Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1958, Page 6

Fálkinn - 10.10.1958, Page 6
6 FÁLKINN Vanny ÖCayc sigrar Condon GAMLA AFTURGANGAN. Engum sem þekkti Danny Kaye kom á óvart að hann skyldi segja skilið við Sylvíu og Sam Goldwyn svo að segja samtímis. Maður eins og hann varð að finna sjálfan sig hjálparlaust og án stoðar frá þeim, sem stóðu honum næst. Nú brenndi hann brýrnar að baki sér og hélt til London og byrjaði þar sýningar sin- ar á Palladium 2. febrúar 1948. Hann hafði aldrei komiS á sviS þar siðan sneypuförina frægu 1938. Hann vildi komast burt frá Bandarikjunum, burt frá Sylviu og gagnrýnendunum. Og hann vildi sigra í London til að reka af sér slyðruorSiS frá 1938. Því að ósigurinn á Dorcester Hotel fyrir tiu árum kvaldi hann enn, Þá hafði hann tekiö tilboði, sern einn frægasti leikararáðandi í London. Henry Sherek, hafði gert honum. Sherek hafði verið í leikaralcit í Ame- riku og hitt Danny í Philadelphia. — Mér leist undir eins vel á þennan slöttungslega, rauðhærða og klunna- lega trúð, segir Sherek. — Hann kom mér til að hristast af hlátri undir eins og hann kom inn á sviðið og þangað til hann fór. Eftir sýninguna fór ég inn í fataklefann til hans og bauð lionum ráðningu á Dorchester, en Danny sagðist vera samningsbund inn, og að ég yrði að ráða bæði sig og félaga hans, eða engan. Ég gekk að þvi skilyrSi með því að hann lof- aði að syngja tvö einsöngslög, „Deenah“ og „Minnie the Moocher“. Danny fór til Englands fullur af bjartsýni og á leiðinni hafði hann verið i essinu sinu. Hann hafði talað við brytann með besta enskum mál- hreim, pantaS mjólk á skosku og fengið rakarann til að trúa að hann væri frá Wales, en fæddur í Brooklyn og héti réttu nafni Kaminsky. Á hverj- um morgni sást hann hoppandi og hlaupandi á þilfarinu, talaði við sjálf- an sig og baðaði öllum öngum, svo að fólk hélt að hann væri ekki með öll- um mjalla. En Danny var mikiS i hug. Hann sá sig í anda sem glæsi- legasta skemmtikraftinn í London. En svo kom hann í borgina i súld og hráslaga og nú fór hann að kviða því að sér mundi mistakast. Hann reyndi að gcra að gamni sínu við af- greiðslumennina í búðunum en þá horfðu þeir vorkennandi á liann. Hon- um var alltaf kalt, og hann sannfærð- ist um, að ómögulegt væri að vinna sigur í svona borg. Enda mistókst honum svo herfi- lega, að enn fór hrollur um hann þegar hann hugsar til þess. Eitt stærsta sunnudagsblaðiS skrifaði: „Danny Kaye hafði ekki meiri áhrif á hina göfugu gesti í Dorchester Hotel en krakkabolti hefir á nas- hyrning. ÞaS var líkast og þær sæi hann alls ekki, og því síður hve lé- legur hann var.“ Allt gekk honum á móti. I fyrsta lagi var sýningin á eins óheppilegum tima og hugsast gat orðið, nefnilega kvöldið eftir að Chamberlain kom frá Múnchen ,svo að ekki lá vel á fólki. ViS þetta bættist að gaman hans var algerlega amerískt, og hátiðabúnir Lundúnabúarnir höfðu skömm á þess- um freka óheflaSa slána. 3. gfrein. — Þetta var martröð, og var allt og sumt sem Danny sagði. Og nú var hann kominn aftur eftir tíu ár, til að seiða fram afturgönguna frá Dorchester Hotel. ,.NÚ KEMUR DANNY!“ TrióiS óaðskiljanlega — Danny Kaye, Sammy Praeger (píanisti) og liddie Dukov (fararstjóri)( — sátu með sveittan skallann nokkra daga og nætur til að undirbúa frumsýning- una á Palladium. Þeir reyndu að leggja sig eftir hinu sérkennilega í gamansemi Englendinga, þvi að þeim var ljóst að Englendingar yfirleitt höfðu ekki mikið álit á amerisku gamni. Danny var svo að segja ókunnur ensku blöðunum, og þegar hann kom til London þótti hann lieillandi, auð- mjúkur og blátt áfram barnalegur. Hann afvopnaði blaðamennina alveg með því að segja, að hann vissi ósköp litið um England, og spurði og spurði, svo að það var hann sem tók viðtal við blaðamennina, en ekki þeir við hann. Palladium var útselt fyrsta kvöldið sem hann var í eldinum. Danny, sem stóð skjálfandi bak við leiktjöldin, heyrði allt í einu leikstjórann Ted Ray kalla nafnið sitt. Hann reyndi að svara, en uppgötvaði þá að babb var komið í bátinn. ÞaS var eins og liann væri negldur við gólfið og hann gat ekki hreyft sig úr sporunum. Ted Ray beið en neðan úr dimmum áhorfenda- salnum heyrðist dynjandi lófaklapp. Eins og í draumi heyrði Danny fólkið brópa, og nú endurtók Ray: — Og nú — nú kemur Danny! Danny stóð sem steini lostinn og hélt dauðalialdi í kaSal og hugsaði til Sylviu. En allt i einu var honum bókstaflega fleygt inn á sviðið. Char- les Henry, sem stóð fyrir öllu fyrir- tækinu, hafSi séð að Danny hafði fengið „lampafeber" og hrinti hon- v,m langt inn á sviðiS. Danny var rétt dottinn en tókst að ná jafnvæginu. Hann nam staðar á miðju sviðinu og sagði það sem hon- um datt fyrst í hug: — Ég skelf eins og lauf í roki! Þessu var tekið meS hjartanlegum hlátri og dynjandi lófa- klappi, og það var einmitt þaS, sem Danny þurfti. Þetta kvöld tók hann á öllu því sem hann átti til, og var eins og gjósandi eldfjall. Hann var á leiksvið- inu þangað til hann var orðinn stað- uppgefinn, en þá verkjaði lika átta þúsund manns í allan skrokkinn af hlátri. Hann söng allar einkennilegustu vísurnar sínar af dæmafárri snilld. Hann sagði frá ferðinni til Englands, kveinaði yfir hve liræddur hann hefði verið, og gerði alla agndofa með sinni ágætu raddbeitingu og neistaflugi fyndninnar. Hann teygði áheyrend- urna eftir sér svo að þeir veltust um í hlátri, fékk þá til að taka lagið meS sér og reyna að herma eftir sér. Á tuttugu og níu mismunandi tungum og mállýskum og með hundruðum til- tekta og fetta og bretta tókst honum aS sannfæra áhorfendurnar um, að þarna stæði það andspænis „mesta trúð aldarinnar". — Upp frá því kvöldi var England mitt annað heimili, segir Danny Kaye. — Og mér veitti sannarlega ekki af því heimili. HANN STAL HUG FÓLKSINS. Á einu kvöldi varS hann umtals- efni allrar stórborgarinnar og vin- sældir hans uxu með hverri sýningu. Leigubílstjórarnir vildu ekki taka á móti borgun hjá honum. Danny-Kaye- klúbbur var stofnaður og fólk gekk i Danny Kaye peysum og með Danny Kaye-hálsbindi. Hrifnar ungmeyjar rifu pjötlur úr fötunum hans og reyndu að kyssa liann. Hann olli eins konar umsátursástandi í borginni. Hann vakti meiri hrifningu en nokk- ur gamanleikari á undan honum. Nú var hann orðinn sannfærSur um að hann hafði fólkið á sínu bandi, og þess vegna gerðist liann svo djarf- ur að sýna því hvernig hann væri i raun og veru. Oft settist hann fram á leiksviðsbrúnina með lappirnar dinglandi niður í hljómsveitargröfina og reykti vindling og talaði um það sem honum datt i hug, sagði gaman- sögur, skýrði frá stjórnmálaskoðunum sínum eða ræddi um tilveruna eins og heimspekingur. Kvöld eftir kvöld vakti hann hlát- ur og dynjandi lófaklapp. En eitt kvölið, í miðri sýningu, fann hann allt í einu, að hann hafði misst tökin á fólkinu. Ekki eitt einasta sæti var autt í húsinu — greifafrúin af Milford Haven liafði orðið að sætta sig við stæði og borgaS þrjú sterlings- pund fyrir — en hann hafSi misst tök- in á fólkinu! Hljóðfæraleikararnir i gröfinni fóru að ókyrrast og fólkið á efstu pöllunum teygði sig fram í sætunum. EitthvaS einstakt liafði komið fyrir. Þvi hærra sem Danny söng, þvi meiri ókyrrð varð i salnum, og i örvænt- ingu flýtti Danny sér til Sammy pianista og hvíslaði: — HvaS er að? Sammy hafði líka tekið eftir að eitt- hvað var að, en hristi höfuðið. ÞaS var eittlivað, sem hafði truflað áhorf- endurna. Nú sáust blossar frá blaðaljósmynd- urunum viðs vegar um salinn. ÞaS var Winston Churchili, breiður og bros- andi, sem hafði orðið of seinn á sýn- inguna. Danny gekk fram á sviðbrún- ina og gægðist brosandi fram i salinn. — VerðiS þið ekki bráðum búnir, þarna niðri? spurði hann. — ÞaS er ég, sem er aðalpersónan hérna í kvöld. Churchill gamli, sem sjálfur kemst stundum vel aS orði, hló dátt að þess- ari kveðju, og eftir sýninguna átti hann tal við Danny undir fjögur augu. — Ungi maður, sagði hann hátið- legur. — Það er svei mér heppilegt að þér eruS ekki stjórnmálamaður. Þér hafið allt fólkið í vasanum og gætuð orðiS hættulegur andstæðingur ef þér færuð aS fást við stjórnmál. Danny varð upp með sér af þessu, því að það var fátítt að Churchill slái öðrum gullhamra. En Churchill hélt áfram: — Ég tók sérstaklega eft- Fyrir nokkrum árum var Danny Kaye á ferð í Osló. Honum var sýndur Kontiki-flekinn, sem Thor Heyerdal sigldi á, og myndin er tekin af Danny á flekanum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.