofan er frá Morsárdál i öræfum. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.