Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1958, Blaðsíða 5

Fálkinn - 31.10.1958, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Hér er Truman Bandaríkjaforseti ásamt forseta svertinffjakvennasambands- ins í U.S.A., þá kemur frú Vijaya Pandit, sendiherra Indlands or Ralph Bunche. hvar draga skyldi markalinuna milli sveitanna, sem verið liöfðu að berjast. Bunche notaði þá aðferð, sem sátta- semjarar nota stundum, að halda fundinum áfram þangað til þeir víg- reifustu færi að dasast. Hann lét þá sitja á fundi nærri því sólarhring, hvíldarlaust — svefnlausa og matar- lausa. Og loks var svo af öllum dreg- ið að þeir neyddust til að gera sætt, til þess að sleppa úr prísundinni. Það var vegna sáttagerðar sinnar milli Gyðinga og Araba sem norska Nóbelsverðlaunanefndin ákvað, 23. september 1950 að sæma hann friðar- verðlaununum það ár. Hann fékk 104. 204 sænskar krónur og var tekinn fram yfir ýmsa fræga menn, sem lil mála höfðu komið sem verðlaunaþeg- ar, svo sem Harry Truman, Winston Ghurchill og Pandit Nehru. Hann var fyrsti svertinginn sem lilotið hefir Nóbelsverðlaun, og yngsti maðurinn sem friðarverðlaunum hefir verið sæmdur, aðeins 46 ára. Þessi sæmdar- viðurkenning vakti athygli um allan heim, og varð óbeinlinis til þess að styrkja aðstöðu svertingja í réttinda- baráttu þeirra, eigi sist i Bandarikj- unum. Verðlaunin voru aflient rétt- um tveimur árum eftir að Folke Bernadotte var myrtur, og Ralph Bunche var innilega fagnað i Osló og vakti koma hans þangað meiri athygli en venjulega þegar menn koma þang- að til þess að vitja friðarverðlauna sinna. Ræðan sem hann hélt við það tækifæri vakti mikla athygli og þólti hera því vitni hve einlægur friðar- vinur hann er. „Of margir tala um strið, en of fáir starfa að gagni fyrir friðarmálin,“ sagði liann. Þessi herðabreiði maður með bros- hýra andlitið hefir farið að ráðum Nönu gömlu ömmu sinnar um ævina. Hann lætur beiskju og óvild aldrei ráða gerðum sínum, en þegar honum bauðst varautanríkisráðherrastaða í Washington afþakkaði hann það boð, þvi að honum ofbauð greinarmunur- inn sem gerður er á svörtum og hvit- um i Washington. — Ég vil 'lifa sem frjáls maður, sagði liann, — fimmtán milljón manna er neitað um réttindi lýðræðisins hér í landi, vegna ætt- ernis sins, en — bætti hann við — eigi að siður getum við verið bjart- sýnir á framtiðina að því er snertir kynþáttamálin í Vesturheimi. Meðan Ralph Bunche var við nám i Washington kynntist hann ungri kennslukonu frá Washington, Ruth Harris, og þau giftust árið 1930. Þau eiga þrjú börn, son og tvær dætur, sem liafa fengið ágæta menntun, og fjölskyldan á heima i Parkway Vill- age á Long Island fyrir utan New York, en þar býr fjöldi þess fólks, sem starfar hjá Sameinuðu þjóðunum. MAÐURIÍVIV, SEJH samdi THarseilUsönginn. 3°- 1) Frökkum veitti ekki af að eignast þjóðsöng árið 1792, er óvinir landsins stóðu vígbúnir á landamærunum. Þótt skrítið megi lieita var maðurinn sem samdi lag og ljóð frægasta þjóð- söngs i lieimi — lýðveldissöngins mikla — konungssinni. Hann hét Rouget, var málaflutningsmannssonur, fæddist 10. mai og vildi verða herforingi og tók sér ættarnafnið de Lisle. Hann var i setu- liðinu í Strasbourg og 25. apríl 1792 sat liann kvöldboð Dietrichs borgarstjóra þar. Þar var verið að fagna því að Rinarherinn hefði hypjað sig á burt. „Hermennina okkar vantar ættjarðar- söng,“ sagði Dietrich við Rouget. „Reynið þér að semja hann!“ Var það þegar útsett fyrir hermannahljómsveit og leikið er franski herinn fór yfir Rín til að hrekja herinn sem lengst austur á bóg- inn. Þýskur iiðsforingi hefir skrifað svo um þetta i dagbók sína 1792: „Frönsku hermennirnir ganga fram til orrustu og syngja nýjan hersöng. Ómögulegt er að lýsa þeim áhrifum, sem þetta lag veldur.“ Frelsisljóðið fékk þá annað nafn en Rouget hal'ði ætlast til, því að þegar Mireur hafði sungið það i Marseille og hersveit þaðan söng það á leiðinni til Parísar, skírðu Parísarbúar lagið „La Marseillaise“. 4) Napoleon Bonaparte leit hornauga til Rouget af því að hann 2) Rouget hljóp heim i þakherbergið sitt i Rue de la Mésange og eldmóður var í honum. Orðin úr hcrlivötinni, sem Dietrich hafði látið festa upp á ráðhúsdyrunum: „Til vopna, borgarar! Sigrum eða deyjum! Marchons!" lvljómuðu fyrir eyrum hans. Hann æddi fram og aftur um gólfið, urrandi og raulandi á vixl og bað- andi öllum öngum. Stundum greip hann fiðluna og lék á hana uin leið og hann orkti ljóðið. Orðin komu af sjálfu sér: „Allons enfants de la patrie“ og svo framhaldið, og lagið kom eins og ivaf í Ijóðið. 3) Kvöldið eftir söng borgarstjórafrúin lagið og lék sjálf undir. hafði greitt atkvæði móti því, að Napóleon yrði skipaður „consul“ ævilangt. Rouget varð að lifa á nótnaskriftum og einu sinni ienti hann í skuldafangelsi. En árið 1830 fékk liann lífeyri, sem nam 1.500 frönkum á ári. Lengi var La Marseillaise bannað, en þögnin um liann var rofin er stríðið hófst árið 1870. Árið 1878 vildi stjórn- in fá nýjan þjóðsöng og fékk Gounod og Derouléde til að semja hann. Þeir gerðu það, en lag Rougets þokaði hvergi fyrir honum og var löghelgað sem þjóðsöngur órið eftir. Rouget dó 27. júlí 1836. í júlí 1915 voru jarðneskar leifar hans fluttar i Invalidekirkj- una og kistan þar er skammt frá kistu Napoleons.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.