Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1958, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.10.1958, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 — Ég hirði ekkert um hvað þið skrifið um mig meðan það er ekki satt. Ef það væri satt mundi fólk halda, að það væri eitthvað mér við- komandi. MILLJÓNAMÆRINGAR — EKKI RÓMANTÍSKIR. Flestir trompásarnir í Hollywood hafa orðið slyngir fjárplógsmenn og -konur. Kvikmyndastjórunum er auðvitað ekkert um það, en ættu eig- inlega að lita á þá sem námfúsa læri- sveina. Háu launin eru orðin vandamál i Hollywood. En það eru alls ekki lömb, sem þeir leika sér við þessir kvikmyndastjórar. Leikararnir hafa með sér sterkan félagsskap, og þeir vita vel að kvikmyndastjórarnir kom- ast ekki af án „stjörnuleikaranna“. Þegar Gary Cooper kom frá Mont- ana inn í hið fyrirheitna land kvik- myndanna 1927 fékk hann 125 dollara kaup á viku. Að viðbættum 25 doilur- um fyrir hvert skipti sem liann átti að detta af baki. Hann byrjaði sem „wild west“-hetja og gerir sér enn far um, að líta út eins og fólk er flest. En tekjur hans eru ekki eins og hjá fólki flestu. Árið 1940 hafði hann hæsta persónulega skattinn i Banda- ríkjunum og miklu liærri tekjur en Roosevelt forseti. Alls liefir hann fengið 200 milljón dollara brúttó fyr- ir þær 70 myndir, sem liann hefir leikið í. Hann leikur aldrei i nokk- urri mynd núna án þess að fá hálfrar milljón dollara tryggingu. Og liann er ekki eini milljónamær- ingurinn í þessum hóp. Margir stóru spámernirnir láta duga að leika i einni mynd á ári, en hafa samt sæmi- ieg árslaun. Clark Gable fær 500.000 dollara, Cary Grant 300.000, Spencer Tracy 200.000 doilara, Bette Davis 300.000, Bing Crosby 300.000 og Kat- harine Hepburn 150.000 dollara fyrir hverja mynd. Marlene Dietrich kostar félag sitt áreiðanlega eins mikið og Cooper eða Gable — í fyrra setti hún met með þvi að taka 100.000 dollara fyrir að sýna sig í einn mánuð í náttklúbb í Las Vegas, liinu fræga spilavíti í Nevada-eyðimörkinni. Og tímarit seni bað hana um grein með fyrirsögninni: „Listin að vera fallegur" varð að borga heni 15.000 doliara fyrir vikið. Ágirnd? Já, kvikmyndadisirnar eru liarðskeyttar eins og kauphailarbrask- arar í Wall Street. Nú á dögum ausa þær ekki silfrinu i skrauthýsi, eins og gert var í tíð þöglu kvikmyndanna. „ÉG ER DAUÐUR .. Við Tower Road í Beverly Hills stendur stórhýsi, sem nú er eign oliu- auðkýfings. Þar átti John Barrymore einu sinni heima — i húsinu eru 40 herbergi, stór garður i kring, margar sundiaugar og tennisbrautir. Einka- liöll kvikmyndakónungs. Diana Barrymore, dóttir lians, segir frá komu sinni til föður síns i bók- inni Too much too soon. Hún kom til hans á striðsárunum — þá var stjarna Barrymores hætt að skina, hann var einmana, alkóholisti, veröldin hafði gleymt honum. Húsið var draugalegt, stóru salirnir sem svo margar veislur höfðu verið haldnar í voru tómir — allt, húsgögn, dúkar og listaverk hafði verið selt til þess að friða lánardrottn- ana. Stóra bókastofan með þykku eikardyrunum var rykfallin. Aðeins þrjú herbergin af fjörutíu voru íbúð- arhæf. Áður liafði tylft þjóna verið á heimilinu. Nú var aðeins eftir einn uppgjafa hnefakappi, sem var bil- stjóri Barrymores, matsveinn og hús- vörður. Þarna sat „hinn mikli Barrymore“ — forðum tilbeðinn eins og goð, meir en nokkur leikari i sögu Bandaríkj- anna — yfir minningum sínum — og flöskunum. Fáir vildu umgangast hann, ef einhver bauð honum heim fór alltaf á bá leið að liann draklc sig fullan og skammaði gestina eða sagði klámsögur. Dótturina, sem aldrei hafði kynnst föður sinum til hlitar af þvi að hjónin skildu, hafði dreymt um að fá að leika í kvikmyndum með honum. Eitt kvöldið gerði hún sér ferð til hans með leikrit, þar sem tvö hlutverk voru hæfileg fyrir þau. Faðir hennar komst allur á loft og fór að gera á- ætlanir um að leika á ný. Tók sim- ann og hringdi til eins kvikmynda- kóngsins: — Halió, það er .Tohn ... Löng þögn. — Hvaða Jolin? — John Barrymore! Dóttir min er hérna lijá mér og við vorum að enda við að lesa ljómandi gott handrit. Aftur kom þögn. — Æ, ég skil ... Þökk fyrir ... afhringing. Höndin skalf er hann kveikti í vindlingnum. — Þeir vilja ekki hafa mig .. . Nei, það er þýðingarlaust að síma til ann- arra. Þú getur reynt ein. Ég leik aldrei framar. Eg er dauður ... DIANA, DÓTTIIt BARRYMORES. Þegar víkúr að Dionu er komið að öðru efni: börnum kvikmyndaleikar- anna. Þeim sem fá frægt nafn að erfð- um. En heldur ekki meira. „Framinn tekur svo hræðilega lang- an tíma“ er setning í kvikmyndinni „Ungur og ókunnugur", sem lýsir á- rekstrunum wnilli kvikmyndamanns og^sonar hans. Og margt gerist i raun og veru, sem þessi mynd segir frá. Sami blaðamaðurinn sem skrifaði „Ég græt að rnorgni" fyrir Lilian Roth, hefir fært bók Diönu Barry- more i letur — og er bókin hræri- grautur; sumpart leitast Diana við að skapa sér samúð lesandans og sum- part játar hún syndir sínar. Hún ólst upp á heimili þar sem liún fékk allt — nema blíðu og kærleika. Þegar hún fékk að fara út var hún teymd eins og hundur í bandi, af einhverjum þjóninum. Fyrstu afskipti föður henn- ar af lienni voru þau, að hann fór með hana og stallsystur hennar í nátt- kiúbb og gerði sitt ítrasta til að þær yrði fullar. Kvöldinu lauk þannig, að hann drakk sig sjálfur svo fullan, að liann vissi ekkert í hvaða gistihúsi hann bjó. Og Diana fetaði snemma í fótspor föður sins. Þegar hún var 36 ára gat hún litið yfir þrjú hjónabönd og taum- laust svall, og nokkrum sinnum var henni bjargað frá að fyrirfara sér, og þegar verst lét munaði minnstu að hún lenti i tukthúsinu fyrir þjófnað. Það er skiljanlegt að hún formæli bæði föður sinum og móður, sem hugsuðu of mikið um sjálfa sig og skipti sér ekkert af uppeldi barnsins. En að vísu getur það ekki talist smekklegt að breiða út óhróður um foreldra sína í víðlesnu vikublaði og selja svo í bókarformi í milljónum eintaka. UNGIR GESTIIt í HOLLYWOOD. Diana Barrymore er hjónaskilnað- arbarn, og af þeim er meira til i Hollywood en á nokkrum öðrum bletti á jörðinni. Maður þarf ails ekki að vera vandlætingasamur þótt manni blöskri hve geysihratt fólk giftist og skilur þar vestra. Tíu ára hjónabandi þykir blátt áfram óeðliiegt. En gift- ingarfréttir blaðanna eru oftast i þessum stíl: „Rex Heman giftist Rose Glamour i Mexico City i gær. Það cr fjórða hjónaband lians, cn þriðja hennar. Bæði segja, að nú hafi þau loksins fundið það rétta.“ Það reynist oft rétt — í eitt eða tvö ár. Svokölhið gamansaga frá Holly- wood, segir dálítið um það, sem siglir i kjölfar hjónaskilnaðanna. Tom, sex ára kemur til Bill leik- féiaga síns og segir að mamma sin hafi gefið sér nýjan pabba í fjórða skiptið. Sá nýi er leikarinn X. — Þá hefirðu verið heppinn, segir BiII. — Það er ágætur pabbi. Ég átti hann seinast. Innan um allt „ástaslúðrið“ sem lekur i blöðin ásamt brúðhjónamynd- unum, finnur maður fréttir af öðru tagi. Af öllum vandræðabörnunum i Hollywood, afræktum og forsómuðum börnum, sem heita nöfnum er oft sjást í kvikmyndaaugíýsingunum. Þrettán ára dóttir frægrar Ijós- hærðrar leikkonu, af öðru hjónabandi, hefir lent i skuggahverfinu í Los Angeles, þar sem alkóholistar og rónar halda sig. Telpan hefir storkið þangað — henni finnst allt of til- breytingalaust í fína heimavistar- skólanum, sem hún var sendi i. Og önnur sagan er sögð af ungri dóttur frumskógahetjunnar, sem neit- ar að nærast og deyr að lokum albil- uð á sál og líkama. Og enn ein saga af syni fræga skapgerðarleikarans, sem reyndi að farga sér með þvi að taka svefnskammta, aðeins tvítugur, dæmdur fyrir ölvun og kærður fyrir rán. „Ógæfusamur einstæðings dreng- ur“, segir vinur fjölskyldunnar, sem hefir fylgst með honum frá barnæsku. Og sonur leikkonunnar miklu, sem alltaf er að strjúka að heiman en næst niður við liöfn, albúinn til að fara til sjós. Tólf ára! Og á framsiðunhi í New York Her- ald Tribune var cinn daginn mynd af tveimur grátandi smápíslum. Börn- in komu með lestinni frá Los Angeles um morguninn „með barnfóstru, sem þau þekktu ekki“. Enginn tók á móti þeim á flugvellinum. Svo var hringt til móðurinnar — hún er fræg stjarna i Marilynfaginu — en hún svaf. Klukkan var 4 síðdegis, og vinnukon- an tók á móti skilaboðunum. Móðirin Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.