Fálkinn - 10.10.1958, Side 4
I
FÁLKINN
Gamlar stjörnnr - og „ungir
gestir44 í Hollywood
Aldurinn er mesta raun Holly-
woodleikaranna, segir sænski
blaðamaðurinn Ivar Ohman, sem
segir hér líka frá bókinni, sem
dóttir Johns Barrymore hefir
skrifað um föður sinni, og frá
auði frægustu leikaranna.
Bob Hope, sem getur líka verið
skemmtilegur utan leiksviðsins veit
ekkert skemmtilegra en að draga dár
að vini sinum Bing Crosby. Einlivern
tima var hann spurður hve gamall
Crosby væri:
— Ég er ekki viss um það, en ég
man að einu sinni þegar við vorum
saman i Bóm og skoðuðum Coloesse-
um sagði hann: Jæja, þetta er ekki
sem verst. Fyrir þá sem líkar nýtísku-
list.
En annars er það óvinsælt í Holly-
wood að liafa ellina í flimtingum. Og
það þarf kannske æringja til að halda
upp á daginn, sem maður kemst á
eftirlaun, eins og Buster Keaton gerði.
Hann sýndi í sjónvarpi er hann var
að taka við eftirlaununum í fyrsta
sinn.
Fæðingarárin eru leyndarmál í
höfuðborg kvikmyndanna. Kvikmynd-
in og fjárgröðinn byggist á æsku,
þetta er markaður, þar sem seldar eru
rjóðar varir og girnilegur líkamsvöxt-
ur. Þegar ellin fer að gera vart við
sig eru fegrunarlyfin og ljósmyndar-
arnir látin gera galdra, og búa til
tálmyndir eilífrar æsku.
Kvikmyndadísirnar klífa þrítugan
hamarinn til að leyna því að þær séu
farnar að eldast. Það er dauðadómur
þeirra, sem leikið hafa ungmeyjar í
þrjátíu ár, er lirukkurnar fara að setj-
ast kringum augun og munninn. Og
sá sem leikið hefir elskara er grafinn
lifandi þegar hann fer að eldast.
Margir geta ekki annað en leikið
sjálfa sig. Útsendarar frá Hollywood
„uppgötvuðu" þá á sinum tíma og
gerðu úr ])eim „leikara“, þótt þeir
hefðu ekki annað til að bera en lag-
legt andlit og fallegan vöxt. Meðan
fólkið getur selt brosið sitt gengur
allt vel. En undir eins og brostöfr-
arinn á að fara að leika skapgerðar-
hlutverk keyrir um þverbak. Þá
greinast sauðirnir frá höfrunum. Og
í þessu felst skýringin á því, að svo
margir kvíða ellinni, þvi að þeir ótt-
ast að verða ekki notandi til neins
þegar þeir eru orðnir fimmtugir.
Margir þeir, sem voru afguðir fólks-
ins síðustu tiu árin fyrir striðið, eru
nú farnir frá Hollywood, fluttir úr
l'.eirri veröld, sem aðeins vildi kaupa
fegurð þeirra og æsku, og hafa fengið
sér aðra alvinnu eða eru garfnir og
gleymdir.
„TÍU STÓR“ f HOLLYWOOD.
En þeir útvöldu, sem voru leikarar,
lialda enn velli.
Eiginlega er það miðaldra fólk og
gamlir menn, sem halda kvikmyndun-
um frá Hollywood uppi þessi árin. Að
vísu hafa Marlon Brando, Marilyn
Monroe og Audrey Hepburn komið til
sögunnar. Stjörnur sinnar kynslóðar,
sem leika æskuskeið sitt á enda. En
séu kvikmyndastjórar spurðir hvaða
leikarar dragi fólk best að kvikmynda-
húsunum — og það er biómiðasalan
sem er mælikvarði á gildi leikarans
— nefna þeir helst einhverja eldri
ieikendurna. Þeir eru dýrir, og kvik-
myndafélögin vildu gjarna komast hjá
oð hafa þá. En þau geta ekki án
þeirra verið.
Úrvalsnöfnin, sem oftast sjást á
ljósaauglýsingunum, eru nöfn hæru-
skotinna mann og roskinna kvenna,
og það verður talsvert Jangt þangað
til ungu kynslóðinni telcst að útrýma
þessum tíu:
Fred Astaire og Spencer Tracy, sem
báðir eru j)9 ára, Clark Gable og
Gary Cooper 57 ára, Bing Crosby og
Cary Grant 54 ára, Marlene Dietrich
og Claudette Colbert 53 ára, Bette
Davis 50 og Katliarine Hepburn 48
ára.
Að fráteknum Spencer Tracy og
Bette Davis eru engin þessara eigin-
lega skapgerðarleikarar. Þeir hafa
leikið sína eigin persónu, og hún lief-
ir reynst verða slitgóð. Og ekkert
af þessu „gamla fólki“ felur heldur
skírnarseðilinn sinn eins og piparmey
á hættulegum aldri. Marlene Dietrich
auglýsir kappsamlega að liún sé
amma!
— Stendur það í æviágripum að ég
sé 52? Ég er 71, skrifið það!
Henni finnst kannske orðið langt
síðan Iiún sigraði í „Bláa englinmn"
á móti Emil Jannings; hún hefir leikið
í mörgurn myndum síðan, en í engri
betur — og þá skilur maður að henni
finnist æskuárin nokkuð langt undan.
Eins og margir á hennar aldri óttast
hún eitt mest: að upplifa sjálf að hún
sé orðin þjóðsögupersóna. En liún
Clark Gable fær hálfa milljón dollara fyrir hverja mynd sem hann leikur í. Hann heldur sér best allra þeirra
gömlu. Hér sést hann í kvikmynd á móti Doris Day.
Diana Barrymore með föður sínum,
sem hún hefir skrifað bersögla bók
um.
heldur sér vel. Hún fer gætilega með
mjóaleggina á sér og vátryggir þá
fyrir stórfé, og hún gætir þess vel
að hrukkurnar í andlitinu sjáist ekki
á myndunum. En það er lika gott að
vera amma i Bandaríkjunum, ])ví að
þær eru hafðir í heiðri þar.
AÐ „KUNNA LAGIÐ Á ÞVÍ“.
Blaðamenn spyrja oft þetta roskna
fólk, hvernig það fari að því að missa
ekki tangarhaldið á almenningi.
Clark Gable svarar: Með þvi að
treyna kraftana og verða aldrei reið-
ur. Láta aldrei liafa blaðaviðtal við
sig i hádegisverðinum. Fara alltaf að
hátta klukkan niu, ef maður á að leika
daginn eftir.
Bing Crosby: Ég hefi góða ráðu-
nauta. Kann að þiggja góð ráð og liefi
aldrei afráðið neitt upp á eigin spýt-
ur. Ég treysti fólkinu, sem ég vinn
með. Og ég þekki mln eigin takmörk.
Spencer Tracy: Það mikilsverðasta
er að aera sér grein fyrjr. að rt’ikið
af því sem leikarinn gerir er algerlega
þýðingarlaust. Og svo á maður aldrei
að takn að sér hlutverk, sem manni
líkar tliki. Ég met frjáisræðið meira
en peningana.
Cary Grant: Ég ieik sjálfan mig
út i æsar. Maður fær sjaldan Oscar-
verðlaunin fyrir slíkt, en það er ])að
versta sem hugsast getur. Og það get-
ur maður ekki gert nema tnaður hætti
að hafa áhuga fyrir sjálfum sér.
Bette Davis: Ég hefi reynt að vera
ég sjálf. Þegar mér skýtur upp á tjald-
inu veit fólk nokkurn veginn á
hverju það á von. Eg hefi aldrei tek-
ið mark á tískustefnum kvikmyndar-
innar.
Gary Cooper: Ég er lieimasoðinn
Ameríkani. Ég veit nákvæmlega hve
langt ég má liætta mér. Eg iiefi t. d.
aldrei reynt að leika Shakespeare.
Eg er svo kauðalegur í prjónabrók.
Þetta er svo sem engin speki. Það
sem maður ies á milli línanna er að
þetta fólk varast að láta hafa eftir
sér það, sem kallað er „stjörnu-um-
mæli“. Flest af þessu fólki hefir tek-
ist að lenda ekki i siúðurdálkum
biaðanna og stundar starf sitt eins og
múrari eða kaupmaður. Katharine
Ilepburn sagði meiningu þessara.allra
nokkurn veginn hreinskilnislega er
Inin sagði:
\