Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1958, Síða 8

Fálkinn - 10.10.1958, Síða 8
8 FÁLKINN Á saumaborðinu lágu ullargarns- bespur og silkiþráður i lirærigraut. Hún tók þacS, sem henni fannst fal- legast á litinn. „Þessi litur fer honum vel.“ Francoise fór að dreyma með ull- arhespuna í liendinni. Tvitug, gift fyrir átta mánuðum ... og samt þessi einstæðingstilvera, þessi vonbrigði. ... Hún var foreldralaus, en hin há- göfga, púrítanska frænka hennar hafði séð henni fyrir góðu uppeldi. Þegar Jean-Paul Warrel var kynntur fyrir henni, vaknaði ný tilfinning hjá henni — tilfinningin um þá óendan- legu möguleika, sem lífið hefði að bjóða. Þessi glæsilegi ungi maður með óframfærna látbragðið var lienni að skapi frá fyrstu stundu ... var það ást? Svo kom nokkurra vikna trúlofun, upplifuð á liinu stranga heimili Elisa- hetar frænku — siðan brúðkaup eftir öllum kúnstarinnar reglum, og svo brúðkaupsferð til Egyptalands. En Francoise hafði samt hugsað sér þetta allt öðru vísi ... Æ, hvers vegna trcystir maður alltaf hugboði sínu? Þegar ungu hjónin voru sest að i hústað Jean-Pauls í París, var hús- bóndinn öllunt stundum að hugsa um verksmiðjuna, sem hann hafði fyrir skemmstu tekið við af föður sínum. Elísabet frænka fór til Lyon, foreldr- ar Jean-Pauls til Nevers, og þar með voru þeir horfnir, sem Francoise þekkti. Hún þekkti ekki nokkra lif- andi sál í þessari stóru borg, þessari borg sem hún dáðist að, en sem hún um leið var hálfhrædd við. Fyrsta kastið sagði Jean-Paul á hverju ein- asta kvöldi: „Eigum við ekki að koma eitthvað út og skennnta okkur, Fran- coise? Hvert langar þig mest að fara?“ Hún svaraði alltaf já, með gleði- bros á andlitinu, og af því að hún var hrifin af tónlist kaus liún alltaf hclst að fara í óperúna eða á hljómleika. Hún vissi ekkert að manninum henn- ar hundleiddust þess konar skemint- anir. Þegar fram i sótti kom það fyrir að hann hafði sig afsakaðan. „Ég verð því miður að láta þig sitja eina heima í kvöld. Eg þarf að fara á áríðandi fund.“ Eða: „Ég hefi lofað kunningja min- um að hitta hann i kvöld ... Vinir mínir segja að ég sé farinn að afrækja þá.“ Francoise hafði spurt: „Hvers vegna býður þú þá ekki vinum þinum heim til okkar?“ En þá hló Jean-Paul: „Það er ó- hugsandi! Bestu vinir mínir eru bohémar, ja, það liggur við að maður geti sagt sérvitringar ... framferði þeirra og talsmáti mundi meiða unga og vel uppalda dömu. Og svo eru þeir kvenhatarar lika!“ •* Hann er líklega kvenhatari líka, undir niðri, hugsaði Francoise með sér. En hvers vegna fór hann þá að giftast? Hún vissi ekki, að hinn mikli lieim- anmundur hennar hafði komið sér vel fyrir Jean-Paul — að liann var blóðbanki, sem Warrel-smiðjurnar þurfti tilfinnanlega á að halda. Hún vissi ekki að maðurinn hafði hnakk- rifist við föður sinn þangað til liann loksins lét tilleiðast að giftast, og að hann þóttist hafa liðið eins konar pislarvætti með þvi að giftast henni. Jean-Paul taldi sjálfur, að liann hefði fórnað sér til þess að bjarga beiðri fjölskyldu sinnar, og þetta var ástæð- an til að hann hafði fyrirfram andúð á hinni ungu stúlku, þótt hann léti ekki á því bera. Honuni datt ekki i hug, að hún hefði fórnað miklu meira en hann — og hafði gert það án þess eð fá nokkuð í staðinn. Jean-Paul taldi sig rækja skyldur sinar til fulls með því að umgangast konu sína með lipurð og kurteisi. Og af því að hún hafði aldrei kvartað undan því að hún væri einmana, hélt hann að hún væri að öllu leyti ham- ingjusöm. Undir eins og þau sáust fyrst hafði hann myndað sér skoðun á henni: Þetta var óveruleg, litlaus glókolla, sem hafði fengið mjög gam- aldags uppeldi og hafði þess vegna þröngan sjóndeildarhring — daufgerð en dyggðug stúlka, sem hann mundi aldrei geta elskað, en mundi sóma sér vel sem húsmóðir á heimili hans. af furðulegustu höttum og dýrum kjólum, falleg stúlka, en dýr í rekstri. Jean-Paul hafði slitið öllum tengsl- um við Aliette — allt átti að vera um götur gert milli þeirra ... en af ein- berri tilviljun hittust þau eitt kvöldið á breiðstrætinu. Þessi eini samfundur dró á eftir sér fleiri, scm ekki voru einber tilviljun ... og þegar Jean- Paul liugsaði til þessara samfunda var hann ekki allsendis ánægður með sjálfan sig. Það var dálítið óviðfelldið ... en svona rétt einu sinni ... Víkjum nú aftur að Franioise. Ilún sat í stofunni sinni eitt dimmt rign- ingarkvöld og bar björtu ungmeyjar- draumana sína saman við dapurlega raunveruna. Það var eittbvað komið A milli liennar og mannsins liennar, hún fann það ... kannske var það misskilingur, en hvaða misskilningur var það? Hjónabandið okkar hefir byrjað óheppilega ... En livað var hægt að gera til þess að koma því á réttan kjöl? Ilún lcitaði árangurslaust að svari við þeirri spurningu. Hjón geta orðið bcstu vinir aftur eftir rifr- ildi ... en þau liöfðu aldrei rifist? Samskipti þeirra liöfðu ávallt verið með réttum hætti — eiginlega með nndstygggilega réttum hætti ... ög hvað var þá að kvarta yfir? Stofustúlkan kom með miðdegis- póstinn. „Á ég að kveikja, frú?“ „Já, þakka yður fyrir. Og gerið svo HNYKILLINN En undir niðri var Francois alls ekki eins og Jean-Paul hélt. Hún var hugmyndarík og datt margt i liug, og hafði titrandi og viðkvæmt hjarta. Eftir að hún varð meir og meir ein- mana reyndi hún að finna sér eitt- hvað til að drepa timann með. Tisku- verslanirnar höfðu ekkert aðdráttar- afl á hana ... og hvers vegna ætti hún líka að vera að lialda sér til fyr- ir manni, sem leit varla á hana? Þess vegna fór hún á söfn, listsýningar og hljómleika. Það var ekki smáræði sem hún hafði komist yfir að skoða, þessa sex mánuði sem þau höfðu átt heima í París ... Klassisk list, impression- ismi, kubismi og surrcalismi .. Og hún hafði heyrt mikið af unaðslegri tónlist. Stundum brosti hún angur- blíð: Eg verð líklega fyrsta flokks listfræðingur í stað þess að verða hamingjusöm eiginkona. Jean-Paul varð að viðurkenna að konan hans hafði einn góðan eigin- leika: hún var ekki ágeng, eða af- skiptasöm. Og þess vegna hafði hann smátt og smátt tekið upp æskuvenjur sinar aftur. Hann lifði að visu ekki hneykslanlegu svallaralífi ... hann sat nokkra tíma á kvöklin með vinum sínum, kvenhöturunum, og reykti, eða hann fór í fjölleikahús og sat þar þangað til hann hélt heim um mið- nættið. Hann þurfti ekkert að skamm- ast sín fyrir slíkar skemmtanir. En samt hafði dálítið gerst nýlega, sem varð að skoðast af öðrum sjón- arhól ... Áður en Jean-Paul giftist, liafði hann verið í þingum við aðra stúlku, Aliette hét hún ... fallegur lítill bláfugl, sem notaði ósköpin öll vel að draga tjöldin fyrir gluggana." Francoise leit lauslega yfir póstinn. Þarna voru blöð, og svo bréf til Jean- PíTuls. Lítið bréf i múrsteinsrauðu umslagi, og mikil ilmvatnslykt af því. „Ó!“ hrópaði Francoise, „og þetta á ég líka að sætta mig við.“ Henni gafst ekki tími til að hugsa betur ura þetta, því að nú heyrði hún fótatak frammi í ganginum. Jean- Paul kom inn, brosandi og í góðu skipi eins og hann var vanur — en jafnframt siðfágaður og formfastur. „Gott kvöld, Francoise. Hefir nokk- ur hringt?“ „N'eí, enginn. En hérna er póstur- inn þinn.“ Hann hnyklaði brúnirnar þegar hann sá bréfið og skar það upp með kæruleysissvip. Honum fannst konan lians ekki hafa augun af sér meðan hann var að lesa bréfið, og reyndi að vera sem rólegastur á svipinn, lét sem liann geispaði og bar höndina fyrir nninninn, stakk svo bréfinu í umslagið, vöðlaði þvi saman og þeytti því í eldinn, sem brann á arninum. En óhappið vildi að bréfið hitti hægindastól Francoise og datt á gólf- ið, rúman metra frá eldinum. JeanPaul stóð upp til að taka bréf- ið, en Francoise hafði verið fljótari til, og liafði stigið ofan á bréfið án þess að þykjast taka eftir því. Hún brosti og sagði: „Jean-Paul, viltu halda i hespuna fyrir mig með- an ég vind hana?“ Hann kinkaði kolli og von bráðar sat hann með útréttar hendur og gat ekki hreyft sig, með ullarbandsliesp- una á úlnliðnum. Áður en Francoise

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.